Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 27. mars 2008 STARFSKONURNAR Aldís, Jóna Björg, Birna, Særún og Ragnheiður. Mikilvægt að við vinnum þetta í Vestmannaeyjum -segir Jóna Björg Guðmundsdóttir héraðskjalavörður sem stýrir verkefni sem hér er unnið fyrir Þjóðskjalasafnið Samningur var gerður á milli Þjóð- skjalasafns íslands og Vestmanna- eyjabæjar þann 12. febrúar sl. Þar var staðfest að Þjóðskjalasafnið lætur vinna við innslátt manntala í Héraðsskjalasafninu í Vestmanna- eyjum undir umsjón héraðsskjala- varðar í samstarfi við Vestmanna- eyjakaupstað. Jóna Björg Guðmundsdóttir, héraðsskjalavörður, segir verkefnið falla undir mótvægisaðgerðir ríkis- stjómarinnar vegna samdráttar í fiskveiðiheimildum í þorski. „Hér starfa sex starfsmenn í 50% stöðum við innslátt manntala við Héraðs- skjalasafnið. Skilyrði fyrir því að Þjóðskjalasafnið lét verkefnið hingað var að hér væri héraðs- skjalavörður í l'ullu starfi en ég hafði verið í hálfri stöðu og er nú komin í 100% starf. Vestmanaeyjabær auglýsti nýlega eftir skjalastjóra og það mun auðvelda starf héraðsskjalavarðar mjög mikið. Ég er ánægð með að fá starfsmann sem hefur yfirumsjón með skjalsafni bæjarins því það er fullt starf að taka á móti öllum erindum sem berast. Bærinn er kominn með rafrænt skjalavinnslu- kerfi og þá þarf manneskju til að hafa yfirumsjón með því, “ segir Jóna og er ánægð með fjölgun starfsmanna við skjalavörslu. „Vinnan við manntölin hefur gengið mjög vel. Allir starfs- mennirnir fóru á námskeið en skráning á manntali fer líka fram á Sauðárkróki og Egilsstöðum þannig að starfsstöðvamar eru þrjár. Við erum að vinna manntalið frá 1870 og nú er búið að skrá 35.866 færslur en áætlað er að manntalið allt sé 51.544 færslur. Það er fyrsta mannlalið sem við skráum og svo fáum við manntal frá 1860 í næstu viku. Einnig þarf að fara yfir pról'- örk og starfsmaður kemur frá Þjóðskjalasafninu og setur okkur inn í það. Enginn les það sem hann hefur skráð sjálfur heldur það sem aðrir hafa verið að vinna o.s.frv. Ég hef ekki heyrt annað en að starfsfólkið sé ánægt og það er margt spennandi í þessum bókum og þar má t.d. finna stórfurðuleg mannanöfn. Svo eru ýmsar aðrar upplýsingar um þjóðfélagsstöðu og þvílíkt karlaveldi sem var í gangi á þessum tíma,“ segir Jóna og leggur áherslu á orð sín. „Húsbóndinn var alltaf skráður fyrst, svo kona hans, síðan kannski faðir og móðir húsbóndans og svo synir og dæturnar á eftir. Síðast eru taldir upp niðursetningar, drengir á undan stúlkum og ýmist ölmusu- fólk. Einnig er sagt frá því ef maður er blindur eða heyrnarlaus og ég held að orðið alfífl hafi ein- hvers staðar komið fram.“ Jóna segir skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni og hún sjái ekki betur en að starfsfólkið lifi sig inn í tímabilið og hafi áhuga á persónum sem þar koma við sögu. „Það er mikiivægt að þessi gögn komist á rafrænt form og verði aðgengileg þeim sem hafa áhuga á rann- sóknum. Hin Norðurlöndin hafa komið upp svona gagnagrunnum á netinu og þú getur leitað og unnið þínar ættfræðirannsóknir þar. Það er líka mikilvægt að við vinnum þetta í Vestmannaeyjum og það er ljóst að þessi vinna þarf ekki endi- lega að fara fram á Reykjavíkur- svæðinu.Við fáum reyndar ekki handskrifuð handrit til okkar því það þarf að flytja gögn yfir sjó og þar af leiðandi fáum við afrit af manntalsbókum. Verkefnið eflir Héraðsskjalasafnið og ég hef sjálf fengið tækifæri til að vinna í skjölum sem hafa beðið eftir frá- gangi.