Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 15
Frcttir / Fimmtudagur 24. júlí 2008 15 vel fyrir fjárhagslega en aðrir stukku út í strauminn og fljóta nú stjómlaust með og eiga sér þá einu von að stjómvöldum takist að ná tökum á ástandinu. Á meðan þetta gekk yfir höfuð- borgarsvæðið og nálæga hreppa héldum við áfram að vera fátækir. Þama sannast kannski að; best er sígandi lukka sem ætti að koma okkur til góða þegar ungt fólk fer að huga að búsetu. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég vilji höfuðborgarbúum illt, síður en svo enda á ég þrjú böm sem hafa valið að setjast þar að en þetta er hinn kaldi veruleiki sem blasir við þeim og öðmm höfuð- borgarbúum. Sátum eftir í þenslunni Landsbyggðin sat eftir í þenslunni og við höfðum ekki um annað að velja en að bíta á jaxlinn. En við verðum að halda vöku okkar þannig að við þurfum ekki að borga brúsann í því endalausa ijárfest- ingaæði sem blasir við okkur í hvert skipti sem við bregðum okkur í kaupstað. Hún lýsir sér m.a. í að búið er að byggja 4000 til 6000 íbúðir umfram eftirspum og þeir skipta þúsundum fermetrarnir í verslunar- og þjónustuhúsnæði sem ekki seljast. Auðvitað munum við borga fyrir þetta í hærri vöxtum og lakari kjörum en látum ekki stjóm- málamennina velta þessu yfir á okkur í meiri mæli en sem því nemur. En meira um það síðar. Ferðatími úr átján dögum í sex Það er fleira en ódýrt húsnæði sem fólk mun taka með í dæmið þegar búseta er ákveðin. Þar skipta sam- göngur miklu máli, möguieikar til menntunar, og orðspor skólanna, íþrótta- og tómstundastarf og svo heilsugæsla. Það þarf ekki að tíunda fyrir fólki þá byltingu sem verður í samgöng- um Vestmannaeyja með tilkomu Landeyjahafnar sem á að vera tilbúin sumarið 2010, gangi allt að óskum. Þá mun ferðatími meðal- fjölskyldunnar fara úr 18 vinnu- dögum ári niður í sex daga. Það setja örugglega margir spumingar- merki við þessa fullyrðingu mína en þetta er einfalt reikningsdæmi. f dag má gera ráð fyrir að yfir 95% sambýlisfólks séu útivinnandi. Fari fjölskyldan upp á land með morgunferð Herjólfs tekur það samtals einn vinnudag fyrir þau að koma sér til Reykjavíkur. Það er ekki ofsögum sagt að það tekur heilan dag að koma sér til Eyja og þegar um tvö er að ræða verða vinnudagamir tveir. Það fara því samtals þrír vinnudagar í Reykja- víkurferðina. Ef við gefum okkur að meðal- fjölskylda í Vestmanneyjum fari sex sinnum upp á land á ári em þetta 18 vinnudagar sem fara í það að sækja höfuðborgina heim á ári. Með tilkomu Landeyjahafnar má með sömu reiknikúnstum segja að það fari heill vinnudagur fyrir íjöl- skyldu í að fara fram og til baka því ferðin til Reykjavíkur tekur tvo og hálfan klukkutíma. Þeir verða því samtals sex vinnudagamir og er munurinn tólf vinnudagar sem er eitthvað sem ungt fólk í dag sættir sig ekki við. Væntingar með bættum samgöngum Þetta er að sannast því talsvert er um að ungt Eyjafólk sé að koma heim að loknu námi. Kemur þetta m.a. fram í aukinni ásókn í lóðir undir ibúðir. Gunnlaugur Grettis- son, formaður bygginga- og skipu- lagsráðs, segir í ágætu viðtali við Fréttir fyrr á árinu að þama séum við að njóta væntinga fólks með bættum samgöngum. Þama held ég að Gunnlaugur hitti naglann á höfuðið. Auk þess verða Vestmannaeyjar hluti af stærri markaði og atvinnu- svæði sem opnar ótal möguleika. Er það trú mín að fyrirtæki sem GOTT FRAMTAK Framtak Skapta Arnar Ólafssonar að fá meistara Megas og Senuþjófana til Eyja í upphafi goslokahelgar ber að þakka. Gestir voru milli 500 og 600 og var ekki annað að sjá og heyra en að meistari Megas skemmti sér jafn vel og gestirnir. hafa staðið sig á þröngum markaði hér heima og em án allrar yftr- byggingar eigi eftir að nýta þá möguleika sem opnast þegar Suður- land með sína 20.000 íbúa verður