Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Síða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 17. janúar 2008 Nýfceddir Eyjamenn Aðalheiður Kristín Gunnarsdóttir fæddist á Landspítalanum þann 28. júní 2007. Hún var 4.516 kg og 55cm. Foreldrar eru þau Gunnar Þór Guðbjörnsson og Iris Sigurðardóttir. Fjölskyldan er búsett í Reykjavík. Úr bloggheimcjm: Jón Helgi Gíslason : / Eg er Eyjmaður Eftir að ég fór til eyja um áramót hef ég reynt að hugsa hvað gerir menn að eyjamön- num í raun og veru, það að þeir gætu kallað sig eyja- menn án þess að einhver jjæti sagt að hann væri það ekki. Astæðan fyrir því að ég er að pæla í þessu er vegna þess að Davíð Hallgrímsson a.k.a Dabbi Hall sagði það við mig að ég væri enginn eyjamaður lengur þar sem ég væri nú búinn að vera á Reykjavíkursvæðinu síðan 2003. Þessu er ég aftur á móti engan veg- inn sammála og er ég búinn að segja honum að ég verði ALLTAF eyjamaður og enginn muni fá mig til að viðurkenna annað, ALDREI ! Reyndar er ég ekki pirraður yfir þessu og hló ég mikið þegar Dabbi sagði þetta við mig vegna þess að ef ég er ekki eyjamaður þá er enginn eyjamaður. Mér hefur alltaf fundist menn vera eyjamenn sem ólust þar upp sín yngri ár eða hafa búið þar í meira en fimmtán eða tuttugu ár samfleitt. Athugið að þetta er mín skoðun á þessu máli og ætla ég ekki að detta í Eygló Harðar gírinn að koma með einhvern lista yfir hvað það þurii til að teljast eyjamaður. Ég alla vega mun reyna allt sem ég get í framtíðinni til að koma til eyja eftir að ég hef menntað mig enda hefur mér aldrei liðið eins og heima hjá mér héma á höfuðborgarsvæðinu. Það er svo sem ekkert sem fær mig til að hugsa um það að búa héma áfram í náinni framtíð. Það fer einnig alveg gríðarlega í taugarnar á mér þegar ég heyri brottflutta eyjamenn tala illa um eyjamar og eru hraunandi yfír allt og alla. Ég er svo sem löngu búinn að segja öllum sem lesa þetta blogg hvað mér finnst um höfuðbor- garsvæðið og ég þarf ekkert að bæta neinu við í þeim málum. Hvaða skoðun hafa menn á því hverjir teljast eyjamenn og hverjir ekki ? Endilega látið í ljós ykkar skoðun á þessu máli. Bless Eyjamaður vikcinnar: Vil sjá marga í blysförinnl Þann 23. janúar nk. em 35 ár liðin frá því eldgos hófst á Heimaey 1973. Þann dag verður efnt til þakkargjörðar með blysför og dagskrá í Höllinni. Þakkargjörð er til þess að minnast þess og þakka að allir björguðust þessa örlagaríku nótt. Helga Björk Ólafsdóttir er for- maður goslokanefndar og er Eyjamaður vikunnar. Hún stýrir nefndinni sem skipuleggur þakkar- gjörðina og svo í framhaldinu hátíðahöld í sumar þegar goslok- anna verður minnst. Nafn: Helga Björk Ólafsdóttir Fæðingardagur: 18. apríl 1972 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Ég er gift Sigursteini Leifssyni og saman eigum við þrjú börn, Björn 14 ára, Ingu Birnu 7 ára og Bertu að verða 3 ára. Draumabíllinn: Svartur tveggja sæta Saab sportbíll. Uppáhaldsmatur: Kalkúnabringur eldaðar í góðra vina hópi. Versti matur: Enginn. Uppáhalds vefsíða: eyjafrettir.is, eyjar.net, mbl.is og svo gúgla ég töluvert hitt og þetta. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bon Jovi Aðaláhugamál: Fjölskyldan, vinirnir, vinnan og þau verkefni sem ég er að fást við hverju sinni. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Maríu Montessori. