Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Qupperneq 21
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
21
ig nýsköpun í sjávarútvegi tókst vel - Málþing um fyrningarleiðina í dag
GÓÐ MÆTING Vel var mætt og kom í Ijós að ekki er eins langt til Vestmanneyja og margur heldur.
Rannsóknafólk í stígvélin
-sagði Guðmundur Gunnarsson, sérfræðingur Matís á Hornafírði sem
flutti erindi um humarklasa á Suðurlandi með aðkomu Eyjamanna
GUÐMUNDUR sagði klárt að Matís gæti ekki blómstrað nema í sam-
starfi við iðnaðinn.
Guðmundur Gunnarsson, sérfræð-
ingur Matís á Homafirði, flutti er-
indi um humarklasa á Suðurlandi,
samstarfsfleti og ávinning sem hafa
má af formlegu samstarfi.
Guðmundur sagði það ekki ein-
göngu þeirra sem starfa í sjávarút-
vegi að sækja til þeirra sem vinna
við rannsóknarstörf. „Það em líka
snillingar á rannsóknarstofum sem
hefðu gott af því að fara í stígvélin
og niður á gólf. í þessu þurfum við
að finna milliveginn, finna ein-
hvers konar ástarsamband þama á
milli," sagði Guðmundur.
Hann sagði klárt að Matís gæti
ekki blómstrað nema í samstarfi við
iðnaðinn. „I þessu eru tvær leiðir,
að vísindamenn ýti á iðnaðinn eða
að iðnaðurinn ýti á eftir vísinda-
mönnum. Stundum fömm við þá
leið að vísindamenn sækja um
styrki, nánast vinna verkið og bjóða
iðnaðinum svo hvort sem það þarf
eða ekki. Að það fari í hina áttina,
að iðnaðurinn fari til rannsóknar-
geirans er mun sjaldgæfara en rann-
sóknargeirinn kallar í raun eftir
því,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði tæknibyltingar reglu-
lega koma fram í heiminum og séu
yfirleitt byggðar á vinnu vísinda-
manna eins og Guðmundar sem
flutti til Hornafjarðar með sína
tækniþekkingu þegar hann réðist til
Matís. Humarveiðar em stór hluti í
sjávarútvegi á Homafírði og því
eðlilegt að búinn yrði til vett-
vangur fyrir rannsóknir á humar-
veiðum og hvemig mætti skapa
meiri verðmæti. Niðurstaðan er
rannsóknaklasi sem nær til alls
Suðurlands með þátttöku Matís og
Vinnslustöðarinnar í Vestmanna-
eyjum.
Guðmundur sagði að í gegnum
humarklasann hefðu farið fram
rannsóknir, hann hefði mótað ný
verkefni og eitt þeirra er humar-
hótel í Vestmannaeyjum og á
Homafirði sem miðar að því að
flytja út lifandi humar.
Humarklasinn hefur fært vísinda-
menn nær því að skilja hverjar
þarfirnar eru og greinin uppgötvað
hvað vísindamenn hafa fram að
færa. „Markmið og fjárhagslegur
ávinningur þarf að vera vel skil-
greint og lokapunktur verkefnisins
þarf að vera áþreifanlegur árangur,
ekki bara skýrsla. Þetta birtist
okkur í humarverkefninu þar sem
byrjað er að flytja lifandi humar á
markað erlendis," sagði
Guðmundur.
Ólafur á Álsey VE:
Orð til alls
fyrst
Ólafur Einarsson, skipstjóri á
Alsey VE sat ráðstefnuna en
hann sagði í stuttu samtali við
Fréttir að ráðstefnan hefði heppn-
ast ágætlega.
„Það var margt gott sem frarn
kom á þessari ráðstefnu og gott
framtak hjá þeim að koma um-
ræðunni svona af stað. Það var
kannski ekkert nýlt eða merkilegt
sem kom fram þannig en þarna
koma menn saman og bera
saman bækur sínar. Ef ég tala út
frá eigin brjósti þá er áhyggju-
efnið hjá mér alltaf það sama og
það er loðnuleit og hvernig staðið
er að henni.
Það hugsar þetta auðvitað hver
út frá eigin ranni en okkur sem
stundum loðnuveiðar hefur
fundist loðnuleitin ómarkviss og
illa undirbúin. Það þyrfti að
leggja línumar fram í tímann í
samstarfi við þá sem stunda
þessar veiðar þannig að menn séu
ekki að karpa í miðri leit. Það
var aðeins komið inn á þetta á
ráðstefnunni og mér líkaði vel
við málflutning Eggerts hjá
Granda."
