Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2008 Bloggh«lmar Eyjamaður vlkunnar: Kirkjur bozjarins: Bjarni Harðarson: Þegar allir lofuðu Icesave Viðtal Kompáss við Björgólf Thor var athyglisvert og einkanlega fyrir það sama og öli hin viðtölin við forystumenn stórfyrirtækjanna í landinu, Björgólf eldri í Mogganum, Jón Asgeir í Silfrinu og Sigurjón Landsbankastjóra í fréttunum í kvöld. Enginn gerði sér fyllilega grein fyrir hvað var að gerast - enginn þekkti lagaumhverfi ábyrgðanna til hlítar. Við, ekki bara Islendingar með sinn EES-samning, heldur nær allir Evrópubúar, bjuggu við endi- leysu í svokölluðu fjórfrelsi þar sem enginn vissi um takmörkin í flæði fjármagns og fyrirtækja að ekkert eftirlit kom raunar að nokkru haldi. Raunarlegast er að hlusta á þann söng að eftirlitið hefði þurft að vera betra. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að búa til lagaumhverfi þar sem það er á hreinu að enginn Jón Ásgeirinn gangi um með tékkhefti sem þjóðin öll ber ábyrgð á. http://bjaniihardar.blog.is/ Arnþór Helgason: Færeyingar vinir í raun SPEKINGAR Sighvatur Jónsson, Sigurður E. Vilhelmsson og Björn Ivar Karlsson verða fulltrúar Vestmannaeyja í spurningaþættinum Utsvar sem sendur verður út í Sjúnvarpinu á föstudagskvöidið. Þeir ætla sér stóra hluti. Við ætlum alla leið í næstu umferð landakirkja Fimmtudagur 30. október Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Kafft og spjall. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í KFUM&K-húsinu. Föstudagur 31. október Kl. 13.00. Æftng hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Sunnudagur 2. nóvember. Allra heilagra messa Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta. Söngur og gleði eru allsráðandi. Mýsla og Músapési kíkja í heim- sókn og skoðað verður í fjár- sjóðskistuna. Sex til átta ára starfíð byrjar í kirkjunni og heldur áfram í safnaðarheimilinu Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur. Sr. Kristján Bjömsson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn lesa ritningar- lestra. Nöfn þeirra sem látist hafa í Eyjum síðastliðið ár lesin upp og beðið fyrir minningu þeirra. Kaffi og spjall í safnaðarheimili eftir messu. Kl. 15.30. NTT-starf í fræðslustof- unni. Kl. 17.00. ETT-starf í fræðslustof- unni. Kl. 20.30. Fundur hjá æskulýðs- félaginu í safnaðarheimili Landa- kirkju Mánudagur 3. nóvember Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. Vinir í bata, andlegt ferðalag fyrir konur og karla á öllum aldri. Opinn kynningarfundur í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Ég hef lengi dáðst að Færeyingum. Þeir eru heil- steyptir og góðir heim að sækja og í fjölskyldu minni er margra þeirra minnst sem úrvals sjó- manna. Á 10. áratugn- um gengu þeir gegnum skamm- vinna efnahagskreppu sem stafaði m.a. af því að prangað var inn á þá gjaldþrota bönkum. Ymsar aðrar ástæður lágu til þess hvernig fór þá fyrir Færeyingum. Þáverandi forsætisráðherra Islendinga og nú- verandi formaður stjórnar hins sjálfstæða Seðlabanka íslands talaði oft og iðulega um hvað varast bæri til þess að við færum ekki „færeysku leiðina“. Enginn prangaði gjaldþrota bönk- um inn á þá sem keyplu þá hér um árið. Hvenær hafa Islendingar nokkru sinni rétt nokkurri þjóð nokkuð því um líkt og Færeyingar Islendingum? Hvað segir Davíð nú? Að minnsta kosti ætti hann að