Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 17. janúar 2008 S PISA-könnunin - Fanney Asgeirsdóttir og kennarnir Halla Andersen og Sigurhanna Friðþórsdóttir segja álit sitt á niðurstöðunni: Verðum að bregðast við FANNEY: Hvað árangur á samræmdum prófum varðar þá er það mín tililnning að við séum með stóran hóp nemenda á hverju ári sem er vissulega að ná prófunum en er ekki endilega að Ieggja á sig þetta extra sem þarf til að fá virkilega góðar einkunnir. HALLA: Við erum með góðan skóla sem við stefnum á að gera enn betri, helst bestan á landinu. Nemendur okkar komu illa út í PISA könnuninni. Eg er ekki að afsaka árangurinn. SIGURHANNA: Nemendur okkar eru almennt glaðir og ánægðir í skólanum fram undir unglingsár. Þá fer að bera meira á leiða og óánægju. Við þurfum að bregðast við þessu m.a. með því að auka fjölbreytni í námsframboði. PISA-könnunin, sem er þriðja alþjóðlega samanburðarrannsóknin sem gerð er meðal 15 ára grunn- skólanema í 57 þjóðlöndum, leiddi í ljós að staða Islands hefur versnað frá árinu 2000, Islendingar eru í næstneðsta sæti af Norðurlöndunum og Grunnskólinn í Vestmannaeyjum kemur verst út úr könnuninni á land- inu. í síðasta blaði Frétta kom fram að Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vest- mannaeyjabæjar og Erna Jóhannes- dóttir, fræðslufulltrúi og kennslu- ráðgjafi, telja nauðsynlegt að efla allt innra starf grunnskólans. Nú leituðum við eftir viðbrögðum frá Fanneyju Ásgeirsdóttur skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja, Höllu J. Andersen kennara við Hamarsskóla og Sigurhönnu Friðþórsdóttur kenn- ara í Bamaskólanum. Getum rifið okkur upp, segir Fanney skólastjóri Fanney Ásgeirsdóttir segir að rétt sé að það komi fram að nemendurnir sem komu svona illa út úr PISA könnuninni árið 2006 voru samt sem áður, í flestum tilfellum, yfír meðaltali í kjördæminu á samræmd- um prófum um vorið. „Við tökum þessa niðurstöðu hins vegar alvar- lega. Niðurstöður þessarar könnunar er vissulega ekki mat á skólastarfinu í heild en þetta er ákveðið mal á ákveðnum þáttum og augljóst að þar þurfum við virkilega að gera betur. Við höfum heldur ekki verið að standa okkur eins vel á samræmdum prófum eins og við hefðum viljað. Mín tilfinning er að allir sem að skólanum koma taki þessar niður- stöður alvarlega og nú er tækifæri til að leggjast í ákveðna naflaskoðun.“ Fanney bendir á að starfshópur hafi þegar verið skipaður til að l'ara yfir málin. „Þessi hópur er búin að hittast einu sinni og er að byrja að leggja lín- urnar. Stefnan er að efla og styrkja ýmsa þætti kennslunnar, koma með ýmiss konar fræðslu og námskeið inn í skólann og leggja áherslu á að byggja upp lestur og lesskilning sem er jú undirstaða alls náms. Þar horf- um við sérstaklega til unglinga- deildarinnar. Þar erum við með hóp í gangi þar sem áhersla hefur verið lögð á lesskilning. Það hefur gengið mjög vel og við stefnum á að efla það starf betur. Hvað árangur á samræmdum prófum varðar þá er það mín tilfinning að við séum með stóran hóp nemenda á hverju ári sem er vissulega að ná prófunum en er ekki endilega að leggja á sig þetta extra sem þarf til að fá virkilega góðar einkunnir. Við þurfum að styðja betur við bakið á þessum hóp, efla metnaðinn og styrkja þessa krakka í náminu. Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi - hækkum meðaltalið á sam- ræmdu og það sem miklu meira er vert - skilum nemendum okkar út í lífið með betri undirbúning fyrir hvað sem þeir kunna að vilja taka sér fyrir hendur. Við erum auðvitað líka með hóp af toppnemendum en þeir eru kannski ekki nógu margir til að vega þungt í meðaltalinu í dag. Við þurfum að koma fleirum upp í þennan hóp, “ segir Fanney og bætir því við að núna liggi allar leiðir upp á við. „Skólayfirvöld, skólaskrifstofa og starfsfólk skólans er tilbúið að leggjast á eitt og gera betur. Við höfum allt sem til þarf. Við erum til dæmis með mjög hátt hlutfall rétt- indakennara í Vestmannaeyjum og hátt menntunarstig í bænum. Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum rifið okkur upp.