Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 23. október 2008 Úr bloggheimum: Það er helst að frétta ... 0...að það er í raun ósköp lítið af mér að frétta. Ég er að reyna að koma mer fyrir, bæði í nýrri vinnu og nýrri íbúð. Það fyrra gengur nokkuð vel að ég held en hið síðara ekki eins vel en mjakast þó áfram. I öllu þessu tali um kreppu og slæma tíma ætla ég sem minnst að tjá mig um þá hluti. Ég held að það sé mun vænlegra að vera jákvæður og njóta þess sem gott er í tilveru okkar. Þar er ég að tala um fjöl- skyldu og vini. Nú er ráð að rækta vina- og fjölskylduböndin. Kíktu í heimsókn eða mæltu þér mót við einhvern sem að stendur þér nærri. Slepptu öllu krepputali og rifjaðu frekar upp góðar stundir. En um- fram allt BROSTU. Það kostar ekkert en getur gefið heilmikið. Brostu til þeirra sem starfa með þér, þeirra sem afgreiða þig í bankanum eða búðinni og þeirra sem þú mætir á förnum vegi. http.V/nkosi. blog. is Ný búð komin á laggarnir Jæja karlinn kom- inn heim í helgar- frí, búið að opna nýjaOfficel versl- un í Kringlunni, og allt að verða dá- samlegt. Fer aftur í borg óttans að vinna í að opna enn eina verslunina í Korputorgi. Með bjartsýni og gleði að leiðar- ljósi erum við í sókn og mættu fyrirtæki og einstaklingar taka það til fyrirmyndar. Ástandið í þjóð- félaginu er slæmt en hjarta okkar þjóðfélags erum við sjálf. Auðvitað er auðvelt fyrir fólk sem heldur sinni vinnu, tekjum og eignum að segja svona en það hefur aldrei hjálpað neinum að leggjast í vol- æði. Og því segi ég, áfram Islendingar, við höfum kraft til að snúa vöm í sókn. „Brostu og líftð brosir við þér,“ er stundum sagt og margir hugsa í dag, kjaftæði! En eitthvað er til í þessu, ég fæddist glaður og no matter what, ég dey glaður. Einu sinni fór ég í fýlu en reyni það ekki aftur, ég var sá eini sem leið illa. Áfram Islendingar kveðja Kristleifur http.V/kristleifur. blog. is Frábær sigur ..hjá því Iiði sem að ég kalla oft í góðu gríni IBV-b. Þetta er alveg frábær sigur því það er ekki eins og um einhverja nýgræðinga sé að ræða í þessu Vezprém liði. Haukaliðið spilaði vel og Birkir ívar var hreint stórkostlegur, sérstaklega í fyrri hálfleik, alveg frábær leikur, drengur, en svona sigur vinnst ekki nema að allir séu að leggja sig fram og jafnvel rúm- lega það því þetta ungverska lið er á prenti sterkara lið en Haukarnir en það byrja allir leikir 0-0 og því er allt hægt ef menn spýta í lófana og það gerðu menn svo sannarlega. Hjartanlega til hamingju með sig- urinn Haukamenn - frábært, meira svona takk. http.V/fosterinn. blog. is/ Eyjamaðcir vikunnar: Læsið útidyrahurðínni Haukar unnu merkan sigur í Meistaradeildinni í hand- bolta um helgina þegar liðið lagði ungverska stórliðið Veszprém á Ásvöllum. Leikurinn var í raun lyginni líkastur, Haukar náðu m.a. níu marka forystu um tíma í seinni hálfleik og þótti liðið spila mjög vel. Fremstir í flokki í Haukaliðinu fara nokkrir Eyjamenn og voru þeir allir áberandi í leik liðsins. Fulltrúi þeirra sem Eyjamaður vikunnar að þessu sinni er þeirra yngstur, Kári Kristján Kristjánsson. Nafn: Kári Kristján Kristjánsson. Fæðingardagur: 28.10.84. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Er yngstur í fimm systkina hópi. Mamma er Mæja Gústafs og pabbi Kiddi Birgis. Er í sambúð með henni Kiddý minni hans Inga á fluginu og eigum við saman yndislega dóttur, hana Klöru mína. Draumabfllinn: Skania Vabis. Uppáhaldsmatur: Hrísgrjónagrauturinn hennar ÖMMU klikkar seint. Versti matur: Kjúklingur, algert óæti þar á ferð. Uppáhalds vefsíða: Síðan hennar Klöru minnar. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Graðhestamúsík af bestu gerð og MetallicA eru þar fremstir, nýja platan er algjört meistaraverk. Aðaláhugamál: Safna lyklakippum. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Kunta Kinte. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Eyjan fagra er perla hafsins. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Koeman og Þór Vestmannaeyjum. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Er að sprikla með KFS og Duffa á sumrin annars lítið annað. