Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 4
4 Ffgttir / Föstudagur 4. janúar 2008 Úr bloggheimum: Eyjamaður vikunnar: Sigþóra Guðmundsd.: Nýja árið gengið í garð Jaso... þá er nýtt ár bara mætt á svæðið! Treystum því að það verði gott og gæfuríkt. Annars blessast þetta nú allt saman á endanum! Veðrið var barasta ágætt, brennan tendr- uð á réttum tíma, flugeldasýningin flott og allir gátu verið úti að horfa! Krakkarnir sprengdu vel og vand- lega þetta árið. Stóðu sig eins og hetjur í þessu öllu saman. Hjálpuðu yngri krökkunum með því að halda í hendur þegar aðrir voru að sprengja, hughreystu og skiptust á við það að hugsa um hvert annað. Hratt og örugglega gekk að sprengja og afgangar ekki til í dag! Agalega gott að borða eins og alltaf í Hrauntúninu og stóð, að mér fannst, kalkúnninn og fyllingin upp úr annars góðu hlaðborði. Skaupið var gott, of stutt en það er bara merki um að manni hafi ekki leiðst eins og stundum... krakkarnir voru samt á því að skaupið í fyrra hafí verið fyndn- ara... Enn einu sinni fær maður vís- bendingar um ellikelli sé að banka á dymar. En ég ætla ekki að svara strax!!! Og lýg að mér daglega að ég sé ógó ung ennþá!!! Gísli Hjartarson: Betra seint en aldrei Jæja, þá er það afstaðið og margur eflaust ánægður. Við fengum þessa þokkalegu brennu hér í Eyjum en fengum svo aftur á móti stórkostlega skotsýningu frá bæjarbúum rétt fyrir og eftir miðnættið - algjör snilld - og þar sem ég stóð og fylgdist með á milli þess sem skotóða-liðið, sem ég tiiheyri, blastaði upp hverri tertunni á fætur annarri var þetta tilkomu mikil sjón. Takk fyrir stórkostlega sýningu Eyjamenn, konur og böm. Sigmar Þór Sveinbjörns: Strand 11. janúar1932 Ellefta janúar 1932 dró til austan- áttar og var um miðjan dag komið stórviðri í Vest- mannaeyjum sem hélst fram eftir nóttu. Laust eftir miðnætti þann 12. janúar heyrðist síendurtekið neyðarmerki frá skipi sem lá vestan Eyjanna. Þrátt fyrir veðurofsann héldu tveir bátar úr höfn til hjálpar hinu nauðstadda skipi. Þegar að var komið reyndist þetta vera breski togarinn Black Prince frá Grimsby er hafði einkennisstafina CY nr. 218. Togarinn hafði komið vestan að fullhlaðinn fiski að leita vars vestan Eyja fyrir austan rokinu. Ekki tókst betur til en svo, að togarinn tók niðri á skeri. Losnaði hann fljótlega af skerinu en laskaðist þannig að framskipið fylltist af sjó. Bátsverjar gátu gefið togaranum merki um að reyna að komast undir Eiðið og leggjast í var. Tókst það eftir lang- an barning og lagðist togarinn þar við festar. Eyjaraar hafa alla burði til verða Plsðttastl ferða- mannastaður landsins Gunnar Már Sigurfmnsson er Eyjamaður vikunnar. Hér er hann með Kristínu markaðsstjóra og Elliða bœjarstjóra. Verkefnið Pompei norðursins hefur hlotið viðurkenningu sem frumkvöðull Icelandair árið 2007. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Icelandair, afhenti Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, viðurkenn- inguna í hófi á miðvikudag þar sem Fréttir veittu sínar árlegu viður- kenningar. Pompei norðursins fær peningaverðalaun og verður markaðsett í kynningarefni Icelandair á árinu 2008. Gunnar Már Sigurfmnsson er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Gunnar Már Sigurfinnsson Fæðingardagur: 9. janúar 1965 Fæðingarstaður: Fæddur í Reykjavík en var „bjargað“ nokkrum mánuðum síðar til Eyja. Fjölskylda: Kvæntur Lindu Hængsdóttur og eigurn við börninn Andra Stein og Silju. Draumabíllinn: Það er Lexus keyptur hjá MK að sjálfsögðu. Uppáhaldsmatur: Humar og hamborgarahryggur. Versti matur: Slátur og grjóna- grautur. Uppáhalds vefsíða: mbl.is og eyjafrettir.is (sudurland.is) Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Alæta á tónlist en Super- tramp hefur alltaf verið mitt uppáhald. Aðaláhugamál: Golf, fótbolti og fjölskyldan. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Winston Churchill Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það er enginn staður fallegri en Eyjarnar á fallegum sumardegi. Alparnir í Suður- Þýskalandi eru líka einstakir. