Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 27.03.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 27. mars 2008 Þarna mátti sjá brottflutta Eyjamenn og gesti. Myndir Jói Iistó. Hvítasunnudjassinn: Höldum okkar striki „Við höldum okkar striki með djassinn um hvítasunnuna sem verður 11. og 12. maí í ár. Við erum að leggja lokahönd á dag- skrána og þar verða margir af okkar bestu listamönnum í djassinum," sagði Hermann Einarsson, tals- maður Listvinafélagsins, sem hefur staðið fyrir Dögum lita og tóna í Akóges undanfarin ár. Eins og kemur fram í blaðinu í dag verður þess minnst þann 28. mars að 80 ár eru frá fæðingu Guðna Hermansen myndlistar- og tónlistarmanns. Hermann segir að það tengist ekki djasshátíðinni um hvítasunnuna á nokkurn hátt. „Þetta verður sautjánda djass- hátíðin og meðal þeirra sem koma fram er Guðmundur Pétursson, gítarsnillingur, sem mætir með Blúsband sitt. Ekki liggur enn fyrir hver kemur til með að syngja með þeim en það skýrist fljótlega. Undanfarin ár höfum við fengið nýstimi úr Tónlistarskóla FÍH og núna verða það efnilegir hljóðfæra- leikarar sem hafa einbeitt sér að latíndjassi. Þá hefur Guðlaug Olafs- dóttir, söngkona, lýst áhuga á að koma með band sitt. Svo erum við að vinna í að fá hingað band sem ekki er vert að segja frá eins og er en gangi það eftir verður mikilli fengur að því,“ sagði Hermann. Aldrei fleiri í páskagöngu Metþáttaka var í árlegri páskagöngu í Páskahelli sem farin er á páskadag. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, sem hefur veg og vanda af göngunni, var mjög ánægður með hvernig til tókst, bæði með þátttökuna og veður sem var mjög gott. „Það hafa held ég aldrei verið fleiri en núna en þetta er flmmta árið sem við bjóðum upp á göngu í Páskahelli á páskadag,“ sagði Kristján. „Það var gaman að sjá þarna brottflutta Eyjamenn og gesti og það var meira en venjulega um að fólk tæki börnin með sér enda var páska- gangan auglýst sem fjölskylduganga.“ Lagt var upp frá planinu ofan við Kirkjubæjar- brautina og fyrst stoppað við Pompei norðursins þar sem verið er að grafa upp hús sem fóru undir vikur í gosinu 1973. „Þar sagði Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi, okkur frá stöðu verkefnisins og hvað það hefur vakið mikla athygli erlendis. Þaðan lá leiðin upp á milli fella í Páskahelli og þeir sem treystu sér gengu í gegnum hann. Svo var stoppað við Krossinn í gíg Eldfells þar sem Ruth Zoller gaf okkur brauð sem hún bakar í hrauninu. Þar með lauk vclheppnaðri páskagöngu þetta árið,“ sagði Kristján að lokum. STALDRAÐ við í Páskahelli. HRUND ÓSK var meðal listamanna sem tróðu upp á djasshátíðinni í fyrra. Fjölmenni á Heimakletti á föstudaginn langa -Raggi í Steini, Már og Svavar fóru samtals 533 sinnum á toppinn á síðasta ári Heimaklettur var vinsæll hjá göngufóiki á föstudaginn langa en þá skráðu sig 37 í gestabók sem er að finna á toppnum. „Það er víða hægt að hreyfa sig þó ekki sé verið á skíðum,“ sagði Svavar Steingrímsson, sem er einn þeirra sem oft fer á Heimaklett. „Eg fór upp á föstudaginn langa og kom mér á óvart hvað margir höfðu skráð sig í gestabókina. Þetta voru íslendingar og Pólverjar sem höfðu lagt á sig að klífa klettinn," sagði Svavar. Gestabók var komið fyrir á Heimakletti á goslokaafmælinu 2003 og var hún orðin full upp úr áramótum. „Eg skipti um bók þann 11. mars. Ekki veit ég hvað margir höfðu skráð sig en bókin er um 140 síður. Þar er m.a. að finna Þjóð- verja, Dani, Japani, Færeyinga og Bandaríkjamenn og hafa sumir skráð skemmtilegar athugasemdir í bókina." Svavar er í hópi manna sem ganga reglulega á Heimaklett og tók hann sig til og taldi saman hverjir hefðu verið duglegastir á síðasta ári. „Raggi í Steini (Ragnar Guðnason) fór 246 sinnum á Heimaklett á árinu 2007, Már Jónsson, kennari, var næstur með 156 skipti og ég fór 131 sinni. Aðrir voru langt undir hundraðinu,“ sagði Svavar að endingu. Heimaklettur sem er á Heimaey er hæsta fjall Vestmannaeyja, hann er 283 m á hæð yfir sjávarmáli. Kletturinn er móbergsstapi sem varð til við gos undir jökli seint á síðustu ísöld. Hann stendur sæ- brattur upp úr sjónum, en efst eru grasi vaxnar brekkur á bólstra- bergstoppi þar sem fé er haft á beit. Heimaslod.is Toppmenn á toppnum. Már, Svavar og Raggi í Steini tylla sér á toppi Heimakletts.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.