Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötuivi 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 37. árg. I 10. tbl. I Vestmannaeyjum 11. mars 2010 I Verð kr. 300 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is Menn almennt ánægðir með loðnuvertíðina sem er að ljúka: Aflinn í Eyjum 35 þúsund tonn / - Ahersla var lögð á hrognavinnslu - Framleiðslan hér rúm 2200 tonn Loðnuvertíðinni er að ljúka og eru um 35 þúsund tonn komin á land í Eyjum sem var hlutur Eyjamanna í kvótanum sem var í heild 150 þúsund tonn. Ahersla var lögð á hrognavinnslu og náðust rúm 300 tonn af hrognum. Megináhersla var lögð á að ná sem mestum verðmætum úr takmörk- uðum heimildum og áhersla lögð á hrognavinnslu. Verð á mjöli og lýsi er hátt þannig að sá hluti vinnsl- unnar skilar líka sínu og menn almennt ánægðir með vertíðina. „Við eigum eftir 1000 tonn og klárum það í dag eða á morgun," sagði Eyþór Harðarson, útgerðar- stjóri Isfélagins. Við erum með 22.600 tonn og það hefur mestallt farið í hrognatöku. Rúmlega 2000 tonn voru fryst á Guðmundi fyrir Rússlandsmarkað. Allur annar afli fór í hrognavinnslu sem þýðir yfir 2000 tonn af afurðum." ísfélagið var með fjögur skip við veiðarnar, Guðmund, Þorstein, Alsey og Júpiter. „Við erum mjög ánægðir með hvemig spilaðist úr þessu. Það var gott að ná þessu á þeim tfma þegar mestu verðmætin nást úr aflanum. Annaðhvort heppn- ast þetta eða ekki. Nú taka bolfisk- veiðar við hjá Þorsteini og Suðurey og hinir bíða eftir norsk- íslensku síldinni og makríl, eitthvað fram yfir sjómannadag," sagði útgerðarstjóri Isfélagsins. Páll Scheving, verksmiðjustjóri FES, sagði að búið væri að taka á móti 26 þúsund tonnum til bræðslu á þessu ári og þar af 16.500 tonnum af loðnu. Við fengum einn farm af færeysku skipi og vonumst eftir öðru og erum að landa upp úr Guðmundi núna,“ sagði Páll þegar talað var við hann á miðvikudag. „Við framleiðum hágæðamjöl og verð á mjöli og lýsi er hátt og meiri líkur en meiri á því að verð á mjöli haldist hátt. Við erum sáttir því vertíðin gekk mjög vel,“ sagði Páll. Vinnslustöðin var með Sighvat, Kap og ísleif við veiðarnar. Fengu skipin 11.250 tonn af loðnu og fór hún öll í hrognavinnslu. „Við fryst- um ekki loðnu á þessari vertíð og náðum að vinna allt í hrogn, rúm- lega 1200 tonn og nýtingin þar með hámörkuð. Fyrsta löndun hjá okkar var 22. febrúar og sú síðasta 8. mars. Þrjú skip voru við veiðar og Kap II var einu sinni notuð sem lutningaskip með afla,“ sagði Guðni Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar. Sigurður Friðbjörnsson, verk- smiðjustjóri í FIVE, sagði alla loðnu hafa verið unna í hrogn en hratið sem fór í bræðslu var 11.330 tonn af þeirra skipum og Hugin. Vinnsluskipið Huginn VE var með 2000 tonna kvóta og var hluti aflans unninn í hrogn. „Það gekk bara vel og við erum ánægðir sagði Páll Þór Guðmundsson, útgerðarstjóri. GERA VÍÐREIST Hafdís Guðnadóttir og Eyþór Björgvinsson eru stödd í sannkallaðri ævintýraferð um Kyrrahafið. Þau prófuðu m.a. fall- hlífarstökk yfir Nýja Sjálandi og eins og sjá má, skemmti Hafdís sér ágætlega. Sjá nánar á bls. 10. Herjólfsdalur: Varanlegt svið Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram breytingu á deiliskipu- lagi í Herjólfsdal á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Breytingin er að stóra sviðið verði stækkað og þar verði salernis- aðstaða. Samþykkt var að auglýsa tillöguna . Gunnlaugur Grettisson, for- maður ráðsins, sagði hugmynd þjóðhátíðarnefndar vera að koma upp vísi að varanlegu sviði. „I gildandi aðalskipulagi er leyfi fyrir byggingu en byggingarreit- urinn er stækkaður samkvæmt núgildandi skipulagi. Við lögðum áherslu á að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða og að bygg- ingin falli vel að umhverfi Herjólfsdals," sagði Gunnlaugur. Tryggvi Sæmundsson sagði þjóðhátíðarnefnd ætla í samstarfi við bæinn að steypa upp kjallara sem verður undir stóra sviðinu í Herjólfsdal. „Húsið er þrír metrar á hæð og um 280 fermetrar. Við notum gamla sviðið og hífum upp á kjallarann næstu þrjú til fjögur ár en planið er að þarna verði varanlegt svið til framtíðar en við þurfum að fá arkitekt eða hönnuð til að koma að þeirri vinnu. Tryggvi sagði reiknað með að í kjallaranum verði geymslur og aðstaða fyrir starfsfólk og þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almenn- ingssalerni þar, samkvæmt deili- skipulagi, þá fmnst honum það koma vel til álita. „Við reiknum með að kjallarinn verði kominn upp fyrir þjóðhátíð og gamla sviðið sett þar ofan á þannig að þetta verði komið í gagnið í sumar.“ Þegar Tryggvi er spurður nánar út í sviðið og hvernig það komi til með að líta út í framtíðinni sagði hann enga endanlega ákvörðun liggja fyrir. „Það er ekki endilega að það standi uppi allt árið. Niðurstaða liggur ekki fyrir, um- ræða þarf að fara fram og allar hugmyndir verða kynntar fyrir bæjarbúum. 73 milljónir í jarðvegsvinnu Heildarkostnaður við jarðvegs- vinnu við byggingu fjölnota íþróttahúss, tilboð og aukaverk vegna magnaukningar, varð sam- tals um 73 milljónir króna. Þetta kom fram á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Friðarhöfn I Símiú81 3500 Ejeimskip Yfirhafið oj heim VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... íetJÉhamar VÉLA- OG BlLAVERKSTÆÐI ...SVO ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI ’ SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / <&) ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM FLATIR2I / S.481-1216 / GSM.864-4616 > y.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.