Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
15
veitarstjóri í Langanesbyggð - Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garðinum
Við Eyjamenn höfum sterkan grunn
til að byggja á
S
-Við erum góðir í umgengni, samvinnu og duglegir, segir Asi um ástæðu þess
hvað Eyjamenn eru eftirsóttir sem sveitarstjórar
TEKIÐ VIÐ lyklunum Ási tekur við lyklum að Garðinum úr hendi Oddnýjar G. Harðardóttur, fráfarandi bæjartjóra. Á undan henni var
Eyjamaðurinn Sigurður Jónsson bæjarstjóri í Garðinum.
Ásmund Friðriksson þekkja flestir
Eyjamenn enda ekki mörg ár síðan
Ási flutti frá Eyjum. Ási er einn
þeirra sem sitja ekki í stólnum og
láta lífið þjóta framhjá sér, hann er
alltaf að bralla eitthvað og er áber-
andi hvar sem hann er. Asi var
ekki búinn að vera lengi í Keflavík
þegar honum var falið að stýra
Ljósanótt og færði hann þessa
miklu bæjarhátíð á annað og hærra
plan. Nú tekst hann á við nýtt
verkefni enda tók hann við sem
bæjarstjóri í Garði á dögunum.
Einn stofnenda Hrekkja-
lómafélagsins
Ási er giftur Sigríði Magnúsdóttur
sem starfar í dag sem yfirmatráður
á Heilbrigðisstofnuninni í Reykja-
nesbæ. Saman eiga þau fimm börn,
Friðrik, Maríu Höbbý, Ásu Hrönn,
Erlu og Magnús Karl. Ási og
Sigga eiga svo þrjú bamaböm,
Andra Pál, Amar Ása og Ragnar
Orra.
Eins og áður sagði hefur Ási
sjaldnast setið aðgerðarlaus í lang-
an tíma en á afrekaskrá hans má
m.a. sjá að hann var einn stofnenda
Hrekkjalómafélagsins. „Já, þetta
var skemmtilegur félagsskapur sem
byrjaði með því að ég, Tóti í Geisla
og Goggi í Klöpp innréttuðum vigt-
ina eitt sinn eins og brú í bát.
Félagið var svo stofnað formlega
á ritstjórn Frétta en við brölluðum
margt skemmtilegt. Mér er t.d.
mjög minnisstætt þegar við afhent-
um Bryndísi Schram drullusokk og
ég sagði við það tækifæri að nú ætti
hún tvo drullusokka, þennan og Jón
Baldvin," segir Ási og hlær að
minningunni.
Eins og áður sagði kom Ási víða
við. Hann tók m.a. þátt í bæjar-
pólitíkinni. „Ég var félagi í Eyverj-
um í mörg ár og var formaður
félagsins í fjögur ár. í kjölfarið
varð ég varamaður í bæjarstjóm og
tók þátt í stóra sigrinum svokallaða
1982, þegar Sjálfstæðisflokkurinn
fékk sex menn af níu í bæjarstjóm.
Hlutimir þróuðust svo þannig að ég
sat fundi bæjarstjómar meira og
minna þetta kjörtímabil.
