Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 11. mars 2010 Hafdís Guðnadóttir og Eyþór Björgvinsson gera víðreist: Létu drauminn rætast -Ferðast um Asíu og Eyjaálfu og lent í mörgum ævintýrum Að ferðast um til fjarlægra landa er draumur margra en fæstir fá tæki- færi til að láta drauminn rætast. Þau Hafdís Guðnadóttir og Eyþór Björgvinsson, ungt Eyjapar, lét sig ekki nægja að dreyma um ferðina, heldur létu þau drauminn rætast. Síðan í janúar hafa þau ferðast um fjarlæg lönd í Asíu og Eyjaálfu og lent í fjölmörgum ævintýrum. Ferðinni er þó ekki enn lokið en Júlíus G. Ingason komst í tölvu- samband við þau skötuhjú og fékk stutta lýsingu á ferðinni hjá þeim. Byrjuðum í Tælandi „Þetta var sameiginlegur draumur hjá okkur að fara og ferðast um heiminn. Þessi lönd sem við förum til í þessari ferð voru efst á lista en listinn lengist og lengist eftir því sem við sjáum meira og hittum fleira fólk. Þetta var fullkomin tímasetning þar sem Hafdís er nýút- skrifuð og Háskólinn byrjar ekki fyrr en í ágúst. Námsskipulagslega séð var betra fyrir Eyþór að taka pásu í eina önn. Þannig að við ákváðum að skella okkur, en planið var upphaflega að fara 2011," segja þau. „Hápunktarnir þar voru þriggja daga Hiltribe trek í Chiang Mai þar sem við gistum í þorpum í frum- skóginum, geðveikin í Bangkok og fallegu eyjarnar í Krabi. Næst var ferðinni heitið til Mala- síu. Þar komum við til Penang, Cameron Highlands, þar sem við fórum m.a. í göngu og sáum risa- blóm og fórum að sjá risastóra teplantekru. Einnig heimsóttum við Melaka og Kuala Lumpur. Hinu megin á eyjunni er Singa- pore og þangað fórum við næst. Eyjan sjálf var mögnuð og okkur fannst mjög fyndið hvað allt var bannað þar. T.d. er bannað að tyggja tyggjó, það má ekki borða úti á götu, það var bannað að gefa fuglunum og margt annað var bannað. Eftir að hafa skoðað Singapore flugum við yfir til Astralíu. Við byrjuðum í Darwin og heimsóttum þjóðgarðinn Kakadú, þar sem við sáum risa- stóran, villtan krókódíl, fallega fossa, kletta-kengúrur og risa ter- mítabú. Svo ferðuðumst við niður á austurströndina og þar voru hápunktarnir Magnetic Island þar sem við héldum á kóala-birni, krókódfl og fleiri dýrum. I Whitsundays fórum við í sigl- ingu, m.a. til Whiteheaven beach, sem er, eins og nafnið gefur til kynna, fallegasta ströndin sem við höfum séð. Frasier Island er stærsta sandeyja í heiminum og - WHEN IN ROME! Eyþór og Hafdís urðu að sjálfsögðu að prófa Singapore Sling drykkinn í Singapore. Dýrasti drykkur ferðarinnar að sögn Eyþórs. þangað fórum við í útilegu með öllum dingóunum. Við lærðum svo að „surfa" í Byron Bay áður en við fórum til Sidney og svo þaðan til Blue Mountains, sem eru mjög fall- eg fjöll." Ástralía og Nýja Sjáland Eftir að hafa dvalið í Ástralíu var ferðinni svo heitið yfir til Nýja Sjálands. „í Hot Water Beach grófum við okkur heitan pott, sem var algjór snilld. Við fórum einnig í magnaða hellaferð í Waitomo caves þar sem við sigum niður í helli á þremur stöðum og þurftum svo auðvitað að klifra upp aftur. Við fórum líka í „rafting" niður ánna Rotorua þar sem við m.a. sigldum niður sjö metra foss. Við fórum einnig í Tongoriro crossing göngu í mögnuðu landslagi sem var nánast eins og á íslandi. I Well- ington fórum við á rúgbí leik og í Abel Tasman prófuðum við fall- hlífarstókk. Eyþór bjó svo til háls- men úr beini í Barrytown og að lokum fórum við í jöklaferð í Franz Josef. Þegar þetta er skrifað erum við ekki komin lengra. Eigum eftir að ferðast meira um suðurhluta Nýja Sjálands, m.a. til Queenstown og Christchurch. Planið er síðan að fara til Kaikura og reyna að synda með höfrungum. Eftir Nýja Sjáland er ferðinni síðan heitið til Fiji þar sem við ætlum að slappa aðeins af eftir allt brjálæðið í Nýja -HELTKULINU. Eyþór var svalur sem ís með tvo sporðdreka á