Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Blaðsíða 30
30
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
[vetrarlokahóf ÍBV-íþróttasambands
Vignir og Kristrún fengu Fréttabikarana
- Grétar og Þórsteina valin best í meistaraflokkunum á vetrarlokahófi ÍBV
Vetrarlokahóf ÍBV-íþróttafélags
var haldið í Höllinni á laugar-
daginn en félagið heldur tvo
lokahóf ár hvert, eitt eftir sumarið
og annað eftir veturinn. A vetrar-
lokahófinu fagnar handknattleiks-
fólk árangri vetrarins, sem var
reyndar í slakara lagi í ár en þó
var veturinn ekki alslæmur. Leik-
mönnum og almennum félags-
mönnum var boðið til veislunnar
en um 150 manns sóttu hófið.
Kristrún Hlynsdóttir og Vignir
Stefánsson fengu Fréttabikarana.
Hápunktur lokahófs ÍBV er ávallt
verðlaunaafhending. Best í hand-
boltanum í vetur voru þau Grétar Þór
Eyþórsson og Þórsteina Sigurbjörns-
dóttir en bæði fóru þau fyrir sínum
liðum í vetur. Efnilegust voru þau
Vignir Stefánsson og Anna María
Halldórsdóttir en mestu framfarirnar
sýndu þau Bragi Magnússon og
Hildur Sigurðardóttir. Auk þess
voru veitt verðlaun fyrir þriðja llokk
karla og kvenna og má lesa nöfn
verðlaunahafa hér að neðan.
Þá var Eyjólfur Guðjónsson, skip-
stjóri, dreginn úr Pepsí pottinum en í
pottinum eru félagsmenn ÍBV sem
hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að
efla starf félagsins. í verðlaun fékk
Eyjólfur ferð á leik í enska bolt-
anum.
Besta manneskjan í blaki
ÍBV-íþróttafélag teflir fram liðum í
handbolta og fótbolta en Svavar
Vignisson, þjálfari karlaliðs ÍBV í
handbolta, laumaðist til að veita ein
verðlaun úr annarri íþrótt, Nokkrir
Eyjamenn hafa stundað blak af
miklum móð undanfarið. Svavar
sagði að þeir hefðu ákveðið að velja
besta blakmann Eyjanna en þegar
búið var að fara yfir mannskapinn
kom í ljós að í raun er enginn bestur
í blaki í Vestmannaeyjum. Þeir
ákváðu því bara að velja bestu man-
neskjuna og kom það í hlut
Magnúsar Bragasonar.
AFREKSFÓLK í MEISTARAFLOKKI. Þessi fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í meistaraflokki í handbolta í vetur. Frá vinstri: Edda
Ingibjörg Daníelsdóttir, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Grétars Þórs Eyþórssonar, Bragi Magnússon, Vignir Stefánsson, Hildur
Sigurðardóttir, Anna María Halldórsdóttir og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir.
Efnilegt handboltafólk
Eins og áður sagði var verðlauna-
alhendingin hápunktur kvöldsins en
Fréttir hafa undanfarin ár veitt
Fréttabikara til þess íþróttafólks sem
þykir skara fram úr og vera líklegt til
afreka í íþrótt sinni í framtíðinni. I
ár komu Fréttabikararnir í hlut
Kristrúnar Hlynsdóttur og Vignis
Stefánssonar.
„Vignir hefur lagt hart að sér í
vetur en hann steig sín fyrstu skref
með meistaraflokki í vetur. Við hann
eru bundnar miklar vonir enda hefur
hann ekki valdið vonbrigðum í þeim
leikjum sem hann hefur spilað.
Honum er stundum líkt við Guðjón
Val Sigurðsson, landsliðsmann, enda
hefur Vignir gríðarlegan sprengi-
kraft. Og þrátt fyrir að keppa um
stöðu við bestu leikmenn IBV í
vetur, þá fékk Vignir að spila
talsvert, sem segir mikið um hans
getu,“ sagði Júlíus Ingason sem
afhenti Fréttabikarana í ár.
