Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Side 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 4, júní 2009 Aðalfundur ísfélagsins 2008 - Tapið 6,3 milljarðar - Hagnaður 2007 1,1 milljarður: Tekjur 9,2 milljarðar króna -Höfðu vaxið um 46% frá fyrra ári - Ótti við fyrningarleiðina sem boðuð er í FRYSTIHÚSI félagsins í morgun: Móttckið hráefni í frystihúsinu í Eyjum var 15.300 tonn og var söiuverðmæti afurða 1.960 milljónir króna. Tap af rekstri ísfélags Vestmanna- eyja hf. á liðnu ári nam 6,3 millj- örðum króna og er þetta versta út- koma úr rekstri félagsins í manna minnum. Hagnaður ársins á undan nam 1,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í frétt frá félag- inu og er tapið að mestu rakið til gríðarlegs fjármagnskostnaðar í kjölfar hruns íslensku krónunnar. Nam hann tæpum 10 milljörðum króna. Tekjur ársins voru 9,2 milljarðar króna og höfðu vaxið um 46% frá fyrra ári. Rekstrargjöld án fymingar og fjármagnsgjalda námu 6,3 milljörðum og höfðu vaxið um tæp 30%. EBITDA hagnaður, hagnaður fyrir fjármagnskostnað, skatta og afskriftir, var 31 % af tekjum eða 2,2 milljarðar króna. Eignir félagsins námu 16,4 millj- örðum í árslok og þar af voru veltu- fjármunir 3,8 milljarðar. Heildar- skuldir námu hins vegar 19 millj- örðum króna og höfðu hækkað um 90% á milli ára. Bókfært eigið fé félagsins var neikvætt um tæpa 2,7 milljarða króna í árslok. Tap af afleiðusamningum Verulegt tap var bókfært af afleiðu- samningum félagsins, einkum við Glitni banka og Kaupþing á liðnu ári. Er tekið fram í fréttinni að það hafi m.a. orðið til þess að fram- kvæmdastjóra félagsins var sagt upp störfum vegna þeirra samninga. Nam bókfært tap félagsins vegna slflcra samninga töluvert yfir einum miljarði króna. Þetta kom fram í ræðu stjómarfor- manns félagsins, Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, sem var harðorður í garð framkvæmdastjórans fyrrver- andi og starfsmanna fjármáladeildar sem komið höfðu að þessum ákvörðunum. Aflahæsta skip félagsins var Guðmundur VE sem flutti að landi 34.702 tonn að aflaverðmæti tveir milljarðar og er þetta langmesta aflaverðmæti sem Isfélagsskip hefur borið að landi. Heildarafli skipanna var 132 þúsund tonn að verðmæti 5,1 milljarður króna. Móttekið hráefni í frystihúsi félags- ins í Eyjum var 15.300 tonn og var söluverðmæti afurða 1.960 milljónir króna. Móttekið hráefni í frystihús- inu á Þórshöfn var 9.426 tonn og söluverðmæti afurða 394 milljónir króna. Mest var tekið á móti kúf- fiski eða 7.600 tonn. Fiskknjölsverksmiðjan í Eyjum tók á móti tæpum 65 þúsund tonn- um af hráefni og verðmæti afurða nam 1,7 milljörðum króna. Bræðslan á Þórshöfn hins vegar tók á móti 45 þúsund tonnum rúmum og nam afurðaverðmæti tveimur milljörðum króna. Áhyggjur af fyrningarleið Kemur fram að í ræðu sinni hafi stjómarformaðurinn lýst áhyggjum stjórnar félagsins af svonefndri fymingarleið í sjávarútvegi sem ný ríkisstjóm hefur áform um að hrinda í framkvæmd. Slíkt væri augljós dauðadómur yfir íslenskum sjáv- arútvegi og íslenskum sjávarbyggð- um. Það þyrfti ekki að ræða það að engin atvinnugrein gæti búið við slíka eignaupptöku að eignahlið efnahagsreikningsins yrði gerð upp- tæk á 20 árum en eftir sæti skulda- hliðin. Aðeins tæki örfá ár að keyra fyrirtækin í þrot. Allar framfarir myndu stöðvast enda fjárfestir enginn í slíkri atvinnugrein eða tækjum og búnaði. Smíði Isfélagsins á tveimur nýjum uppsjávarskipum í Chile væri í upp- námi en þau hefðu átt að vera upphaf að nýjum útgerðarháttum félagsins til að tryggja betri og verðmætari afla, aukið rekstrarör- yggi, betri aðbúnað og öryggi fyrir sjómenn og svo framvegis. I ræðu sinni færði formaðurinn þeim Eyjólfi Martinssyni og Agústi Bergssyni bestu þakkir fyrir stjóm- arsetu um langt árabil en þeir gengu úr varastjórn. Fjölgað var í aðal- stjóm í fimm en ákvæði um vara- menn fellt niður. 