Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Síða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009 4 Vestmannaeyingum, sem gerast sveitarstjórar, fjölgar - Gunnólfur Lárusson s Nálægð við Drekasvæðið skapar spennandi sóknarfæri -segir Gunnólfur en Langanesbyggð og Vopnafjörður ætla að sameinast um að bjóða þjónustu fyrir olíuleit og síðar borunina ef olía finnst á svæðinu Viðtöl Júlíus G. Ingason Julius@ eyjafrettir. is Það mætti með lítilli fyrirhöfn halda því fram að Eyjamenn séu smám saman að ná undirtökunum á Islandi, eða Norðureyju Vest- mannaeyjaklasans eins og sumir vilja kalla meginlandið. Sex menn, sem kenna sig gjaman við Vest- mannaeyjar, eru nú sveitarstjórar víðsvegar um landið. Fyrstan ber að nefna Elliða Vignisson, bæjar- stjóra í Vestmannaeyjum. Þá er það eini borgarstjórinn í hópnum, Jón Valgeirsson, sem starfaði hér sem lögfræðingur í mörg ár en er nú sveitarstjóri í Borgum. Ámi Sig- fússon hefur stýrt skútunni um ára- bil í Reykjanesbæ og fyrrum bæjar- stjóri Vestmannaeyja, Bergur Elías Ágústsson, er sveitarstjóri í Norð- urþingi. Tveir í viðbót bættust við á dögunum, Gunnólfur Lárusson, sem tók við sem sveitarstjóri í Langanesbyggð eftir að hafa verið sveitarstjóri í Dalabyggð um tveggja ára skeið. Hinn er Ás- mundur Friðriksson sem tók við sem bæjarstjóri í Garðinum í síðustu viku. Einn af stofnendum Hildibrandanna Gunnólfur Lárusson er ekki borinn og bamfæddur Eyjamaður. Hann fluttist til Eyja 14 ára gamall og bjó hér í mörg ár. En Gunnólfur kallar sig Eyjamann og er kvæntur Eyja- konunni Unni Lilju Elíasdóttur og saman eiga þau þrjú uppkomin böm, Elías Raben, Gyðu Lind og Láms. Gunnólfur starfaði sem sveitarstjóri í Dalabyggð á Vestur- landi í tvö ár en á dögunum var hann ráðinn sem sveitarstjóri í Langanesbyggð á Norðausturlandi. Gunnólfur tók vel í smá spjall við Fréttir enda hefur hann haldið tengslum við Eyjamar. Margir af ættingjum Unnar em búsettir hér. Gunnólfur segist vel muna eftir því hvemig það var að flytja til Eyja á sínum tíma. „Eg var fimmtán ára þegar pabbi fékk vinnu sem skip- stjóri á nýjum Herjólfi. Þetta var árið 1976 og við fluttum til Eyja það ár. Það var í raun ágætur tími fyrir mig að flytja, ég var að fara í Gagnfræðaskólann og féll mjög fljótt inn í hópinn hér. Við vorum öll mjög spennt fyrir því að flytja til Eyja, ég og yngri bróðir minn, Örnólfur, Lárus heitinn, faðir minn, og Guðfríður, móðir mín en Bjam- ólfur kom í heiminn þetta ár sem við flytjum. Skipstjórastarfið var auðvitað draumastarf pabba og hann var alltaf mjög ánægður í starfi. Eins og ég sagði þá féll ég vel inn í hóp- inn, tók m.a. þátt í því að stofna Hildibrandafélagið 1977 eða 1978 og á marga góða kunningja frá þessum tíma. Ég gerðist reyndar ekki svo frægur að spila fótbolta með Hildibröndunum. Ég kynntist Unni Lilju fljótlega eftir stofnunina og hún siðaði mig svolítið til,“ sagði Gunnólfur og hló. í nám í Danmörku Eftir gagnfræðaskólanámið fór Gunnólfur að vinna en fór svo í Framhaldsskólann hér þar sem GUNNÓLFUR