Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 6
Fréttir / Fimmtudagur 11. mars 2010 Loðnuvinnsla kallar á vatn og rafmagn: Keyrt eins og druslan dregur Þær tvær til þrjár vikur sem loðnuvinnsla hefur verið í fullum gangi er mikið álag á aðveitukerfí HS veitna hf., bæði vatnsleiðslum og rafstrengjum. „Það má segja að nú sé allt keyrt eins og druslan dregur," sagði ívar Atlason, forstöðumaður Tæknideildar hjá HS veitum hf., í samtali við Fréttir. „Við erum með tvo sæstrengi og tvær neðan- sjávarvatnsleiðslur sem eru keyrðar á fullum afköstum. Rafstrengirnir flytja 22 MW sem er það hámark sem setja má á þá. Sama er að segja um vatns- leiðslurnar sem geta flutt um 5000 tonn af vatni á sólarhring," sagði ívar en meðalnotkun á raforku er tíu til tólf MW og á vatni 2000 til 2500 tonn. „ívar segir að ekkert megi fara úrskeiðis á loðnuvertíð en þeir hafi orðið töluverðar áhyggjur af eldri rafstrengnum. „Hann er að verða 50 ára gamall og Landsnet vinnur að því að endurnýja hann. Landsnet er búið að fá öll leyfi en eftir er að taka ákvörðun um hvenær hafist verður handa, vonandi eru ekki rnörg ár í nýjan sæstreng," sagði ívar að lokum. Fimm óhöpp en engin slys Fimm umferðaróhöpp voru til- kynnt til lögreglu í vikunni sem leið án þess þó að um slys á fólki hafi verið að ræða. Tjón á ökutækjum í þessum óhöppum var minni háttar. Fjögur umferðarlagabrot liggja fyrir eftir sl. viku og var í tveimur tilvikum um hraðakstur að ræða, en í hinum tilvikunum var um stöðvunarskyldubrot að ræða og akstur án þess að hafa ökuskír- teini meðferðis. Vinnuslys Aðfaranótt sunnudags var lög- reglu tilkynnt um vinnuslys í Vinnslustöðinni. Þar hafði kona sem var að vinna við loðnufrystingu dottið í stiga með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði. Konan var flutt á Heil- brigðisstofnun til aðhlynningar. Guðfinnur 83 ára - Kenndi sér ekki meins eftir að hafa dottið í höfnina: Skalf ekki eftir volkið og stál- sleginn eftir heita sturtu -Tilviljun að það heyrðist til hans þar sem hann svamlaði í sjónum Guðfinnur Þorgeirsson, skipstjóri, vill ekki gera mikið úr óhappi sem hann varð fyrir þegar hann hrasaði á leið um borð í bát sinn Ingu VE og féll í sjóinn þar sem hún lá við Bæjarbryggjuna. Ótrúleg tilviljun réði því að Bjarki Ómarsson, starfs- maður í Miðstöðinni, var þar nærri og heyrði í Guðfinni og sótti þrjá fíleflda karlmenn til að aðstoða við að ná honum úr sjónum. Guðfinni var ekki meint af volkinu en hann stundar enn sjóinn þó hann sé kominn yfir áttrætt og gefur ekkert eftir. „Þetta fór ágætlega. Þeir hífðu mig upp þarna," sagði Guðfinnur og vildi sem minnst úr þessu gera en þetta gerðist á miðvikudaginn í síðustu viku. „Nei, ég var ekki lengi í sjónum. Ég hafði ekki að hífa mig upp á bryggjuna því það var enginn stigi þarna. Ég kallaði og Bjarki heyrði í mér," sagði Guðfinnur og tók fram að þeir sem hjálpuðu við að hífa hann upp ættu hrós skilið. „Nei, mér var ekki kalt, ég var í þykkri og góðri lopapeysu. En þegar maður er í svona góðri peysu verður maður svo þungur. Það var samt engin hætta á ferðum, ekki þannig," sagði Guðfinnur og er þakklátur Bjarka fyrir að gá að honum. Heyrði kallað eftir hjálp Bjarki var leið niður í Fiskiðju með efni þegar hann heyrði kallað Heimtur úr klóm Ægis. Guðfinnur og Valgerður kona hans sem var ánægð með að hafa fengið sinn karl heim heilan á luíli. eftir hjálp. „Eg hljóp upp í Miðstöð þarna á þessum tímapunkti og hann og sótti menn til að aðstoða við að koma manninum upp úr sjónum og það gekk mjög vel," sagði Bjarki og aðspurður sagði hann það hafa verið hreina tilviljun að hann var sá engan á ferli þarna á bryggj- unni." Agúst Þórarinsson, starfsmaður í Miðstöðinn, sagði Bjarka hafa komið og óskað eftir aðstoð við að koma manni úr sjónum. „Við fórum með honum; ég, Þór Engla og Kristján Ingvarsson. „Það gekk vel að ná honum upp úr sjónum, Guðfinnur er fílhraustur og skalf ekki einu sinni. Hann er sterkur og alveg ótrúlegur karl," sagði Ágúst sem keyrði Guðfinni heim eftir að hann komst á land aftur. „Mér finnst þetta nú eiginlega ekki vera fréttaefni. Það þótti enginn viðburður að detta í sjóinn þegar ég var