Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 17. júlf 2008 Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa liðlega 80 milljarðar 2007: Suðurey VE og Smáey VE hæst í sínum flokkum -Samtals öfluðu Eyjskip fyrir liðlega 8,5 milljarða í samantekt Fiskifrétta um afla- verðmæti íslenskra fiskiskipa á síðasta ári kemur fram að Suðurey VE, áður Þórunn Sveinsdóttir VE, hafi skilað mestu aflaverðmæti ís- fisktogara yfir landið, 621 milljón króna. Togbáturinn Smáey VE var hæstur í sínum flokki, fiskaði fyrir 477 króna á árinu 2007. Heildarvermæti fiskiskipaflotans var liðlega 80 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum meira en árið á undan að því er kemur fram í Fiskifréttum en samantektin er unn- in upp úr skýrslu Hagstofu fslands sem byggir á tölum Fiskistofu. I flokki ísfisktogara eru 30 skip og af þeim eru fimm frá Vestmanna- eyjum. Auk Suðureyjar eru það Bergur VE sem er í 5. sæti með 569 milljónir, Bylgja VE í 9. sæti með 447 milljónir, Gullberg VE í 21. Sæti með 323 milljónir og Bryn- jólfur VE með 261 milljón króna. Samanlagt aflaverðmæti þeirra er 2 milljarðar og 221 milljón króna. Togbáturinn Smáey var með mest aflaverðmæti í sfnum flokki, 477 milljónum króna. Næst kom Vestmanney VE með 426 milljónir en hún kom ný til landsins í lok mars. Drangavík VE var með 400 milljónir, Frár VE 271 milljón, Dala Rafn VE sem gerður var út fyrstu fimm mánuði ársins aflaði fyrir 190 milljónir króna. Dala Rafn varð svo Stígandi VE sem á sjö mánuðum aflaði fyrir 152 milljónir króna. Loks var Bergey með aflaverðmæti upp á 135 milljónir en hún kom ný til landsins í lok ágúst. Samanlagt aflaverðmæti sjö tog- báta frá Vestmannaeyjum var 2 mill- jarðar og 51 milljón króna. Huginn var í þriðja sæti yfir upp- sjávarskip en afli hans lagði sig á 845 milljónir króna á síðasta ári. Guðmundur VE var í 5. sæti með 821 milljón króna aflaverðmæti. Þorsteinn ÞH, sem er í eigu fs- félagsins var í 13. sæti með 491, milljón, Sighvatur VE í 14. sæti með 479 milljónir, Júpíter ÞH sem er í eigu ísfélagsins, er í 16. Sæti með 395 milljónir, Kap VE í 18. sæti með 389 milljónir, Álsey VE í 21. Sæti með 296 milljónir, Sig- urður VE í 23. Sæti með 270 millj- ónir, Antares VE í 30. sæti með 125 milljónir, Álsey VE í 31. sæti með 105 milljónir, Isleifur VE í 32. sæti með 79 milljónir og Bjamarey VE í 33. sæti með 35 milljónir króna. Samalagt aflaverðmæti Eyjaskipa 2007 er samkvæmt þessari saman- tekt Fiskifrétta og Frétta 8 milljarðar og 552 milljónir króna. SMÁEY VE skilaði mestu aflaverðmæti í sínum flokki yfir landið. Mynd: Þorgeir Baldursson. GRÍMUR með sýnishorn en súpan er tilbúin með rjóma, koníaki og öllu sem til þarf en bæta má flski og humar út í. Grímur kokkur setur gómsæta humar- súpu á markað „Við ætlum að leyfa Vestmanna- eyingum að taka forskot á sæluna og selja humarsúpu sem frystivöru í 4 lítra pakkningum fyrir þjóðhátíð. Þá er ekkert annað en að hita súpuna og hver og einn getur ráðið því hvort hann bætir humri eða annarri fisk- tegund út í,“ sagði Grímur Gíslason þegar hann var spurður út í nýjustu afurðina sem Grímur kokkur setur á markað. „Þetta er samstarfsverkefni Vinnslustöðvar og Gríms kokks en kraftur í súpuna er unnin úr humar- klóm og síðan búum við súpuna til með rjóma, koníaki og öllu sem til þarf. Súpan getur staðið ein og sér og fólk getur bætt humri eða fiski út í, allt eftir sínum smekk. Við höfum gert tilraunir með það sjálfir en súpan verður of maukuð að það er betra að bæta fiski við um leið og hún er hituð. Súpan þykir mjög góð og margir búnir að smakka hjá okkur. Það var t.d. boðið upp á hana í Höllinni 23. janúar þegar þess var minnst að 35 ár voru frá upphafi gossins,“ sagði Grímur en súpan kemur á markað sem frystivara í 4 lítra fötum og hálfs lítra boxum sem hægt er að skella í örbylgjuofninn. „Sum af bestu veitingahúsum landsins hafa tekið súpuna inn á matseðilinn hjá sér þannig að það er óhætt að mæla með hana. Það er líka skemmtilegt að þetta er sam- starfsverkefni við Vinnslustöð en við nýtum humarklær sem annars hefði verið hent, “ sagði Grímur sem verður með súpuna til sölu inn á Eiði en Grímur kokkur er til húsa í norðurendanum á húsinu sem Skeljungur er í. Nýtt hús við Hilmisgötu - Sex íbúðir og verslunarhúsnæði SÉÐ frá Hilmisgötu Verslun verður á neðri hæðinni og sex íbúðir á efri hæðinni. Húsið sem stendur til að byggja við Hilmisgötu 2 til 10, og þeir Þórarinn Sigurðsson og Stefán Þ. Lúðvíksson standa fyrir, verður tvær hæðir og bæði þjónustu og íbúðarhúsnæði. Hvor hæð fyrir sig verður tæpir 800 fermetrar og gert er ráð fyrir að Geisli, raftækjavinnustofa og verslun, verði til húsa á neðri hæðinni. Sex íbúðir verða á efri hæðinni og stærðin verður á bil- inu 102 til 146 fermetrar. Stefán Lúðvíksson sagði að allar íbúðirnar verði með sérinngangi og svölum og engin sameign verður í húsinu. Reiknað er með að íbúðirnar verði afhentar til- búnar undir tréverk. Húsið verður alveg tilbúið að utan og lóð frágengin. „Við erum byrjaðir á grunninum og í lok næsta árs verður húsið klárt. Við viljum helst ekki hafa þetta opið lengi í miðbænum. Ibúðirnar eru ekki komnar í sölu ennþá en það er mikili áhugi fyrir þeim og margir hafa haft samband við okkur, “ sagði Stefán.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.