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðir glæponaþættir eins og Prison break og Law and order. Sáttur við árangurinn í Meistaradeildinni: Þetta er svona allt í lagi. Að vinna tvo leiki í fyrstu umferðinni Kári Kristján Kristjánsson er Eyjamaður vikunnar er svona la la. Þannig að ég reikna með því að raka inn fleiri stigum í seinni umferðinni þegar við eigum Flensburg á heimavelli. Var þessi sigur gegn Veszprém eitthvað í Iíkingu við þína villtustu drauma: Já, þetta er klárlega stærsti sig- urinn á ferlinum, fyrir mér er þetta bara kraftaverk að hafa unnið þessa risa og er þetta stærsti sigur í sögu félagsliðs á íslandi. Þannig að maður má aðeins monta sig af þessu og þetta er eiginlega draumi líkast. Ertu alltaf IBV-ari eða ertu orðinn hreinræktaður Haukamaður: Ég er Þórari alveg út í gegn, þetta er diplómatíska leiðin út úr þessu ;o) Er stefnan sett á að klára ferilinn með ÍBV: Það væri gaman ef það verður einhver í handbolta þegar ég kem heim, þá væri ég til í að gera eitthvað skemmtilegt, Eitthvað að lokum: Muna bara að læsa útidyrahurð- inni áður en þið farið að sofa. Matgasðingur vikunnar: Hollt og óhollt en mjfig gott Ég vil þakka Agnesi fyrir áskorunina og ætla ég að mæla með þessu, einum óhollum og svo einum mjög hollum og rosalega góðum, báðum tveim. Auðvelt og kægilegt hvítlaukslæri 1 stk. læri meðalstórt 1 hvítlaukur salt og pipar 20 gr smjörlíki brætt 10-15 kartöflur skomar í sneiðar 2 laukar Stingið göt í lærið hér og þar, skerið síðan hvem hvft- lauksgeira í ílanga bita og stingið í götin, ágætt að nota ca. hálfan hvítlauk. Setjið í eldfast mót kartöflusneiðarnar og síðan venju- legan lauk sem skorinn er í sneiðar og losað um. Setjið síðan lærið ofan á kartöflumar og laukinn og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Hellið síðan smjörlíkinu yfir lærið og eldið í 180°c ofni í 1 ‘/2 - 2 klst. Hvítlaukssósa 150 gr majones 100 gr sýrður rjómi Hrært saman og notið síðan restina af hvítlauknum, skornum í smáa bita. Kjúklinga tandori 3-4 kjúklingabringur 1 laukur 'A pakki sveppir Helga Henríetta Henrysdóttir er matgœðingur vikunnar 1 paprika 1 gulrót 1 lítil dós kotasæla 1 dl létt ab mjólk 2 msk. canderelsætuefni 1 msk. sósujafnari Ólífuolía Tandurikrydd frá Pottagöldmm Skerið kjúklingabringur í bita, steikt í olíu og kryddað vel með kryddinu. Þegar hann er steiktur er niður- skomu grænmetinu bætt í. Setjið kotasælu saman við og ab mjólkina og bræðið saman. Setjið sætuefnið saman við og kryddið eftir smekk. Borið fram með hrísgrjónum og smábrauði ef fólk vill. Mig langar að skora á Hólmgeir Austfjörð sem nœsta matgœðing. Gamla myndin: Myndin hér til hliðar er tekin á heimili Baldurs Olafssonar bankastjóra og Jóhönnu Ágústs- dóttur á árunum 1950 til 1955. Þarna eru f.v. Anna Jónsdóttir Blátindi, Ágúst Matthíasson, Jóna Olafsdóttir, Jóhanna Ágústsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson Blátindi, Betsý Ágústsdóttir, Stella á Ingólfshvoli, Björn Guðmundsson, Sigurbjörg Benediktsdóttir og Karl Kristmannsson. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 23. október Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Guðný Bjamadóttir ljósmóðir og djákni kíkir við og fjallar um fæðingarþunglyndi. Kaffi og spjall. KI. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í KFUM&K-húsinu. KI. 20.00. Biblíulestur í S afnaðarhei mi 1 inu. Föstudagur 24. október Kl. 13.00. Æftng hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfíng hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Sunnudagur 26. október Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta. Söngur og gleði em allsráðandi. Mýsla og Músapési kíkja í heim- sókn og skoðað verður í fjársjóðskistuna. 6-8 ára starfið byrjar í kirkjunni og heldur áfram í Safnaðarheimilinu Kl. 14.00. Messa. Kór Landakirkju syngur. Sr. Guðmundur Örn Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Guðnýju Bjamadóttur, djákna. Fermingarbörn lesa ritn- ingarlestra. Kaffi og spjall í Safnaðarheimili eftir messu. Kl. 15.15. Guðsþjónusta á Hraun- búðum. Kirkjukór Landakirkju syngur. Kl. 15.30. NTT-starf í fræðslu- stofunni. Kl. 17.00. ETT-starf í fræðslu- stofunni. Kl. 20.30. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í Safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 27. október Kl. 19.30. Vinir í bata, andlegt ferðalag fyrir konur og karla á öllum aldri. Opinn kynningarfundur í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Þriðjudagur 28. október Kl. 14.30. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félagi Landakirkju. Miðvikudagur 29. október Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 13.00, 13.45 og 14.30. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 23. október Kl. 20.30 Bænaganga, Biðjum blessunar. Laugardagur 24. október Kl. 20.30 Brauðsbrotning, Jesús elskar þig. Sunnudagur 25. október Kl. 13.00 Samkoma, allir hjartan- lega velkomnir. Bœnastundir alla virka morgna kl. 7.30. Opið hús virka daga kl: 17.00 - 18.00 fyrirbœn með Ijúfri tónlist. Aðventkirkjan Laugardagur Kl. 10.00 Biblíurannsókn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.