Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Föstudagur 4. janúar 2008 FJÖLSKYLDA BJARNA sem var viðstödd. Sindri Viðarsson, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir, Halldór Arnarson, Elísa Viðarsdóttir, Sighvatur Bjarnason, Ingibjörg Bjarnadóttir, Örn Bjarni, Bjarni Sighvatsson, Páll Sveinsson, Guðmunda Bjarnadóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir og Dóra Björk Gunnarsdóttir. Stórgjafir til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja: Vestmannaeyingar eiga skil- ið að eiga gott sjúkrahús -og það skiptir miklu að hafa fyrsta flokks lækningatæki á staðnum, sagði Bjarni Sighvatsson sem hafði forgöngu um söfnunina ásamt Kvenfélaginu Líkn Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja tók formlega við höfðinglegum gjöfum til stofnunarinnar laugar- daginn 29. desember. Drífa Kristj- ánsdóttir, formaður Líknar, afhenti Gunnari K. Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar, gjafimar sem námu andvirði 28.878.941 króna. Bjarni Sighvatsson, útgerðarmaður, hafði frumkvæði að söfnun á gjafa- fé sem nam samtals 24. 341.410 króna meðal útgerðarmanna og ein- staklinga í bænum og auk þess gáfu Bjarni og fjölskylda hans þrjátíu sjúkrarúm til stofnunarinnar til minningar um Dóru Guðlaugs- dóttur, eiginkonu Bjarna, sem lést á síðasta ári. Kvenfélagið Líkn gaf stofnunni um 6.000.000 króna á árinu. Gjafirnar sem stofnunin veitti viðtöku eru: Stafræn myndavél vegna húðbreytinga kr. 50.000, Ijós í skiptistofu kr. 501.532, skugga- efnisdæla fyrir sneiðmyndatæki kr. 1.618.500, liðspeglunartæki kr. 2.198.521, blöndunarskápur vegna krabbameinslyfja kr. 1.300.000, sneiðmyndatæki kr. 18.100.000, súrefnismettunarmælir kr. 68.060, verkfæri vegna liðspeglunar kr. 412.643, vökvadælur vegna krabba- meinslyfja kr. 435.750, súrefnis- þjappa kr. 377.938, skurðstofuljós kr. 1.386.761, lofflæðistæki vegna kviðsjár kr. 897.996, súrefnisflaska kr. 395.590, sjúkrarúm og gálgi kr. 408.876, tveir stólar vegna lyfja- gjafar kr. 450.259, stóll vegna lyfjablöndunar kr. 54.568, mobil- vagn ásamt fylgihlutum kr. 221.947. Gefendur: Einstaklingar og fyrirtæki og stofn- anir sem gáfu fé til tækjakaupanna voru: Bjarni Sighvatsson kr. 2.000.000, Leifur Ársælsson kr. 4.000.000, Sparisjóður Vestmanna- eyja, kr. 1.000.000, Vinnslustöðin kr. 2.000.000, Bergur/Huginn kr. 3.000.000, Gunnar Jónsson (ísleif- ur) kr. 1.000.000, Kristín Gísladóttir 1.000.000, Ellý Gísladóttir 1.000.000, Glófaxi kr. 200.000, Bylgjan kr. 3.000.000, ÓS ehf. 2.000.000. Bessi hf. kr. 1.000.000, Ufsaberg kr. 1.000.000. ísfélagið kr. 2.000.000, Þórey G. Björgvins- dóttir kr. 11.410, Bergur ehf. kr. 100.000, Börn Þuríðar Guðmunds- dóttur Héðinshöfða 30.000. Auk þess gaf Krabbavöm Vestmannaeyjum lyfjadælur að verðmæti 463 þúsund, Geisli gaf sjónvarp, Eimskip gaf flutning á sneiðmyndatækinu og lyfjagjafa- stólum frá Þýskalandi, Trygginga- miðstöðin gaf flutningstryggingar Hvergi nærri hættur „Vestmannaeyingar eiga skilið að eiga gott sjúkrahús og það skiptir miklu að hafa fyrsta flokks lækn- ingartæki á staðnum. Læknar og hjúkrunarfólk við stofnunina er á heimsmælikvarða þannig að ég á orð til að lýsa því,“ sagði Bjami þegar hann er spurður hvenær hann fékk hugmyndina af því að safna fé til tækjakaupa. „Eg var búinn að hugsa þetta í dálítinn tíma og í vor fór ég að athuga hvort það væri grundvöllur fyrir þessu. Ég talaði við Hjört Kristjánsson lækni og starfsfólkið til að fá upplýsingar um hvað vant- aði helst og svo var farið í að panta þetta allt saman. Ég hafði samband við útgerðarmenn og einstaklinga og flestir þeirra vom jákvæðir." Bjami og fjölskylda hans gáfu einnig þrjátíu sjúkrarúm til minn- ingar um Dóm Guðlaugsdóttur sem lést á síðasta ári. „Við erum búin að panta þrjátíu rúm og það er gjöf frá mér og bömunum til minningar um eiginkonu og móður.“ Þú sagðir við afhendinguna á laugardag að þú værir hvergi nærri hættur og markmiðið væri að sjúkrahúsið í Eyjum yrði best tækjum búna sjúkrahús á lands- byggðinni. „Já, og ég stend við það. Ég er hvergi hættur, ekki meðan heilsan leyfir. Hægt að auka þjónustuna Bjami hefur fulla trú á því að það sé hægt að auka þjónustuna á sjúkrahúsinu og bæta við verkefn- um. „Við höfum frábært starfsliðið og allir tala íslensku. Við þurfum sérhæfð tæki sem er grundvöllur fyrir því að hægt sé að vinna verkin. Guðmundur Arinbjamarson, beinasérfræðingur, kemur hingað einu sinni í mánuði og nýr tækja- búnaður gerir honum kleift að gera fleiri aðgerðir hér. Hann ætlar að koma með tvo sjúklinga með sér þegar hann kemur næst og nýta aðstöðuna sem við höfum. Þetta gefur okkur tækifæri til að útvíkka starfsemina og ég hef fulla trú á að það sé hægt.“ Bjami tekur fram að margir hafi komið að þessu með honum. „Kvenfélagið Líkn hélt utan um söfnunina og Drífa Kristjánsdóttir, formaður Líknar, er alveg einstök manneskja að vinna með. Þannig að það hafa margir komið að þessu og allir jákvæðir. Ég hef í sjálfu sér ekkert annað að gera og reyni að láta gott af mér leiða,“ segir þessi fyrmm útgerðarmaður að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.