Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.2008, Blaðsíða 13
Frcttir / Fimmtudagur 30. október 2008 13 Ætli okkur að takast að opna slíka sýningu um leið og byrjað verður að sigla í Bakkafjöru, þurfum við að hafa hraðar hendur. Við höfum þó hug á að setja upp smærri sýningu í millitíðinni og horfum við m.a. til þess að auka og endurbæta þá sýningu sem nú er uppi á Byggðarsafn- inu. Það er draumur okkar að það verði sumarið 2010. sem eiga leið um Suðurlandið um að þeir geti ekki sleppt því að taka á sig krókinn til Eyja, græða allir. Öflugt fræðastarf og sýningarhald Hvemig mœtti tengja saman frœða- starf og safnrekstur? -Það er mín skoðun að þetta tvennt sé í raun ekki hægt að aðskilja. Við þurfum fræðastarfið til að hafa ein- hverju að miðla og við þurfum að miðla fræðunum til að þau hafi ein- hvern tilgang. Hvort um sig getur í raun ekki án hins verið. Öflugt fræðastarf er einnig góð leið til að fjármagna sýningahald, því með góðum tengslum við innlenda sem erlenda fræðimenn opnast aðgangur að miklu magni efnis og þeirri vinnu sem liggur að baki öflunar og úrvinnslu þess. Þá er hægt að afla styrkja í alþjóðleg verkefni sem geta t.d. staðið undir farandsýning- um sem hægt er að setja upp tíma- bundið hér í Eyjum. Þá er mikilvægt fyrir okkur að tengja Tyrkjaránið við þá gríðarlegu fólksflutninga sem áttu sér stað í tengslum við sjóránin við Evrópu og N-Afríku á 17. og 18. öld. Með því eigum við möguleika á að stækka mjög markhóp sýningar- innar og jafnvel sótt inn á alveg nýja markaði. Draumur um nýja sögu- sýningu 2010 Hvernig sérð þúframtíð frœða- starfs og safns? -Það er mín skoðun að við þurfum að koma á fót alþjóðlegri rann- sóknamiðstöð hér í Eyjum sem fyrst. Að henni þarf að koma öfl- ugur hópur fræða- og fram- kvæmdamanna sem koma starf- seminni af stað. Fyrstu verkefni hennar yrðu að setja upp alþjóðlegt rannsóknarverkefni og sækja um fjármagn, m.a. í Menningaráætlun Evrópusambandsins og tryggja þannig rekstur hennar næstu 3 árin eða svo. Undirbúningur að slíku verkefni er þegar hafinn hjá Sögu- setrinu og hafa söfn og setur víða um Evrópu lýst áhuga á samstarfi við okkur. Þeir fræðimenn sem þátt tóku í ráðstefnunni okkar bætast nú í þann hóp, svo við erum vongóð um að verkefnið fari af stað á næsta ári. Uppsetning sögusýningar á borð við þær sem eru í Borgamesi tekur lengri tíma. Ætli okkur að takast að opna slíka sýningu um leið og byrj- að verður að sigla í Bakkafjöru, þurfum við að hafa hraðar hendur. Við höfum þó hug á að setja upp smærri sýningu í millitíðinni og horfum við m.a. til þess að auka og endurbæta þá sýningu sem nú er uppi á Byggðarsafni Vestmanna- eyja. Það er draumur okkar að sumarið 2010 verði hægt að bjóða þeim sem sigla í fyrstu ferð Herjólfs milli Bakkafjöru og Eyja að opna með okkur nýja sögusýn- ingu um Tyrkjaránið í Vestmanna- eyjum. KJARTAN í ræðustól, Margrét og Þorsteinn Ólafsson fylgjast með. Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir: Tækifæri fyrir Vestmannaeyinga sem ekki má draga að nýta Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni um Ólaf Egilsson og Tyrkjaránið í sögulegu samhengi, voru Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, sem reka Land- námssetrið í Borgarnesi af miklum krafti og myndugleik. Hvemig fannst ykkur ráðstefnan takast? -Ráðstefnan var einstaklega vel skipulögð og við sem tókum þátt í henni fundum fyrir miklum met- naði og vandvirkni þeirra sem að henni stóðu. Allt var þaulhugsað - val á erlendum fyrirlesurum, dagskráin og umræðurnar á eftir. Það sem skiptir máli nú er að fylgja niðurstöðum ráðstefnunnar eftir. Sérstaklega er mikilvægt að grípa boltann sem Þorsteinn Ingi Sig- fússon, forstjóri Nýsköpunarmið- stöðvar, gaf upp en hann lagði m.a. áherslu á að stofnuð væri alþjóðleg samtök fræðimanna sem rannsakað hafa mannrán og þrælahald í Evrópu á 17.