Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 11. mars 2010 Vestmannaeyingar fylgjast vel með hræringum í Eyjafjallajökli: Vatnsból og lögn í hættu -HS-orka er með viðbúnað - Ekki bein hætta fyrir Vestmannaeyjar NÝ VATNSLÖGN var lögð til Vestmannaeyja sumarið 2008. Það er eðlilegt að Eyjamenn horfi til Eyjafjallajökuls þegar hann byrjar að skjálfa eins og gerðist í lok síð- ustu viku. Jarðvísindamenn útilok- uðu ekki að skjálftamir væru undan- fari eldgoss og var fyrsta viðbúnað- arstig sett á. Almannavarnanefnd Vestmannaeyja var kölluð saman til fundar á föstudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. Ekki er talin bein hætta fyrir Vestmannaeyjar af gosi úr Eyjafjallajökli nema að vatns- bólið við Stóru Mörk og vatnslögnin gætu orðið fyrir tjóni. Á fundinum var farið yfir hverjar hætturnar eru fyrir Vestmannaeyjar og Ivar Atlason, forstöðumaður Tæknideildar hjá HS veitum hf., fór yfir stöðuna á vatnsbólinu við Stóm Mörk og hverjar afleiðingar gætu orðið við skjálfta og hugsanlegt eld- gos. ívar fór líka yfir hugsanlegar aðgerðir í framhaldi af hugsanlegum skaða í vatnsbólum. Samþykkt var að lýsa yfir áhyggjum af vatnsforða Vestmannaeyja og senda erindi þar að lútandi til HS veitna hf. Ekki bein hætta fyrir Eyjar „Bein hætta fyrir Vestmannaeyjar er hverfandi. Gos í Eyjafjallajökli eru ekki hamfaragos heldur byrja þau hægt og ná ekki miklu afli,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri og for- maður almannavarnanefndar, í sam- tali við Fréttir eftir fundinn. „Þannig er Vestmannaeyjum ekki nokkur hætta búin af flóðöldu. Að mati náttúruvísindaráðs almanna- varna er Landeyjahöfn heldur ekki í hættu jafnvel þótt hlaup verði. Hættan fyrir okkur Eyjamenn er nánast eingöngu að vatnsbólið okkar mengist við hræringarnar þegar kolsýrt gas kemst í samband við vatnið áður en það kemur að upptökum. í slíkum aðstæðum getur það gerst að ph gildi vatnsins falli og vatnið súrni. Þar með byrjar það að taka málma úr berginu sem -og að gert verði Bæjarráð hefur lagt fram tillögur að ferðaáætlun Herjólfs í Landeyjahöfn og miðast hún við 1360 ferðir á ársgrundvelli. Gert er ráð fyrir þremur til fjórum ferðum í vetrar- ætlun og fjórum til fimm á sumrin. Aukaferðir verða í tengslum við stærri viðburði. Vegagerðin fór þess á leit að bæjar- yfirvöld legðu tillögu að áætluninni fram en samkvæmt henni á að miða við 14 tíma hvíldarákvæði sjó- manna, þ.e. að ekki líði meiri tími frá fyrstu ferð og til þeirrar síðustu en svo að ákvæðið verði virt. Yfir vetrarmánuðina frá I. október til 1. apríl er miðað við þrjár ferðir á dag, mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum verða fjórar ferðir á dag. Þessa daga er fyrsta ferð frá Vestmannaeyjum kl. 7:00 og síðasta kl. 19:00. Á laugardögum verða þrjár ferðir, og fjórar á sunnudögum, fyrsta frá Eyjum kl. 10:00 og síð- asta kl. 21:00. Um stórhátíðir gildir sérstök áætlun Á vorin og haustin eða frá 1. maí til 1. júní og frá I. september til 1. október er miðað við þrjár ferðir frá mánudegi til miðvikudags og fjórar það rennur eftir og verður ekki hæft til neyslu. Af þessum sökum fara reglulega fram mælingar á vatninu og sem betur fer er allt útlit fyrir að vatnsbólið okkar sleppi," sagði Elliði. Við öllu búnir ívar sagði í samtali við Fréttir að þeir væru með áætlanir til bregðast við verði aðveitan uppi á landi fyrir skemmdum en ennþá hefði ekki reynt á þær. Skapist