handleggnum. Sjálandi. Eftir Fiji fljúgum við síðan gegnum Los Angeles til London og ætlum að eyða síðustu fimm dögum ferðarinnar á suður- strönd Englands hjá frænda Eyþórs." Þau segja að ferðin sé að hluta skipulögð en í hverju landi láta þau eigið nef ráða för. „Öll flugin eru skipulögð af ensku ferðaskrif- stofunni Travel Nation en ekkert var planað hvað við ætluðum að gera á hverjum stað fyrir sig, nema hvað fyrstu þrjár vikurnar vorum - HAFDÍS fetar sig upp sprungu á Franz Josef jöklinum á Nýja Sjálandi. við í skipulagðri hópferð í gegnum Tæland, Malasíu og Singapore. Samkvæmt ferðaáætluninni ætlum við svo að koma heim á klakann 26. mars og svo til suðurhafs- paradísareyjunnar nokkrum dögum seinna." Nánari lýsing á ferð Eyþórs og Hafdísar má finna á bloggsíðu þeirra www.hafey.bloggar.is. Þar má finna ferðasögu og myndir og fleiri myndir frá ferð þeirra má finna á www.flickr.com/eythorb- jorgvins AÐALFUNDUR Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja verður haldinn í Ásgarði, föstudaginn 19. mars 2010 kl. 17.30. Einnig verður aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna haldinn sama dag kl. 18.00. Stjórnirnar Upplýsingarit um Vestmannaeyjar 2010 Þeim er vilja breyta símanúmerum eða heimilisfangi í Upplýsingariti um Vestmannaeyjar 2010 er bent á að skila- frestur til þess er til 31. mars nk. Breytingum skal skila á netfangið eyverjar@eyverjar.is eða í pósthólf 221 hjá íslandspósti Vm. Stjórn Eyverja Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir nuddari Faxastíg 2a Sími: 481 1612 Smáar Húsnæði óskast yfir þjóðhátíð Ungan mann vantar þak yfir höfuðið yfir þjóðhátíðina. Upp- lýsingar í síma 847-5398. Þórhallur Guðmundsson miðill verður í Vestmannaeyjum þann 17.-22. mars. Tímapantanir í síma á milli 13-17 fimmtudag og föstudag (11. og 12. mars). 481- 2274 / 846-2782 Magga - 481- 2099 / 868-4773 María. Húsnæði óskast Óska eftir lítilli íbúð eða herbergi með eldunaraðstöðu. Upplýsingar í síma 898-2466. Týndir lyklar Ég týndi lyklum á leiðinni frá Höfðavegi að íþróttamiðstöðinni fyrir kl. 8 í morgun. Þeir eru með langri, dökkblárri ól merktri Félagi grunnskólakennara. Finnandi vin- samlegast skilið þeim á Skrifstofu Frétta við Strandveg. Leiguíbúð óskast Óska eftir 2-3 herbergja íbúð til leigu í Eyjum út árið. Fteglusemi og föstum greiðslum heitið, skoða alla möguleika. Trausti Hjaltason. S: 698-2632. Húsnæði óskast á þjóðhátíð Húsnæði fyrir tvær uppkomnar Eyjafjölskyldur yfir þjóðhátíð 2010 Við erum tvær fjölskyldur upp- komnar úr Vestmannaeyjum sem ætlum loksins að fjölmenna á þjóðhátíð eftir margra ára hlé. Við erum verðum 9-11 manns með allt frá einum þriggja ára til fimm- tugs fólks á besta aldri! Við viljum gjarnan fá þak yfir höfuðið yfir þessa helgi og stefnum á að koma á fimmtudegi og yfirgefa eyjuna góðu seinni part þriðju- dags. Kemur einnig til greina að stytta ferðina ef húsnæði býðst yfir styttri tíma og ef óskað er eftir meðmælum þá er það lítið vanda- mál. Ef þú getur veitt okkur hús- næði þessa helgi eða bent okkur á einhvern annan samastað þá máttu gjarnan hafa samband í síma 617-7236 (Einar) eða 695- 8745 (Lóa) eða með pósti á einarvignir@visir.is eða Ioa06@ru.is. Gisting í Eyjum Stór og björt íbúð með öllu, á besta stað í bænum, gistirými fyrir 8-10 manns. Helgar , viku og sólarhringsleiga. Sendið fyrir- spumir á gummiv@simnet.is og uppl. í síma 899-3615 Ps. Þjóðhátíð frátekin :) Herbalife Spurðu þá fjölmörgu sem reynt hafa. S. 481-1920 og 896-3438. Tónfundir Tónlistarskólans Haldnir í skólanum alla miðvikudaga kl. 17.30. Allir uelkomnír AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun.kl. 11.00 / þri.kl. 18.00 mið. kl. 20.30 / fim. kl. 20.30 fös.kl. 18.00 fös. kl. 21.30 / Opinn 11. spors hugleiðslufundur lau. kl. 20.30 Opinn fundur Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.