Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 8
Fréttir / Fimmtudagur 11. mars 2010 Á RAUÐAGERÐI er hægt að slappa af eða fara í leiki og spil. Rauðagerði - Frítímastarf óháð aldri - Vaxandi starfsemi - Margt á döfinni Þar sem áhugamál tengja fólk saman frekar en aldur Rauðgerði hefur fengið nýtt hlutverk eftir að þar var leikskóli um árabil en þar er nú starfrækt frístundahús fyrir unglinga og ung- menni. Brátt fær húsið enn meira vægi því ráðgert er að í húsinu verði aðalbækistöð frítímastarfs óháð aldri þar sem áhugamál tengja fólk saman frekar en aldur. Aðsóknin eykst Sigþóra Guðmundsdóttir, forstöðu- maður Rauðagerðis, segir að félagsmiðstöð unglinga, sem áður var starfrækt á efstu hæð Félags- heimilisins, hafi flutt í Rauðagerði í október 2007 „Húsnæðið var allt hrátt þegar við fluttum hér inn en sumarið eftir var suðurhlutinn tekinn í gegn, veggir teknir niður, málað og skipt um útihurð, og við það batnaði aðgengi fatlaðra ein- staklinga til mikilla muna. Það var mjög góð nýting í Félagsheimilinu en hún hefur aukist mikið síðan við fluttum okkur um set og aðsóknin eykst jafnt og þétt ennþá. Til marks um aðsóknina þá var biðlisti í ferð upp á land um síðustu helgi, sextíu voru skráðir og fleiri komust ekki því við hófum bara fjóra starfs- menn í ferðinni. Starfsemin í Vosbúð flutti hingað inn sumarið 2009 og þá þurftum við svolítið að endurskipuleggja starfsemina. Vosbúð var opin fimrn kvöld í viku og starfsemin ætluð ungmennum 16 ára og eldri en það má segja að þau hafí nýtt starfsem- ina þar frekar illa. Hér hafa ung- mennin húsnæðið til umráða tvö kvóld í viku, það er misjafnt hvað það koma margir, tveir til þrír og upp f fjörutíu á kvöldi, eftir því hvað er að gerast hverju sinni" sagði Sigþóra þegar hún var spurð út í starfsemina. Brjóstsykurs- og pizzu- gerð Viðburðir á Rauðagerði eru skipu- lagðir í tengslum við unglingaráð, ungmennaráð og starfsmenn sem eru fimm auk Sigþóru. Þeir eru: Einir Einisson, Esther Bergsdóttir, Sigríður Inga Kristinsdóttir, Sólveig Magnúsdóttir og Hrefna Óskars- dóttir iðjuþjálfi. Allir starfsmenn eru í hlutastarfi við Rauðagerði. Nemendur 8. 9. og 10 bekkjar hafa þrjú kvöld í viku og nemendur 6. og 7. bekkjar hafa einn dag. „Fleiri og fleiri kjósa að koma til okkar á daginn en þá mega krakkar STYRIHOPURINN, Hrefna, Guðrún, Guðrún Helga og Sigþóra til í slaginn. sem eru 14 ára og eldri vera í hús- inu og þau sem eru yngri mega koma ef þau eru í fylgd með 18 ára og eldri. Það er misjafnt eftir ald- urshópum hvað krakkarnir sækja og við reynum að bregðast við þeirra óskum. Við erum bæði með ung- linga- og ungmennaráð og það er svolítið fyndið að brjóstsykurs- og pizzugerð er langvinsælast hjá báðum hópum. Hins vegar finnst mér yngri krakkarnir djarfari og þau eru kaldari að biðja um hluti og framkvæma þá. Við þurfum að taka unglingum eins og þeir eru og það er auðvitað skemmtilegt hvað þeir geta verið skapandi og hugmynda- ríkir." Hlutverkaleikir, spil, skák og billjard Eyjakrökkunum hefur gengið vel í keppni milli félagsmiðstöðva sem haldin er á hverju ári og snýst fyrst og fremst um fatahönnun, hár- greiðslu og stíl. Krakkarnir keppa sín á milli hér heima og þeir sem komast áfram keppa síðan í Reykjavík á vegum Samfés. „Keppnisliðið sem keppti í fyrra vann til verðlauna þannig að við erum að standa okkur mjög vel. Við keppum líka í söngkeppni Samfés, árlega höldum við keppni á Rauðagerði, sigurvegararnir fara svo og keppa fyrir okkar hönd í Suðurlandsriðli og 4 til 5 bestu atriðin þar fara í lokakeppnina, sem t.d. verður sýnd á Skjá 1 nú á laugardaginn kemur. Svona starf er nauðsynlegt og