Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 11. mars 2010
Árshátíð Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum:
Rólegt og dannað en hvar var fjörið?
#
Nemendur og starfsmenn Fram-
haldsskólans í Vestmannaeyjum
gerðu sér glaðan dag á föstu-
daginn þegar haldin var árshátíð
skólans. Hátíðin var haldin í
Höllinni en rúmlega 100 manns
mættu á lokapunkt opinna daga
sem haldnir voru í Framhalds-
skólanum. Sá sem þetta skrifar
var eitt sinn nemandi í skólanum
og þá var árshátíðin hápunktur
félagslífsins. £n ef árshátíðin í ár
er hápunkturinn, þá er félagslífið
í molum.
Það var þó ekki þannig að ekkert
hafi verið lagt í árshátíðina. Salur-
inn var glæsilegur á að líta, vel
skreyttur þar sem notast var við tröll
þrettándahátíðarinnar og fleira
skemmtilegt. Allir mættu prúðbúnir
til leiks og nutu þess að borða
frábæran mat sem Einsi kaldi og
félagar framreiddu.
Skemmtiatriðin voru hins vegar
frekar fátækleg, tvö tónlistaratriði,
ræða formanns nemendafélagsins
og verðlaunaafhending. Þá átti að
sýna kvikmynd en af einhverjum
ástæðum var það ekki gert.
Grínistinn' Þorsteinn Guðmundsson
reyndi hvað hann gat til að kreista
fram bros, tókst það endrum og eins
en meira að segja hann virtist gefast
upp. Á yfirborðinu var allt slétt og
fellt og allir brostu. Undirritaður
hafði það þó á tilfinningunni að
hann væri staddur í góðri hrollvekju
eftir Alfred Hitchcock. Það var
eitthvað sem var að en það var ekki
endilega sýnilegt.
Sjálfsagt er með undirritaðan eins
og flesta aðra, að sjá fortíðina í
hillingum en í minningunni var
árshátíðin mun meiri hátíð en hú.
Reyndar var fjörið stundum full-
mikið og mátti alveg draga aðeins'úr
galsanum. En fyrr má rota en stein-
rota. Þegar fjörið er orðið margfalt
meira á vorhátíð Félags eldri borg-
ara en á árshátíð ungmenna Fram-
haldsskólans þá er rétt að staldra
aðeins við. Hvar var fjörið? Hvar
voru skemmtiatriðin? Hvar var
gleðin?
Árshátíðinni var lokið um tíuleytið
um kvöldið og mátti sjá undir
hælana á veislugestunum, enda var
ekki annað að heyra en að flestir
væru á leið í partý áður en
dansleikur með SSSól byrjaði.
Fjörið byrjaði sem sagt ekki á
árshátíðinni, heldur þegar henni var
lokið. Sérstakt, svo ekki sé meira
sagt.
Júlíus G. Ingason
VERÐLAUNAHAFAR KVOLDSINS. Þessi hópur fékk hin ýmsu verðlaun fyrir afrek í vetur, m.a. ljóska
skólans, tappi skólans og busi ársins svo eitthvað sé nefnt. Með þeim á myndinni eru þær Birgitta og Elín
Sólborg sem afhentu viðurkenningarnar.
Flóvent Mána, dyraverði, leiddist ekkert að stilla sér upp með hinni
glæsilegu Sveinbjörgu Ósk.
ELDRI BORGARARNIR. Þeir kölluðu sig sjálfir eldri borgara enda tilheyra þeir eldri nemendum skólans.
Þeir komast þó ekki með tærnar þar sem eldri borgarar Eyjanna hafa hælana þegar fjörið er annars vegar.