Ég man að ég sat þúsundasta
bæjarstjómarfundinn á sínum tíma,
sem átti að vera mikill hátíðarfund-
ur. Þá kom eitthvert hitamál upp
þannig að það var lítill hátíðar-
bragur á fundinum. En svo var ég
líka í stjóm SUS með Geir Haarde,
Vilhjálmi Egilssyni sem formönn-
um og fleiri góðum mönnum og
konum. I stjóm Herjólfs, Fiskmark-
aðarins, Sjúkrahússins og var í
tómstunda- og íþróttaráði til að
nefna eitthvað.“
Skemmtilegur tími
Ási kom líka nálægt íþróttastarfinu
í Eyjum, var formaður IBV um
tíma og formaður knattspymudeild-
ar. ,Ætli ég hafi ekki tekið við sem
formaður ÍBV 1995 og gegndi
þeirri stöðu til ársins 2000 þegar ég
tók við sem formaður knattspymu-
deildar. Þar var ég í þrjú ár sem
var mjög skemmtilegur tími. Við
tókum við eftir mikla uppsveiflu en
reyndum að halda gengi liðsins inni
á vellinum í svipuðu horfi. Við
lékum m.a. hreinan úrslitaleik gegn
ÍA hér á Hásteinsvellinum þar sem
við hefðum getað tryggt okkur
titilinn og komumst sama ár í
bikarúrslitaleikinn. En það sem
eftir situr er góður andi í hópnum,“
segir Ási en hann hafði einnig verið
formaður handknattleiksdeildar
Þórs og leikið með liðinu á sama
tíma. „Það var skemmtilegur tími í
handboltanum. Sex til sjöhundruð
manns á leikjum og mikið fjör.“
Kom víða
við í atvinnulífinu
Margir muna eftir Ása sem verk-
stjóra í Vinnslustöðinni en verk-
stjóraferil hans má rekja til eld-
gossins 1973. „Eftir gosið fór ég
að vinna sem verkstjóri hjá Amari
Sigurmundssyni í Viðlagasjóði og
vann þar þangað til sjóðurinn var
lagður niður, líklega í kringum
1978. Stefán Runólfsson, þáver-
andi framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar bauð mér þá verk-
stjórastöðu. Síðar varð ég yfirverk-
stjóri þar. Eftir að ég hætti þar tók
ég við Hallarlundi og rak staðinn í
eitt og hálft ár í samkeppni við
Pálma Lór.
Ég tók við Samkomuhúsinu á
brauðfótum og reksturinn var áfram
mjög erfiður. Það var mikið að
gera en samkeppnin gerði hvorug-
um gott þannig að rekstur beggja
var erfiður. Sjálfstæðisflokkurinn
átti Samkomuhúsið en seldi það og
keypti Ásgarð."
Eftir þetta sneri Ási sér aftur að
sjávarútveginum, rak m.a. Frostver
og síðar Kútmagakot. „Lengst af
gekk reksturinn vel og að jafnaði
unnu 25 til 30 manns í Kútmaga-
koti. Minningamar em ljúfsárar en
hjá okkur vann frábært fólk sem
alla tíð hefur verið okkur sem stór
fjölskylda og mikil samheldni
einkennir starfsfólk okkar.
Fyrirtækið hætti í lok október
2003 en það væri ástæða til að
segja þá sögu alla síðar,“ sagði Ási.
Stefnan tekin á Keflavík
Þá stóðu þau Ási og Sigríður á
tímamótum og ákváðu að flytja frá
Eyjum. „Örlögin höguðu því
þannig að við tókum stefnuna á
Keflavík. Kannski var þetta '
ómeðvituð ákvörðun en hér áfti ég
æskuminningar því afi minn og
alnafni bjó hér. Reyndar var það
svo að hann var skipstjóri í Eyjum
en flutti til Keflavfkur 47 ára
gamall. Ég var líka 47 ára þegar ég
flutti frá Eyjum og feta því í fót-
spor afa míns. Það var gott að
koma hingað til Keflavíkur og hér
hefur okkur liðið afar vel. Eftir tvö
ár hér sagði Sigga að henni fyndist
sem hún hefði alltaf búið hér. Við
vomm fljót að komast inn í sam-
félagið, enda á ég skyldmenni
héma.“
Hvað tekur þú þér svo fyrir hendur
í Keflavík?
„Fljótlega eftir komuna tek ég við
sem framkvæmdastjóri knatt-
spymudeildar og er í því starfi í
þrjú tímabil. Þá var mér boðinn
samningur um að stýra Ljósanótt
sem er líklega stærsta bæjarhátíðin
á landinu. Það var heilmikið og
spennandi verkefni og við ákváðum
að stíga næsta skref með hátíðina.
Við settum meira kjöt á beinin og
þegar mest var heimsóttu bæinn
um 40 þúsund manns. Ég var
ráðinn í þetta verkefni til þriggja
mánaða 2006, það endaði með því
að ég var fastráðinn en hætti
störfum hjá Reykjanesbæ 22. maí
síðastliðinn til að taka við sem
bæjarstjóri í Garðinum."
