Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Side 22
22
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
Yndislegt að sjá skipin koma
inn þessa fallegu innsiglingu
-segir Kolbrún Þorsteinsdóttir, eiginkona Sverris Gunnlaugssonar, sem nú er með
Gullberg VE - Kolla hefur fylgt bónda sínum í siglingar, tók að sér að kokka í afleysingum
á Jóni Vídalín og leysti af sem háseti á Vestmannaey þegar á þurfti að halda
ÁSTIR samlyndra hjóna Kolla og Sverrir eru samrýmd og viðtalið er í raun ástarjátning sjómannskonunnar sem nýtir þær stundir sem gefast
með sínum karli til hins ýtrasta.
Viötal
GúðBjðrg'SIgúfgéirsdöffir"
gudbjorg @ eyjafrettir. is
Kolbrún Þorsteinsdóttir er sannköll-
uð sjómannskona en maður hennar,
Sverrir Gunnlaugsson, skipstjóri,
hefur stundað sjóinn öll þeirra bú-
skaparár. Hún er stolt af sínum
manni og þegar hann kemur í land
tekur hún á móti honum á bryggj-
unni hvort sem er að nóttu eða
degi. Og hún hefur ekki látið þar
við sitja. Kolla hefur fylgt bónda
sínum í siglingar, tók að sér að
kokka í afleysingum á Jóni Vídalín
og leysti af sem háseti á Vest-
mannaey VE þegar á þurfti að
halda. Hún fer enn einn og einn túr
með bónda sínum, svona til að
fylgjast með enda líkar henni vel á
sjónum. Kolla og Sverrir eiga tvo
syni, Þorstein og Jón Kristin, sem
báðir búa með fjölskyldum sínum á
höfuðborgarsvæðinu.
Alltaf verið sjómanns-
kona
Kolla tekur á móti blaðamanni á
fallegu heimili þeirra hjóna við
Birkihlíð. Garðurinn í kringum
húsið hreint út sagt ótrúlegur og þar
skarta furur og blágreni sínu feg-
ursta. Allt snyrtilegt og vel við
haldið og hún sér sjálf um að mála
skrautmuni sem prýða garðinn.
„Sjáðu þessa, nú er hún komin í
gulan kjól, var í fjólubláum í
fyrra,“ segir Kolla og bendir á
tréskúlptúr af konu við eitt beðið.
„Já ég hef alltaf verið sjómanns-
kona. Við Sverrir giftum okkur 28.
desember 1968 og keyptum okkur
íbúð við Urðaveginn fyrir spari-
merkin.
Sverrir byrjaði á Berg árið 1967
en fyrst eftir að hann kom til Eyja
var hann sendill í bakaríinu hjá
Simma. Ég vissi alltaf af honum,
við vorum í stórum vinahóp sem
fór saman á böll, bíó og partí. Við
hittumst alltaf á Hressó áður en við
fórum í bíó og einhverju sinni var
hann blankur og einhver spurði
hvort ég gæti lánað honum. Ég hélt
nú ekki, hann gæti bara borgað
fyrir sig sjálfur. Þegar hann spurði
eftir mér á Vesturveginum í fyrsta
skipti kom mamma til dyra og
kallaði á mig. Þegar ég sá hann
sagðist ég ekki mega vera að því að
tala við hann, ég væri að vaska upp
og skellti á hann. Ári seinna varð
hann maðurinn minn.Yndislegur og
góður maður.
Margsinnis í siglingar
Það er ofboðslega gaman að vera
sjómannskona. Eg hef farið marg-
sinnis með Sverri í siglingar og það
er frábært að koma á staði eins og
Grimsby, Hull, Cuxhaven og
Bremerhaven. Þegar Vestmannaey
fór í slipp til Esbjerg í Danmörku
fór ég með og var úti allan tímann.
Viðgerðin átti að taka tvær vikur en
tók heilan mánuð. Það var frábært
að vera úti og við mættum alltaf á
sama pöbbinn klukkan sex á kvöld-
in og fengum okkur Hof og
Gammel Dansk þannig að heima-
fólkið var farið að þekkja okkur.
Við komum ekki til Eyja fyrr en á
jóladag en Þorsteinn sonur okkar
var þá sex ára og í góðu yfirlæti hjá
foreldrum mínum,“ segir Kolla og
bætir því við að hann hafi verið
mjög sáttur hjá ömmu og afa og
spenntur að skoða gjafimar sem
foreldramir komu með heim.
