Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Side 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009 LITLA stórsveit Lúðrasveitar Vestmannaeyja sló fyrstu tónana á tónleikunum á sunnudeginum og skiiaði sínu með glæsibrag. Dagar lita og tóna bregðast ekki / - Ragnheiður, Omar og Tómas R. fóru á kostum: Meira að segja steinarnir táruðust -Aukin þátttaka tónlistarfólks frá Eyjum er mikið gleðiefni og gefur fögur fyrirheit tlmsögn Ómar Garðarsson omar @ eyjafrettir.. is Það er kannski að bera í bakkafull- an leikinn að hrósa Listvinafélag- inu, þar sem Hermann Einarsson og Ligi Tómas Björnsson fara fremstir, rn listahátíðina, Dagar lita og tóna sem haldin hefur verið árlega frá árinu 1991. Kveikjan var tón- leikar og myndlistarsýning þar sem minnst var afreka Guðna Herman- sen í myndlist og djassleik. Markið var sett hátt eins og Guðni átti skil- ið og hvergi hefur verið slakað á síðan. Þökk sé þeim Hermanni og Inga Tómasi. I ár voru Tómas R, Ómar Guðjóns og Ragnheiður Gröndal stóru númerin en fleiri komu við sögu og er ánægjulegt að sjá að hlutur Eyjamanna er að aukast. Og þeir sem spiluðu með þeim þremur fyrst nefndu eru heldur engir aukvisar. Frá upphafi hafa Dagar lita og tóna verið haldnir á hvítasunnu í Akóges sem myndar skemmtilega umgjörð ’iátíðina. Þó myndlistarsýning- ... aéu ekki lengur hluti af hátíðinni eiga þeir Akógesfélagar myndarlegt málverkasafn sem eykur á stemmn- inguna og þægilegheitatilfinning- una að vera á staðnum. Og svolítið er þetta í anda Guðna Hermansen. Undirritaður missti af Tríkot og Lúðró og Arndísi en miðað við frammistöðu þeirra helgina á und- an, þar sem Sigurgeir Jónsson hrós- aði þeim í hástert, efast ég ekki um að þetta Eyjaframlag hefur verið í háum gæðaflokki. Tepokinn, með þeim Jóhannesi Þorleikssyni á trompet, Leifi Gunnarssyni á bassa, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommur og Jóni Elíassyni á píanó, fór líka fram hjá undirrituðum en ég er ekki í vafa, miðað við fyrri frammistöðu, að þeir hafi staðið sig með sóma. Litla stórsveit Lúðrasveitar Vest- mannaeyja sló fyrstu tónana á tón- leikunum á sunnudeginum. Hana skipa tíu blásarar, píanóleikari, gitarleikari og bassi. Þeir léku Stjörnur Tómas R, Ragnheiður og Ómar voru stóru númerin en ber er hver að baki nema sér bróður eigi og í þeirra tilviki var það hópur frábærra listamanna. nokkur létt lög og fórst það vel úr hendi. Þétt spilamennska og sving- inu náðu þeir svikalaust íYou’aint got that Swing sem hljómaði með ósviknu stórsveitarsándi. Að fá steina til að tárast Ómar Guðjónsson, gítarleikara, þarf ekki að kynna fyrir gestum hátíðarinnar þó nokkuð sé liðið frá því hann kom síðast. Með honum í tríói eru Matthías Hemstock sem er einn okkar besti trommari og Þor- grímur Jónsson á bassa sem líka er í fremstu röð. Hafi einhver íslendingur náð að komast í beint samband við hljóð- færi sitt er það Ómar Guðjónsson sem handleikur gítarinn af slíkri snilld og tilþrifum að jafnvel stein- arnir hljóta að tárast. Uppistaðan var lög af plötu hans, Fram af, sem hlaut Islensku tónlistarverðlaunin sem besta djassplata ársins 2008. Ekki ætla ég að reyna lýsa snilli Ómars en hann gleymdi ekki félögum sínum sem fengu líka að njóta sín. Sum lögin hittu í mark en önnur þurfa meiri tíma eins og gengur en það gladdi hjartað að heyra þremenningana taka lag Lennons, I am the Walrus, úr myndinni, Magical Mystery Tour. Hún verður seint talin meðal stórvirkja Bítlanna en lögin Strawberry Fields Forever og I am the Walrus sem þar heyrðust eru meðal þess besta sem frá fjór- menningunum stórkostlegu. Það kom ekki á óvart þegar Ómar upplýsti að hafa hlustað á gítar- goðin Jimmi Hendrix og Eric Clapton. Tók hann eitt af lögum Cream, súpergrúppunni sem í voru Clapton, Jack Bruce á bassa og Ginger Baker á trommur sem ennþá er að þó ótrúlegt sé. Það var Strange Brew af meistaraverkinu Disraeli Gears sem innihélt gull- mola eins og Sunshine Of Your Love, World Of Pain, Tales Of Brave Ulysses. Var stórkostlegt að fylgjast með Ómari gefa þessum lögum nýtt líf þar sem borin var fyllsta virðing fyrir upprunalegu útgáfunni. Frábært. Danstaugin kitluð Tómas R. fór ekki langt til að finna fólk í Trúnósveit sína. Hann kippti inn þeim Ómari og Matthíasi og auk þeirra mættu hljómborðsleik- arinn Davíð Þór Jónsson og Ragn- heiður Gröndal sem þanið hefur sín dásamlegu raddbönd svo oft á hátíðinni. Trúnósveitin bauð upp á dansvænt salsa eftir Tómas við kvæði eftir hann, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Sveinbjöm I. Baldvinsson og fleiri. Tómas hefur áður komið fram á Dögum lita tóna en hann á sér tvær hliðar, hefðbundinn djass og svo latínsveifluna sem er aðal Trúnósveitarinnar. Latínplötur hans aðrar eru Kúbanska, Havana, Romm Tomm Tomm og loks Trúnó sem kom út í haust. Það var skemmtilegt að fá þetta tækifæri til að kynnast tónlistinni á Trúnó og vantaði ekkert nema að fólk drifi sig út á gólfið í létta salsasveiflu. Það tók þau eitt eða tvö lög að ná að stilla saman strengi en þegar því var náð renndu þau sér ljúft í hvert lagið af öðm. Sum ljúf og önnur ögrandi og kraftmikil. En snilldin og leikgleðin var það sem stóð upp úr og gerði þetta svo skemmtilegt. Og geti Ómar fengið steina til að tárast hljóta þeir að háskæla þegar Ragnheiði tekst best upp sem hún gerði þetta kvöld í Akóges. Það sem gerir Daga og lita og tóna svo frábæra er það nána sam- band sem skapast milli listafólks og gesta í litlum salnum. Ekki veit ég hvað margir mættu á sunnudags- kvöldinu en þama var fólk komið til að hlusta. Sýndi það þakklæti sitt með duglegu klappi sem skilaði sér til tónlistarfólksins sem skemmti sér ekki síður. Það er hin fullkomna uppskrift að góðri skemmtun sem tónleikamir á sunnudaginn svo sannarlega vom.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.