Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 24.07.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 24. júlí 2008 TVÖ EFNILEG Hallgrímur og Sigríður Lára Garðarsdóttir sem varð í þriðja sæti í holukeppni stúlkna. Hallgrímur Júlíusson hefur náð ótrúlegum árangri í golfinu í sumar: Einn efnilegasti Viðtal Ellert Scheving Ellert@ eyjafrettir.. is Eyjapeyinn Hallgrímur Júlíusson hefur í sumar náð einstökum árangri í golfínu. Hallgrímur, sem er 14 ára, hefur unnið þrjú mót af þeim fjórum sem hann hefur tekið þátt í og ljóst er að Vestmannaeyingar eiga einn efni- legasta golfara á landinu. Arangur Hallgríms hefur verið frábær í sumar en hann keppir á Stigamóti unglinga. Hann hóf leik á Hvaleyri í Hafnarfirði en þar endaði hann í öðru sæti. Þaðan fór hann til Vestmanna- eyja og bar sigur úr býtum. Hallgrímur lék svo til sigurs í Þorlákshöfn en hann vann einnig Islandsmót unglinga í holu- kcppni. Hallgrímur byrjaði að æfa golf þegar hann var sex ára gamall og segir að það sé allt skemmtilegt við golfið. „Það er bara allt skemmtilegt við golf, sérstaklega að spila í góðum félagsskap," sagði Hall- grímur. Golfvöllurinn í Vestmannaeyj- um er af mörgum talinn einn sá besti á landinu og þykir oft erfiður viðureignar. Hallgrímur er þó á því að sumt megi bæta. „Mér finnst aðstaðan hér í Vcst- golfari landsins mannaeyjum mjög góð og völl- urinn mjög flottur. Það er líka gott að maður getur farið að spila nær hvenær sem er, þarf ekki að panta rástíma eins og í Reykjavík. Það sem mætti þó bæta hér er að færa æfínga- svæðið. Því bæði er það inni á bílastæði og truflar fólk sem er að spila á vellinum.“ Sumarið hjá Hallgrími er alger- lega undirlagt af keppni í golfi og það er langt frá því að vera búið. „I augnablikinu er ég bara að æfa fyrir íslandsmótið í höggleik. Það fer fram hér í Eyjum, hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudag. Eg keppi síðan í Sveitakeppni unglinga á Flúðum og svo á Islandsmóti unglinga í höggleik.“ Hallgrímur, sem er aðeins fjór- tán ára, sækir ekki hæfileikana yfir lækinn því faðir hans, Júlíus Hallgrímsson, hefur náð góðum árangri í golfinu og þykir einn sá besti í Vestmannaeyjum. Þá hefur afi hans og alnafni verið liðtækur með kylfurnar. Það hlýtur þá að vera takmarkið hjá Hallgrím að slá þeim gamla við. „Þú ert nú eitthvað að misskilja þetta, spurningin er frekar hvort hann verði einhvern tíma jafn góður og ég,“ sagði Hallgrímur léttur í bragði en hann hefur æft stíft fyrir íslandsmótið í höggleik karla sem hefst í Vestmanna- eyjum í dag. Kristilegt Kotmót um verslunar- manna- helgi Kristilegt mót um verslunarman- nahelgina til að lofa og upphefja Jesú Krist, Kotmót, er nú haldið í 56. skipti. Boðið verður upp á lifandi tónlist, lfflegar samkom- ur, varðeldur, auk þess verður fjölbreytt dagskrá fyrir börnin á sérstöku barnamóti. Mótið verður haldið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 31. júlí til 4. ágúst og búast mótshaldarar við fjölmenni en á undanförnum árum hafa á milli 3000 til 4000 þúsund manns lagt leið sína á Kotmót og það eru allir velkomnir á Kotmót. Yfirskrift mótsins er: Guð er kærleikur. Aðalræðumaður mótsins er Tony Fitzgerald frá Bandaríkjunum, en auk hans stígur fjöldi karla og kvenna, íslenskra og útlendra, í stólinn til að kenna, uppfræða og segja frá lífsreynslu sinni. Auk aðalsamkomanna verður m.a. boðið upp á söngvastund í umsjá Hafliða Kristinssonar fjöl- skylduráðgjafa, samkomu í umsjá Erdnu Varðardóttur og Jesúkvenna, fjölskyldusamveru í umsjá Barnamóts, dagskrá í boði ungs fólks undir stjórn Andra Ómarssonar, varðeld þar sem Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn stjómar fjöldasöng, UnG- stund (Undir Náð Guðs) í umsjá Magnúsar Stefánssonar tromm- ara og eins verða gestir frá Færeyjum með stund á mótinu. Samverustundimar verða haidnar innandyra í Örkinni. Góð stæði fyrir tjöld og gistivagna eru á mótssvæðinu. Neysla áfengis og vímuefna er bönnuð og gæsla viðhöfð á svæðinu. Þannig er reynt að skapa allsgáða og ör- ugga umgjörð um skemmtilega samveru eldri og yngri móts- gesta. Nánari upplýsingar um dagskrá o.fl. er að finna á heimasíðu mótsins www.123.is/kotmot og hjá Stefáni Garðarssyni í síma 663 4656 eða stebbi@golf.is. Dalurinn.is: Nokkur sæti laus Vegna for- falla losn- uðu nokkur sæti í Herjólf, fimmtudag og föstudag fyrir þjóðhátíð. Um er að ræða ferð- irnar kl 12 ogkl 19:30. Ef þú ert ekki enn búinn að bóka far á þjóð- hátíð þá er upplagt tækifæri að gera það strax. Síminn hjá Herjólfi er 481-2800. Fréttatilkynning frá prestum Landakirkju: Messað í Stafkirkjunni á sunnudaginn Næsta sunnudag, sunnudaginn 27. júlí kl. 11.00, verður guðsþjónusta í Stafkirkjunni, en ekki í Landakirkju. Sú venja hefur skapast hér f Eyjum, eftir að Stafkirkjan var tekin í gagnið, að síðasta sunnudag fyrir þjóðhátíð sé messað í Stafkirkjunni. Sú guðsþjónusta kemur þá í staðinn fyrir guðsþjónustu í Landakirkju. Að sjálfsögðu verður ekki vikið út frá þessari venju nú í ár og verður guðsþjónusta í Stafkirkjunni kl. 11.00. Þau Védís Guðmundsdóttir og Arni Óli munu annast hljóðfæraleik og söng og sr. Guðmundur Örn mun prédika og þjóna fyrir altari. Þetta er að sjálfsögðu gott tækifæri til að upplifa helgi- hald á nýjan hátt í þessu fallega guðshúsi sem er þjóðargjöf Norðmanna til íslendinga í tilefni af 1000 ára kristni í landinu árið 2000. Dalurinn.is: Þ j óðhátíðarmyndband Þá er myndband frá síðustu þjóðhátfð komið hér inn á dalurinn.is og mælum við með því að allir sem eru á leið á þjóðhátíð skoði myndbandið og komi sér í rétta gírínn. Tæknimenn síðunnar, í samstarfi við höfund myndbandsins, eru búnir að vera síðustu daga að vinna í að koma þessu í miklum gæðum inn á netið. Ekki er mælt með því að þeir sem ekki ætla að koma á þjóðhátíð horfi á myndbandið. Dalurinn.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.