Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Page 14
14 Fféttir / Fimmtudagur 28. febrúar 2008 ÞAU HLUTU viðurkenningar, Margrét Vala frá Landssambandinu, sem afhenti viðurkenningarnar, Sigríður, Rósa, Sigurleif, Sonja, Rósa Sigurðardóttir, Vigdís, Edda, Sesselía Áslaug, Páll og Marinó. Myndarleg afmælisveisla Skátafélagsins Faxa: Tíu skátar hlutu viðurkenningu Það var mikið um dýrðir þegar Skátafélagið Faxi minntist þess á föstudaginn að þá voru 70 ár frá stofnun félagsins. Þarna voru mættir skátar á öllum aldri. Páll Zóphóníasson, félagsforingi, ávarpaði hópinn og Margrét Vala Gylfadóttir fiutti kveðju frá stjórn Bandalags íslenskra skáta og af- henti viðurkenningar sem tíu skátar hiutu að þessu sinni fyrir öflugt og heilladrjúgt starf í þágu hreyfmg- arinnar. Skátaforingjarnir Guðrún María Guðbjömsdóttir, Bryndís Gísladóttir og Sólrún Adólfsdóttir, stýrðu skemmtuninni sem var í höndum yngstu krakkanna sem komu úr hinum ýmsu flokkum. Það er ekki lítið mál fyrir unga krakka að stíga fram fyrir framan hóp af fólki og skemmta. En krökkunum í Faxa heppnaðist það ágætlega og tókst að kitla hláturtaugar við- staddra sem er afrek út af fyrir sig. Hápunkturinn var þegar kom að veitingu viðurkenninga sem Margrél Vala stjórnaði. Páll Zóphóníasson fékk Skátakveðjuna úr gulli. Gull Þórshamar hlutu Rósa Sigurjónsdóttir, Marinó Sigursteins- son, Vigdís Rafnsdóttir og Edda Ólafsdóttir. Gull lilju og smára fengu Rósa Jónsdóttir og Sigurleif Kristmannsdóttir. Silfurmerki Bandalags íslenskra skáta hlaut Sigríður Guðmundsdóttir og brons Þórshamar fékk Sonja Andrésdóttir. Að endingu steig Frosti Gísla- son, stjórnarmaður í Faxa, fram og afhenti Sesselíu Áslaugu Her- mannsdóttur, eiginkonu Páls félags- foringja, þakklætisvott fyrir að hafa veitt félaginu afnot af manni sínum sem hafi verið vakinn og sofinn í starfí fyrir skátana. Á eftir var mikil veisla og lágu frammi myndir og blöð úr starfi Faxa sem margir lögðust yfir. Þar með lauk skemmtilegri afmælisveislu. EITT SINN skáti, ávallt skáti. Marinó, Sigga, Edda, Emma, Birna, Einar og Vigdís. ÞÆR stýrðu skemmtuninni af myndugleik. YNGRI skátar sáu um að skemmta gestum og gerðu það vel, T ónlistarveisla Skólalúðrasveit Vestmannaeyja minntist þess á föstudaginn að 30 ár eru frá stofnun sveitarinnar. Boðið var upp á mikla tónlistarveislu í Tónlistarskól- anum þar sem meðlimir sveitarinnar komu fram. Um leið var þetta dagur Tónlistarskólans sem gerði afmælisveis- luna fjölbreyttari og skemmtilegri. Öllum var boðið til afmælisveislunnar og komu báðar deildir Lúðrasveitar- innar fram ásamt nemendum Tónlistarskólans. Útkoman varð Ijöl- breytt tónlistarveisla. Salurinn var þéttsetinn og kunnu gestir vel að meta það sem fram var borið. Einnig gerðu gestir veitingum sem boðið var upp á góð skil en sala á þeim er meðal fjáröflunarleiða nemenda. ÞEIR léku af mikilli innlifun. HÚN lék af öryggi. GUÐMUNDUR söng éinsöng.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.