Fyrir utan Ljósanótt, hvað varstu
að gera hjá Reykjanesbœ?
„Ég vann á upplýsingasviði, sem
var nýtt svið hjá bænum. Ég þróaði
það sem ég þróaði í samvinnu við
samstarfsfólk mitt. Starfið var fjöl-
breytt, ég kom m.a. að samgöngu-
málurn og var með puttana víða
eins og mér líkar best, að vera með
mörgjárn í eldinum.“
.. i>'
I Garðinn sem bæjar-
stjóri
Enn var komið að tímamótum hjá
Ása því hann var hvattur til þess að
sækja um bæjarstjórastöðuna í
Garði, sem hann gerði og var
ráðinn nú í sumarbyrjun. „Ég hafði
kynnst sveitarfélaginu í gegnum
störf mín fyrir Samband sveitarfé-
laga á Suðurnesjum, SSS. Hér á ég
góða vini og hef hrifist af sögu
bæjarins. Hingað gekk ég líka 100
sinnum frá 2007 til 2008, um 10
km. leið. Það kom svo upp úr
krafsinu að 2008 átti Garður 100
ára afmæli þannig að allt féll þetta
heim og saman."
Hvemig sveitarfélag er Garður?
„Hér er öflug fiskvinnsla, svipað
og í Eyjum. Nesfiskur er lang-
stærsta fyrirtækið hér og hjá fyrir-
tækinu voru unnin 20 þúsund tonn
á síðasta ári. Nesfiskur er bæði
með vinnslu hér og í Sandgerði.
Auk þess eru aðrir stórir fiskverk-
endur og verktakar sem við vinnum
með, en atvinnulífið er samt sem
áður ótrúlega fjölbreytt miðað við
stærð sveitarfélagsins. I raun eru
Suðumes eitt atvinnusvæði og sem
dæmi þá verður fyrirhugað álver í
okkar landi. Við höfum líka áhuga
á að huga betur að sprotafyrirtækj-
um. Hér er skemmtilegt og öflugt
fólk sem byggir upp þetta góða
samfélag sem hér er.“
Þrátt fyrir að vera fluttur frá
Eyjum segist Ási fylgjast vel með
tíðindum úr Eyjum í gegnum fjöl-
skyldu og vini. Honum sýnist
staða Vestmannaeyja vera betri en
áður. „Þetta byggist auðvitað allt á
sjávarútvegi sem um leið er akkil-
esarhæll bæjarfélagsins. Margir
ungir Eyjamenn sem fara í nám fá
ekki atvinnu við sitt hæfi þótt þeir
myndu glaðir vilja búa þar. Það
skortir sárlega meiri fjölbreytni í
atvinnulífið. Maður sér þetta
kannski ekki, búandi í Eyjum, en
eftir að ég kynntist sveitarfélög-
unum hér á Reykjanesi, þá sé ég
þetta vel.
Öflugt atvinnulíf eins og sjávar-
útvegurinn er í Eyjum, þyrfti að
vera grundvöllur fyrir uppbyggingu
að öðrum atvinnugreinum en því
miður hefur ekki gengið nógu vel
að auka fjölbreytni atvinnulífsins.
Börnin mín vilja t.d. helst búa í
Eyjum en sjá ekki atvinnutækifæri
þar. Og það á örugglega við um
fleirir^
Hvernig skýrir þú jjölda
sveitarstjóra úr röðum Eyjamanna ?
„Ég held að þetta sýni best að við
Eyjamenn höfum sterkan grunn til
að byggja á. Við erum góðir í
umgengni, samvinnu og duglegir.
Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá hef
ég prófað ýmislegt í lífinu sem
hefur gengið upp, en annað ekki
eins og gengur. Eftir stendur hins
vegar reynslan og ef við nýtum
hana á jákvæðan hátt, með góða
skapinu, þá eru okkur allir vegir
færir.“