Kolla segir að það hafi verið nóg
að gera þegar komið var í land í
útlöndum enda mikið að snúast í
búðunum og langir listar yfir allt
sem þurfti að finna og kaupa.
„Afgreiðslufólkið var farið að
þekkja okkur í magasínum þar sem
við versluðum. Ég var kannski með
25 til 30 umslög á hlaupum í inn-
kaupum fyrir Pétur og Pál úti í bæ.
Ég var að kaupa kerrur, dúkku-
vagna og hjól og bara nefndu það.
Ég hætti því alveg þegar ég frétti að
kerlingar sem ég var að versla fyrir
voru að hneykslast á því niður í
stöð að ég væri enn og aftur farin
að elta karlinn í siglingu. Mér
fannst hins vegar rosalega gaman í
siglingum og þegar við fómm á
Hull og Grimsby fómm við í rútu-
ferðir til Blackpool og Fleetwood.
Það var ýmislegt brallað og þessar
ferðir em í mínum huga ógleyman-
legar og ég kynntist skemmtilegu
og góðu fólki.
Á Bergey vom bestu stundirnar á
sjónum. Þar fór ég fyrst í nála-
körfuna, þar var einstakur mann-
skapur eins og stórfjölskylda. Við
konumar gerðum margt saman,
létum sauma peysur á áhöfnina.
Okkur var gefið gull á sjómanna-
dag, ferðuðumst til Amsterdam í tíu
daga, og London í viku. Eitt stórt
ævintýri.
Háseti hálfan túr
Kolla fylgist vel með veður- og
aflafréttum og öllu sem tengist
sjónum. „Ég hef trúlega verið sjó-
maður í fyrra lífi, eða málari en
mér finnst líka voða gaman að
mála,“ segir Kolla en þegar Sverrir
var með frystiskipið Vestmannaey
leysti hún af sem háseti hálfan túr.
„Einn skipverjinn missti náinn
ættingja og þurfti að fara í land. Ég
flaug til ísafjarðar og þar fór ég í
björgunarbát sem flutti mig um
borð í Vestmannaey og skipverjann
í land. „Það var skemmtilegt að sjá
og kynnast vinnslunni um borð en
mér fannst nýtingin á aflanum ekki
góð a.m.k. var miklu meira lagt
upp úr nýtingu í ísfélaginu.
Þegar Sverrir hætti á Vestmannaey
drifum við okkur í Karabíska hafið
og vorum síðan á Orlando í sautján
daga og áttum yndislegan tíma.
Þegar við komum heim aftur beið
hans skipstjórnarstaða á Jóni
Vídalín sem var gerður út í
Þorlákshöfn. Sverrir vildi að við
flyttum frá Eyjum en ég sagði að
hann kæmi aftur. Ég fór til Þorláks-
hafnar og tók á móti honum þegar
hann kom í land og á sumrin vorum
við með tjaldvagn í Efstadal við
Laugarvatn og höfðum það notalegt
í þrjátíu tíma stoppum í Kollulundi.
Vár alltaf tilbúin
Kolla leysti af sem kokkur á Jóni
Vídalín tvö sumur. „Fyrra árið
leysti ég af sem kokkur tvo túra og
seinna árið þrjá túra. Það gaf mér
svo mikið sjálfstraust að geta eldað
ofan í alla þessa karla en þeir voru
sautján um borð. Þeir voru voða
ánægðir og ég vann þetta jafnt og
þétt. Mér fannst eiginlega erfiðast
að vakna klukkan hálf sex á
morgnana og hafa til morgunmat-
inn. Síðan var tíukaffi, hádegis-
verður, þrjúkaffi, kvöldmatur,
kvöldkaffi og miðnætursnarl.
Áhöfnin vann á sex tíma vöktum
fyrir utan skipstjóra og stýrimann
sem voru á tólf tíma vöktum. Ég sá
líka um að ræsa mannskapinn og
strákamir um borð hafa reynst mér
yndislegir vinir og sumir eru bara
eins og peyjamir mínir. Seinna
sumarið vom báðir synir okkar um
borð með okkur“.
