Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 9
/1 'v Ffgttir / Fimmtudagur 30. október 2008 9 ttur í Visku sem heimsótti Grænland fyrir skömmu: nlendingum að miklu liði danskir, töluðu af væntumþykju um nemendur sína og nauðsyn þess að bjóða upp á betri menntun og betri skóla, þá töluðu þeir niður til þeirra sem stóðu fyrir utan Brugsen og ég sagði frá áðan. Þama er því nokkur tvískinnungur á ferðinni vegna þess að þama voru líka á ferð nemendur úr skólunum og foreldrar þeirra. Ólíkir menningarheimar -Menningarheimur Grænlendinga er gríðarlega ólíkur menningar- heimi þeim sem við búum í. Ég get nefnt sem dæmi að þegar við heim- sóttum kennslustund í einum framhaldsskólanum í Sisimiut, flautuðu karlnemendur á okkur konurnar. Þetta stuðaði okkur, því svona framkoma átti ekki við á þessum stað. Hefðum við verið stödd á bar, hefði hún kannski gengið. Þarna höfðu þeir lært þetta frá hinum vestræna menningar- heimi en ekki áttað sig á því hvar og hvemig svona framkoma ætti við. Þetta er lítil dæmisaga, en hún snýst um það að einhverju er troðið upp á þá, menningu eða vitneskju, sem þeir eiga síðan erfitt með að vinna úr og fara með. Einlægt fólk og barngott -Annars komu Grænlendingar okkur fyrir sjónir sem afar einlægt fólk og stundum virkuðu þeir svo- lítið bamalegir í einlægni sinni. Þá er bamelska gríðarlega áberandi í grænlensku mannlífi. Maður tekur eftir því að þegar böm em annars vegar þá breytast þeir og tala í öðrum tón og hlæja mikið. Hins vegar er áfengisvandamálið þekkt þama og einnig er sifjaspell gríðar- legt vandamál og á að hluta rætur sínar í menningu Grænlendinga. Símenntunarstöðvar -Ég hygg að við gætum orðið Grænlendingum helst að liði með því að reka fyrir þá símenntunar- stöðvar í þeirri mynd sem við emm með hér á íslandi. Þá yrði rekin fjarkennsla til hinna dreifðu bygg- ða. Kennslan þyrfti að vera meira á framhaldsskólastigi til að byrja með, heldur en á háskólastigi eins og hér. Þá eru íslendingar að reisa vatnsaflsvirkjun í Sisimuit og þá vaknar sú spurning hvort við gætum orðið Grænlendingum að liði við verkmenntun. Eru Grœnlendingar á því stigi að þeir geti sest niður við tölvu og byrjað að lœra? -Já, að hluta til eru þeir það. Hinu er ekki að leyna að tungumála- örðugleikar em miklir. Enska er þeim til að mynda ekki töm. Þó er talsvert lagt upp úr því að kenna þeim ensku, og dönsku læra þeir í gmnnskóla. Hins vegar er kennslan ekki öflugri en svo að til dæmis þegar ég flaug frá Grænlandi til Kaupmannhafnar sat við hlið mér grænlensk kona, sem hét dönsku nafni. Hún gat ekki talað við mig nema einsatkvæðisorð á dönsku, en hins vegar skildi hún mig þegar ég talaði við hana. Þessi kona var sennilega um sjötugt. Hins vegar hittum við ungt fólk sem virtist ágætlega dönskumælandi, en átti erfiðara með að skrifa dönsku. Kennarar í framhaldsskólum í Grænlandi eru nánast einvörðungu Danir. Það er helst í gmnnskól- unum þar sem kennarar eru græn- lenskir. í Grænlandi búa um 56 þúsund manns og þar af em Danir um sex þúsund. Á milli vita Hvernig birtist menning Grœnlend- inga í gramlensku samfélagi? -Ég myndi segja að Grænlend- ingar væru svolítið á milli vita. Mér fannst lærdómsríkt það sem einn starfsmaður ráðhússins í Nuuk sagði mér. Hann sagðist iðulega fara inn í fundarsalinn í ráðhúsinu þegar honum fyndist hann vera að glata uppmnatilfinningu sinni. Á veggjunum í salnum eru ótrúlega fallegar handgerðar myndir um sögu