Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Page 21

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Page 21
Frcttir / Fimmtudagur 31. júlí 2008 21 ✓ Islandsmeistari kvenna 2008: Helena spilar alltaf til vinnings Helena Árnadóttir, íslandsmeist- ari kvenna 2008, er ættuð frá Akureyri og spilaði lengst af fyrir Golfklúbb Akureyrar en hefur síðustu fjögur ár verið í Golf- klúbbi Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn sem hún hampar þessum titli, fyrra skiptið var fyrir tveimur árum þegar spilað var á Oddfellowvellinum. Henni gekk ekki vel fyrsta daginn, var átta höggum á eftir Eygló Myrru sem var í efsta sæti. „Áuðvitað stefndi ég á fyrsta sætið,“ segir Helena. „Eg spila alltaf til vinnings. Og þetta var erfitt í dag, ég neita því ekki. Ég var orðin þreytt, bæði andlega og líkamlega og svo var vindurinn ekki til að auðvelda þetta. En það er alveg æðislegt að spila hérna, völlurinn er í toppstandi og margar mjög krefjandi holur. Þetta er mjög skemmtilegur völlur.“ Helena var að Ijúka BA-námi í sálfræði og segist ætla að halda áfram að mennta sig á því sviði. „Ég er aðallega með Bretland í sigtinu núna, það virðist nokkuð spennandi. Jú, auðvitað tek ég kylfurnar með mér hvort sem ég fer þangað eða eitthvað annað,“ sagði Helena Árnadóttir, ný- krýndur Islandsmeistari kvenna 2008, að lokum. AUÐVITAÐ stefndi ég á fyrsta sætið,“ sagði Helena. Engin stórmál komu upp Yfirdómari mótsins var Þórður Ingason, sem er alþjóðadómari og aðstoðardómari var Aðal- steinn Örnólfsson, landsdómari í golfi. Þeim bar saman um að mótið hefði gengið mjög vel fyrir sig og engin stórmál hefðu komið upp. „Vindurinn hafði reyndar sín áhrif en völlurinn er í góðu ástandi og flatirnar héldu boltum vel þótt stundum stæði það reyndar tæpt í mestu hviðunum. Þetta minnti um margt á British Open í veðurfari,“ sögðu þeir. Þeir sögðu að flest tilfelli, þar sem þeir voru kallaðir til, hefðu snúið að því að fá lausn frá hindrunum, svo sem stígum og köplum sjónvarpsmanna. „En þessir keppendur þekkja regl- urnar það vel, flestir hverjir, að oftast er engin þörf á að kveðja til dómara enda gekk þetta mót mjög vel fyrir sig,“ sögðu þeir Þórður og Aðalsteinn. Almenn ánægja með mótið Það er verulegt verk að undirbúa og halda utan um mót af þessari stærðargráðu. Sex manna móts- nefnd skipuðu þeir Hörður Þor- steinsson og Gunnar Gunnarsson, frá GSÍ, Þórður Ingason, dómari, og Eyjamennirnir Helgi Bragason, Gunnlaugur Grettisson og Jón Pétursson. „Við erum gríðarlega ánægðir með hvemig til tókst,“ segir Gunn- laugur Grettisson, einn nefndar- manna. „Það var mikill fjöldi sjálf- boðaliða úr GV sem kom að þessu, líklega milli 40 og 50 manns sem unnu lengur og skemur við mótið. Sumir alveg frá morgni til kvölds alla dagana. Við kunnum öllu þessu fólki miklar þakkir fyrir. I stuttu máli þá gekk þetta aíveg hnökralaust fyrir sig. Við héldum landsmótið 2003, fyrir fimm árum og þetta vannst allt mun léttara núna að mér fannst. Kannski erum við reynslunni ríkari eftir það mót. Það eina, sem ekki stóðst, var tímasetningin á lokahófinu. Það átti að hefjast kl. 20.30 á sunnudagskvöldið en varð að fresta því um klukkutíma þar FORSETINN fylgist með. sem úrslit í karlaflokki teygðust heldur betur á langinn og hleyptu mikilli spennu í mótið. Enda voru gestimir ánægðir, bæði með framkvæmdina sem og völlinn. Forseti GSI og aðrir sem tóku til máls á lokahófmu lýstu mikilli ánægju sinni með alla framkvæmd mótsins og auðvitað getum við ekki verið annað en ánægðir með það,“ sagði Gunnlaugur. DÓMARARNIR Aðalsteinn og Þórður SIGURÐUR: Ég var að slá ágætlega en vindurinn gerði mér erfitt fyrir í stutta spilinu. Völlur sem mann langar til að spila Sigurður Pétursson var í hópi elstu keppenda á íslandsmótinu en hann verður fimmtugur á næsla ári. Hann hefur nokkrum sinnum orðið Islandsmeistari og hefur margoft keppl í Vestmannaeyjum, bæði á Islandsmótum og öðrum mótum. „Eg var að spila alveg þokkalega en hefði viljað gera belur,“ sagði Sigurður sem endaði í 24. sæti á 301 höggi. „Ég var að slá ágætlega en vindurinn gerði mér erfitt fyrir í stutta spilinu. En völlurinn er glæsilegur og flatimar frábærar, svipað rennsli á þeim öllum. Aftur á móti voru holustaðsetningarnar sums staðar nokkuð erfiðar og sérstakar. Ég þekki þennan völl vel enda oft búinn að spila hann. Það er alltaf gaman að spila í Eyjum og þetta er völlur sem mann langar alltaf að spila.“ Og það voru fleiri úr fjölskyld- unni að spila á Islandsmótinu. Sonur Sigurðar og dóttir voru bæði með sem og tengdadóttirin, Nína Björk Geirsdóttir, sem vann titilinn í fyrra og spilaði til úrslita núna. Ekki munaði nema fimm höggum í heildina á þeim feðgum í mótinu, þar sem sonurinn hafði betur. En Sigurður er með ákveðið markmið í huga. Á næsta ári verður hann gjaldgengur í öldungamótaröð atvinnumanna í Evrópu og hefur sett stefnuna á þátttöku þar. „Ég er búinn að vera að undirbúa mig fyrir það og er ákveðinn í að prófa þetta,“ sagði Sigurður Pétursson. SIGURÐUR Pétursson hefur margoft keppt á mótum í Eyjum. Þessi mynd var tekin árið 1981 þegar hann sigraði á Faxamótinu. Sigurður er til hægri en til vinstri er annar landsþekktur kylfingur sem einnig hefur oft keppt í Eyjum, Sigurður Hafsteinsson. Myndin er úr bókinni Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.