Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 9
Frgttif / Fösttudagur 4, janúar 2008 9 EYJAMAÐUR ÁRSINS 2007. Hér eru tíu af fjórtán útgerðarmönnum sem tilnefndir voru Eyjamaður ársins 2007 af dómnefnd. s Utgerðarmenn eru öflugur hópur HÖFÐINGJAR Fyrrum útgerðarmönnunum, Bjarna og Leifi, var vel fagnað fyrir framlag sitt til Sjúkrahússins þar sem Bjarni hafði forgöngu um að safna um 40 milljónum til tækjakaupa. FRUMKVÖÐLAR. Gunnar Már afhenti þeim Kristínu og Flliða frumkvöðlaverðlaun Icelandair sem veitt voru Pompeiverkefninu. Þegar kom að því að velja Eyjamann ársins 2007 beindist athyglin strax að útgerðarmönnum sem hafa sýnt það og sannað að þeir hafa trú á Vestmannaeyjum. Líka að þeir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að efla Eyjarnar með nýjum skipum og auknum aflaheimildum. Einnig hafa þeir lagt góðum málum lið. Einn fyrir alla, allir fyrir einn „Ekki treystum við okkur til að taka einn útgerðarmann út og úr og niðurstaðan er að útvegsbændur í Vestmannaeyjum eru Eyjamaður ársins 2007. Forsendumar ættu að vera öllum kunnar. Hingað komu m.a. sex ný skip á árinu, Guð- mundur, Vestmannaey, Bergey, Gullberg, Álsey og loks Dala Rafn. Þá eru a.m.k. þrjú skip í smíðum fyrir Eyjamenn. Vil ég biðja fulltrúa eftirfarandi útgerða að koma hingað upp sem Eyjamenn ársins 2007,“ sagði Ómar en útgerðirnar eru: Isfélag Vestmannaeyja Vinnslustöðin Bergur-Huginn Huginn VE Pétursey ehf. Bergur ehf. Bylgja VE Dala Rafn VE FrárVE Glófaxi VE Ufsaberg ehf. Narfi ehf. Stígandi VE Ós ehf. Tíu af fjórtán voru viðstaddir en hinir fengu viðurkenningarskjölin afhent síðar. Þar fara höfðingjar Næst kom Ómar að framlagi út- gerðarmanna til samfélagsins en þar ber Sjúkrahúsið hæst á síðasta ári. „Þegar saga Vestmannaeyja er skoðuð kemur í ljós að útgerðar- menn í Vestmannaeyjum hafa alltaf verið tilbúnir að leggja góðum málum lið. Það má kannski segja að þetta hafi ekki farið eins hátt undan- farin ár og ástæðan m.a. neikvæð umræða um stjórnunarkerfi sjáv- arútvegs. Nú hefur umræðan snúist við og eru útvegsbændur að ná vopnum sínum á ný. Gott dæmi um þetta er Bjami Sighvatsson frá Ási, sem lengi var í útgerð í Eyjum. Á síðasta ári gekk hann fram fyrir skjöldu til að nútímavæða Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja í samráði við Kvenfélagið Líkn. Fékk hann til liðs við sig útgerðarmenn, núverandi og fyrrverandi og söfnuðust rétt um 30 milljónir til verksins. Við athöfn á Sjúkrahúsinu á laugardaginn bætti fjölskylda Bjarna um betur og boðaði að hún ætlaði að kaupa 30 rafdrifm sjúkrarúm að andvirði um 9 milljónir króna. Geri aðrir betur. Um þetta ætla ég ekki að hafa mörg orð en bið Bjama um að koma hér upp sem verðugan fulltrúa útvegs- bænda í Vestmannaeyjum fyrr og nú. Okkar viðurkenning er lítil í verki, blómvöndur, en því stærri í hugum okkar. Einn þeirra sem komið hefur að þessu með Bjarna er Leifur Ársælsson sem alla tíð hefur verið kenndur við ísleif. Ég ætla að biðja þessa höfðingja að koma hér upp og veita viðtöku blómvöndum," sagði Ómar. Þeim var klappað lof í lófa lengi og vel og stóðu gestir úr sætum sínum til að fagna. Pompei Norðursins í Eyjum frumkvöðull Icelandair árið 2007 Við þetta tækifæri var upplýst að Pompei norðursins, uppgröftur húsa sem fóru undir ösku í Heima- eyjargosinu 1973, er Fmmkvöðull Icelandair árið 2007. Það var Eyja- maðurinn, Gunnar Már Sigur- finnsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðsdeildar, sem afhenti viður- kenninguna. Henni fylgja 500.000 krónur, tíu farseðlar á leiðum Icelandair auk þess sem verkefnið verður markaðssett í kynningarefni félagsins á árinu. Það voru Elliði Vignisson bæjar- stjóri og Kristfn Jóhannsdóttir sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Margrét Lára, stolt okkar Eyjamanna Eyjakonan Margrét Lára Viðars- dóttir er án efa ein besta knatt- spymukonan sem íslenska þjóðin hefur alið af sér. Síðasta sumar var hreint út sagt frábært hjá henni. Hún fór bæði fyrir Islandsmeisturum Vals og íslenska landsliðinu í glæsi- legum árangri beggja liða. Með Val bætti Margrét Lára eigið markamet, skoraði 38 mörk í íslandsmótinu í aðeins 16 leikjum, eða rúmlega tvö mörk í leik. Eins og áður sagði fór Margrét Lára einnig fyrir íslenska kvenna- landsliðinu sem enn á möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Margrét skoraði m.a. sigurmark gegn sterku liði Frakka á Laugar- dalsvellinum síðasta sumar. Is- lenska liðið lék fjóra leiki í sumar og skoraði Margrét í öllum leikjunum. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul er Margrét þegar orðin markahæsti leikmaður Islands frá upphafi. Margrét Lára var valin knatt- spymukona ársins á dögunum en hápunktinum var líklega náð nú í lok árs þegar þess i frábæra íþrótta- kona var kosin Iþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. „Það er okkur bæði heiður og ánægja að Margrét Lára er með okkur hér í dag til að undirstrika að hún er Eyjakona og er og verður fulltrúi alís hins besta sem íþrótta- hreyfingin í Vestmannaeyjum hefur afrekað. Langar mig að biðja hana að koma upp og veita viðtöku blómvendi til staðfestingar um það að hún er og verður fulltrúi okkar Eyjamanna. Bæði innan vallar sem utan,“ sagði Ómar og var Margréti Láru vel fagnað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.