Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Qupperneq 20

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Qupperneq 20
Skólavegi 21^ - T. 08 SAMEINUÐ Rúnar, Guðný og Hilmar á þjónustuskrifstofunni sem er við Strandveg. Breytingar hjá Sveinafélagi járniðnaðarmanna: Sameinast Félagi iðn- og tæknigreina Sveinafélag járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum hefur verið sameinað Félagi iðn- og tækni- greina (FIT) og hefur skrifstofan verið flutt í sameiginlega þjónustu- skrifstofu FIT og VR við Strandveg. Húsnæði Sveinafélagsins verður gert að orlofsíbúð sem nýtist félags- mönnum sem vilja heimsækja Eyjamar. Hilmar Harðarson, formaður FIT, sagði að félagið ræki skrifstofu í Reykjavfk ásamt þjónustuskrifstofu með iðnfélögum í Borgartúni 30 og stéttarfélögum á Selfossi auk þess sem félagið væri með þjónustuskrif- stofu á Akranesi og á Suðumesjum. „í Vestmannaeyjum verður sú breyting að við aukum gæði þjón- ustunnar og getum breytt gömlu skrifstofunni í orlofsíbúð fyrir fé- lagsmenn. Markmiðið er að félags- menn fái tækifæri til að kynnast Eyjum en það hefur verið góð nýt- ing á þeim 27 orlofsíbúðum sem við höfum auk þess sem við erum með orlofshús á Spáni og á Flórída og tjaldstæði í Svínadal. “ Hilmar sagði menn sæktust eftir aðild að FIT vegna þess að félagið búi yfir öflugum sjúkrasjóði og svo sé félagið aðili að Iðunni endur- menntun. „Við erum tilbúnir að halda námskeið í Eyjum og færa þjónustuna hingað. Markmiðið er að koma á framfæri nýjustu upplýs- ingum og við erum að koma upp vef þar sem allar upplýsingar verða aðgengilegar. Guðný Einarsdóttir kemur til með að starfahér sem ein af þjónustufull- trúum FIT og með tölvutækni í dag er auðvelt að flytja verkefni á milli. Við ætlum okkur að auka þjónustu og skilvirkni til félagsmanna, “ segir Hilmar en nú starfa átta fastir starfs- menn hjá FIT og fimm á þjónustu- skrifstofum þó margir þeirra séu í hlutastörfum. Rúnar Bogason sagðist sjá fram á betri tíð sem félagsmaður í samein- uðu félagi. „Við vorum áttatíu í Sveinafélaginu en verðum 4000 í sameinuðu félagi. Við verðum í alla staði öflugri hvað varðar þjónustu við félagsmenn, endurmenntun, símenntun og stéttarlega," sagði Rúnar en hann er varamaður í stjóm FIT. Guðrún Erlingsdóttir hjá VR var ánægð með að fá starfsmann FIT í sama húsnæði og VR. „Þetta þýðir aukna þjónustu beggja félaga og styrkur í að félögin skuli vinna saman, sagði Guðrún. “ Héraðskjalasafnið fær aukin verkefni: Fær þrjú stöðugildi Vilja sérfræði störf til Eyja A síðasta fundi bæjarráðs var tekið fyrir bréf frá félagsmálaráðuneyti þar sem fram kemur að í fjár- aukalögum 2007 er gert ráð fyrir 250 milljónum króna til að koma til móts við þau sveitarfélög, sem verða fyrir tekjumissi vegna sam- dráttar í aflamarki þorsks. Bæjarráð minnir á að áætlað tekju- tap Eyjamanna vegna 30% niður- skurðar á þorskkvóta sé um 10 milljarðar á þremur árum. í öðru bréfi frá ráðuneytinu voru upplýsingar um breytingar á stjóm- arráðinu m.a. að umsýsla sveitar- stjórnarmála flytjist til samgöngu- ráðuneytisins. Auglýst hefur verið eftir tveimur sérfræðingum til starfa í ráðuneytinu fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og lögfræðistörf á sviði sveitarstjómarmála. Kristján Möller, samgönguráðherra var hvattur til að flytja umrædd störf til Eyja. Með því sýndi hann stöðu Eyjanna skilning sinn í verki og væri trúr yfirlýstri stefnu ríkis- stjómar um að flytja störf á lands- byggðina. Bæjarráð fjallaði á mánudag um samstarf Þjóðskjalasafns íslands og Vestmannaeyjabæjar um stafræna gerð manntala. Þjóðskjalasafnið lætur vinna við innslátt manntala í Héraðsskjalasafninu í Vestmanna- eyjum, undir umsjón héraðsskjala- varðar, í samstarfi við Vestmanna- eyjabæ. Verkefnið stendur í tvö ár og fjárveiting gerir ráð fyrir þremur stöðugildum. Jóna Guðmundsdóttir, héraðskjala- vörður, sagði þegar hún var spurð um málið að gert hafi verið ráð fyrir þessu verkefni í fjárlögum og það hugsað sem mótvægisaðgerð vegna skerðingar á þorskkvóta. „Fjögur söfn á landinu fá verkefni frá Þjóð- skjalasafni, skjalasafnið hér fær innsláttarverkefni í tengslum við manntal og söfnin á ísafirði, Sauðárkróki og Húsavík fá önnur verkefni." Jóna var áður í hálfu starfi sem héraðsskjalavörður en með þessum breytingum var gerð krafa um að héraðsskjalavörður yrði í fullu starfi og það var í raun forsenda þess að verkefnið kom Eyja. „Þetta er mikið tækifæri fyrir Héraðsskjalasafnið. Ég er komin í fulla stöðu og hef umsjón með verkefninu og við ráðum þrjá til fjóra starfsmenn til okkar en fjárveiting gerir ráð fyrir þremur stöðugildum. Þetta eflir skjalasafnið því nú fæ ég tækifæri til að vinna við frágang á skjölum sem ekki hefur gefist tími til áður og við fáum aukin verkefni til okkar," sagði Jóna. í fundargerð bæjarráðs kemur fram að ráðið samþykki þátttöku í þessu verkefni og mun m.a. leggja því til húsnæði, tölvutengingu og aðstöðu á vettvangi. Auk þess tekur Vestmannaeyjabær að sér ráðningar- mál og launaumsýslu. Þá fagnar bæjarráð þessu framtaki ríkis- stjómar enda er með þessu unnið eftir þeim tillögum, sem Vest- mannaeyjabær lagði fram hvað varðar mótvægisaðgerðir. Mikil- vægt er að áfram verði haldið í þessa átt og lýsir bæjarráð sig tilbúið til að vinna með ríkisstjórn að frekari mótvægisaðgerðum. o Eyjafrettir.is - frettir mílli Frétta Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 Better Choice !iag verá nú kr 199," verá úáur kr 259,- Lu Bostogne verá nú kr 169, verá óáur kr 209, SS Beikonbollur Búrf. kindobjúgu verá nú kr 189/" verá óáur kr 239,- VIKUTILBOÐ 17. - 23. janúar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.