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og Eintrakt Frankfurt. Hermann Hreiðarsson er minn maður, en ég er auðvitað mjög hrifinn af henni Margréti Láru sem er einstakur íþróttamaður. Ertu hjátrúarfullur: Já mjög og það hefur reynst mér vel. Stundar þú einhverja íþrótt: Spila golf eins oft og ég get og síðan „bumbu“ fótbolta með vinnu- félögunum. Uppáhaldssjónvarpsefni: Danski sakamálaþátturinn Glæpurinn og síðan þýski fótboltinn. Hvað hefur þú starfað lengi hjá Flugleiðum? Byrjaði hjá Braga uppi á flugvelli 7. júlí 1986 og var hjá honum til 1994 með námi. Þegar skólagöngu lauk þá fór ég til Reykjavíkur að vinna hjá Flug- leiðum og síðan til Þýskalands og til baka til íslands fyrir rúmum tveimur árum. Eg því verið í vinnu hjá félaginu I 20 ár ef námsárin eru tekin með! Heldur þú góðum tengslum við Eyjar og kemur þú reglulega hingað? Fjölskyldan mín býr öll í Eyjum og ég hef mikið samband við þau. Börnin mín hafa mjög sterkar tilfinningar til Eyjanna og fara eins oft og þau geta í heimsókn til ömmu og afa. Síðan á ég mikið af vinum í Eyjum, eða brottflutta eins og ég sjálfur. Ég fylgist með mannlífmu í Eyjum í gegnum netið næstum á hverjum degi. Það er líka svo frábært að koma til Eyja og ég vil gera meira af því. Er ekki skemmtilegt að afhenda verðlaun til Eyja? Það er ekkert skemmtilegra en að fá að veita því sem manni þykir vænt um viðurkenningu. Ferðamennska hefur átt undir högg að sækja í Eyjum af ýmsum ástæðum og vonandi verður þetta til þess að hjálpa til við að snúa þeirri þróun við. Telur þú að ferðamönnum eigi eftir að fjölga vegna Pompei- verkefnis? Vestmannaeyjar eru einstakur ferðamannastaður og Pompei verkefnið er bara lítill en mikilvægur hluti af því. Það er til þess fallið að búa til ástæðu að markaðsetja Vestmanneyjar upp á nýtt sem ferðamannastað, vegna þess að þetta er einstakt verkefni. Eyjarnar hafa alla burði til að verða einn best sótti ferðamannastaður á landinu, en auðvitað eru samgöngur takmarkandi þáttur í dag. Flugið hefur vissulega lagast og nú hillir vonandi undir betri lausn á sjó. Með samstöðu og samvinnu hagsmunaaðila er hægt að skapa í Eyjum eina öflugustu ferðaþjónustu á landinu og það á að vera mark- mið okkar Éyjamanna í framtíðinni. Matgozðingur vikunnar: liúffengur og f Ijótlegur f iskréttur Þakka Rannveigu mágkonu kærlega fyrir áskorunina, en þeir sem til hennar þekkja vita að hjá henni kemur maður aldrei að tómum mat- arkofunum, hún er það sem kallaðist í mínu ungdæmi elhússnilli. Hér kemur rétturinn minn, þessa uppskrift nota ég iðulega þegar framreiða skal eitthvað Ijúffengt fyrir góða gesti sem ber að garði með skömmum fyrirvara. Rétturinn hentar einnig vel í milli- fínar veislur þar sem klæðnaður er ekki mjög formlegur. Gott er að drekka þýskan Warsteiner bjór með. Uppskriftin miðast við fjóra. Hráefni: 2 ýsuflök salt pipar smjör 1/2 tsk. karrý 1 laukur 1 epli 1 banani rjómi eða ostur Matgœðingurinn er Magnús Matthíasson. Aðferð: Ýsuflökin skorin í nokkur stykki og raðað í eldfast mót. Salt og pipar sett yfir. Sett í ofn við 170 - 200°C. Smjör hitað á pönnu, karrýi stráð yfir. Laukurinn steiktur og hellt síðan yfir fiskinn. Eplin flysjuð og skorin í bita. Steikt á pönnunni og sett yfir fiskinn. Eins við bananana. Fiskurinn látin krauma aðeins í ofn- inum þar til hann er soðinn í gegn. Ef vill má hella smá rjóma yfir fiskinn eða setja ost yfir. Gott með hrísgrjónum, hvítlauks- brauði, salati og kartöflum. Njótið vel. Að lokum skora ég á Andrés Sigurvinsson, en hann lumar á mörgum einstaklega heillandi frönskum réttum eftir að hafa búið í Frakklandi um skeið. P.S. A myndinni er Magnús ekki að borða eigin rétt heldur að velta fyrir sér hvað Kári Fúsa var að pæla í eldhúsinu í Herjólfi. Kirkjur bozjarins: landa- kirkja Laugardagur 5. desember Kl. 11.00. Útför Svövu Guð- mundsdóttur. Þrettándi dagur jóla, sunnudagur 6. janúar Kl. 11.00 Guðsþjónusta í Stafkirkjunni. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika sálmalög. Almennur söngur. Altarisganga. Sr. Kristján Bjömsson, formaður Stafkirkjunnar, prédikar og þjónar fyrir altari. Hvítasunnu- kirkian Föstudagur KL. 20:00 Unglingakvöld. Laugardagur Kl. 20:30 Bæna- og lofgjörðar- stund. Sunnudagur Kl. 13:00 SAMKOMA Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Aðventkírkian Laugardagur Kl. 10.30 Biblíurannsókn. AGLOW Miðvikudagur Kl. 20.00 Fundur Aglowkvenna í Safnaðarheimilinu. Allar konur velkomnar. Nýfazddir Eyjamcnn Auðun Benedikt Hannesarson er sonur Hannesar Auðunarsonar og Heiðu Bjarkar Marinóssdótt- ur. Hann fæddist 2. júní 2007 á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Fjölskyldan er búsett í Eyjum. Þessi ungi maður fæddist 27. október sl. á Landspítalanum. Hann var 17 merkur og 55,5 sm og hefur verið nefndur Böðvar. Foreldrar Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir og Brynjólfur Gíslason, þau búa í Kópavogi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.