við túnfótinn. Skólarnir skipta líka máli Ef litið er á skólana þá var á síðasta ári tekinn í notkun nýr leikskóli, Sóli, þar sem er pláss fyrir hundrað böm. Það er stærsta, og í raun eina framfaraskrefið, sem stigið hefur verið í leikskólamálum í Eyjum síðan um gos. Skóli er að sjálf- sögðu meira en hús en gera verður ráð fyrir að nýtt húsnæði skili sér í betra skólastarfi. Eftir nokkur stormasöm ár virðist ró vera að færast yfir Grunnskólann og sameining Bamaskólans og Hamarsskóla í Gmnnskóla Vest- mannaeyja virðist hafa gengið upp. Það er staðreynd að undanfarin ár hafa grunnskólamir í Eyjum ekki skilað viðunandi árangri, verið undir meðaltali í samræmdum próf- um. Eitthvað náði GV að rétta úr kútnum á síðasta skólaári en betur má ef duga skal og engin ástæða til annars en að Gmnnskóli Vest- mannaeyja sé í fremstu röð. Það gerir Vestmannaeyjar fýsilegri til búsetu. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyj- um er ein af lykilstofnunum sam- félagsins því það er mikilvægt fyrir ungt fólk að geta sótt fram- haldsskóla í heimabyggð. Samkeppni um nemendur eykst með fjölgun framhaldsskóla og ekkert við því að segja að krakkar héðan sæki í aðra framhaldsskóla. Á móti væri æskilegt að hingað kæmu nemendur til náms og það í einhveijum mæli. Það er viðleitni í þá átt því krakkar úr Hvolsskóla stíga sín fyrstu skref í framhalds- námi við FIV. Jákvætt skref var stigið á síðasta ári þegar skipstjórnarnám hófst við skólann eftir nokkurra ára hlé. Eru Vestmannaeyjar eini staðurinn utan Reykjavíkur jtar sem skipstjómar- nám er í boði. Þarna er lag sem þarf að nýta og stefnan á að vera, allt skipstjórnamám til Vestmanna- eyja. Og örugglega eru fleiri tæki- færi tengd Framhaldsskólanum. Ekki má gleyma Visku sem gerir fólki hér kleift að stunda nám á há- skólastigi í íjarnámi og í vor út- skrifuðust milli tíu og 20 manns með háskólapróf eftir að hafa stundað fjamám í gegnum Visku. Lætur nærri að í dag séu um 70 manns í Eyjum í háskólanámi. Eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkmm ámm. Mörg stór skref á gos- lokahelgi Flest sem hér hefur verið talið upp á undan lendir plúsmegin og ætti að koma Vestmannaeyjum til góða þegar þær em bomar saman við önnur sambærileg sveitarfélög. En ég er ekki viss um að margir geri sér grein fyrir hvað mörg fram- faraskref voru stigin um gosloka- helgina. Það er stundum sagt að ekki séu alltaf jólin en það vom svo sannarlega jól í Vestmannaeyjum þessa helgi. Það var ekki bara að fólki stóð til boða ijögurra daga skemmtun með tónleikum, töluðu orði, sýningum og söng og gleði í Skvísusundi. Þessa helgi kom ný vatnsleiðsla til Eyja sem á að geta flutt meira vatn en þær tvær gömlu til samans. Um leið var þess minnst að 40 ár em síðan vatn var fyrst leitt hingað af fastalandinu. Er fólki bent á sýn- ingu á Skansinum og dæluhúsinu sem Hitaveita Suðumesja hefur komið upp. Sýnir hún á skemmti- legan hátt breytinguna frá því að vatni var safnað í brunna af þökum húsa með tilheyrandi skít og drullu til þess að Vestmannaeyingum stóð til boða ferskt vatn sem er með því besta sem þekkist. Þá var vígð vatnsátöppunarverk- smiðja sem hefði verið óhugsandi fyrir fjórum áratugum og þar njóta Vestmannaeyja þess að liggja vel við siglingum, ekki síst til Evrópu. Nýsköpunarmiðstöð Islands opnaði útibú í góðu húsnæði í Vestmannaeyjum þar sem Frosti Gíslason fer með stjómina. Við það tækifæri var undirritaður samningur við umhverfisráðuneytið um tvö verkefni sem unnin verða hér. Þekkingarsetur Vestmannaeyja var stofnað á síðasta ári og hefur það þegar fengið nokkurt fjármagn til starfseminnar. Þar er rennt blint í sjóinn en miðað við sambærilegar stofnanir ættu tugir starfa að verða til við Þekkingarsetrið á næstu misserum og árum. Skiptir mestu að finna því