Vinnslustöðin keypti svo Jón
Vídalín og Sverrir fylgdi með í
kaupunum. „Ég fór oft með Sverri
á sjó þegar hann var á Jóni
Vídalín,“ segir Kolla og brosir
leyndardómsfullu brosi. „Ég fylgdi
honum niður á bryggju og þá var
kannski ákveðið að ég færi með og
ég skildi bara bílinn eftir á bryggj-
unni. Þetta var eftir að við vorum
orðin tvö, strákarnir famir að
heiman. Ég átti föt og snyrtidót
klárt um borð þannig að ég var
alltaf tilbúin til að fara með og
ekkert mál,“ segir Kolla og þegar
hún er spurð hvort hún hafi aldrei
verið sjóveik segist hún hvorki hafa
fundið fyrir sjóveiki né sjóhræðslu.
Geri allt sem ég get sjálf
Það er ákveðin rómantík í kringum
sjómannslífið?
„Já, kertaljós og stórsteikur, alveg
draumur í dós. Það er auðvitað dá-
lítið sérstætt að vera gift sjómanni
og yndislegt þegar þeir koma í
land. Ég verð svo hissa þegar
konur em þreyttar á að hafa þá
heima og vilja koma þeim út á sjó
aftur. Þegar Sverrir minn kemur
heim þá reyni ég að hafa það þann-
ig að hann slappi af og hafi það
notalegt."
En lendir ekki heimilishaldið alveg
á þér, þú hlýtur að halda öllu gang-
andi í landi?
„Heima á Islandi sé ég um
peningamálin en hann sér um þau í
útlöndum. Við höfum átt góðar
stundir og reynum að fara út tvisvar
á ári. Við fómm fyrst út með Jón
Kristin þegar hann var níu mánaða
og hann fór á hverju ári með okkur
þangað til að hann varð 13 ára.
Þorsteinn var mikið hjá foreldmm
mínum þegar hann var lítill en kom
líka með okkur út nokkmm sinn-
um. Ég og mamma vomm svo
miklar vinkonur, ég lærði svo
mikið af henni. Núna eigum við
íbúð á Tenerife og reynum alltaf að
fara út tvisvar á ári og emm í þijár
til fimm vikur. Við vomm úti um
síðustu jól og áramót með sonum
okkar og fjölskyldum þeirra og við
Sverrir ætlum aftur út í haust.“
Nú hefur þú glímt við veikindi,
hefur brotnað ótal sinnum?
„Þetta er í blóðinu, ég er búin að
brotna mjög oft, það er alveg rétt.
En ég læt það ekki stöðva mig og
geri allt sem ég get sjálf. Það fer
hins vegar í taugamar á mér þegar
fólk segir; „ertu brotin einu sinni
enn,“ það er svolítið særandi.
Seinni árin hafa brotin orðið verri
og eru lengur að gróa. Ég er ný-
komin úr gifsi, “ segir Kolla og
útskýrir hvemig hún brotnaði þegar
hún var að hengja út þvott eftir
dvölina á Tenerife um jólin. „Ég
verð rosalega sár þegar þetta gerist.
Ég er samt sem áður búin að læra
að við verðum að taka því sem
okkur er ætlað í lífinu og það er
svo margt sem er verra. Ég hef
alltaf séð um mig sjálf og þetta
hefur alltaf bjargast. Ég þoli ekkert
helvítis vesen. Ég þarf að lifa með
þessu. Það fer í taugamar á mér
þegar fólk er að væla út af smá-
munum.“
Yndislegt að sjá skipin
koma inn
Sverrir hefur verið með Gullbergið
undanfarið ár og Kolla segir
skemmtilegt að fylgjast með þeim
tækninýjungum sem átt hafa sér
stað frá því hann byrjaði fyrst til
sjós á Berg. Það er rosalega flott
spil um borð í Gullberginu og tvö
troll. Ég fór með þeim einn túr í
fyrrasumar og það var skemmtilegt,
eina að hann veltur meira en hin
skipin sem ég hef farið með enda
styttri. Mér finnst yndislegt að sjá
skipin koma inn þessa fallegu
innsiglingu í Eyjum. Ég fer alltaf
að sækja Sverri þegar hann kemur í
land, á hvaða tíma sólarhringsins
sem er. Við erum svo samrýmd og
okkur Ieiðist báðum kjaftagangur
og blaður. Ég hef líka kynnst fólki
á sjávarútvegssýningum og Sverrir
er að bera mér kveðjur frá hinum
og þessum og við þekkjum skip-
stjóra út um allt land, “ segir Kolla
sem lætur ekkert stoppa sig.