Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 23. október 2008 9 i* 5horf þeirra til fjármálakreppunnar sem nú er skollin á ís- grafalvarleg en alls ekki vonlaus og víða geti leynst tækifæri Erla Eiríksdóttir hefur séð margt á áttatíu árum og er ekki hrædd við ástandið: Er mjög sár út í Englendinga -Misstum menn og skip þegar við fluttum fisk til Englands á stríðsárunum ERLA: Við fundum ekki fyrir þessu góðæri og uppsvciflu hérna og ég held að fólk finni ekki eins fyrir niðursveiflunni. „Ég er ekki hrædd við þetta,“ segir Erla Eiríksdóttir um kreppu og krepputal. Erla hélt nýlega upp á áttræðisafmælið og lætur engan bilbug á sér finna. „Það talar enginn um þetta, eða lítið. Aðeins í matnum,“ segir Erla og á við eldri borgara á Hraunbúðum en þangað sækir hún tómstundastarf og býr sjálf í húsi sínu við Boðaslóð. „Þetta er helst á útvarpi Sögu. Þar er talað um kreppuna og það sem meira er, það er svo orðljótt fólkið. Samt hlustar maður á þetta,“ segir Erla og finnst ekki sanngjarnt að kenna einum um þegar erfiðleikar steðja að. „Ég held að þetta séu aðallega bankarnir," segir hún og bætir við að hún hafi verið ársgömul þegar gamli Islandsbanki fór á hausinn. „Amma mín var búin að basla ein með mömmu eftir að hún missti manninn sinn og spariféð hennar fór þegar bankinn rúllaði yfir. Svo mörgum árum seinna fékk hún senda peninga þannig að hún fékk eitthvað endurgreitt." Erla hefur lifað misjafna tíma og nefnir matarskömmtunina eftir stríðið sem dæmi um erfiðleika- tímabil í íslensku þjóðfélagi. „Ég vann við afgreiðslu hjá Neytenda- félaginu og öll pakkavara var skömmtuð. Ég var með 395 krónur í kaup en karlmenn sem unnu með mér voru með 1200 krónur, það var svo mikill mismunur. Það var allt skammtað og erfitt að fá fatnað og vefnaðarvöru. Gísli Wium var með verslun og svo fréttist að hann væri búinn að fá nýjar vörur í búð- ina. Við biðum alla nóttina eftir því að það yrði opnað. Sátum á stólum með kaffibrúsa og teppi og þarna var fullt af fólki. Ég náði í kápu sem kostaði 800 krónur þannig að ég var rúma tvo mánuði að vinna fyrir henni," segir Erla og bætir því við að sömuleiðis hafi verið erfitt að fá léreft. Þegar hún byrjaði að búa notaði hún bleyjugas, sem hún litaði með tevatni, í gardínur fyrir svefnherbergið." Erla minnist á gjaldeyrisskömmt- un sem þeir sem komnir eru á miðj- an aldur muna vel eftir. „Þór var að fara út og við Siggi sáum að gjald- eyrisskammtunnn gæti ekki dugað til fararinnar. Ég gat reddað meiru sem betur fer. Eg keypti ekki á svörtum markaði en sumir sáu sér hag í að selja gjaldeyri á svörtum markaði," segir Erla og athyglin beinist aftur að ástandinu í dag. „Við fundum ekki fyrir þessu góð- æri og uppsveiflu héma og ég held að fólk finni ekki eins fyrir niður- sveiflunni. Það er ekki hægt að segja að einhverjum einum sé um að kenna hvemig komið er, allt þjóðfélagið er sjúkt. Hér áður fyrr keypti fólk ekkert nema eiga fyrir því. Nú er allt keypt og unga fólkið er í öllu nýju með allt tilheyrandi. Við vorum með samtfning og sitt- hvað. En þjóðin lærir af þessu, þetta jafnar sig allt.“ Talið berst að stjórnmálum og Erlu finnst að menn verði að fá frið til að vinna sitt starf. „Skítkastið finnst mér fyrir neðan allar hellur. Ég var hissa þegar Davíð fór inn í Seðlabankann en þetta hefur alltaf verið pólitískt starf. Fólk vantreystir pólitíkinni og ég held að þarna eigi að velja inn fólk með sérþekkingu á efnahags- og íjármálum. Ég er hrifin af Geir Haarde, hann er hógvær maður og þekkir þetta allt. Ég bjóst alveg við að þessi bóla myndi springa með öllu þessu fyrirtækjabrölti. Ég er hins vegar sár út í Englendinga, að kalla okkur öllum illum nöfnum. íslendingar fluttu fisk til Englands á stríðsárunum og Islendingar misstu mörg skip og margir fórust. Bróðir minn var í siglingum. Ég gleymi aldrei þegar Fróði varð fyrir árás hérna rétt fyrir utan. Þýskur kafbátur skaut á skipið og þegar mennirnir um borð reyndu að bjarga sér skutu þeir áhöfnina. Þeir voru tveir eða þrír á lífi þegar skip- ið kom inn til hafnar. Fólk hafði safnast saman niður á bryggju og þama var mikil sorgarstund. Ég gleymi aldrei þessum atburði því mennirnir sem komust af grétu svo mikið og ég held að allir hafi