biðja Færeyinga fyrirgefningar á því hvemig hann talaði um þá hér um árið. http://arnthorhelgason. blog. is/ Gísli Hjartarson: Hásteinsvöllur leikhæfur Tökum bara leikinn hingað til Eyja - ekki amalegt að fá Margréti Láru og allar hinar drottningarnir til að spila bara hérna í Eyjum - Alveg er ég viss um að fólk hérna bíður stelpurnar velkomnar til Eyja - Áfram Island. http.V/fosterinn. blog. is/ Sighatur Jónsson er í hópi þriggja vaskra sveina sem keppa fyrir hönd Vestmannaeyja í spurningaþætt- inum Utsvar sem sendur verður út í Sjónvarpinu á föstudagskvöldið. Með honum eru Björn Ivar Karls- son og Sigurður E. Vilhelmsson. Þeir keppa við Fljótsdalshérað og ætla sér auðvitað ekkert nema sigur. Sighvatur er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Sighvatur Jónsson (eftir útvarpsárin kalla mig sumir Hvata). Fæðingardagur: 1. október 1975 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Giftur Dóru Hönnu Sigmarsdóttur og saman eigum við synina Gabríel 10 ára og Elmar Elí 3 ára. Draumabíllinn: Ég hef alltaf litið á bfla sem verkfæri svo ég er alltaf sáttur við þann sem ég á (en ein- hvern tíma fannst mér BMW vera töff kerra). Uppáhaldsmatur: Innbakaðar nautalundir að hætti frúarinnar. Versti matur: Mér finnst rosalega gaman að prófa nýja rétti - en ætli sverðfiskurinn úti á Portúgal hér um árið flokkist ekki með einna mestu vonbrigðunum. Uppáhalds vefsíða: Þessari spurningu verður margmiðlunar- hönnuðurinn að fá að skipta í undirflokka. Vinnu minnar vegna nota ég ruv.is og eyjafrettir.is mikið. Sjálfur hef ég margar hugmyndir í kollinum sem ég ætla að þróa áfram á fjölskyldusíðunni okkar hvati.is. Sem dæmi um vel heppnaða margmiðlunarsíðu nefni ég bandarísku síðuna magnumin- motion.com, sem ég heyrði fyrst af í Danmörku - en danskur blaða- maður hefur einmitt átt mikinn þátt í þróunarstarfi þessa fyrirtækis í tengslum við það sem kalla mætti „margmiðlunarfrásagnir". Eftir fjögurra ára búsetu í Danmörku kíki ég svo enn reglulega inná dönsku veðurstofuna á dmi.dk. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Eftir að hafa spilað alls kyns dægurtónlist á útvarpsferlinum hef ég meðvitað verið að hlusta meira á klassíska tónlist og djasstónlist undanfarin ár. Ég segi stundum að það hafi verið mér til happs að hafa tekið upp djasstónleika í Ákóges hér um árið með Geir Reynis vini mínum, þar lærði ég hversu gaman það er að sjá menn spila svona tón- list (svipuð upplifun og á Mezzo- forte tónleikunum í Höllinni um daginn). Ég nota svona tónlist líka til að skerpa einbeitinguna og róa andann við lærdóminn. Þegar ég sit við tölvuna að forrita eða skrifa hlusta ég stundum á Classic FM í London sem ég heim- sótti einu sinni, nú eða bandarískar djassstöðvar. Ég nota tónlist líka mikið til að láta mér líða vel og popptónlistin er aldrei langt undan - sem dæmi er ég þessa dagana með Sálina, Celine Dion og II Divo í spilaranum í bflnum. Aðalábugamál: Ég segi stundum að ég hafi prófað svo margt skemmtilegt að erfitt sé að greina á milli vinnu og áhugamála, eins mikilvægt og það er nú að gera það. Fjölmiðlarnir eru dæmi um áhugamál sem ég hef unnið við. Þar sem ég er í tölvunarfræðinámi get ég sagt að tölvuforritun sé áhugamál, og ætla ég að vinna meira við það í framtíðinni. Eftir tónlistarpistilinn hér að ofan má sjá að tónlistin er mér mikið áhugamál sem ég ætla að rækta á næstu árum. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Dalai Lama. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Margt er nú fallegt við dönsku, grænu sveitirnar - en magnaðra var útsýnið við Ofan- leitið á dögunum þar sem ég horfði yfir Vestmannaeyjabæ í fallegri vetrarsólinni. Heimaklettur virtist gulli sleginn og í bakgrunni blasti Eyjafjallajökull við í allri sinni dýrð. Já, heima er best! Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég veit að það á eftir að verða mikið úr þessum peyja sem er nýbyrjaður að æfa fótbolta hjá ÍBV, Gabríel Sighvatssyni. Ertu hjátrúarfullur: Nei - ég trúi á ýmislegt annað en þau fræði. Stundar þú einhverja íþrótt: Ég ætla að fara að koma lagi á ástund- un líkamsræktar og fótbolta eins og ég gerði úti í Danmörku. Uppáhaldssjónvarpsefni: Eftir að hafa búið nú í nokkra mánuði á Islandi erum við hjónin hæstánægð með íslenska framhaldsþætti og finnst okkur til dæmis að Svartir englar standist alveg samanburð við svipaða danska þætti. Við höfum einmitt verið að fylgjast með fram- haldi dönsku þáttanna Sommer á DRl. Það verður svo að viðurkenn- ast að í Danmörku vorum við ekki áskrifendur að stöðinni sem sýndi Klovn þættina, svo við höfum verið að kynnast þeim betur hér hjá Sjónvarpinu. Eigið þið ekki góða möguleika á að komast í úrslitaþáttinn: Slagorð okkar strákanna í Ut- svarsliðinu eru einmitt: „Við ætlum alla leið - í næstu umferð.“ Kost- urinn við þetta slagorð er einmitt að það má nota það oftar en einu sinni, við skulum vona að þörf verði á því. Verður þetta ekki bara létt hjá ykkur: Jú, við erum svo léttir og hressir strákar að það má búast við léttleikandi stemmningu í Sjón- varpinu á föstudagkvöld eftir Kastljós. Hver mun sjá um látbragðs- leikinn: Björn Ivar var fyrsti kostur enda vanur maður. En hann er á sjúkralista eftir botnlangaupþskurð á dögunum og varð niðurstaðan sú að ég tæki þetta að mér. Ég flagg- aði því lfka óspart á fundum liðsins að ég hefði leikið tvisvar með Leikfélagi Vestmannaeyja. Sagan segir að í seinna skiptið höfum við fjölmiðlungamir, ég og Júlli á Vaktinni, unnið leiksigur í auka- hlutverkum í Leynimel 13. Á hvaða sviði ert þú veikastur: Að minnsta kosti ekki á leiksviði. Á hvaða sviði ert þú sterkastur: Að minnsta kosti ekki á leiksviði. Þriðjudagur 4. nóvember Kl. 14.30. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félagi Landakirkju. Kl. 20.00. Fundur hjá Gídeon- félaginu. Miðvikudagur 5. nóvember Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 13.00, 13.45 og 14.30. Ferm- ingarfæðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Fundur hjá Aglow í safn- aðarheimilinu. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 30. október Kl. 20.30 Biblíulestur. Laugardagur 1. nóvember Kl. 20.30 Bænastund, komum saman í nærveru föðurins. Sunnudagur 2. nóvember Kl. 13.00 Vakningarsamkoma, ræðumaður Matthildur Þorsteins- dóttir frá Höfn, samskot tekin til kristniboðsins. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudaga til föstudaga Bænastundir kl: 7.30 og kyrrðarstundir með ljúfri tónlist kl: 17.00 til 18.00. Fyrirbæn í boði. Verið velkomin. Bœnastundir alla virka morgna kl: 7.30, verið velkomin. Aðventkirkjan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir börnin. Sjáumst!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.