Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Qupperneq 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
83 UTSKRIFST í gær, miðvikudag var haldin vegleg útskrift 10. bekkjar Grunnskóla Vestmannaeyja en útskriftin fór fram í Höllinni.
Utskriftin var afar hátíðleg, rúmlega 200 manns voru viðstaddir þegar krakkarnir fengu fjölda viðurkenninga, bæði fyrir góða námssókn og
námsárangur. Utskriftarárgangurinn er nokkuð stór en 83 nemendur voru útskrifaðir á miðvikudaginn og voru þau kölluð upp á svið eitt í einu
til að taka við einkunnunum. I lok útskriftarinnar var foreldrum og nemendum boðið í kaffisamsæti.
E1 Puerco og Ennisrakaðir eiga 20 ára afmæli - Aldrei verið beittari:
Tvær plötur í tilefni afmælisins
Á þessu ári eru tuttugu ár frá því að
E1 Puerco og Ennisrakaðir komu
fram á sjónarsviðið. í tilefni af
afmælinu vinna þeir nú við útgáfu
á tveimur diskum sem heita
Heilsugeirinn og Before I leave the
planet.
Elías Bjarnhéðinsson, maðurinn á
bak við E1 Puerco, sagði að í heild-
ina væru þetta yfir tuttugu lög og
þó svo að efnið og lögin skarist að
einhverju leyti á diskunum eru
sagðar tvær sögur.
„Við erum þegar með nokkur full-
búin lög sem eru komin á vefinn og
áhugasamir geta keypt þau á
www.tonlist.is. Við stefnum svo á
að gefa diskana út fyrir næstu jól,“
sagði Elías en hann sér um texta-
og lagasmíð auk þess sem hann
syngur og spilar á gítar. Aðrir tón-
listarmenn sem koma að diskunum
eru, Högni Hilmisson sem leikur á
bassa, Hlöðver Guðnason leikur á
gítar, mandólín og banjó, Oddur
Sigurbjörnsson spilar á trommur,
Páll Viðar Kristinsson leikur á
hljómborð, Hilmar Sverrisson
leikur á píanó og hljómborð og fris
Guðmundsdóttir syngur bakraddir.
Elías samdi efnið á Heilsugeir-
anum eftir að hann gekkst sjálfur
undir aðgerð og lá á spítala í hálft
ár í kjölfarið. „Uppistaðan í þessu
er grín og þetta eru örlitlar reynslu-
sögur sem fólk nennir yfirleitt ekki
að velta sér upp úr. Skúli Gauta er
að spá í að vinna söngleik úr þessu
og það er ekki endilega hugsað sem
eitthvað svakalega stórt í sniðum
heldur fyrst og fremst sem frumlegt
og skemmtilegt. Þá sjá aðrir um
sönginn, ég þarf ekki að gaula þetta
allt sjálfur. Okkur finnst gaman að
vinna með þetta efni og stefnum á
að mæta á þjóðhátíð, Bubbi er með
þjóðhátíðarlagið, ég hlakka til að
heyra í honum og Egó. Eg vona að
við hitum upp fyrir Skítamóral því
þeir hituðu upp fyrir okkur á sínum
tíma,“ sagði Elías en E1 Puerco og
Ennisrakaðir hafa fullan hug á að
fylgja diskunum eftir með tónleika-
haldi næsta haust.
„Við stefnum á tónleika í Salnum
í Kópavogi og Iðnó og svo í
Eyjum. Við eigum nóg efni og við
leggjum áherslu á að hafa gaman af
þessu,“ sagði Elías en allt eldra efni
E1 Puerco og Ennisrakaðra má
nálgast á www.tonlist.is. Einnig er
hægt að heimsækja heimasíðuna á
slóðinni www.myspace/elpuercoen-
nisrakadir, þar er hægt að sækja sér
eldri lög í tilefni afmælisins
endurgjaldslaust.
Páll Steingrímsson - Undur vatnsins á stórri kvikmyndahátíð í Japan:
Síferskur, listfengur og víðsýnn
-segir Sæbjörn í Mogganum sem gefur myndinni fjórar stjörnur af fímm
PALLI með ánægðum Kiwani.smönnum, Sigurði til vinstri og Kristjáni
til hægri. Mynd Egill.
Mynd Páls Steingrímssonar, Undur
vatnsins, verður sýnd á Japanese
Wildlife kvikmyndahátíðinnni í
Japan í ágúst. Hún er ein 30 mynda
sem valdar voru úr 346 myndum
frá 40 löndum sem bárust hátíðinni
í ár. Hátíðin hefur verið haldin í
Toyama frá árinu 1993 og er stærst
sinnar tegundar í Asíu. Búist er við
að 40.000 áhorfendur sæki hana.
Páll sýndi myndina í Kiwanis-
klúbbnum Helgafelli í vetur fyrir
félaga og gesti og vakti hún mikla
lukku. Einnig sýndi hann mynd af
ferð sinni til Suðurskautsins. I
Undrum vatns sýnir hann vatn í
nánast öllum hugsanlegum mynd-
um, sem rennandi læki, straum-
þungar ár, fossa, hafið lygnt og í
boðaföllum, ís og snjó og þegar ísa
leysir að vori. Allt þetta tekst Páli
að klippa sama svo úr verður heil-
steypt mynd þar sem aldrei er
dauðan punkt að finna. Á tónlist
Áskels Mássonar sinn þátt í því
hvað vel tekst til.
Sæbjöm Valdimarsson, kvik-
myndagagnrýnandi Morgun-
blaðsins, lofar myndina í umfjöllun
sinni í Morgunblaðinu á
miðvikudaginn og gefur henni
fjórar stjörnur af fimm.