verið grátandi á bryggjunni. Þetta voru erfiðir tímar. Auðvitað var ég líka hrædd þegar loftvarnamerkið var gefið, við áttum að fara niður í kjallara. Hermennimir vom með bækistöð rétt við heimilið og ég geri mér betur grein fyrir því núna hversu mikil hætta fólst í því. Ég man tímana tvenna. Fólk þarf ekki að vera hrætt í dag. Peningar eru ekki þess virði, ef fólk hefur heilsu. Þá er alltaf hægt að byggja upp aftur. Það eru alltaf sveiflur. Utgerðir stóðu oft illa og margir fóru á hausinn og þær sterkustu stóðu eftir. Verðbólgan er slæm og gamla fólkið missti sparifé á verðbólgu- bálinu þegar hún rauk upp. Það þarf að ná henni niður, það er ekkert sem heitir. En fólkið má ekki vera hrætt, það gengur ekki, “ sagði Erla sem er búin að safna miklu í reynslubankann. gudbjorg @ eyjafrettir.is Nýju fötin keisarans í nútíma útgáfu -segja þau Baldvin Johnsen og Aldís Gunnarsdóttir sem eru nýskriðin yfir þrítugt Hjónin Aldís Gunnarsdóttir og Baldvin Johnsen hafa komið sér vel fyrir í Vestmannaeyjum, eru búin að kaupa sér einbýlishús og hreiðra vel um fjölskylduna á Smáragöt- unni. Þau em bæði nýskriðin yfir þrítugt en bæði segjast þau engan veginn hafa átt von á öðru eins ástandi og nú hefur skapast. Þau segjast þó hafa fylgst vel með síðasta árið og fundið fyrir breytingum. „í raun hefur maður horft á þetta gerast síðan síðasta haust. Þá fylgdist maður með flöktinu á krónunni, maður fann þetta svona á umhverfinu, t.d. fór að þrengja að á lánamarkaði fyrirtækja. Smám saman fór maður að velta meira fyrir sér vömverði og þetta er ein- hver bolti sem hefur verið að rúlla síðustu mánuði. Svo nær þetta auðvitað hámarki núna í haust. Við höfum verið að bíða í rúmt ár eftir því að þetta taki enda en ástandið virðist bara versna með hverjum deginum. Við höfum t.d. verið að fylgjast með verðtryggingunni á húsnæðisláninu og það hefur auð- vitað svifið upp frá því í maí,“ sagði Baldvin. „Við vomm einmitt að ræða það fyrr á þessu ári að húsnæðislánið hjá okkur hefur hækkað um 600 BALDVIN OG ALDÍS: Stærsti munurinn núna finnst mér vera sá að síðustu ár hefur verið hallærislegt að vera að pæla eitthvað í hvað hlutirnir kosta. þúsund krónur eða um það bil eina mjög veglega utanlandsferð fyrir fjölskylduna," bætir Aldís inn í. Verðtryggð lán verða baggi eftir 20 ár Baldvin, sem starfar sem fjár- reiðustjóri hjá Isfélaginu og er menntaður á þessu sviði, fylgist því hugsanlega betur með en hinn almenni neytandi. Hann hefur miklar áhyggjur, ekki síst af framtíðinni. „Það sem við höfum auðvitað mestar áhyggjur af er framtíðin. Við erum með verð- tryggt íbúðalán og það snertir okkur kannski ekkert sérstaklega í dag hækkunin sem hefur orðið á því. En eftir tuttugu ár þá verður það óyfirstíganlegt að borga af láni sem verðbólgan hefur fengið að vinna á yfir þennan tíma. Seinni hluti afborgana lánsins verður svo þungur og um leið er búið að eyði- leggja kaupmátt okkar svo langt fram í tímann. Ég held að fæstir geri sér grein fyrir þessu, bæði koma allar þessar björgunarað- gerðir ríkisstjómarinn til með að kosta skattborgara óhemju upp- hæðir næstu 15 til 20 árin, það er að segja ef allt fer á besta veg. Við komum til með að borga brúsann í skertri þjónustu og hærri sköttum. Maður veltir því t.d. fyrir sér hvort eitthvað verði úr samgöngubótum við Vestmannaeyjar á næstu árum. Ég er ansi hræddur um að ástandið setji strik í reikninginn í því dæmi.“ Fólk horfir meira á verðmiðann Hvað með fólk í kringum ykkur, hefur fólk áhyggjur af ástandinu? „Stærsti munurinn núna finnst mér vera sá að síðustu ár hefur verið hallærislegt að vera pæla eitthvað í hvað hlutimir kosta. Þetta er hins vegar að breytast og mátti alveg breytast. Nú horfir fólk meira á verðmiðann enda hefur verið algjört mgl í gangi og mest auðvitað á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hefur verið að velja dýrari verslanir og hefur um leið leyft peningunum sínum fuðra upp. Jafnvel verið að kaupa hluti sem kynslóðimar sem á undan okkur komu, létu sig ekki einu sinni dreyma um. Það þekkist ekki í dag að fólk flytji inn í hálfklámð hús en það var vel þekkt fyrir ekki svo mörgum ámm síðan,“ segir Aldís. julius@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.