grænlcnsku þjóðarinnar. Þangað inn kvaðst hann fara til þess að nálgast uppruna sinn aftur. Þetta segir okkur að það er auðvelt að vera Grænlendingur á Grænlandi en tapa samt tengslum við uppruna sinn. Þennan mann, sem var hátt settur starfsmaður í ráðhúsinu í Nuuk, hitti ég aftur síðar í hlutverki sundlaugavarðar í sundlauginni í Nuuk. Eg hafði gleymt að taka af mér hálsfesti og hann kom gangan- di, bauð góðan dag og bauðst til að geyma fyrir mig festina meðan ég væri í sundi. Getum orðið að liði -Því má ekki gleyma að auðvitað hitti maður líka menntaða Græn- lendinga sem komu mjög vel fyrir. Þeir eru nokkuð fjölmennur hópur í landinu. Þetta má því ekki hljóma þannig að allt sé á hverfanda hveli í landinu. Hitt er svo annað mál að það neikvæða er hins vegar áber- andi lfka og vekur manni sorg í hjarta. Ég er í eðli mínu kennari og okkur kennurum finnst stundum við geta bjargað öllum sköpuðum hlutum og kannski fyllist maður þeirri tilfinningu þegar maður sér mikla þörf fyrir hjálp. Niðurstaða mín er sú, að við getum orðið Grænlendingum að liði á mörgum sviðum, sagði Valgerður Guðjóns- dóttir, forstöðumaður Visku að lokum. Naja Habermann frá Ilulissat á Grænlandi kynnti sér ferðamannaiðnað á íslandi: Verði kominn á svipað stig hjá okkur eftir tíu ár Viðtal Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is í síðustu viku var Naja Habermann frá Grænlandi hér á ferð. Hún hefur dvalið hér á landi til að kynna sér hvernig íslendingar standa að rekstri þjóðgarða og friðlanda sem komist hafa á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. í Eyjum var hún í boði Surtseyjarstofu en frið- landið Surtsey komst á heimsminja- skrá í júlí í sumar. Naja Habermann kemur frá Ilulissat, ísafirðinum sem er á vest- urströnd Grænlands á 69,13 gráð- um norður. Hún er landslagsarki- tekt en starfar sem fræðslu- og kynningarfulltrúi friðlandsins og leggur aðaláherslu á að kynna gest- um náttúru Grænlands í öllum sínum hrikaleik. Ilulissat ísafjörð- urinn var tilnefndur á Heimsminja- skrá UNESCO árið 2004 eins og Þingvellir og voru ísland og Græn- land þá meðal fimm landa sem fengu slíka viðurkenningu í fyrsta sinn. „Ég hef verið á íslandi í einn og hálfan mánuð og mest af tímanum var ég á Þingvöllum sem er einn af þjóðgörðunum ykkar og er á heimsminjaskrá," sagði Naja í sam- tali við Fréttir. „Þetta eru eins konar vinnuskipti og er gert ráð fyrir að starfsmaður frá Þingvöllum komi til okkar frá Islandi næsta sumar til að gera það sama og ég,“ bætti hún við. Naja hefur líka heimsótt þjóð- garðana, Snæfellsnes, Skaftafell og friðlandið Mývatn. „Ég er hér í fyrsta skipti og er mjög ánægð með dvölina. Þetta hefur verið mjög fróðlegt fyrir mig og athyglisvert að sjá hvernig þið standið að rekstri á þjóðgörðunum en við erum með stóran þjóðgarð á norðaustur Grænlandi." Ryður fram 46 rúmkílómetrum af ís Ilulissat ísafjörðurinn er 40 kíló- metra langur, um 7 km breiður og 1200 m djúpur og fullur af ísjökum allt árið. Innst í firðinum er skrið- jökull sem Naja segir að sé sá um 50 prósent á ári og er Ilulissat orðinn stærsti ferðamannastaður á Grænlandi. Það er ýmist flogið beint til okkar eða til Nuuk og næsta sumar verður flogið til okkar frá Reykjavík." Naja sagði að næg atvinna sé í Ilulissat og allir sem vilja geti fengið vinnu. „Það hefur verið mikill vöxtur hjá okkur en þó mest í móttöku ferðamanna og sjávarút- vegi. Hætta er á ofveiði sem skapar ákveðna óvissu