Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2008 PYSJUNUM SLEPPT: Krakkarnir, Águsta, Indiana, Sigurður Ingi, Cari, Sunna Dís, Ingunn Silja, Elaine og Donna Leon undirbúa tökur á því þegar pysjunum er sleppt. K^nadíska sjónvarpið tók hér þætti í þáttaröðinni Undur veraldar: Ánægð þó pysjuleitin væri sviðsett I haust var hér á ferð tökulið og ung leikkona frá Kanadíska sjón- varpinu og tók hér nokkra þætti í þáttaröðinni Wonders of the World, Undur veraldar. Það voru lunda- pysjurnar sem drógu hópinn til Eyja. Þó setja yrði pysjuleitina á svið voru gestirnir ánægðir með útkomuna. Þau könnuðu fleiri þætti í bæjarlífmu og fóru héðan með efni sem sýnt verður á árinu 2010. Ruth Barbara Zohlen, Ieiðsögu- maður, hafði veg og vanda af mót- töku hópsins sem samanstóð af tveimur konum, Elaine Scovill framleiðslustjóra og Donnu Leon forstöðukonu og leikstjóra og leikkonunni ungu, Cari, sem leikur aðalhlutverkið í þáttunum sem teknir eru um allan heim. „Það var haft samband við mig frá Kanadíska sjónvarpinu og ég beðin um að taka á móti þeim,“ sagði Rut í samtali við Fréttir. „Þær gátu ekki komið hingað fyrr en í lok septem- ber sem var eiginlega of seint því bæði var Iítið af pysjum og þama var tímabilið búið. I samráði við Kristján Egilsson, forstöðumann Náttúmgripasafnsins, fékk ég nokkra krakka til að geyma nokkrar pysjur og fyrir vikið fengu þau að SMAKK Cari gæðir sér á brauðinu sem Ruth bakaði í nýja hrauninu. vera með í þættinum." Krakkarnir fengu að vera þau sjálf og var pysjuleitin sett á svið eitt kvöldið. „Þá var tekið atriði á Náttúrugripasafninu þar sem pysjumar vom mældar og vigtaðar sem liður í Pysjueftirlitinu. Rætt var við Gísla Óskarsson sem gaf þeim upplýsingar um vísinda- rannsóknir á lundanum og ég held að þær hafi líka fengið hjá honum myndir. Loks var pysjunum sleppt sem var hápunkturinn á þessu öllu saman.“ Ruth segir að konunum hafi líkað dvölin vel og fengu þær efni í fleiri þætti. „Það var tekinn þáttur þar sem krakkamir fóru á hestbak og þar sem ég var að baka brauð í nýja hrauninu. Ég var með þeim allan tímann og þær voru mjög ÞRJÁR gúðar: Ruth, Cari og Elaine ánægðar með dvölina héma. Þættimir eru sýndir um allan heim og væri gaman ef við ættum eftir að sjá þá í íslensku sjónvarpi í framtíðinni," sagði Ruth að lokum. FRÁ AFHENDINGUNNI, læknarnir Karl Björnsson og Hjörtur Kristjánsson, Hefna Baldvinsdóttir, fulltrúi gefenda, sr. Kristján Björnsson, Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri, Lilja Óskarsdóttir og Gyða Arnórsdóttir hjúkrunar- fræðingar. Barnaheill í Eyjum gefa Heilbrigðisstofnun lækningatæki Barnaheill í Vestmannaeyjum, styrktarsjóður vegna útgáfu bókarinnar Saga Knattspyrnufélagsins Týs í Vestmannaeyjum, hefur í samstarfi við Styrktarsjóð Vestmannaeyjaprestakalls, gefið Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum tæki til lækninga fyrir börn. Umsjónarmcnn Barnaheilla í Vestmannaeyjum og Styrktarsjóðsins, þau Rútur Snorrason, Hrefna Baldv'insdóttir og séra Kristján Björnsson, afhcntu gjöfina, fyrir hönd fjölmargra stuðningsmanna, sem hafa lagt fé til söfnunarinnar í tilefni af útgáfu sögu Týs, í þágu barna í Vestmannaeyjum. Tækin eru að verðgildi um sex hundruð þúsund króna og cru þessi: Barnateppi, sem er endurlífgunarbúnaður, skipulagður og flokkaður fyrir hvern aldurshóp barna, staðsett í gjörgæsl- uherbergi. Augna- og eyrnaskoðunarsett til nota við ung- barnaeftirlit. Sjálfvirkur blóðþrýstings- púls- og súrefnis- mettunarmælir á skiptistofu heilsugæslu. Síðastnefnda tækið er á hjólastandi og er nauðsynlegt til að fylgjast með börnum, t.d. eftir höfuðhögg. Tækin eru þegar komin til nota í gjörgæsluherbergi, á skiptistofu og í ungbarnaeftirliti Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.