Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 04.09.2008, Blaðsíða 14
Ffgttir / Fimmtudagur 4. september 2008 Eyjamaðurinn Sigurður Gíslason ræður ríkjum á 19. og 20. hæðunum í Turninum: Gleður Eyjahjartað hvað Eyjamenn eru duglegir að koma -Er algengt að þeir komi beint úr Herjólfí í hádegis- hlaðborðið VEISLA UNDIRBUINN. Sigurður og starfsfólk undirbúa veislu þar sem fara saman góður matur, glæsilegur veitingastaður og einstakt útsýni. Dóttirin Clara fær að taka þátt í verkinu. Veisluturninn er nýr og glæsilegur veitingastaður á 19. og 20. hæð í Turninum sem tekinn var í notkun fyrr á árinu. Utsýnið er óviðjafnan- legt og ekki skemmir frábær matur í glæsilegum salarkynnum sem ná að sameina hlýleika og nútímalega hönnun. Þjónusta er góð og nóg er úrvalið f réttum, sama hvort kíkt er í hádegisverð á virkum dögum eða brunchhlaðborð um helgar. Og það gleður að við sfjórnvölinn er Eyja- maðurinn Sigurður Gíslason, mat- reiðslumeistari sem er fram- kvæmdastjóri Veisluturnsins. Turninn stendur við Smáratorg í Kópavogi, hvar annars staðar og á efstu hæðinni er Veisluturninn með veislusali og bar en á næst efstu er hádegisverðarstaðurinn Nítjánda. Útsýnið úr Turninum er óviðjafnan- legt og óhætt er að segja að vand- fundnir séu glæsilegri salir fyrir veislur, ráðstefnur eða fundi. Blaða- maður átti þess kost að kfkja í hádegismat á 19. hæðinni sem var skemmtileg upplifun. Við fengum borð í horni salarins þar sem blasti við a.m.k. 270 gráðu útsýni úr þessa hæsta húsi landsins yfir höfuðborg- arsvæðið og næsta nágrenni. Það eitt er næg ástæða til að heim- sækja Turninn og góður matur er svo punkturinn yfir I-ið, fjölbreyttur, skemmtilega fram borinn á hlað- borði og liprir þjónar tilbúnir að veita aðstoð ef þarf. Ekki ætla ég að telja upp alla réttina sem í boði voru en indverkst var orðið þennan dag- inn. Auk þess er þarna glæsilegur salatbar, úrval í kjöti og físki og svo léttir eftirréttir. Allt þetta fær fyrstu einkunn. Á sömu hæð eru glæsilegir salir fyrir fundi, ráðstefnur og síðast en ekki síst veislur. A tuttugustu hæðinni eru glæsilegir veislusalir með sex metra lofthæð, glæsilegur bar og setustofa þar sem hægt er að njóta útsýnisins í veislum og mót- tökum af öllum gerðum hvort sem er kokteilveislur, fjölréttaborð, jóla- hlaðborð, brúðkaup, árshátíðir eða fermingar. Snillingarnir orðnir þrír Þegar haft var samband við Eyja- manninn, matreiðslumeistarann og athafnamanninn Sigurð Gíslason fyrir helgi gat hann ekki hitt blaða- mann og ástæðan var gild. „Eg mæti ekki í vinnu á morgun því hún Berglind er að fara að eiga barn," sagði Sigurður og var ekki laust við spenning í röddinni. „En það gerir ekkert til því þarna er frábært fólk sem tekur vel á móti þér," bætti hann við og það stóðst. „Þá eru snillingarnir orðnir þrír, tveir strákar og ein stelpa," var svo svarið þegar hann var spurður seinna um gang mála í fjölskyld- unni. „Við fengum strák núna en því miður hefur maður alltof lítinn tíma fyrir fjölskylduna. Ég er þó að reyna það núna en er þó mættur upp í Turn klukkan sex á morgnana til að skipuleggja daginn með fólkinu." Nú eru þeir búnir að reka staðinn í Busar fengu að finna til M tevatnsins í síðustu viku var hefðbundin busun við Framhaldsskólann sem náði hámarki á föstu- daginn þegar nýnemar voru vígðir inn í skólann með til- heyrandi baði. Þessar myndir voru teknar fyrr í vikunni þar sem busarnir voru í hlutverki þræla og urðu skilyrðislaust að hlýða öllum skipunum. Þetta gladdi eldri nemendur sem voru minnugir þess að þeir hlutu sömu meðferð þegar þeir hófu nám við Framhalds- skólann. VERÐI ykkur að góðu. sex mánuði og hann er mjög ánægður með viðtökurnar. „Þetta rennur ljúflega af stað og t.d. í kvöld erum við með 270 manna veislu," sagði Sigurður þegar rætt var við hann á mánudaginn. „Það sem gleður gamla Eyjahjartað er hvað Eyjamenn eru duglegir að koma til okkar og er algengt að þeir komu beint úr Herjólfí í hádegis- hlaðborðið." Áhersla á fjölbreytni og ferkst hráefni Sigurður segir að áhersla sé lögð á vandaða og fjölbreytta matreiðslu og ferskt hráefni. „Við mætum klukkan sex til að undirbúa daginn og er allt unnið frá grunni. Þetta er að skila sér í góðri aðsókn í hádegis- matinn og brönsinn um helgar. Veisluþjónustan fer lfka vel af stað og mikið bókað næsta sumar. Barinn uppi á 20. hæðinni, T20 bar mælist lfka vel fyrir en þar er hægt að slappa af í glæsilegum húsakynnum sem miða að því að láta fólki Iíða vel. Svo má ekki gleyma útsýninu sem er og verður trompið okkar, eins og að standa ofan á Heimakletti og horfa yfír Eyjarnar" sagði Sigurður að lokum. Nítjánda er fyrsta flokks hádegis- verðarstaður ásamt funda-, ráð- stefnu- og veislusólum. Brunch- hlaðborð er í boði um helgar. Salirnir á tuttugustu hæðinni eru tilvaldir til funda og ráðstefnuhalds. Hádegisverðarhlaðborð kr. 2.490.- Brunchhlaðborð kr. 2.650.- Sigurður var í landsliði matreiðs- lumeistara og hefur keppt fyrir íslands hönd með góðum árangri víða um heim. Hann hefur einnig starfað á virtum veitingastöðum í Frakklandi, Bandarfkjunum og á Bahamaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.