_ „Kristrún hefur verið í byrjunarliði
IBV í öllum leikjum vetrarins, bæði
í 3. flokki og meistaraflokki. Hún
býr yfir afar öflugri gabbhreyfmgu
sem andstæðingar hræðast og vilja
yfírleitt fá dæmd skref á hana. Auk
þess gengur Kristrún vasklega fram í
varnarleiknum, svo vasklega að
stundum er kvartað undan henni.
Hún er mikil fþróttakona, á ekki
langt að sækja hæfileikana. Pabbi
hennar, Hlynur Stefánsson þótti
liðtækur í handbolta en valdi fót-
bolta, mamma hennar, Unnur
Sigmarsdóttir kom eitthvað nálægt
flmleikum en var mest í handbolta.
Sjálf hefur Kristrún orðið
Islandsmeistari í fimleikum og er vel
að því kontin að hljóta Frétta-
bikarinn í ár.“
Verðlaunahafar
3. flokkur kvenna
Mestu framfarir: Aníta Elíasdóttir.
IBV-ari ársins: Gígja Óskarsdóttir.
Efnilegasti leikmaðurinn: Dröfn
Haraldsdóttir.
3. flokkur karla
Mestu framfarir: Þorgeir Agústsson.
IBV-ari ársins: Anton Bjömsson.
Efnilegasti leikmaðurinn: Brynjar
Karl Óskarsson.
Meistaraflokkur kvenna
Mestu framfarir: Hildur Sigurðar-
dóttir.
Efnilegasti leikmaðurinn: Anna
María Halldórsdóttir.
Besti leikmaðurinn: Þórsteina Sigur-
björnsdóttir.
Meistaraflokkur karla
Mestu framfarir: Bragi Magnússon.
Efnilegasti leikmaðurinn: Vignir
Stefánsson.
Besti leikmaðurinn: Grétar Eyþórs-
son.
Handhafar Fréttabikarsins 2009
Kristrún Hlynsdóttir.
Vignir Stefánsson.
Hlaupahópurinn ásamt Kristínu Óskarsdóttur, formanns Ægis.
Comeníus - íþróttir án landamæra:
Góðgerðarhlaup fyrir
íþróttafélagið Ægi
Þriðjudaginn 2. júní fór fram
góðgerðarhlaup í Grunnskóla
Vestmannaeyja. Hlaupið er liður
í Comeníusarverkefninu íþróttir
án landamæra. Nemendur í 5.-7.
bekk tóku þátt í hlaupinu og var
hlaupið frá Týssvellinum og
niður á Stakkó. Allir krakkamir
vom í eins bolum með merki
verkefnisins Sports without bord-
ers.
Vinnslustöðin, ísfélagið,
Alþýðuhúsið, Sparisjóður
Vestmannaeyja og Hermann
Hreiðarsson knattspyrnumaður og
fyrrverandi nemandi Gmnnskólans
styrktu verkefnið með því að
borga bolina. Krakkar í 7. bekk
söfnuðu áheitum fyrir hlaupið
ásamt Júlíönu Silfá starfsmanni
skólans. Aheitin renna óskert til
íþróttafélagsins Ægis í Vest-
mannaeyjum.
Svona hlaup verða hlaupin í
öllum löndum sem taka þátt í
þessu verkefni en það eru auk
Islands; Þýskaland, Spánn, Italía
og Tékkland. Öll hlaupin verða í
júní og hvert land styrkir góð-
gerðarstarfsemi í sínum heimabæ.
Comeníusarhópurinn
- íþróttir án landamæra
EFNILEGIR KRAKKAR. Þessi fengu viðurkenninjgar fyrir góðan árangur í þriðja flokki. Frá vinstri:
Brynjar Karl Óskarsson, Dröfn Haraldsdóttir, Gígja Oskarsdóttir, Þorgeir Agústsson og Anton Björnsson.
A myndina vantar Anítu Elíasdóttur.
BESTA MANNESKJAN. Svavar Vignisson afhenti
Magnúsi Bragasyni bikar fyrir að vera besta
manncskjan í blakliði fyrrum handboltakappa.
Á LEIÐ TIL ENGLANDS. Eyjólfur Guðjónsson var
dreginn úr Pepsípottinum en hér er hann ásamt
Tryggva Má Sæmundssyni, varaformanni IBV.