“ Samningur sem gerður var milli Þjóðskjalasafns og Vestmanna- eyjabæjar er til tveggja ára og Jóna segir ekki hægt að segja til um framhaldið. „Það er til hellingur af efni sem á eftir að vinna og von- andi verður framhald á. Starfsfólkið öðlast þjálfun við manntalið og jafnvel verða til framtíðar starfsmenn við safnið. Við erum í mjög góðu sambandi við Þjóðskjalasafnið og þetta er bara skemmtilegt," sagði Jóna þegar hún var spurð út í þetta athyglisverða verkefni. Snjáfríður, Neríður, Emerenzíana og Vívat Ragnheiður Einarsdóttir hefur verið við skráningu og líkar mjög vel að vinna við manntalið. „Manntalið er frá 1870 og ég er farin að lesa mér til um 19. öldina til að vita meira um þetta tímabil. Ég er t.d. að lesa um Saura-Gísla sem var svo rosa- lega skemmtilegur að allar konur vildu eiga hann. Hann bjó með fjórum konum, húsmóður sem átti tvær dætur og vinnukonu, og þær áttu hjá honum sína nóttina hver,“ segir Ragnheiður og brosir enda ekki hægt annað. Hún segir ýmis sérkennileg nöfn hafa komið upp þegar þessi gögn eru skoðuð og þær sem vinna manntalið punkta hjá sér sérkenni- legustu nöfnin. „Ég hef séð nöfn eins og Snjáfríður Skíðisdóttir, Neríður Hafliðadóttir, Emerenzíana Magnúsdóttir og Vívat Hallvarðs- son. Svo sér maður oft mjög skrautlegt fjölskyldumynstur og það er alls ekki óalgengt að kona giftist miklu yngri manni. Hún er þá skráð húsfrú eða búandi. aldrei bóndi. A heimilinu eru oft með böm sem geta ekki verið konunnar en eru þá skráð sem barn bóndans. Þar hlýtur vinnukona að hafa komið við sögu. Fólk er með ýmis heiti eins og niðursetningur, ómagi, vikakind, léttadrengur og létta- stúlka. Á fínni bæjum eins og á Eyrarbakka eru þjónustustúlkur, annars eru þetta yfirleitt vinnu- konur. Þetta er mjög skemmtilegt og eins og ég segi þá er ég farin að lesa mér til um þetta tímabil," sagði Ragnheiður. Kirkjur bœjarins: Landa- kirkja Fimmtudagur 27. mars Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Guðný Bjamadóttir kemur og verður með stutt erindi fyrir nýbakaðar mæður. Spjall og með’í. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K húsinu. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Föstudagur 28. mars Kl. 13.00. Ællng hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Laugardagur 29. mars Kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta Sunnudagur 30. mars Kl. 11.00. Sunnudagaskóli í fræðslustofu Safnaðarheimilis Landakirkju. Mikill söngur og gleði sem barnafræðarar Landakirkju sjá um. ATH. sunnudagaskólinn er á sama tíma og guðsþjónustan. Kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta Kl. 13.00. NTT - 9-10 ára í Safn- aðarheimili Landakirkju Kl. 20.30. Æskulýðsfélagsfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 31. mars Kl. 19.30. Fundur í 12 spora andlegu ferðalagi undir handleiðslu Vina í Bata. Þriðjudagur 1. apríl Kl. 17.30. Æfing og fundur með foreldrum og fermingarbörnum fyrir fermingu 5. apríl. Kl. 18.30. Æfing og fundur með for- eldrum og fermingarbörnum fyrir fermingu 6. apríl. Kl. 20.00. Fundur hjá Gídeon- félaginu. Kl. 20.00. Aukaæfing hjá Kór Landakirkju. Miðvikudagur 2. aprfl Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 20.00. Fundur hjá Aglow í Safn- aðarheimili Landakirkju. Viðtalstímar prestanna eru á mánudögum til föstudaga rnilli ll.OOog 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur. Laugardagur Kl. 20:30 Bænastund. Sunnudagur Kl. 13:00 Samkoma. Allir hjartanlega velkomnir Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Nvhfiri Laugardaginn 16. febrúar síðastliðinn eignuðust Rannveig Konráðsdóttir og Isak Júnsson son sem nefndur var Bjarki. Hér á myndinni er hann með stóra bróður Óðni 3ja ára. Fjölskyldan býr í Furugrund, Kópavogi. Hér gefur að líta bekkjarmynd úr Barnaskóla Vestmannaeyja, að líkindum frá því um eða laust fyrir 1930. Við þekkjum í efri röð þann er ystur er vinstra megin en sá mun vera Guðmundur Hákonarson. Systir hans, Vilborg Hákonardóttir, mun vera þriðja í neðri röð talið frá vinstri. I efri röð þriðji drengur frá hægri mun standa Húnbogi Þorkelsson eða Bogi eins og hann var jafnan nefndur. Við biðjum enn lesendur Frétta um að rétta okkur hjálparhönd og láta okkur vita í síma 481 1184 eða koma við á Bókasafninu þannig að allir verði að lokum rétt taldir í þessum bekk. Aðventkirkjan Laugardagur Við bjóðum þig velkomin(n) til að eiga með okkur góða stund í kirkjunni okkar að Brekastíg 17. Samverustundin hefst klukkan 10:30, biblíurannsókn og umræða. Sjáumst! Eigðu góðan dag. Aglow Aglowfundur verður í Safnaðar- heimili Landakirkju miðvikudaginn 2. apríl klukkan 20.00. Allar konur velkomnar. Kaffigjald 500 krónur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.