Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Föstudagur 4. janúar 2008 13 Flaug fram af braut- arenda á fólksbíl -náði ekki fluginu en slapp með lítilsháttar meiðsli Um klukkan þrjú í fyrrinótt fékk lögreglan tilkynningu um að fólks- bíl hafi verið ekið fram af flugvell- inum, vesturenda austur-vestur- brautarinnar. Fallið var 15 til 20 metrar. Ökumaður slapp lítið meiddur en bíllinn er töluvert skemmdur. Bíllinn hefur að líkindum verið á mikilli ferð því hann flýgur fram af brautarendanum, endastingst í miðri brekkunni og stoppar neðst í henni á hjólunum. Ökumaður, sem var einn í bfln- um, má teljast stálheppinn því flugið var mikið og líklega hefur bíllinn farið fleiri en eina veltu. Ekki þarf að taka fram að strang- lega er bannað að fara á ökutækjum inn á flugvöllinn og að öllu jöfnu er ekki hægt að komast þar inn. Hins vegar var hlið að vellinum bilað og stóð opið. BÍLLINN skildi eftir sig stórt sár í brekkunni. Hlaupið til styrktar Krabbameinsfélaginu: Söfnuðu rúmlega milljón A gamlársdag var efnt til hlaups eða göngu til styrktar Krabbameinsfélagi Vestmannaeyja. Um 120 manns mættu til leiks við Stórhöfða og héldu eins og Ieið lá um Höfðaveg, niður Illugagötu og að endastöðinni hjá Grími kokk inni á Eiði. Þar tók hann á móti hlaupurum og göngugörpum með léttum vcitingum. Það voru Hressó og Hafdís Kristjánsdóttir sem skipulögðu þessa skemmtilegu uppákomu auk þess sem aliur ágóði rann til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja. Þátttökugjald var 1500 krónur en alls safnaðist um 1 milljón króna en fyrirtæki í bænum styrktu verkefnið. Vonandi verður framhald á, næsta gamlársdag enda heilsusamlegt að hreyfa sig í góðum félagsskap á síðasta degi ársins og styrkja gott málefni í leiðinni. SLAPPAÐ af á ákvörðunarstað. Um 120 manns tóku þátt í hlaupinu. Iðunn Jóhannesdóttir og Hafdís Kristjánsdóttir létu sig ekki vanta. -•Y' LINDA I SMART efndi til jólaleiks á aðventu þar sem í boði voru myndarlegir vinningar. Þátttaka var mjög góð og fékk Linda ömmubarn sitt og nöfnu til að draga úr pottinum. Hin heppnu eru Linzi Trosh Reykjavík sem hlaut vöruúttekt upp á 20.000 krónur, Júlía Tryggvadóttir fékk vöruúttekt að verðmæti 15.000, Elli Gunnar 10.000 og Margrét Hjálmarsdóttir 5000 krónur. Árskýrsla slökkviliðsstjóra - Átján útköll 2007: Tólf vegna bruna í íbúðarhúsum Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út 18 sinnum á árinu 2007. í tólf tilfellum var kallað út í íbúðarhús og þrisvar vegna iðnaðarhúsa. Einnig var slökkviliðið kallað út vegna minniháttar atvika svo sem vegna elda í bílum, gámum, og alls- konar rusli. Þá heimsóttum við átta fyrirtæki og stofnanir og vorum með eldvarnakynningu. Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar verið er að dæla bensíni hér í land og voru þessar vaktir tólf á árinu. Við sjáum einnig um eld- vamareftirlitið og voru skoðuð 17 fyrirtæki og stofnanir, einnig voru gefnar um 20 umsagnir fyrir gisti og veitingastaði. Það var talsvert um heimsóknir á slökkvistöðina héðan úr Eyjum og af fastalandinu. Eykyndilskonur komu færandi hendi á árinu þær færðu liðinu fjarskiptabúnað fyrir reykkafara að verðmæti 600 þúsund. Þetta er í þriðja skipti sem þær færa okkur öryggisbúnað. Æfingar liðsins á árinu voru 27. Auk þess sóttu nokkrir slökkviliðs- menn námskeið fyrir stjómendur og einnig var sótt eldvarnanámskeið. Eins og undanfarin ár tók slökkvi- lið Vestmannaeyja þátt í eldvarn- arviku Landssambands slökkviliðs- manna í byrjun desember. Það heim- sóttum okkur 70 gmnnskóaböm á slökkvistöðina, þar var farið yfír eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól. Við í slökkviliðinu heimsóttum einnig leikskólana Sóla og Kirkju- gerði og ræddum við elsta árganginn um eldvamir í leikskólanum og á heimilum þeirra. Að ending nú á aðventunni var okkur slökkviliðsmönnum boðið í jólahlaðborð af Tryggingarfélaginu Sjóvá og viljum við þakka þeim fyrir höfðinglegt boð. Vestmannaeyjum 2. janúar 2008. Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri. Á æfingu með Lóðsinum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.