Var eitthvað á ráðstefnunni sem
þérfannst vanta? „Nei í raun og
veru ekki. Auðvitað var farið yfir
víðan völl á ráðstefnunni, sumt
hafði maður áhuga fyrir en ekki
öllu þannig að ég held að það
hafi ekkert vantað. Markmiðið
með ráðstefnunni var væntanlega
að efla samvinnu aðila í sjá-
varútvegi. Ég veit ekki hvort
svona ráðstefnur skili miklum
árangri strax en orð eru til alls
fyrst,“ sagði Ólafur að lokum.
Niðurstaða ráðstefnunnar: Tækifærin þar sem vandamálin eru
EGGERT Bcncdikt, Hreiðar og Arnar Sigurmundsson.
Samantekt Hreiðars Þórs
Valtýsonar, forstöðumanns
Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar:
• Vandamálið er loðnan, þetta
vandamál á stóran þátt í því að
skapa þessa ráðstefnu og því von-
andi áframhaldandi þróun á sam-
starfi - eins og Sigurður Bogason
benti á, þá eru tækifærin þar sem
vandamálin eru.
• Ég skynja þetta sem svo að menn
séu sammála um aðalatriðin, meira
samstarf, ágreiningur er um ein-
staka framkvæmdir svo sem tog-
ararall, netarall, bergmálsmælingar.
• Megum samt ekki líta á ágrein-
inginn sem eitthvað slæmt, eins og
Kristján Þórarinsson benti á.
Ágreiningurinn er í raun forsenda
þróunar. Þó við verðum auðvitað
að halda honum innan ákveðinna
kurteisimarka eins og Jóhann
Sigurjónsson benti á.
• Varðandi styrkjaumhverfið þá er
hlutfallslega lítill hluti sem fer í
sjávarútveg. Kannski er það vegna
sjávarútvegsins sjálfs eins og
Guðmundur Gunnarsson benti á.
Sjávarútvegurinn er kannski ekki
nógu duglegur að sækja þekkingu
til rannsóknaumhverfisins. Einnig
er, eins og Sjöfn Sigurgísladóttir
benti á, vandamál við að ráða hæft
fólk til rannsókna tengdum sjávar-
útvegi.
• Eggert Benedikt Guðmundsson
talaði um innsæi hjá iðnaðinum á
móti reiknikunnáttu (reiknilíkön-
um) hjá rannsóknargeiranum sem
er nátengt því sem Höskuldur
Bjömsson og Þorsteinn Sigurðsson
ræddu um, rannsóknareðli gagnvart
veiðieðli. Oft er litið á þetta sem
tvö andstæð sjónarmið þegar í raun
eru þetta hlutir sem ættu að geta
styrkt hver annan.
• Spurning hvort ekki þarf virka
stefnumótun á æðstu stöðum til að
breyta þessu því greinilega er þörf
á meira samstarfi.
• Flestir virðast sammála um að
samstarf sé að aukast með aukinni
menntun í sjávarútveginum en full
þörf er á að efla það enn meira.
Litlar svæðisbundnar stofnanir,
svo sem þekkingarsetur og útibú,
geta skilað veigamiklu hlutverki
þama - spurning hvaðan peningar
eiga að koma til að efla þetta.
Almennt séð virðist mikill vilji hjá
aðilum í sjávarútvegi að starfa
saman og er eðli stofnana eins og
Matís t.d. algjörlega háð því. Eðli
Hafró er talsvert öðmvísi enda má
skynja það að útgerðin kalli eftir
meira samstarfi við þá stofnun
heldur en í hina áttina. Samstarf
allra aðila hefur hins vegar verið
að aukast á síðustu ámm, þó enn
sé deilt um útfærslur á einstökum
verkefnum. Á meðan þessar deilur
em ekki á persónulegu nótunum
má þó í raun líta á þær sem hvata
til framfara og þróunar. Bæði iðn-
aðurinn og rannsóknageirinn hafa
mikið fram að færa handa hvor
öðmm og því er mikilvægt að
skilningur og virðing ríki þama á
milli.
Sjávarútvegurinn er dreifður um
allt landið og því em einnig flestir
sammála um að svæðisbundnar
rannsóknir beri að efla, þá í
tengslum við svæðisbundnar
rannsóknastofnanir, útibú eða
þekkingarsetur. Þar skapast
nálægðin sem er svo mikilvæg til
að gagnkvæm virðing ríki.
Stofnanir og vísindamenn em hins
vegar háð styrkjum og finnst
sumum stefna íslenskra rann-
sóknarsjóða varðandi rannsóknir í
sjávarútvegi vera ómarkviss og
með stóra sjóði eins og Rannís er
áhersla á sjávarútveg afar lítil.
Hluti af ástæðunni má þó vera að
sjávarútvegurinn er ekki nógu
duglegur sjálfur að sækja þekkingu
til rannsóknageirans eða að taka
þátt í stefnumótun hans. Einnig
hefur ímynd sjávarútvegsins
ekki verið góð þannig að rann-
sóknarfólk sækir ekki í þennan
geira og nemendur sækja ekki
í nám tengt sjávarútveginum.