það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur. Síðasta föstudagskvöld skipu- lögðum við varúlf fyrir unglinga- stigið og þau sem eru eldri vildu endilega fá varúlf líka og við urðum við að setja upp varúlf fyrir þau að deginum tíl." Varúlfur, hvað er nú það? „Það er hlutverkaleikur og reynir mjög mikið á tjáningu og krökk- unum finnst hann mjög skemmti- legur. Við erum yfirleitt með skipu- lagt starf á kvöldin. Það er misjafnt hvað við gerum en við spilum oft spil sem eru vinsæl og svo detta þau út og eitthvað nýtt kemur inn. Hér er hægt að vera í tölvum og það er verið að koma upp ljós- myndastúdíói. Billjardmót eru haldin og svo er hægt að taka skák og fleira og fleira." Má ég taka afa með í billjard? Nú er fyrirhugað að bæta þjónustu við almenna borgara og víkka út starfsemina á Rauðagerði. „Við viljum auka virkni fólks sem vill vinna að áhugamálum sínum í félagsskap við aðra. Starfsemin verður í norðurhluta hússins og á að vera opin fyrir alla. Við reynum að skapa aðstöðu þannig að bæði unglingar og fullorðnir geti unnið saman að sínu áhugamáli.Við höf- um áhuga á að jafna aldursbilið því okkur hættir svolítið til að vera með of mikla aldursskiptingu." Hefur þú orðið vör við áhuga á þessum nýja möguleikal „Já, það hafa þó nokkrir spurt út í starfsemina. Til dæmis komu hing- að tvær vinkonur, önnur er að prjóna og hin að mála og þær vildu gjarnan vinna saman sem ekki er auðvelt að koma heim og saman við eldhúsborðið. Þær sáu sér leik á borði, þ.e. hér væri aðstaða þar sem þær gætu unnið að sínum hugðar- efnum og haft félagsskap hvor af annarri. Krakkarnir eru að spyrja líka. -Má ég taka afa með í bill- jard? Það er auðvitað allt í lagi en það hefur enginn tekið af skarið ennþá." Hvað verður í boði, námskeið, afþreying, kaffihúsastemmning, ráðgjöf? „Allt þetta. Ef fólk óskar eftir ráð- gjöf á tilteknum sviðum þá getum við brugðist við því. Við verðum með iðjuþjálfa í hlutastarfi og það er alveg inni í myndinni að fá fleiri að starfinu. Starfsemin getur líka haft hópastarf t.d. fyrir þá sem eru með ADHD og vilja ræða málin o.s.frv." Námskeið, leshringur eða gönguhópur Sigþóra segir að lagt sé upp úr því að eiga gott samstarf við aðila innan bæjar sem eru tilbúnir til að koma inn í félagsmiðstöðina með skipulagt starf eða námskeið. Hún nefnir líka félagasamtök eins og Skáta og Björgunarfélagið og fyrirtæki eins og Hressó sem gætu kynnt það sem þau standa fyrir og einstaka þætti starfseminnar. „Við höfum sett upp plan sem gæti verið í grófum dráttum þannig að hér yrði kaffispjall milli klukkan níu og tíu á morgnanna. Síðan gæti föndur og eitthvert handverk verið í boði milli 10.00 og 12.00 og hópa- starf eftir hádegi. T.d. námskeið fyrir ungar mæður eða í tengslum við geðrækt eða eitthvað sem fólk óskar eftir. Hér getur verið starfandi leshringur og eða gönguhópur sem heldur af stað frá Rauðagerði og fær sér svo kaffi saman eftir góðan göngutúr." Sigþóra segir að fyrirmyndin að starfsemi Rauðagerðis sé mikið til sótt til Skagafjarðar þar sem Hús frítímans er starfrækt og hefur heppnast mjög vel. „Það tók fimm ár í undirbúningi en við ætlum að gera þetta á aðeins skemmri tíma. Við vonumst til að opna í kringum páska og þeir sem sækja til okkar koma til með að móta starfsemina. Það á eftir að laga aðstöðuna áður en við getum byrjað á fullu en þetta verður spennandi. Ég hvet alla sem hafa áhuga til að koma við eða hafa samband við okkur. Okkur vantar t.d. efnisbúta og annað föndurdót sem fólk á heima í geymslu. Við þiggjum allt sem hægt er að nota" sagði Sigþóra að lokum. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir tók

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.