hættuástand er fyrsta verk að sjá til þess að vatns- tankurinn í Löngulág, sem tekur 4500 tonn af vatni, sé fullur, sem hann reyndar er oftast að sögn ívars. „Fari allt á versta veg, vatnsbólið spillist og aðveitan verði fyrir mikl- um skemmdum erum við með ferðir frá fimmtudegi til sunnudags. Mánudaga til föstudags er miðað við að fyrsta ferð verði farin frá Eyjum kl. 07:00 og síðasta ferð kl. 19.00. Á laugardögum og sunnu- dögum verða fjórar ferðir á dag, fyrsta ferð frá Vestmannaeyjum kl. áætlun um að dæla vatni upp úr Álunum, sem er lindá og rennur milli Austur- Landeyja og Hólma- bæja, inn á aðveituna og svo erum við búnir að finna vatnsból í Fljóts- hlíðinni sem við teljum okkur geta gripið til,“ sagði ívar. Hann segir að öll aðveitan sé í hættu komi jakahlaup niður Markar- fljót en hægt verði að bregðast fljótt við ef hún skemmist. „Það er reikn- að með því að þetta verði ein gusa og þá verður staðan metin. Við erum með varahluti og tæki tilbúin til að gera við sem er liður í áætlunum okkar. Aðveitan er öll niðurgrafin. Sá staður sem aðveitan var í mestri hættu var þar sem hún lá undir gömlu Markafljótsbrúnni, en talið er að brúin fari strax ef til jökulhlaups 10.00 og síðasta kl. 21.00. í sumaráætlun, eða frá 1. júní til 1. september, er miðað við fjórar ferðir frá mánudegi til miðvikudags og fimm ferðir frá fimmtudegi til sunnudags. Frá mánudegi til föstu- dags er miðað við fyrstu ferð frá kemur. Liður í okkar forvöm var að grafa aðveituna undir Markarfljót og það gerðum við fyrir nokkrum árum. Nú liggur aðveitan á fimm metra dýpi undir Markarfljóti. Á leiðinni frá Markarfljóti niður á Landeyjasand eru tengi- og krana- hús sem standa upp úr og þau ásamt dæluhúsinu niðri á Landeyjasandi geta verið í hættu. Við þessu getum við brugðist en vonandi kemur aldrei til þess.“ Um sjálft vatnsbólið uppi við Stóru Mörk sagði ívar að stöðugt væri fylgst með því og gæði vatnsins mæld nokkrum sinnum á dag. „Þar hefur ekkert breyst í þessari hrinu,“ sagði Ivar að endingu. Eyjum kl. 07.00 og síðustu kl. 19.00. Á laugardögum og sunnu- dögum verður fyrsta ferð frá Vest- mannaeyjum kl. 10.00 og síðasta ferð kl. 22.00. Sérstök áætlun gildir um hvítasunnu og aðra hátíðisdaga sem koma upp á sumartíma. Frá prestum Landakirkju: Fyrsti héraðs- fundur í Suðurpró- fastsdæmi -Er víðáttumesta pró- fastsdæmi landsins - Sr. Ása Björk leysir af Fyrsti héraðsfundur í nýju Suður- prófastsdæmi verður laugar- daginn 13. mars. Það verða að teljast nokkuð söguleg tímamót því þarna er kirkjunnar fólk að taka til starfa í stærsta prófasts- dæmi landsins. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir mun leysa presta Landakirkju af þennan dag og er vaktsími hennar sami og presta Landakirkju, 488-1508. Suðurprófastsdæmi nær allt frá Strandarkirkju í Selvogi og Þor- lákshöfn í vestri og allt austur á Höfn í Hornafirði. Vestmanna- eyjar eru komnar í þetta prófasts- dæmi og er stefnt að því að Eyja- menn eigi fulltrúa meðal leik- manna í héraðsnefnd. Suðurpróf- astsdæmi er jafnframt fjórða fjöl- mennasta prófastsdæmi landsins, næst á eftir Reykjavíkurprófasts- dæmunum tveimur og Kjalar- nessprófastsdæmi. Næst á eftir okkur fylgir svo Eyjafjarðar- prófastsdæmi, en önnur eru mun fámennari og landminni. Suðurprófastsdæmi er víðáttu- mesta prófastsdæmi sem nokkru sinni hefur orðið til í sögu kirkjunnar á Islandi. Það verður því að teljast verðugt við- fangsefni