Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 19. júní 2008 i n ú r •* ' ÆrW í. L' ■ •_ 11 Jjc SAFNAST var sanian á Stakkagerðistúni þar sem margt var til skemmtunar og m.a. bauð Leikfélagið upp á eldgleypi. Myndir Óskar Pétur. Vel heppnaður 17. júní í frábæru veðri Það er óhætt að segja að hátíða- höldin á 17. júní hafí heppnast einstaklega vel í Vestmannaeyjum enda léku veðurguðirnir við hvern sinn fingur. Talsverður fjöldi tók þátt í skrúðgöngunni en gengið var frá Iþróttamið- stöðinni og niður á Stakkagerð- istún þar sem dagskrá hátíða- haldanna fór fram. Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs og menningar- og tóm- stundaráðs, setti hátíðina en Páll Marvin Jónsson, formaður skólamálaráðs, tlutti hátíðar- ræðuna. Eins og vera ber flutti fjallkonan hátíðarljóð og eftir það tók Lúðrasveit Vestmanna- eyja við og flutti nokkur lög. Bjarni Bcnedikt Kristjánsson ilutti ávarp nýstúdents og að því loknu sýndi timleikafélagið Rán lipra takta. Að lokum fluttu þau Arndís Ósk Atladóttir og Gísli Stefánsson nokkur lög fyrir börnin, sem tóku vel undir með þeim. Leikfélag Vestmannaeyja sá um umgjörð hátíðarinnar, leikarar voru í hinum ýmsum gervum á svæðinu og kynnir hátíðarinnar var geimryksugu- farandsölumaðurinn Glaum, sem Kristinn Pálsson leikur. Auk hátíðahaldanna á Stakkó flutti fjallkonan hátíðarljóðið fyrr um daginn á Hraunbúðum auk þess sem þeir Jarl, Óskar, Halldór og Óli Týr voru með stutt tónlistaratriði. Kvenfélagið Líkn var með sína árlegu veit- ingasölu í Akóges sem var vel sótt og síðdegis voru unglingatón- leikar þar sem The Foreign Monkeys og George Focus spiluðu. Eins og áður sagði heppnuðust hátíðahöldin á þjóðhátíðardaginn afar vel, veðrið spilaði líklega stærsta þáttinn í því enda voru hátíðarhöldin með hefðbundnu sniði, eins og þau hafa verið síðustu áratugi. Þórunn Kristín Kolbeinsdóttir flutti ávarp Fjallkonunnar. HALLGRÍMUR GV, fyrir miðju ásamt Bjarka og Ástgeiri. Myndir Óskar Pétur. INGUNN fyrir miðju, Eygló Myrra t.v. og Signý til hægri. Golf: Stigamót unglinga haldið í Eyjum um helgina: Hallgrímur sigraði með yfirburðum Það var mikið af ungu íþróttafólki í Eyjum um helgina. Pæjumótið bar þar að sjálfsögðu hæst en einnig voru hér ungir kylfmgar að keppa á öðru mótinu í Kaupþingsmótaröð unglinga. Rúmlega 120 ungir kylf- ingar af báðum kynjum léku hér golf bæði laugardag og sunnudag, alls 36 holur, í hinu ágætasta veðri báða dagana. Alls voru átta kepp- endur í þessu móti frá GV, allt strákar. Keppt var í þremur aldursflokk- um, 13 til 14 ára, 15 til 16 ára og 17 til 18 ára. Frá sjónarhóli Eyja- manna bar að sjálfsögðu hæst að Hallgrímur Júlíusson sigraði í flokki 13 til 14 ára með miklum yfirburðum en lokastaðan varð þessi í strákaflokknum: 1. Hallgrímur Júlíusson GV 152 h 2. Bjarki Pétursson GB 162 h 3. Ástgeir Ólafsson GR 168 h Eyjamaðurinn Jón Ingason (Sig- urðssonar) keppti einnig í þessum flokki og stóð sig vel, varð í 11. sæti á 179 höggum en alls voru 30 keppendur í þessum flokki. Hallgnmur varð íslandsmeistari í þessum flokki í fyrra og hefur áreiðanlega fullan hug á að endur- taka þann leik í ár, auk þess sem hann ætti að verða nær öruggur stigameistari með sama áframhaldi. í flokki stúlkna 13 til 14 ára sigr- aði Sunna Víðisdóttir GR á 174 höggum. I flokki drengja 15 til 16 ára sigraði Árni Brynjar Dagsson GK á 144 höggum. Sveinn Sigurðsson frá GV varð í 6. sæti á 152 höggum og vantaði aðeins fjögur högg upp á að vera í verðlaunasæti. Jóhann Gunnar Aðalsteinsson og Theódór Sigurbjörnsson frá GV voru í miðjum hópi keppenda í þessum flokki. I flokki stúlkna 15 til 16 ára sigraði Berglind Bjömsdóttir GR á 157 höggum. í flokki pilta 17 til 18 ára sigraði Axel Bóasson GK á 145 höggum. Bjarki Ómarsson GV varð í 19. sæti á 164 höggum. í flokki stúlkna 17 til 18 ára sigraði Ingunn Gunnarsdóttir GKG á 155 höggum en Eygló Myrra Óskarsdóttir (Svavarssonar) GO, sem á ættir að rekja til Eyja, varð í þriðja sæti. Öll framkvæmd þessa móts þótti takast með afbrigðum vel enda for- ráðamenn GV orðin vel sjóaðir í mótahaldi af þessari stærðargráðu og skemmdi ekki fyrir að veðrið var með afbrigðum gott báða móts- dagana.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.