Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 30. október 2008 ■' Vilhelm G. Kristinsson ræðir við Valgerði Guðjónsdó Islendingar geta orðið Gra Á GRÆNLANDI. Valgerður Guðjónsdóttir í Visku heimsótti Grænland á dögunum. Viðtal Vilhelm G. Krist- m. I insson L. 1 vilhelmg@simnet.is Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðu- maður Visku, var nýlega á Græn- landi, þar sem Viska tekur þátt í Evrópuverkefni, þar sem leitast er við að finna ástæðu fyrir brottfalli úr námi í skólum í einangruðum og afskekktum byggðarlögum. Sagt var frá þessu verkefni í Fréttum á dögunum, en blaðinu lék forvilni á að heyra hvaða upplifun Valgerður varð fyrir á Grænlandi og hvernig land og þjóð komu henni fyrir sjónir. Valgerður telur að íslendin- gar geti orðið Grænlendingum að miklu liði, enda séu íslendingar og Grænlendingar lfkari þjóðir en Grænlendingar og Danir. Hrá en stórfengleg náttúra -Náttúran á Grænlandi er gríðarleg hrá, en stórfengleg, segir Valgerður og heldur áfram: -Maður leitast alltaf við að fínna samlíkingu í einhverju sem að maður þekkir og þá er helst að segja að landslagið minni mann svolítið á landslagið í Borgarnesi Og Stykkishólmi, en það er mun ýktara á allan hátl á Grænlandi. Það var heiðskfrt þegar við flugum yfír austurströnd Grænlands og það var hrikaleg sjón að sjá skriðjöklana ná í sjó fram. Þá vom þarna firðir, ísi lagðir. Slíkt hafði ég ekki séð síðan á bernskuslóðunum í Eyjafirði 1979. Við dvöldumst á vesturströnd Grænlands í tveimur bæjum, Nuuk og Sisimiut. Bæjarstæðin em afar sérstök, þar sem húsin em byggð inn á milli klettahæða, eða klettahryggja. Þeir byggja jafnvel uppi á sjálfum hryggjunum, þar sem landrýmið er mjög lítið og sum húsin eru reist á háum stöplum, sem standa fram af klettabrúnunum. Þama em allar leiðslur utanáliggjandi því þarna er ekki hægt að grafa neitt í jörð án þess að sprengja fyrir því. Á vatns- leiðslunum eru hitarar, sem kveikt er á þegar fer að frjósa. Internetkapallinn kom sama dag -Það var ekki leiðinlegt að vera Islendingur á Grænlandi hinn ell- efta september þegar við vorum þarna, því þann dag kom skip með netkapalinn frá íslandi. Verið var að leggja internetkapal frá íslandi til Grænlands og þaðan áfram til meginlands Ameríku. Þessi kapall ætti að byrja að nýtast Grænlend- ingum um næstu áramót, þegar búið er að Ijúka nauðsynlegum tengingum. Þetta ætti að geta gjör- breytt menntunarlegri stöðu Græn- lendinga þar sem öll netvinnsla verður mun hraðvirkari en áður. Nú er notast við gervitungl og því allt niðurhal mjög seinvirkt. Hitt er svo annað mál að símafélagið mun selja aðgang að tengingunum og spurn- ing hvort það verður einungis á færi fyrirtækja og stofnana að nýta sér þær vegna kostnaðar. Fátæktin blasir hvar- vetna við -Á Grænlandi er mikil fátækt og hún blasir hvarvetna við. Framan við hótelið sem ég bjó á í Nuuk er göngugata. Þar var Brugsen á vinstri hönd þegar litið var út um gluggann og þar á móti útibú frá verslunarkeðjunni Jysk, sem er Rúmfatalagerinn. Þarna á göngu- götunni var fólk mætt, eldsnemma að morgni, til að selja vegfarendum krækiber, harðfisk, gamla DVD diska, auk ýmiss konar glingurs. Þarna stóð það allan liðlangan daginn. Sumir sötruðu bjór, enda áfengisvandamál landlægt á Grænlandi. Það var ekki laust við að maður yrði lostinn sorgartil- finningu að upplifa þetta. Danskan nýttist -Ég hef ekki lent í því fyrr í al- þjóðlegu starfi að standa betur að vígi með dönskukunnáttu mína heldur en til að mynda Finninn og Englendingurinn sem þarna voru einnig. Hvorugt þeirra talaði skandinavísku og heimamenn skyldu þau ekki. Víðast hvar er enskan ofan á, en slíku var ekki til að dreifa þama. Getum ýmislegt gert -Á heimleiðinni frá Danmörku var ég samferða menntamálaráðherra okkar, Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, hingað út til Eyja, þar sem hún var á leið á SUS-þing sem hér var haldið. Tal okkar barst að Grænlandi, þaðan sem ég var að koma og hún sagði eitthvað á þá leið að við gætum gert miklu meira fyrir Grænlendinga heldur en við höfum verið að gera. Ég er alveg sammála henni í því. Við Islend- ingar erum veiðimenn og bændur. Dreifbýlishugsunin er djúpstæð í okkur. Danir hafa svo sem verið bændur, en hafa þróast mun meira í átt að borgarsamfélagi. Ég hef því á tilfmningunni að við stöndum Grænlendingum nær en Danir og gætum því lagt þeim meira lið en við gerum. Ég segi stundum að Grænlend- ingar séu staddir núna á svipuðu róli og við vorum fyrir hundrað til hundrað og fímmtíu árum. Þeir hafa verið að .flosna upp úr byggðunum, þorpunum sínum, þar sem enga atvinnu hefur verið að fá og flytja í bæina eins og Nuuk, Sisimuit og fleiri. I Nuuk eru íbúðablokkir áberandi og þar er jafnvel heil byggð í einum stigagangi. Nú ætla þeir að fara að rífa þessar blokkir, enda gamlar og lítt geðslegar, en það ótrúlega er að ekki hefur verið ákveðið hvað gera skuli við íbúana á meðan. Tvískinnungur -Mér finnst sitthvað við framkomu Dana gagnvart Grænlendingum að athuga. Til að mynda á sama tíma og kennaramir, sem flestir eru BÆJARSTÆÐIN eru afar sérstök, þar sem húsin eru byggð inn á milli klettahæða, eða klettahryggja. Þeir byggja jafnvel uppi á sjálfum hryggjunum, þar sem landrýmið er mjög lítið. SÉRKENNILEG blanda, grænlenskur kajak innan suðrænar jurtir. II

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.