1 stjóm voru kjörin Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður, Þórarinn Sigurðs- son varaformaður, Guðbjörg Matt- híasdóttir, Brynjólfur Bjarnason forstjóri Skipta og fyrrverandi forstjóri Granda hf. og Sigurbjöm Magnússon hrl. sem um árabil hefur sinnt lögmannsstörfum fyrir félagið. Landeyjahöfn -Bæjarráð setur fyrirvara - Herjólfur notaður fyrsta kastið: Nýja ferju sumarið 2013 s -I skýrslu stýrihóps kemur fram að frátafir Herjólfs aukist verulega eftir 2013 vegna þess að þá er gert ráð fyrir að grynnka fari á sandrifinu -Hætta á frátöfum getur orðið veruleg yfir vetrarmánuðina FRAMKVÆMDIR við Landeyjahöfn ganga vel. Bæjarráð fundaði á þriðjudag og tók fyrir skýrslu Siglingastofnunar vegna samanburðar á Herjólfi og dönsku ferjunni Kyholm. Bæjarráð þakkar upplýsingamar sem koma fram í skýrslunni og ítrekar fyrri ályktanir þar sem lýst er óánægju með að ekki skuli hafa orðið af ný- smíði á Vestmannaeyjaferju eins og stefnt var að. Bæjarráð tekur undir afstöðu stýri- hóps um Landeyjahöfn og styður að Herjólfur verði notaður til siglinga í höfnina til ársins 2013. Þó er gerður fyrirvari um að frátafir verði ekki meiri en 3%. í fundargerð bæjarráðs segir að slíkt kalli á að dýpi á rifinu verði haldið meim en 6,0 metrar. Áætlun gerir ráð fyrir að dýpka þurfi rennu tvisvar á ári fyrir Herjólf frá og með 2012 eða alls átta skipti. Áætlað dýpkunarmagn 20.000 m3 og kostnaður 22 milljónir króna í hvert skipti. Bæjarráð setur fyrirvara um að aukin rekstrarkostnaður verði ekki til þess að ferðum verði fækkað eða dregið ur þjónustu. „Samgöngu- yfirvöld hafa kynnt ákveðið þjón- ustustig hvað varðar áætlun, far- gjöld, farmgjöld, rútuferðir til Reykjavíkur og fleira. Bæjarráð lítur svo á að ákvörðun um að nota Herjólf áfram verði ekki til að draga úr því þjónustustigi sem hefur verið kynnt.“ Bæjarráð setur einnig fyrirvara um að aðbúnaður farþega verið bættur. „Skipta þarf um stóla, endumýja búnað, bæta leikrými barna og ýmislegt fleira. Þá liggja einnig fyrir tillögur Skipatækni um viðamiklar breytingar. Bæjarráð lítur svo á að samgönguyfirvöld þekki þær breyt- ingar sem gera þarf og að ákvörðun um að nota Herjólf áfram feli í sér loforð um endurbætur á skipinu.“ Fyrirvari er einnig settur um að nýsmíði verði boðin út á árinu 2011. „I skýrslu stýrihóps kemur fram að frátafir Herjólfs aukist verulega eftir 2013 vegna þess að þá er gert ráð fyrir að grynnka fari á sandrifmu. Grynnkun á sandrifinu er unnt að halda í skefjum með dýpkun. Hins vegar getur það gerst að ekki er unnt að dýpka á rifmu í einn til tvo mánuði einmitt á því tímabili sem mest er þörf fyrir það,“ segir í fund- argerð og ennfremur að hætta á frá- töfum geti orðið veruleg yfir vetrar- mánuðina. „Því lítur bæjarráð svo á að ákvörðun samgönguyfirvalda um að nota Herjólf áfram feli í sér samþykki á tillögum stýrihóps um að þegar á árinu 2011 verði boðin út smíði nýrrar ferju í stað Herjólfs sem kæmi þá í gagnið eigi síðar en sumarið 2013. Bæjarráð óskar eftir því að stýrihópur um nýsmíði verði skipaður eigi síðar en 1. júlí 2010.“ Frá Höllinni: Sóldögg og Dúndur- fréttir Á sunnudaginn næstkomandi verða stórtónleikar í Höllinni þegar Dúndurfréttir leika fyrir bjargvætti landsins, sjómenn fslands, íjölskyldur þeirra og aðra sem vilja njóta. Sveitin leikur lög rokkgoðanna í Led Zeppelin og Deep Purple og hefur hlotið mikil lof fyrir frammistöðu sfna. Auk þess verður Sóldögg með ball í Höllinni á laugardags- kvöldið og boðið upp á tónlistar- atriði á Volcano Café bæði fimmtudag og föstudag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.