“ Núverandi 4. bekkur, kom vel út í samræmdu prófunum, segir Halla Halla J. Andersen, grunnskóla- kennari sagði aðalatriði að skólinn væri þannig úr garði gerður, að allir nemendur fengju menntun við hæfi. „Við erum með góðan skóla sem við stefnum á að gera enn betri, helst bestan á landinu. Nemendur okkar komu illa út í PISA könnun- inni. Eg er ekki að afsaka árang- urinn, en það hefur haft einhver áhrif að þetta var fjórða stóra könn- unin sem var lögð fyrir nemendur á stuttum tíma. I undirbúningsferlinu var nem- endum boðið upp á að sleppa að taka þátt í PISÁ, en það varð að koma skrifleg ósk frá foreldrum. Aðeins einn nemandi kom með beiðni undirskrifaða að heiman. En þegar kom að könnuninni var hópur nemenda sem vildi hætta við, en það var ekki hægt. Það var því mjög erfitt að halda nemendum við efnið meðan á könnuninni stóð. Stór hópur þessara sömu nemenda stóð sig síðan vel í samræmdu prófunum um vorið“ sagði Halla. „Mér finnst nemendur okkar ekki njóta sannmælis í umræðunni undanfarið og vil því vekja athygli á að núverandi 4. bekkur, kom vel út í samræmdu prófunum sem tekin voru í október. Þau eru því sem næst á landsmeðaltali (0,1 undir) í stærðfræði og yfir landsmeðaltalinu í íslensku. Nemendur okkar eru með hærra meðaltal í íslensku en allir aðrir landshlutar. Suðurkjördæmi sat á botninum og við tilheyrum því. En Grunnskóli Vestmannaeyja var með bestan árangur í Suðurkjördæmi, þannig að þetta er ekki allt svart hjá okkur. Nemendur okkar eru almennt glaðir og ánægðir í skólanum fram undir unglingsár. Þá fer að bera meira á leiða og óánægju. Við þurf- um að bregðast við þessu m.a. með því að auka fjölbreytni í námsfram- boði, styrkja raungreinar og auka verklegt nám. Nemanda, sem líður vel í skólanum og fær stuðning og hvatningu heima, eru allir vegir færir í náminu. Eg veit að samfélagið allt er tilbúið að leggja sig fram um að gera skólann enn betri,“ sagði Halla sem á sæti í starfshóp sem fer yfir PISA könnunina og hvernig bæta má námsárangur grunnskólabarna í Vestmannaeyj unt. PISA könnunin og sam- rœmdu prófin eru ekki endilega að mæla sömu þætti, Sigurhanna Friðþórsdóttir, grunn- skólakennari við Barnaskólann, sagði niðurstöðu PISA rannsóknar- innar vera sláandi og að þær hafi komið henni á óvart. „Það er ekki mín tilfinning að nemendur við skólann hér séu slakari en aðrir nemendur á landinu. Við þurfum auðvitað að leggjast yfir þetta og skoða hvað við þurfum að bæta og hverju við þurfum að breyta. Leiðin hlýtur að vera upp á við,“ sagði Sigurhanna og bætti því við að allir þyrftu að fara í naflaskoðun, skólinn, heimili og nemendur. „PISA könnunin og samræmdu prófin eru ekki endilega að mæla sömu þætti og nemendurnir sem komu svona illa út í PISA könnun- inni stóðu sig ágætlega á samræmdu prófi. Kennslan í efstu bekkjum grunnskólans miðast mjög mikið við samræmdu prófin og það er spurning hvort við eigum að breyta því. PISA leggur áherslu á almenna þekkingu, skilning og útfærslu en samræmdu prófin leggja meiri áherslu á staðreyndaþekkingu. Gengi nemenda á samræmdum pró- fum hefur vissulega verið misjafnt en aðalatriðið er að fara yfir þetta og finna út hvar við getum bætt okkur. Nú er tækifæri til þess,“ sagði Sigurhanna en hún á sæti í starfs- hópnum sem fer á næstunni yfir niðurstöður PISA könnunarinnar. Ahættumat á hjarta- og æðasjúkdómum TIL ÞJÓNUSTU reiðbúnar, Iðunn, Þyrí og Kristbjörg. Heilbrigðisstofnun Vestannaeyja ætlar að bjóða bæjarbúum upp á nýja þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að fara í áhættu- mat á hjarta- og æðasjúkdóm- um og skimun með tilliti til lungnateppu. Hjörtur Kristjánsson, hjarta- sérfræðingur, leiðir starfið en þrír starfsmenn sjá um að þjón- usta einstaklinga sem vilja koma í slíkt mat. Starfsmennirnir eru Iðunn Dísa Jóhannesdóttir hjúkrunar- fræðingur, Þyrí Ólafsdóttir sjúkraliði og Kristbjörg Jóns- dóttir ritari, en þær eru hver um sig í 5% stöðu við starfsemina. „Þetta er sambærileg þjónusta og Hjartavernd býður og aukn- ing á þjónusta við bæjarbúa,“ segir Iðunn og Kristbjörg bendir á að þetta verði til þess að fóik þarf ekki að fara til Reykjavíkur til að sækja þessa þjónustu og við það sparist bæði tími og peningar. „Þegar fólk pantar tíma fær það sendan spurningalista sem það skilar til okkar um leið og það gengst undir próf og mæl- ingar. Læknir metur síðan niðurstöður og fólki er vísað áfram eða fær ráðleggingar ef á þarf að halda, “ segir Iðunn og Þyrí hvetur einstaklinga sem eru 40 ára og eldri sérstaklega til að koma. „Það er gott fyrir fólk að koma og láta athuga stöðuna, einstak- lingar eru settir í hjartalínurit, öndunarpróf, líkamsþyngdar- stuðull reiknaður o.fl.“ segir Þyrí og þær stöllur vilja hvetja bæjarbúa til að nýta þjónustuna. „Starfsemin hefst 31. janúar og er nú þegar hægt að panta sér tíma. Við tökum við á móti fólki annan hvern fimmtudag og eru allir velkomnir,“ sagði Iðunn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.