Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 11. mars 2010 13 Fréttir kynna þátttakendur í Ungfrú Suðurland 2010 # Tinna Ósk Þórsdóttir: Ekkert mikið fyrir það að striplast Fæðingardagur: 18. desember 1990. Fjölskylda: Una Þóra Ingimarsdóttir, Þór Engilbertsson, Ottó Þórsson, Gunnar Þór Þórsson, Alma Rós Þórsdóttir og Þórdís Eva Þórsdóttir. Kærasti: Valur Smári Heimisson. Hvaða fjögur orð lýsa þér best: Ákveðin, heiðarleg, dugleg og hress. Helstu áhugamál: Ferðalög, líkamsrækt og svo finnst mér fátt skemmtilegra en að gera eitthvað sniðugt með vinum og fjöl- skyldu. Ef þú mættir ferðast hvert sem er, hvert myndir þú fara: Til Afríku eða Tælands, eitthvað í allt annan menningarheim. Uppáhalds bíómvnd: Titanic er mynd sem ég get horft aftur og aftur á. Hvaða sjónvarpsefni missir þú helst ekki af: Gray's Anatomy. Hverju tekur þú fyrst eftir í fari fólks: Brosinu. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra: Óheiðarleiki og baktal. Af hverju að taka þátt í fegurðarkeppni: Upplifa eitthvað nýtt, þetta er eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei gera. Kynnast fólki og vonandi læra eitthvað í leiðinni. En ég er mjög fegin að hafa ákveðið að taka þátt, þetta er mun skemmtilegra en ég bjóst við. Hvað þarf fegursta kona Suðurlands að hafa til að bera: Hún þarf fyrst og fremst að vera góð fyrirmynd. Stefnir þú á sigur eða er þetta bara Iífsreynsla: Algjörlega lífsreynslan. Hvað finnst þér um nærfatasýningu í Ungfrú Reykjavík: Mér fannst nærfatasýningin sjálf ekkert verri heldur en bikinísýning- arnar eru, en myndbandið var kannski aðeins í grófari kantinum. Ertu stressuð yfir því að koma léttklædd fram: Já frekar, ég er ekkert rosalega mikið fyrir það að vera striplast eitthvað. Eigum við að greiða fyrir Icesave: Trygginguna sem fylgdi reikningunum já, en alls ekki svona mikla vexti. Hvað ætlarðu að gera í sumar: Vinna og ferðast sem mest, svo verður að sjálfsógðu farið á þjóðhátíð!:) Hvar sérðu þig eftir 5 ár: Draumurinn er að vera einhvers staðar erlendis að læra félagsráðgjöf í gegnum Háskóla Islands. Eitthvað að lokum: Já ég vil nota tækifærið til að óska Elisabetu og Gauta til hamingju með litla prinsinn;* .... And world peace..! hehe:) HBr' .^0H m i 'rVfl ¦ HJ n ¦ ¦ 11 í K\ Svava Kristín Grétarsdóttir: Stefni á að hafa ótrúlega gaman af þessu Fæðingardagur: 22. mars . Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Kristný Tryggvadóttir og Grétar Sævaldsson, tveir yngri bræður, Kristgeir Orri og Agúst Emil. Svo eru það yndislegu amma mín og afi á Birkihlíðinni. Kærasti: Það er í vinnslu. Hvaða fjögur orð lýsa þér best: Jákvæð, heilsteypt, frumleg, ýkt. Helstu áhugamál: Ljósmyndun, tónlist, íþróttir. Ef þú mættir ferðast hvert sem er, hvert myndir þú fara: Til Astralíu. Uppáhalds bíómynd: Lord of the Rings þríleikurinn. Hvaða sjónvarpsefni missir þú helst ekki af: Grey's Anatomy, Chuck, Desperate Housewives og þessir stelpu drama þættir. Hverju tekur þú fyrst eftir í fari fólks: Heillandi framkomu. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra: Virðingarleysi og neikvætt hugarfar. Af hverju að taka þátt í fegurðarkeppni: Því það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Hvað þarf fegursta kona Suðurlands að hafa til að bera: Heilsteyptan persónuleika, heillandi framkomu og ekki skemmir að hafa útlitið í lagi. Stefnir þú á sigur eða er þetta bara lífsreynsla: Eg stefni allavega á það að hafa ótrúlega gaman af þessu, en ég hef aldrei verið þekkt fyrir neitt annað en að taka keppnir alvarlega. Hvað finnst þér um nærfatasýningu í Ungfrú Reykjavík: Mér fannst þetta ekki við hæfi í þessari keppni. Ertu stressuð yfir því að koma léttklædd fram: Nei alls ekki, ég vissi að það væri hluti af keppninni og hefði trúlega ekki tekið þátt ef mér hefði fundist það eitthvert stór mál. Eigum við að greiða fyrir Icesave: Já, á sanngjarnan hátt. Hvað ætlarðu að gera í sumar: Vinna, skemmta mér og kíkja vonandi til Spánar. Hvar sérðu þig eftir 5 ár: Búin að læra fjölmiðlun og vonandi farin að starfa við það. Eitthvað að lokum: We need to talk. s Birgitta Osk Valdimarsdóttir: Tek fyrst eftir því hvort fólk er kurteist Fæðingardagur: 15. febrúar 1992. Fjölskylda: Mamma heitir Guðbjörg Lilja og pabbi minn Valdimar Gestur. Á tvo bræður sem heita Þórarinn Ingi og Hafsteinn Gísli. Kærasti: Kristján Tómasson heitir hann. Hvaða fjögur orð lýsa þér best: Ákveðin, dugleg, hress og lífsglöð. Helstu áhugamál: Skemmta mér í góðra vina hópi, stunda líkamsrækt af krafti og svo að sjálfsögðu að vera með kæró :) Ef þú mættir ferðast hvert sem er, hvert myndir þú fara: Ég myndi vilja fara til Bandaríkjanna. Uppáhalds bíómynd: Legally blonde. Hvaða sjónvarpsefni iuissir þú helst ekki af: Uppáhalds- þættirnir eru Desperate Housewives, svo klikka How i met your Mother og Friends seint. Hverju tekur þú fyrst eftir í fari fólks: Hvort fólk er kurteist. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra: Þegar fólk er með dónaskap. Af hverju að taka þátt í fegurðarkeppni: Gott tækifæri til að efla sjálfstraustið og kynnast nýjum stelpum og svo auðvitað hafa gaman af þessu öllu saman. Hvað þarf fegursta kona Suðurlands að hafa til að bera: Hún þarf að vera hress og skemmtileg, góð fyrirmynd og hafa útgeislun. Stefnir þú á sigur eða er þetta bara lífsreynsla: Fyrst og fremst er þetta lífsreynsla en auðvitað vill maður alltaf reyna að standa sig sem best. Hvað finnst þér um nærfatasýningu í Ungfrú Reykjavíkr. Mér fannst þetta allt í lagi. En mér fannst myndbandið sem ge.rt var svolítið gróft. Ertu stressuð yfir því að koma léttklædd fram: Já, já, sr.ná stress í manni fyrir það en er það ekki bara hjá öllum 'æm þyrftu að gera það. Eigum við að greiða fyrir Icesave: Nei, við eigum eVki að gera það. Hvað ætlarðu að gera í sumar: Ég verð að vinn-'a á fullu, hreyfa mig og skemmta mér með vinunum. Hvar sérðu þig eftir 5 ár: Búin með framhaldsskc,iann, komin í nám í Háskóla og hef það vonandi gott:) Eitthvað að lokum: Nei held þetta sé bara korrnð hjá mér.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.