en sjómenn hafa nýtt sér aukinn áhuga ferðamanna á að kynnast einhverju nýju og taka þá með í róðra. Það sama gera veiðimenn en í hafinu fyrir utan er mikið af sel, hvölum og þar eru mestu rostungagöngur við Grænland. Þetta eru ekki bara tekjur fyrir veiðimennina, þeir er líka ánægðir með að fá félagsskap í veiðiferðum." Naja sagðist hafa lært margt um ferðamannaiðnað í dvöl sinni á Islandi enda eigi hann sér lengri sögu hér á landi. „Ég sé fyrir mér að hann verði kominn á svipað stig hjá okkur eftir tíu ár. Um leið verðum við að huga að verndun náttúrunnar og sameina í ferða- iðnaði, náttúruvernd, söguna og vísindarannsóknir. Við eigum það sameiginlegt með ykkur að eiga ósnert svæði sem eru þau síðustu í heiminum og eru mjög falleg. Ferðamennska er að breytast og í dag vill fólk komast í snertingu við raunverulega hluti. Hjá okkur er hættulegt að fara langt út frá byggðinni en nálægðin við náttúr- una er mikil þannig að ekki þarf að fara langt til að komast í snertingu við hana. Það sem upp á vantar verðum við að lýsa fyrir fólki.“ Naja segir dvölina á íslandi hafa verið góða leið til að læra og fræðast. „Ég hef hitt mikið af fólki og allir hafa verið reiðubúnir að greiða götu mína. Það hefur verið athyglisvert að vera hér í Eyjum eins ólíkar og þær eru Ilulissat. En tilfinningin að vera héma er ekki ólík því sem ég þekki heima því báðir staðir em í mótun. Hér hefur mér líka oft verið hugsað; svona byrjaði þetta því ísland er svo ungt á meðan Grænland er eitt af elstu löndum heirns," sagði Naja að endingu. NAJA: Hér hefur mér líka oft hugsað; svona byrjaði þetta því Island er svo ungt á meðan Grænland er eitt af elstu löndum heims. stærsti utan Suðurskautslandsins. „Hann skilar af sér ís sem nemur 46 rúmkfiómetmm á hverju ári og samsvarar það árlegri vatnsnotkun Bandaríkjamanna. Þessu fylgja mikil átök og segja má að fjörð- urinn sé einskonar tilraunastofa þar sem sést hvaða áhrif skriðjökull hefur á landið. I mörg ár var skriðið á jöklinum nokkuð stöðugt en á undanfömum ámm hefur hann hop- að um eina tólf kfiómetra. I allri umræðunni um loftslags- breytingar er orðið vinsælt hjá stjómmálamönnum að koma til okkar og láta mynda sig við jökul- inn,“ sagði Naja. í Ilulissat búa um 5000 manns og eiga þeir um 3500 hunda en hundasleðar eru algengt faratæki á þessum slóðum. Hiti á sumrin er 15 til 20 gráður en á vetrum fer frostið niður í 30 gráður. Loftið er mjög þurrt þannig að frostið bítur minna en ella. Auk ferðamennsku eru fiskveiðar og vinnsla á fiski helsta atvinnugreinin. „Mest er það grálúða sem við veiðum en þama em mestu grálúðumið í Norður- Atlantshafi. Róið er með línu á smábátum. Þar til fyrir nokkmm ámm var aðeins hægt að sækja sjóinn á sumrin vegna íss en með hlýnandi veðurfari og minni ís em miðin opin allt árið.“ Naja segir að fyrir nokkrum ára- tugum hafi menn þróað dreka.eða ankeri, á línuna sem dregur hana mörg hundruð metra frá lagningarstað. „Línan er allt að 800 metra löng og þessi eiginleiki drekans, að fara sem næst lárétt út frá lagningarstað, hvort sem róið er á bát eða veitt er í gegnum ís, kemur sér vel þegar koma þarf línunni undir ísinn.“ Stærsti ferðamannastaður Grænlands Ferðamennska hefur fengið aukið vægi með ámnum og ferðamenn sem gista em um 36.000 á ári auk þess sem 40 til 50 skemmtiferða- skip koma við í Ilulissat á hverju ári. „Skipunum hefur fjölgað

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.