Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 1
BÍLAVERKSTÆÐIÐ BrAGGINNsf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 36. tbl. I Vestmannaeyjum 4. september 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is 3LJÓSMYNDASÝNING Ruth Zohlan sýnir ljósmyndir í anddyri Bæjarleikshússins. Þar er að fínna margar góðar myndir úr náttúru Eyjanna og eru fuglamyndir árberandi. Hér er ein myndanna sem tekin er í Sölvaflánni suður í Höfða. - Nýtt fískveiðiár gengið í garð - Skerðing í ýsu, ufsa og karfa: « Isfélagið og Vinnslustöðin - með tæplega 20 þúsund tonn Nýtt þorsksveiðiár hófst 1. septem- ber en mikill samdráttur varð afla- heimldum í þorski á síðasta ári. Fréttir leituðu til nokkurra útgerða til að fá upplýsingar um úthlutun á þessu ári samanborðið við síðasta ár. Vinnslustöðin fær úthlutað 11.792 tonnum í bolfiski og Isfélag- ið 6.277 tonnum. Vestmannaeyjar eru í öðru sæti með 11.56% heildarkvóta í bolfiski. Reykjavfk er efst með 12.04%, Grindavík er með 9.91% og Akureyri 4.73%. Bergur Huginn fær 6.886 tonn á móti 7.397 tonnum í fyrra, þannig að skerðingin er 511 tonn, þ.e 6,9 % skerðing í tonnum talið. „Þorskígildistonnin eru reiknuð út frá ákveðum reiknistuðli sem er gjörbreyttur frá fyrra fiskveiðiári og gefur í raun ekki rétta mynd. Við vorum með 5757 tonn í þorsk- ígildum en erum núna með 4.664 þorskígildistonn sem þýðir 19% skerðingu í þorskígildum talið. Skerðingin er mest í ýsu, ufsa og karfa en úthlutunin í þorskígildum Hvort hljóta norskir eða þýskir hnossið? Nú eru að verða fjórar vikur frá því opnuð voru tilboð í smíði á nýrri ferju sem ætlað er að halda uppi siglingum milli Eyja og Landeyj ahafnar. Þrjú tilboð bárust frá tveimur skipasmíðastöðvum, Fassmer í Þýskalandi sem sendi inn tvö tilboð og Simek í Noregi. Ekki er enn komið í l.jós hvor skipasmíðastöðin hlýtur hnossið en Fréttir hafa fyrir því heimildir að rætt sé við Fassmer en ekki hefur hefur lækkað meira en sem kílóum nemur," sagði Þorsteinn Ingólfsson hjá Bergi Huginn. Frár VE var með 1513 tonn í á síðasta fiskveiðiári en fær nú 1413 tonn. Frár var með 1158 tonn í þorskígildum en er núna með 964 tonn. Skerðingin er 19,7% í þorskígildum en er 6,6 % í kílóum talið. Vinnslustóðin fær úthlutað 11.792 tonnum í bolfiski á nýju fískveiðiári en var með 12.800 tonn í fyrra. Skerðingin er því umlOOO tonn eða 8% í bolfiski. Vinnslustöðin er með 7.342 þorskígildistonn á þessu ári en var með 9.222 tonn í fyrra. Stefán Friðriksson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vinnslustóðv- arinnar sagði menn hafa áhyggjur af lítilli þorskíhlutun Skerðingin hefði komið fram í fyrra en Vinnslustöðin hefði m.a. mætt henni með því að leggja Gandí VE og gera út fjögur skip. Þá hefði verið leitað í aðrar tegundir en nú væri skerðing í ýsu, ufsa og karfa. Stefán sagði enn- fremur að hátt verð á olíu og aukinn kostnaður vegna verðbólgu hefðu áhrif en á móti kæmi að verð á mjöli og lýsi hefði verið hátt. Samkvæmt upplýsingum sem bárust Berg ehf. fær útgerðin úthlut- að 1698 tonnum í bolfiski á fiskveiðiárinu en var með 1817 tonn á síðasta ári. Það þýðir 119 tonna skerðingu og munar mestu um skerðingu í ýsu, ufsa og karfa. Isfélag Vestmannaeyja fær úthlut- að 6.277 tonnum í bolfíski á nýja fiskveiðiárinu eða 4.183 þorsk- ígildistonn. Útgerðarfélagið Os ehf. fær 3.766 tonnum úthlutað á nýja árinu. Kæja ehf. gerir út bátinn Arney HF 361 sem verður Portland VE 97. Arndís Sigurðardóttir sagði úthlut- unina um 11 þorskígildistonnum meiri en á síðasta ári „Úthlutunin er nákvæmlega sama í þorski og í fyrra en samdrátturinn kom fram þá. Nú er samdráttur í ufsa og ýsu en aukn- ing í skötusel sem vegur þungt í þorskígildum talið þannig að nú erum við með 286 þorsksígildistonn í stað 275 þorskígildistonna á síð- asta ári." Ljósmæð- ur sinna neyðar- þjónustu Ljósmæður við Heilbrigðisstofn- un Vestmannaeyja eru allar í Ljósmæðrafélagi íslands en tveggja daga verkfall hófst á miðnætti 3. september. Það er fyrsta verkfallslotan af fjórum sem boðað hefur verið til en allsherjarverkfall hefst 29. september ef samningar hafa ekki tekist. Guðný Bjarnadóttir, ljósmóðir sagði að þrjár ljósmæður störfuðu við heilbrigðisstofnunina í tveim- ur stöðugiIdum.„Hér veður ljós- móðir á gæsluvakt og neyðar- þjónustu þannig að fæðandi konum verður sinnt. Öll ónnur þjónusta en neyðarþjónusta s.s. mæðravernd, ungbarnaheim- sóknir, fræðsla o.fl. fellur niður," sagði Guðný en boðað hefur verið til samningafundar í dag, 4. september. Húsasmiðjan ekki að hætta Sögur hafa gengið um að Húsey, verslun Húsasmiðjunnar væri að hætta rekstri í bænum. Haraldur Steinn Gunnarsson verslunarstjóri kannaðist við þessar sögusagnir sem hann sagði að væru algjórt kjaftæði. Hann sagði reksturinn ganga vel og verslunin hér hefði gengið sam- kvæmt áætlun. Staðan væri góð fyrir næsta ár og bjart framundan enda stærri og fleiri verkefni í gangi miðað við undanfarin ár. Skýrist fljótlega Sr. Kristján Björnsson sóknar- prestur Landakirkju er einn umsækjenda um embætti sóknar- prests í Mosfellsprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi. Atta sóttu um embættið og komu umsækjendur fyrir níu manna valnefnd í gær, miðvikudag. Valnefndin þarf að ná niðurstóðu sem ber bindandi val, þ.e. tvo þriðju atkvæða og sá sem það hlýtur er skipaður. Niðurstöðu er að vænta fljótlega, jafnvel í kvöld en embættið veitist frá 15. októ- ber næstkomandi. VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUML.! SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ® ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM netíghamar \/éi A. nr, ríi AWPDk'CTÆni VELA- OG BILAVERKSTÆÐI FLATIR21 / S. 481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.