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar í allri sinni dýrð. Helga Björk Ólafsdóttir er Eyjamaður vikunnar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Bjöm og Inga Bima eru að sjálfsögðu mínir uppáhalds íþróttamenn en Margrét Lára er líka í uppáhaldi. ÍBV er mitt lið. Ertu hjátrúarfull: Já, stundum. Stundar þú einhverja íþrótt: Fer í ræktina með Guggu og Hönnu og ef einhver keppni er í gangi hjá okkur þá vinn ég hana. Svo þjálfa ég málbeinið mikið með írisi vinkonu. Uppáhaldssjónvarpsefni: Desperate Housewives og Brothers and Sisters. Verður ekki mikið að gera hjá formanni goslokahátíðar á 35 ára afmælinu: Ég er að sjálfsögðu ekki ein að vinna að þessu. Með mér í goslokanefndinni eru Páley Borg- þórsdóttir og Páll Scheving og svo er Kristín Jóhannsdóttir mjög kröftugur og hugmyndaríkur starfs- maður hjá bænum. Við fáum einn- ig aðstoð frá mörgum öðmm því svona er aðeins hægt að vinna með góðu fólki. Hvers vegna þakkargjörð: Þetta orð kom upp á fundi með prest- unum þegar við vorum að tala um 23. janúar. Þessi dagur er mörgum erfiður í minningunni en þarna átti sér stað atburður sem breytti lífi margra. Það sem er þó ofarlega í hugum flestra er hversu giftusam- leg björgunin á fólki var. Við emm jú fyrst og fremst að minnast þess og því ber að þakka og var það Sr. Kristján sem átti þessa góðu hugmynd að kalla þetta sem við ætlum að gera þann 23. janúar þakkargjörð. Attu von á mörgu fólki í blys- förina: Já ég á von á því að Eyja- menn komi saman og minnist þessara atburða. Krakkarnir á Sóla, Kirkjugerði, í Grunnskóla Vest- mannaeyja og FÍV hafa verið að vinna ýmis verkefni tengd þessum degi og verður afrakstur einhverra til sýnis uppi í Höll. Ég á því von á að sjá þessa krakka ásamt fjöl- skyldum sínum í blysförinni. Verður ekki mikið um að vera í surnar: Jú, eftir 23. janúar förum við á fullt í að skipuleggja fyrir sumarið og allar góðar hugmyndir frá Eyjamönnum eru vel þegnar. Matgazðingur vikunnar: Melrakka - salat með brauði Matgœðingurinn er Viktor S. Pálsson sem hér er á veiðum með meintum spjátrungi og síðasta matgœðingi, Andrési Sigurvinssyni. Á löngum dvölum mínum sem ungur smaladrengur á Melrakka- sléttu las ég í staðarannálum um spjátrung nokkurn, ættaðan úr Vestmannaeyjum sem ku hafa verið heldur óstýrilátur og er það reyndar enn. Síðar á lífsleiðinni hlotnaðist mér sá heiður að kynnast þessum spjátrungi og vil ég þakka honum fyrir að hafa leyft mér að deila með ykkur svohljóðandi uppskrift frá sléttunni miklu. Melrakka - salat Rucola salat 2 paprikur 1 rauðlaukur Tómatar eftir smekk 1 krukka fetaostur, góður slatti af olíu með og slatti af venjulegum osti (26%) í teningum sett saman í skál. Kjúklingabringur bitaðar niður og steiktar upp úr olíu - gott að hafa smá hvítlauksolíu með - kryddað með piri piri, en annars kemur allt krydd til greina. Sinnepi og púðursykri hrært saman, nokkuð rúmlega og kasúa- hnetum/möndlum hrært út í blönd- una. Þegar kjúklingurinn er byrjaður að brúnast er sinnepsblöndunni skellt út á pönnuna og hrært vel í. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn og búið er að smakka sósuna til, þá er öllu mixað saman. Gott með brauði og hrísgrjónum. Ég minnist þess að Frosti Gíslason, hafi alltaf verið að stæra sig af hæfileikum sínum sem matreiðslu- maður, lét þess iðulega getið að hann væri sem slíkur einn sá færasti á landinu. Þá var oflætið ekki minna um getu hans til að ftska á tuðrunni sinni og því hvet ég hann til að segja okkur frá því hvemig hann matreiðir allan þennan ftsk sem hann dregur á land. Kári þakkar góðar viðtökur Undanfarna mánuði hafa birst í Fréttum, undir yfirskriftinni Gamla myndin, Ijósmyndir úr safni Kjartans Guðmundssonar (1885-1950). Myndirnar eru úr hinu mikla Ijósmyndasafni hans sem varðveitt er í Safnahúsinu. Um var að ræða tilraunaverkefni Bókasafnsins og Heimaslóðar í samstarfi við Fréttir þar sem kallað var eftir upplýsingum um þá einstaklinga sem ekki hafði tekist að þekkja á viðkomandi myndum. Skemmst er frá því að segja að í hverju einasta tilviki þar sem Fréttir hafa birt mynd úr safni Kjartans hefur í kjölfarið verið haft samband við okkur á Bókasafninu með nýjar upplýs- ingar. Við erum þakklát Fréttum fyrir að hafa birt myndirnar og ekki síður þeim fjölmörgu lesendum sem hafa lagt okkur lið. I and- dyri Safnahússins höfum við dregið saman myndirnar úr Fréttum ásamt þeim upplýs- ingum sem okkur hafa borist. Einnig liggur þar frammi mappa með fjölmörgum myndum af óþekktum einstaklingum. Við höfum jafnframt reynt að gera umhverfið eins aðlaðandi og kostur er, sett upp kaffihorn og þægilega stóla til að sitja í. Við munum halda samstarlinu við Fréttir áfram en bjóðum jafn- framt alla velkomna í kaflihornið okkar til að fletta Gömlu mynd- unum og hjálpa okkur við að finna nöfn þeirra sem enn eru óþekktir í safni Kjartans. Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafnsins. Kirkjur bozjarins: Landa- kirkja Fimmtudagur 17. janúar Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Föstudagur 18. janúar Kl. 13.00. Æfmg hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Sunnudagur 20. janúar Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng og gleði sem bama- fræðarar og prestur Landakirkju sjá um. Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Sr. Kristján Bjömsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kaffi og spjall í Safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Kl. 15.15. Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Mánudagur 21. janúar Kl. 19.30. Fundur í 12 spora andlegu ferðalagi undir handleiðslu Vina í Bata. Kl. 20.00. Fundur hjá Kvenfélagi Landakirkju í Safnaðarsalnum. Þriðjudagur 22. janúar Kl. 14.20 og 15.10. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Miðvikudagur 23. janúar Kl. 11.00. Helgistund á Hraunbúðum. Kl. 13.40 og 14.00. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.30. Helgistund í Landakirkju þar sem þess verður minnst að 35 ár em síðan eldgosið hófst. Viðtalstímar prestanna eru á mánudögum til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan NÝ KYNSLÓÐ - Kristileg skólasamtök með helgarmót í Eyjum. 200 krakkar ofan af landi og allir Eyjakrakkar sem vilja. Kl. 23:00 Miðnæturpartý, Óskar Sigurðsson leiðir í lofgjörð og talar um kærleika innan kirkjunnar. Föstudagur 18. janúar 10:30 Samkoma. 14:00 Samkoma. Ólafur Zophoníasson leiðir lofgjörð. 20:30 Samkoma. Helene Inga Laugardagur 19. janúar 10:30 Samkoma. Bæn fyrir ungu fólki á Islandi. 14:00 Samkoma. Tómas D. fbsen og band leiða í lofgjörð. K1.21:00 Samkoma Unglingaband Sunnudagur 20. janúar 13:00 Stórsamkoma með lofgjörð og vitnisburðum unga fólksins úr „Nýrri kynslóð." Allir em hjartanlega velkomnir. Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Aðventkirkjan Laugardagur 19. janúar Við hittumst kl. 10:30 og rannsökum Biblíuna saman. Umræðuefnið er „Kristur kallar fylgjendur sína til þjónustu.“ Sérstök deild fyrir bömin. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.