veglegt húsnæði því góð vinnuaðstaða dregur frekar til sín hæft fólk. Og þó menn líti á þetta sem jákvætt vandamál má það ekki verða eilífðarmál. Loks skal nefna Surtsey sem UNESCO setti á Heimsminjaskrá. Þar er tækifæri sem er sennilega svo miklu stærra en við gerum okkur grein fyrir. Það er okkar að nýta það en til þess þarf frum- kvæðið að koma héðan, annars munu aðrir grípa gæsina og við sitja eftir með sárt ennið. Höllin skiptir miklu máli Ein þarfasta framkvæmd í Vest- mannaeyjum síðustu árin er bygg- ing Hallarinnar sem er einn veg- legasti skemmtistaður á lands- byggðinni. Saga hennar hefur verið þyrnum stráð en verður ekki rakin hér. En Höllin sannaði mikilvægt hlutverk sitt þessa helgi því frá fimmtudegi til sunnudagskvölds mættu a.m.k. 2000 manns á skemmtanir sem þar voru í boði. Hófst þetta á frábærum tónleikum Megasar og einnar bestu hljóm- sveitar sem hingað hefur komið, Senuþjófanna, sem voru nærri því að stela senunni af karlinum. Þarna varð til í hugum margra ógleyman- lega stund, ein af mörgum sem orðið hefur til í Höllinni. Þetta var framtak Skapta Amar Ólafssonar sem ber að þakka. Gestir voru milli 500 og 600 og var ekki annað að sjá og heyra en að meistari Megas skemmti sér jafn vel og gestirnir. Á föstudagskvöldið var slegið upp Eyjatónleikum í Höllinni og vom gestir ekki færri en 700 og stemmn- ingin stórkostleg. Á sunnudeginum mættu milli 200 og 300 manns á goslokaslitin í Höllinni og um kvöldið vom hátt í 400 manns á tónleikum Eyfa og Stebba Hilmars. Nú fær Höllin loks að sinna hlutverki sínu Þetta sýnir okkur hvað Höllin skiptir þetta samfélag miklu máli. Vandinn við Höllina hefur verið staðsetningin og það að hún heldur ekki hljóði. Nú hafa eigendurnir, Glitnir og Sparisjóðurinn, ákveðið að fara í framkvæmdir til að húsið uppfylli skilyrði um hljóðein- angmn. Á framkvæmdum að vera lokið 1. september og þá eiga Eyjamenn og gestir að geta fengið sér snúning án þess að valda ná- grönnum Hallarinnar rúmruski. Með þessu er stigið ótrúlega stórt skref fram á við í menningar- og skemmtanalífi Eyjanna og orku- boltinn Björgvin Rúnarsson, forstöðumaður Hallarinnar, lofar fjölbreyttri dagskrá í haust og vetur. Nýja fólkið í bæjarstjórn Ný bæjarstjórn með ungu fólki tók við fyrir tveimur ámm og hefur margt breyst til hins betra á þeim tíma. Ekki síst staða bæjarsjóðs sem fór úr því að vera í gjörgæslu félagsmálaráðuneytisins í að verða einn öflugasti sveitarsjóður landsins með sölu hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja upp á 3,6 milljarða. Á margan hátt hefur þessari bæjarstjórn, undir vaskri forystu Elliða Vignissonar, tekist að snúa vöm í sókn og ímynd Vestmanna- eyja sem er orðin mun jákvæðari. Páll Scheving, oddviti minnihlut- ans, virðist hafa tekið þann pól í hæðina að vinna málin innan frá sem virðist vera að skila árangri. Eflaust sakna einhverjir pólitískra átaka í bæjarstjóm en hverju skilaði það? Spuming sem vert er að spyrja en það vekur lfka aðrar spumingar: Hvar er menningarhúsið? Hvar er knattspyrnuhúsið? Hvað líður endurbótum á útisvæði við sundlaugina sem átti að vera tilbúið I. júní sl? Hvað með mengunarvarnir við Sorpeyðingarstöðina? Hvaða framtíðarsýn hefur bæjarstjóm í fráveitumálum? Hvaða reglur gilda um manna- ráðningar hjá bænum? Af hverju liggur svo mikið á að selja Vélasalinn sem hefur verið vettvangur margra viðburða á lista- sviðinu? Þetta em spumingar sem ekki bara við sem búum í Eyjum viljum fá svör við, heldur líka þeir sem em að skoða Vestmannaeyjar sem hugsanlegan stað til búsetu. Það verður að fá rétt skilaboð um að hér fái allir að njóta sín, óháð pólitík og ímyndaðri vöm gegn hags- munum sem skaða okkur öll þegar upp er staðið. Ómar Garðarsson, ritstjóri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.