Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Föstudagur 4. janúar 2008 Lions og HS veita viðurkenningar fyrir jólaskreytingar: Helgafell jólahúsið og Bárustígur best skreytta gatan A gamlársdag afhenti Lions í Vestmannaeyjum og Hitaveita Suðurnesja viðurkenningu fyrir best skreytta húsið og best skreyttu götuna í Vestmannaeyjum. Þetta er í áttunda sinn sem þessi verðlaun eru veitt en best skreytta húsið að þessu sinni er Helgafell, sem stend- ur í hlíðum samnefnds fjalls. Þá var Bárustígur valin best skreytta gatan. Það voru hjónin Högni Sigurðsson og Anna Sigurðardóttir sem tóku við verðlaununum úr hendi Sigurjóns Ingólfssonar, útibússtjóra Hitaveitu Suðurnesja en auk hans voru þeir Ingimar Georgsson og Hörður Þórðarson frá Lions við- staddir afhendinguna. Högni og Anna voru að sjálfsögðu ánægð með viðurkenninguna, en sögðu að þau hefðu haldið að einhver ættingi þeirra væri að gera at í þeim þegar hringt var í þau vegna þessa. HELGAFELL sómir sér vel í hlíðum Helgafells þar sem það blasir við bæjarbúum. BÁRUSTÍGURINN í jólabúningi. Myndir Óskar Pétur. FRÁ AFHENDINGUNNI. Högni og Anna. Pompei norðursins frumkvöðull Icelandair 2007: Getur verið milljóna virði -segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála Verkefnið Pompei norðursins hefur hlotið viðurkenningu sem frum- kvöðull Icelandair árið 2007. Gunnar Már Sigurfmnsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs Icelandair, afhenti Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, viðurkenn- inguna í hófi á miðvikudag þar sem Fréttir veittu sínar árlegu viðurkenn- ingar. Þegar Gunnar var spurður hvers vegna Pompei norðursins varð fyrir valinu sagði hann að Icelandair væri alltaf að leita að verkefnum til að styðja með þeim tilgangi að byggja upp ferðaþjónustu. „Verkefnið upp- fyllti öll skilyrði sem frumkvöðull Icelandair. Það er frumlegt, óvenju- legt þar sem ferðamenn taka þátt í að grafa upp rústir og mjög tákn- rænt fyrir sögu og þrautseigju íbúanna á staðnum." Viðurkenningin felur í sér peninga- verðlaun að upphæð 500.000 þúsund krónur sem notast skulu til uppbyggingar á verkefninu. Þá verður Pompei norðursins markaðs- GUNNAR: Verkefnið uppfyllti öll skilyrði sem frumkvöðull Icelandair. Það er frumlegt, óvenjulegt þar sem ferðamenn taka þátt í að grafa upp rústir og mjög táknrænt fyrir sögu og þrautseigju fbúanna á staðnum. sett í kynningarefni Icelandair á „Peningaverðlaunin eru sýnileg og árinu 2008 sem frumkvöðlaverkefni táknræn en markaðsetningin er Icelandair árið 2007. miklu meira virði. Markaðs- setningin getur verið milljóna virði þó svo að aldrei sé hægt að segja til um fyrirfram hverju hún skilar. Við erum með Intemetsfður sem um 10 miljónir gesta heimsækja um allan heim. Bæklingar á vegum félagsins eru í dreifingu allt frá Banda- nkjunum til Kína. Bæklingamir em á tíu tungumálum og gefnir út í hundmðum þúsunda eintaka. Inni í þessu em líka 10 farseðlar á leiðum Icelandair sem eru ætlaðir fulltrúum í ferðaþjónustu til að kynna verkefnið hjá söluaðilum erlendis og aðra þjónustu í Vest- mannaeyjum. Þá á vinningshaft kost á að kynna verkefnið um borð í sjónvarpskerfi Icelandair á öllum leiðum félagsins á 4 mánaða tíma- bili á árinu 2008,“ sagði Gunnar Már og bætti því við að vonir stæðu til þess að Iclandair geti aðstoðað við að gera Pompei norðursins og Vestmannaeyjar að einum af þekkt- ustu og best sóttu ferðamanna- stöðum Islands í framtíðinni. Fréttatilkynning frá Vinum Hallarinnar: SSSól á þrett- ánda- balli Það verður stórsveitin SSSÓL sem mun halda uppi fjörinu á laugardagskvöld í Höllinni, öll leyft em komin í hús þannig að að Hallarmönnum er ekkert að vanbúnaði að skipuleggja stærsta ball ársins. Heyrst hefur að Helgi Björns muni fara í humarveislu hjá Stjána á Emmunni og komi sér þannig í gírinn. Einnig er uppi orðrómur um að Svenni Matt sé búinn að endurnýja linsurnar og muni því í fyrsta skipti í langan tíma sjá bandið sem er að spila. Forsala miða verður í Höllinni milli 14.00 til 15.00 á laugar- daginn og er miðaverð 2500 kr. Vinir Hallarinnar Framkvæmda- og hafnarráð: Fráveitufram- kvæmdir fyrir 30 m. Framkvæmda- og hafnarráð fundaði milli jóla og nýárs og tók fyrir tillögu að fráveitufram- kvæmdum ársins 2008 að fjárhæð 30 milljónir króna nettó í samræmi við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2008. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi útskiptingu framkvæmdafjár- magns fyrir árið 2008. Settar verða upp dælur og sandgildra vegna FES við Brattagarð. Lögn verður lögð frá Hásteinsvegi að Hlíðarvegi, brunnur graftnn á mótum Illugagötu og Kirkju- vegar. Einnig verða ýmsar minni framkvæmdir. Kennsla hefst á mánudag Skólar eru nú að hefja starf eftir jólafrí. Nemendur Framhaldskólans fengu stundarskrár afhentar í dag, föstudag og kennsla vorannar hefst á mánudag. Þá munu nem- endur grunnskólans einnig eiga að mæta á mánudag. Útgefandt Eyjasýn ehf. 480378-0549 - Vestmannaoyjiim. Hitstjóri: Ómar Gaitlarsson. Blaðamenn: (íuðbjörg Sigurgeii-sdóttir, Hildur Sif Tlioraernsen og Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Jiilíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Omar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjapmit. Vi'stmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Simar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1803. Netfang/rafpóstur frettir@eyjafivttir.is. Veffang: littp'www.eyjafivttir.is FRÉ'iT'LK koma út alla finimtiidaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Ilerjólfi, Flugbafnarversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýbnu i Friðarböfn.. FRÉTTTR eru prentaðar i 'Í(HH) eintökum. FRÉTTTR cru aðilar að Samtökuni bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óbeimilt nema beiniilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.