með barnabarnið og til hliðar er stórfjölskyldan þar sem Halla amma er miðpunkturinn. Frá vinstri: Unnur Lilja, eiginkona Gunnólfs, Gunnólfur, Gyða Lind, Lárus, Bára Dal, Elías Raben og Unnur Karen. Á stólnum situr svo Halla, móðir Gunnólfs með barna- barnabarnið Andra Hrafn. Myndir Baldvin. hann var á uppeldisbraut í tvö ár. „Árið 1983 fór ég svo til Danmerk- ur í nám og lærði þar bygginga- tækni og vorum við í fimm ár úti. Byggingatækni er mjög tengd húsasmíði, er næsta skref á undan tæknifræðinni ef ég á að reyna að útskýra um hvað námið snýst. En eftir þessi fimm ár fluttum við aftur til Eyja og ég fór á sjóinn." Afhverju aðfara á sjóinn eftir nám í byggingatœkni? „Maður var auðvitað bláfátækur eftir námsárin og þurfti á góðum tekjum að halda. Ég var heppinn með pláss, var m.a. á Þórunni Sveins VE, Þóri Jónssyni VE, sem var þá stærsti plastbátur landsins. Svo var ég líka með karlinum um borð í Herjólfi en eftir nokkur ár á sjónum keypti ég sjoppuna Pinnann og rak hana í nokkur ár. Eftir það keypti ég húsið af Trausta Mar og opnaði Isjakann þar sem hann er enn til húsa. Árið 1997 vildum við hins vegar fara að breyta til. Ég sótti um stöðu aðstoðarmanns sveitarstjóra á Búðardal. Ég fékk starfið en þetta var ný staða þannig að ég gat mótað starfið að miklu leyti. Námið í byggingatækninni nýttist mér mjög vel og okkur líkaði líka vel í Búðardal þar sem við búum reyndar enn. En við erum að flytja norður á Þórshöfn og húsið okkar þar losnar í september." í landbúnaðarhérað Hver er helsti munurinn á Búðardal og Vestmannaeyjum ? „Það er talsverður munur. I Dalabyggð búa um 700 manns en um 4000 í Eyjum þannig að stærðin er önnur. Þá er landbún- aðurinn aðalatvinnuvegurinn hér á meðan sjávarútvegurinn er allt í Eyjum. Ég ætlaði varla að trúa því hversu mikill munur er á fólki sem er í landbúnaði og sjávarútvegi. Ég vil reyndar ekki segja hver helsti munurinn er því ég vil ekki móðga neinn en ég get þó sagt að sjávar- útvegshugsunin á betur við mig, þar er meiri sjálfsbjargarviðleitni. Eftir að hafa starfað í tíu ár sem aðstoðarmaður var komið að sveitarstjómarkosningum 2006. „Þá tók ég þá ákvörðun að bjóða fram lista óháðra í Dalabyggð og bauð sjálfan mig fram sem sveitar- stjóraefni. Við unnum sigur, fengum 196 atkvæði á meðan VG fékk 133 og H-listinn svokallaði fékk 130. Við mynduðum meiri- hluta með H-listanum sem vildi auglýsa stöðu sveitarstjóra. En við náðum þeirri lendingu að ég tæki við sem sveitarstjóri og samningur- inn yrði svo endurskoðaður eftir tvö ár. Þessi tvö ár sem ég sat í sveitar- stjórastólnum gengu mjög vel. Dalabyggð skilaði hagnaði bæði árin en það hafði ekki gerst í mjög langan tíma. Hlutirnir gengu mjög vel í sveitarfélaginu en þá tók póli- tíkin við. H-listinn vildi auglýsa stöðu sveitarstjóra. Þeir gengu það hart fram í því að meirihlutasam- starfið sprakk og H-listinn myndaði meirihluta með VG. Ég missti því vinnuna að ósekju enda var aldrei kvartað undan mínum störfum í þau tvö ár sem ég var sveitarstjóri.