Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 19.júní2008 MEGAS á Klambratúni. Vafalaust reikar hugurinn til æskustöðvanna í næsta nágrenni - Norðurmýri í austurbæ Reykjavíkur. Myndir Sjöfn Ólafsdóttir. Eyjamenn mega búast við hinu besta -segir Megas sem kemur fram á tónleikum í Vestmannaeyjum ásamt hljómsveit sinni Senuþjófunum í Höllinni 3. júlí nk. - Eftir Skapta Örn Ólafsson Á dögunum átti blaðamaður stefnumót við Magnús Þór Jónsson - Megas - í Norræna húsinu í Reykjavík. Tilefnið var koma Meg- asar og Senuþjófanna til Vest- mannaeyja, en þeir leika á tón- leikum við upphaf Goslokahátíðar í Eyjum fimmtudaginn 3. júlí nk. Óhætt er að segja að hingaðkoma meistarans sé hvalreki á fjörur tón- listaráhugamanna í Vestmanna- eyjum. Margt bar á góma í spjallinu eins og Ása í Bæ, Tyrkjaránið og steinbítinn góða á Náttúrugripa- safninu. Eitt var þó Ijóst - mikil aðdáun Megasar á Vestmanna- eyjum. Ási í Bæ var ekta - enda trúr sjálfum sér „Það er alltaf gaman að koma til þrælanýlendunnar Vestmannaeyja," segir Megas kankvís, aðspurður um hvernig það leggist í hann að koma til Vestmannaeyja. „Eg hef nú nokkrum sinnum komið til Eyja, en mér var fyrst ógnað með því að Eyjamenn tæku meginlandsmenn eins og mig ekki gilda. En mín upplifun var allt önnur og það voru virkilega góðar móttökur sem ég fékk. Fyrst fór ég til að spila sóló og síðar með bandi og ég minnist veru minnar í Eyjum með góðum hug. Ég upplifði ekki þessa skömm Eyjamanna á meginlandsbúum," segir hann. Er þetta kannski hálfgerð þjóðsaga með skömmina? „Nei, veistu ég held ekki. Ási í Bæ var að ég held svolítið afskrif- aður þar sem hann var of mikið á meginlandinu á sínum tíma. Vest- mannaeyjar eru mjög sérstakur staður og mér þykir vænt um þær,“ segir Megas sem man ekki hvenær hann kom fyrst til Eyja. „Ég man að ég kom árið 1985 til að leika á tónleikum en síðan man ég engin ártöl, en ég veit að ég kom ekki fyrir gos og ekki heldur í kjölfar þess,“ segir hann. Megas segir að Eyjamenn megi búast við því besta er Senuþjófarnir og hann koma til Eyja til tónleika- halds 3. júlí nk. „Tónleikagestir munu geta gætt sér á mínum tón- smíðum, nýjum og gömlum, ásamt gömlum og góðum dægurlögum af nýju plötunni okkar. Þeir mega líka búast við aðdáun okkar á Vest- mannaeyjum, enda allt þar með glæsilegasta móti,“ segir Megas sem er Náttúrugripasafnið í Eyjum hugleikið. „Mér finnst fiskasafnið í Eyjum t.d. alveg dýrlegt og þá sér- staklega steinbíturinn sem svamlar þar um í fiskabúrinu sínu og sleikir út um þegar hann sér góðan gest sem gott er að éta.“ Hvaða með Eyjalögin, hefur þú stúderað þau eitthvað? „Ég þekki mikið af Eyjalögunum. Ási í Bæ var náttúrulega alveg sér- stakur karakter. Gylfi Ægisson nær nú ekki í sömu hæðir hjá mér eins og Ási og Gísli Helgason er síðan náttúrulega of mikill meginlands- maður til að geta talist orginal Eyjamaður sem Oddgeir Kristjáns- son og Ási í Bæ voru sannarlega.Ég spilaði nú aldrei með Ása en lenti hins vegar oft á fylleríum með honum, Didda Morthens og fleiri góðum. Ég man að það var helvíti skemmtilegt. Sögurnar runnu út úr Ása, svo miklar og margvíslegar að maður setti engar á minnið nema að þetta var alger dýrð og dásemd. Mómentið var í algleymi," segir Megas og bætir við að Ási í Bæ hafi verið alveg ekta, enda trúr sjál- fum sér. Leggst vel í mig að koma út í Eyjar Megas er vel að sér í sögunni og þekkir vel til er 300 sjóræningar frá Algeirsborg réðust til atlögu í Vest- mannaeyjum þann 16. júlí árið 1627. „Ég hef nú farið um í Vest- mannaeyjum og mér verið sýndar sögustöðvar, þar sem Tyrkirnir komu að og þangað sem Eyja- skeggjar flúðu. Eyjamenn hafa aldrei áttað sig á því að það eru meginlandsmenn sem bera ábyrgð á því að þetta kom fyrir þá. Ég er á því að hið vonda karma í Spán- verjavígunum hafi bitnaði á Eyja- mönnum. Það hlaut náttúrulega eitthvað að gerast til að loka þeim reikningi og það voru Eyjamenn sem þurftu að bera syndir allra meginlandsbúa," segir hann. „Það leggst mjög vel í mig að koma út í Eyjar, mér finnst svo gott að koma til útlanda sjáðu til,“ segir Megas kankvís spurður um kom- andi tónleikareisu til Vestmanna- eyja. „Ég hef eitthvað stúderað af Eyjalögunum og flutt nokkur af þessum klassísku lögum á tón- leikum eins og Ég veit þú kemur þeirra Oddgeirs og Ása í Bæ. Ég hef hins vegar ekki stúderað lögin hans Ása í Bæ nægjanlega mikið en þau eru al veg þess virði að fara í gegnum. Ég held t.d. mikið upp á Undrahattinn og hefði gaman að því að stúdera karlinn aðeins meira,“ segir Megas sem segist eiga von á því að fá í hendur kvæði eftir Hallgrím Pétursson er hann kemur út í Eyjar í byrjun júlí. „Það er reyndar ekki staðfest að kvæðið sé eftir Hallgrím Pétursson en allar líkur benda til þess að svo sé.“ Allt góðir ávextir - bara hver með sínu bragði Upphafið að samstarfi Megasar og Senuþjófanna má rekja til þess er Megas lék á tónleikum í Keflavík og strákamir í hinni íslenski reggí- hljómsveit, Hjálmum, komu til að hlýða á meistarann. „Síðar bað einn meðlima Hjálmanna, Kiddi, Guðmundur Kristinn Jónsson, mig um að syngja inn á lagið Sögur úr sveitinni sem kom út á plötu sem helguð var lögum eftir mig. Mér leist svona ákaflega vel á Kidda og strákana að úr varð að við hófum samstarf. Þetta var á þeim tíma er Hjálmamir voru að líða undir lok og ágætur vinur minn, Stefán Ingólfsson, kom okkur saman,“ segir hann, en Senuþjófamir em skipaðir fjómm meðlimum Hjálma ásamt Guðmundi Péturssyni gítar- leikara. I fyrrasumar og síðastliðið haust bar samstarfið ríkulegan ávöxt er plötumar Hold er mold og „Ég spilaði nú aldrei með Ása en lenti hins vegar oft á fylleríum með honum, Didda Morthens og fleiri góðum. Ég man að það var helvíti skemmtilegt. Sögurnar runnu út úr Ása, svo miklar og margvíslegar að maður setti engar á minnið nema að þetta var alger dýrð og dásemd. Mómentið var í algleymi.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.