-19. öld. Þessi fræða- samtök væru með miðstöð í Vest- mannaeyjum. Hann bauð líka fram aðstoð Nýsköpunarmiðstöðvar sem er mjög mikilvægt framlag. Hvernig sjáið þið fyrirykkur framtíðina fyrir frœðasetrið og safnið? -Tyrkjaránið er einn dramatískasti einstaki viðburður í íslenski sögu. Að geta sagt frá þessum viðburði nákvæmlega á staðnum sem hann gerðist er tækifæri sem Vestmanna- eyingar mega ekki draga lengur að nýta sér. Það felast í því óendan- lega mörg tækifæri og ef vel er á málum staðið mun það draga fjölda ferðamanna til eyjanna. Núna þegar von er á nýrri Bakkaferju er mikil- vægt að setrið sé tilbúið og verði opnað í samhengi við vígslu ferj- Hvað er þýðingarmest í svona starfi? Mikilvægast í þróun svona seturs er að vanda til verka. Það verður að vera einstök upplifun fyrir gesti að heimsækja setrið. Þannig lifir það og dafnar og spyrst út. Umtalið er besta auglýsingin. Grunnhugmyndin þarf að vera skýr. Hvaða sögu á að segja, hverj- um á að segja hana og hvemig á að setja hana fram. En það er líka mikilvægt að vera raunsær. Setja sér markmið sem hægt er að standa við. Vera tilbúin til að taka ábend- ingum og bakka með hugmyndir ef þær eru óraunhæfar. Stundum verða takmarkanir til þess að stokka þarf upp og hugsa allt upp á nýtt en það þarf alls ekki að vera af hinu illa. Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja: Ráðstefnan var félaginu, bænum og sögunni til sóma Meðal þátttakenda á ráðstefnunni um Ólaf Egilsson og Tyrkjaránið í sögulegu samhengi, var Gunnlaug- ur Grettisson, forseti bæjarstjómar Vestmannaeyja. Hann var spurður hvemig honum hefði þótt til takast með ráðstefnuna. Hann sagði: -Ráðstefnan var mjög vel heppn- uð. Hún var þeim einstaklingum sem að henni komu, félaginu, bænum og svo síðast en ekki síst sögunni, til mikils sóma. Erindi framsögufólks vom mjög mismunandi bæði að uppsetningu og innihaldi; fræðandi og skemmti- leg enda var það svo hjá mér að ég hafði ætlað mér að stinga inn hausnum eins og sagt er, en endaði á því að sitja svo til alla ráðstefn- una og fylgjast með. Hvert finnst þér gildi svona starf- semi vera fyrir bœjarsamfélagið? -Starfsemin hvort heldur sem er félagið, Sögusetur 1627, eða ráð- stefnan sem slík skipta máli, ekki spurning um það. Allt svona gras- rótarstarf er mikilvægt. I þessu til- felli fer hópur fólks af stað með stórar hugmyndir og er að mínu mati á réttri leið þó enn sé langt í land. Það má heldur ekki gleyma því að allt félagsstarf eykur íjöl- breytni mannlífsins og þar með lífs- GUNNLAUGUR: -Starfsemin hvort heldur sem er félagið, Sögusetur 1627, eða ráðstefnan sem slík skipta máli, ekki spurning um það. gæði okkar sem hér búum. Hvernig mœtti þróa áfram þetta starf að þínu mati? -Það er nú stóra spurningin sem ráðstefnan snérist að hluta til um þ.e. hvert skal nú stefnt. Forsvars- fólk sögusetursins þarf í raun núna að ákveða hvað það vill gera og svo í framhaldi þarf að sjá hvort og þá hvemig bærinn geti stutt við þetta góða starf. Eins og ég upplifði ráð- stefnuna þá er þetta tvíþætt þ.e. fræðilegi hluti sögunar og tíma- bilsins og svo uppsetning sýningar um Tyrkjaránið. Boltinn er í höndum Sögusetursins og félagið hefur mikla möguleika. Hvernig sérðu fyrir þér samþœtt- ingu frœða og safns? -Þama erum við komin að kjarna málsins þ.e. samþættingu fræða og safns. Það er nákvæmlega það sem við erum að leggja drög að með samþættingu Þekkingasetursins og Náttúru- og fiskasafnsins í fram- tíðinni. Nýta þekkingu fræðimanna til þess að gera sýningarnar lifandi. Það er m.a. gert með því að nýta safnið sem rannsóknaraðstöðu og öfugt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að sagan sé sett fram með þeim hætti að fólk upplifi! Þess vegna er gott að þetta verkefni sem og rekst- ur Safnahússins sé í höndum einkaaðila í dag og ég vona að svo verði áfram. Ég tel að fólk sem rekið er áfram af miklum áhuga og er til í að „eyða“ frítíma sínum í hvers konar áhugamennsku sé best til þess fallið að koma sögunni til hins almenna safnagests. Til þess verks þarf auðvitað að fá til liðs við þau færasta fólk sem völ er á til að setja sýningar upp, rannsóknastarfa o.þ.h. en frumkvæðið þarf að vera í höndum, í þessu tilfelli, Söguseturs 1627, og þar er því vel fyrir komið, sagði Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar, að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.