“ Einn af 40 umsækj- endum Gunnólfur kláraði þó eitt af stóru verkefnunum sem hann kom í gegn sem sveitarstjóri, byggingu leik- skóla á Búðardal en hann starfaði sem eftirlitsmaður og smiður í byggingu skólans. Eftir að því lauk var hann atvinnulaus í tvo mánuði en þá sá hann stöðu sveitarstjóra í Langanesbyggð auglýsta. „Ég var einn af fjörutíu umsækjendum þannig að það var mikill sigur fyrir mig að vera ráðinn. Mér líst mjög vel á sveitarfélagið. Langanes er aðeins minna en Dalabyggð en þar er sjávarútvegurinn aðalatvinnu- greinin eins og er. Það gæti þó breyst ef áætlanir með olíuleit á Drekasvæðinu ganga eftir en Þórshöfn, sem er höfuðstaður Langanesbyggðar, er næsta höfn við svæðið. Það eru uppi hugmyndir að byggja hér nýja höfn inni í Gunn- ólfsvík," sagði hinn nýráðni sveitarstjóri, Gunnólfur, og segir það af og frá að hann hafi verið ráðinn vegna nafntengingar við fyrirhugaða höfn. Skýringin á nafni Gunnólfs kemur þó fljótlega fram í spjallinu. „Pabbi er ættaður héðan frá Þórshöfn og hér er fjall sem heitir Gunnólfsvíkurfjall. Við bræðumir erfðum líka jörð hér eftir pabba, um 3200 hektara land. Á því var eyðibýli sem við höfum verið að laga og ætlum að klára í sumar. Það verða því hæg heima- tökin fyrir mig í sumar að taka til hendinni á sveitaóðalinu." Olían við bæjardyrnar Hver eru helstu verkefni í Langa- nesbyggð? „Ég sé fram á að mitt aðalverkefni verði að huga að þjónustu við fyrir- hugaða olíuleit. Hér hefur verið unnin góð undirbúningsvinna, það er búið að stofna félagið Dreka- svæðið ehf. með aðkomu Langa- nesbyggðar og Vopnafjarðar Sveitarfélögin ætla að sameinast um að bjóða þjónustu fyrir leitina og síðar borunina ef olía finnst á svæðinu. Menn hér hafa spáð því að ef allt fer á besta veg, þá gæti íbúum á Þórshöfn fjölgað um ein- hver hundruð. Þannig að þarna er virkilega spennandi sóknarfæri fyrir sveitarfélagið sem verður gaman að taka þátt í. En svo eru auðvitað aðrir rekstrarþættir, sjávarútvegur og almennur rekstur bæjarins. Mín skoðun er sú að sveitarstjóri þarf að vera góður í mannlegum samskiptum. Hjá sveitarfélögunum starfar hæft fólk og staða sveitar- stjóra snýst ekki um að vera klár- astur. Heldur þarf sveitarstjóri að stýra klára fólkinu sem vinnur hjá bænum.“ Nú er annar Eyjamaður í nœsta bœ nánast. Bergur Elías Agústsson er sveitarstjóri í Norðurþingi með aðsetur á Húsavík. Kornið þið til með að vinna satnan Eyjamennirnir sem ráðið norðausturhomi landsins? „Já, við gerum það örugglega. Bergur hringdi í mig um daginn en það er þannig að Norðurþing þjónustar Langanesbyggð að nokkru leyti þannig að það er góð samvinna á milli sveitarfélaganna. Það skemmir auðvitað ekkert fyrir að Eyjamenn stýra þeim,“ En hvað er þetta með Eyjamenn í sveitarstjórastöðum? Er eitthvert plott í gangi að koma Eyjamönnum til valda víðs vegar um landið? „Nei við erum bara langduglegastir. Allavega þangað til einhver annar segir eitthvað annað," segir sveitar- stjórinn í Langanesbyggð að lokum II

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.