„Vatnið í öllum sínum ólíku for-
mum hefur löngum heillað kvik-
myndagerðarmanninn Pál Stein-
grímsson. Það á hug hans allan í
Undri vatnsins, þar sem hann fæst
við fjölbreytileika þess í umhverf-
inu,“ segir Sæbjörn og heldur
áfram.
„Hvemig það setur svip sinn á
árstíðirnar og umvefur okkur alla
tíð frá leikandi léttum skýjamynd-
unum til kolmórauðra, raddsterkra
fossa - sem við eigum vatnsmesta í
Evrópu, líkt og stærsta jökulhvel
álfunnar.
Það er ekki síst í smáatriðunum
sem Páll og Friðþjófur Helgason
festa hrífandi fegurð og fjölbreytni
vatnsins á ftlmuna þannig að sköp-
unarverk náttúrunnar minna á
heimsókn í myndlistargallerí eða á
höggmyndasýningu."
Og í lokin segir Sæbjöm: „Páll
sýnir enn og aftur að hann er einn
af okkar snjöllustu og listrænustu
kvikmyndagerðarmönnum, sí-
ferskur, listfengur og víðsýnn."
Undur vatnsins: Leikstjóm og
handrit: Páll Steingrímsson.
Kvikmyndataka:
Páll Steingrímsson og Friðþjófur
Helgason. Tónlist: Áskell Másson.
Þulur: Arnar Jónsson. Kvikmynda-
gerðin Kvik með styrk frá Kvik-
myndamiðstöð. 52 mín. Island
2009.
Fyrir skömmu fengu
krakkar í grunnskólanum
tækifæri á að kynnast
sjávarútvegi í návígi þegar
þau fóru í skoðunarferð í
Vinnslustöðina.
Þar tók Binni fram-
kvæmdastjóri á móti þeim
og leiddi þau í allan
sannleika um greinina
Hefur þetta verið fastur
liður undanfarin ár og
skemmta krakkarni sér
mjög vel.
Kennarasambandið:
Öðlast
fastráðn-
ingu eftir
4 mánuði
Eins og fram hefur komið í
Fréttum fá fjórir af níu kennurum,
sem voru ráðnir tímabundið sl.
haust, áfram vinnu tímabundið
næsta skólaár. Kennarar, sem voru
í leyfi, eru að koma til starfa aftur
auk þess sem bekkjardeildum
fækkar á milli ára.
Helga Tryggvadóttir, formaður
Kennarafélags Vestmannaeyja,
sagði að stjóm félagsins hefði
fundað í síðustu viku þar sem
Kennarasamband Islands telur
kennara öðlast fastráðningu eftir
fjögurra mánaða starf við skólana.
„Þetta mál snýr ekki bara að
Vestmannaeyjum og á við um
fleiri sveitaifélög. KÍ er því að
skoða ráðningarmál kennara á
landsvísu. Það er vissulega slæmt
að við séum með kennaramenntað
fólk sem ekki fær störf við
skólana og því er mikilvægt að
leitað sé leiða til að halda í starfs-
fólkið og gæta sanngirni," sagði
Helga og bendir á að af þeim
fimm kennurum sem ekki fengu
ráðningu séu þrír í fæðingarorlofi
eða að fara í slfkt orlof. Þeir tveir
sem eftir standa og fengu ekki
vinnu voru í hlutastörfum.
s
I ýmsu að
snúast hjá
löggunni
Nokkuð meira var að gera hjá
lögreglu þessa vikuna en þá síð-
ustu. Þó var helgin róleg og gekk
skemmtanalífið áfallalaust fyrir
sig að mestu.
Ein líkamsárás var kærð og er
hún í rannsókn. Tveir þjófnaðir
voru tilkynntir til lögreglu, þjófn-
aður á reiðhjóli sem er búið að
skila aftur til eiganda og svo
þjófnaður á bifhjóli. Var bifhjólið
geymt innanhúss, var ekki í
ökuhæfu ástandi og hefur því ekki
verið ekið á brott.
Er um að ræða gamalt Suzuki
bifhjól, svart að lit. Þeir sem geta
gefið einhverjar upplýsingar um
málið eru vinsamlega beðnir að
láta lögreglu vita.
Tilkynnt var um rúðubrot í tré-
smíðaverkstæði Ella P. við
Strandveg. Hefur þetta líklega átt
sér stað sl. helgi. Biður lögregla
þá sem hafa einhverjar upplýs-
ingar um málið að hafa samband.
Þá var tilkynnt um rúðubrot í
skemmtibátnum Marvin 6630. Var
ein rúða brotin í stýrishúsi bátsins.
Ekki er vitað hver var að verki eða
hvað átti sér stað og eru allar
ábendingar vel þegnar.
Alls liggja fyrir 12 kærur fyrir
brot á umferðarlögum og er m.a.
um að ræða kærur þar sem öku-
menn sinntu ekki stöðvunar-
skyldu, voru að tala í farsíma án
þess að nota handfijálsan búnað
og án þess að hafa til þess réttindi.
Þá vom öryggisbeltin hvíld og
einn ökumaður handtekinn vegna
gruns um ölvun við akstur. Var
hann sviptur ökuréttindum til
bráðabirgða.
Tilkynnt var til lögreglu um að
ekið hefði verið utan í bifreiðina
OV-336 þar sem hún stóð í
bifreiðastæði norðan við Heil-
brigðisstofnunina. Ekið var á brott
en bifreiðin er skemmd á vinstra
afturbretti og biður lögregla þá
sem hugsanlega hafa einhverja
vitneskju um óhappið að hafa
samband vegna þess.