að hefjast handa við að móta starfið í svo mikilvægri starfseiningu í skipulagi þjóð- kirkjunnar. Prófastsdæmi voru lengi um aldir miðuð við þing og sýslur og reyndar voru sýslumenn stundum settir prófastar. Sýslur hafa verið sameinaðar og þróunin hefur einnig verið sú að prófastsdæmi hafa sameinast. Stærstu skref f breytingum á pró- fastsdæmum í langan tíma voru tekin á kirkjuþingi 2009 og enn verður sameining prófastsdæma á dagskrá varðandi þrjú önnur landssvæði á kirkjuþingi t' nóvember 2010. Héraðsfundurinn verður haldinn á Hellu. Að honum loknum verður kjördæmisfundur fyrir leikmenn þar sem stillt verður upp tilnefningum til kirkjuþings. Suðurprófastsdæmi á tvo fulltrúa leikmanna á kirkjuþingi og einn fulltrúa presta. Kosið verður til kirkjuþings í apríl og er kosið til fjögurra ára. Bæjarráð leggur fram tillögu að áætlun Herjólfs í Landeyjahöfn: Vill fá 1338 ferða áætlun á ári ráð fyrir 22 ferðum til að hlaupa upp á ef þörf krefur Vilja svipuð afsláttarkjör og eru í Hvalfjarðargöngum -Áætlaður kostnaður heimila í Vestmannaeyjum vegna sam- gangna milli 300 til 400 milljónir á ári uð og fjögur hundruð milljónir á ári. Þannig gæti hver fjögurra manna tjölskylda verið að greiða Bæjarráð hefur lagt til við Vegagerðina að fallið verði frá núverandi fyrirkomulagi afsláttarkjara fargjalda í Herjólf og tekið upp svipað kerfi og notað er í Hvalfjarðargöngin. Þannig myndu stórnotendur eiga kost á því að kaupa 10-, 40- og 100 ferða kort með stigauknum afslætti. 10 ferða afsláttarkort myndi þannig kosta 5800 kr. og hver ferð því 580 kr. í stað 900, eins og stök fcrð mun væntanlega kosta. 40 ferða kort myndi kosta 15.520 og hver ferð því 388 og 100 ferða kort myndi kosta 25.900 eða 259 kr. fyrir ferð. Miðað við þetta er ekki gert ráð fyrir afslætti fyrir bfla, börn og ellilífeyrisþega. Vestmannaeyjabær áætlar að heildarkostnaður heimila í Vestmannaeyjum vegna samgangna milli lands og Eyja geti hæglcga verið milli þrjú hundr- rúmar 300 þúsundir á ári í samgöngur. Það liggur því í hlutarins eðli að afar brýnt er að allra leiða verði leitað til að beina auknum afslætti til heima- manna og annarra stórnotenda. Vilji Vestmanna- eyjabæjar er því að afsláttur verði aukinn og honum beint sérstaklega að stórnotendum. Einbeittur vilji Vestmannaeyjabæjar cr að af- sláttarfargjöld í Herjólf verði samræmd við þau afsláttarfargjöld sem veitt eru í Hvalfjarðargöngin. Samkvæmt gjaldskrá Spalar fyrir Hvalfjarðar- göng 1. febrúar 2010 er gefinn 36% afsláttur fyrir tíu ferða kort, 57% afsláttur fyrir 40 ferða áskrift og 71% fyrir 100 ferða áskrift. Tjtgefandi: Eyjasýn chf. 480878-0549 - Vestmannncyjuip. Bitstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlins Ingason. Ábyrgðarmenn: ÓmarGarðars- son & Gisli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjapivnt. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstnr frottir@eyjafrottir.is. Veffang: 11 tt])//www. eyjaf re tti r. is PRÍjTTER koma út alla fimmtudaga. lllaðið or solt í áskrift og oinnig i lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Viiruval, Horjólfi, Flughafnarvorsluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarböfn.. FRÉTTlR oru prentaðar í 2000 ointökum. FRÉTTiR eru aðilar ad Samtökum bœjar- og bóraðsfréttablaða. Eftirprentun, bljóðritun, notknn ljósmynda og annaö or óboimilt nema boimilda só gotið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.