krakki. Það skeði á hverjum degi, " sagði Guðfinnur og var þá spurður hvort ekki hefði verið meiri mannskapur á bryggj- unum í gamla daga. „Jú, það var öðruvísi og yfirleitt mikil hreyfing á fólki. Sem betur fer heyrði strákurinn í mér og hann er hetjan í þessu öllu saman. Mér varð ekkert meint af þessu og fór í heita sturtu þegar ég kom heim og þá var það gott." Guðfinnur hefur stundað sjóinn frá því hann var fimmtán ára gamall utan eitt sumar þegar hann vann í landi. „Sjómennskan hefur verið mín atvinna," sagði Guðfinn- ur sem bráðum verður 84 ára. „Ég fer á sjóinn þegar það er gott veður. Það er alltaf jafn gaman og breytist aldrei. Gott að vera út af fyrir sig og tala við fýlinn. Ég stunda þetta áfram ef þeir leyfa, það er alltaf verið að breyta og skera niður. Maður veit aldrei hvernig þetta verður." Viljum sem flestar ferðir og lægst gjald -segir Elliði, bæjarstjóri um Herjólf - Vonast eftir niðurstöðu fljótlega „Nei það hefur aldri verið inni í myndinni að við reynum að hnekkja samkomulagi Vegagerðarinnar og Eimskipa. Þvert á móti þá gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að vinna með þeim að því að sam- göngur við Vestmannaeyjar verði með þeim hætti sem við teljum væn- legt," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri, um þá ákvörðun Vega- gerðarinnar að framlengja samningi við Eimskip um rekstur Herjólfs fram á mitt næsta ár. Bærinn hafði sýnt áhuga á að taka yfir reksturinn en Elliði segir að það hafi ekki beinst gegn Eimskip. „Þeir hafa staðið sig afar vel í rekstri skipsins seinustu ár og ég veit að hjá þeim og Vegagerðinni er vilji til að þróa þjónustu Herjólfs úr lágmarks- þjónustu yfir í staðla sem hæfa alþjóðlegri ferðaþjónustu. Astæðan fyrir því að við óskuðum eftir að koma að rekstrinum var tví- þætt. Annars vegar að vera við borðið á meðan verið er að taka ákvörðun um gjaldskrá og ferðatíðni og hins vegar að reyna að tryggja að heimamenn eigi þátttöku í stjórnun skipsins eftir að það fer að sigla í Landeyjahöfn. Það hefur verið afar bagalegt að eiga þessa grunnþjón- ustu ætíð undir ríkinu og þurfa að eiga samskipti við ríkið þegar sam- félagið hefur vilja til að fjölga ferð- um eða flytja til. Okkar hagsmunir eru að sigldar verði sem flestar ferðir fyrir sem lægst gjald og að veitt verði sem mest þjónusta. Það hver rekur skip- ið er algert aukaatriði. Best þætti mér að fjármagnið sem fer til niður- greiðslu kæmi til okkar Eyjamanna og við önnuðumst svo útboð og eftirlit með rekstri jafnvel þótt skip- ið yrði áfram rekið af skipafélagi eins og Eimskip eða Samskip. Eins og staðan er núna eigum við enga aðkomu að ákvörðunum um skipið. Ráðum engu og berum enga ábyrgð. Eyjamenn hljóta að spyrja sig hvort að það sé ásættanlegt," sagði Elliði. Aðspurður um hugmyndir bæjar- ráðs um fjölda ferða og gjaldskrá í Landeyjahöfn sagði Elliði að á síðasta fundi hefði verið fjallað um tölvupóst frá Vegagerðinni þar sem gerð var grein fyrir samningi Vega- gerðarinnar og Eimskipa. „I tölvupóstinum var sérstaklega óskað eftir því að Vestmannaeyja- bær kæmi með tillögu að tímasettri ferðaáætlun sem miðist við 1360 ferðir á ári og rúmist innan 14 tíma, þannig að hvfldarákvæði sjómanna verði virt. Einnig var óskað eftir því að Vestmannaeyjabær komi með tillógur að einhvers konar afsláttar- kjörum sem munu nýtast heima- mönnum betur. Þá var einnig óskað eftir viðræðum um hafnargjöld og markaðssetningu," sagði Elliði sem á þriðjudaginn lagði fram minnis- blað með hugmyndum um fjölda ferða og gjaldskrá. Elliði er bjartsýnn á að niðurstaða liggi fljótlega fyrir. „Já, það held ég hljóti að vera. Siglingar eiga að hefjast eftir 115 daga og niðurstaða um áætlun og verðskrá verður því að liggja fyrir fyrir miðjan mars. Áfram munum við svo vinna með Vegagerðinni og Eimskipum að því að móta þjonustuna. Þar höfum við margt til málanna að leggja. Til að mynda viljum að farþegar á bflum hafi val um að birta fjölda lausra sæta í bflnum á vefsíðu Herjólfs þannig að hægt sé að deila kostnaði og fari t.d. á leið til Reykjavíkur. Þá viljum við einnig að afsláttar- fargjöld verði með svipuðu sniði og er í Hvalfjarðargóngunum, að við þjóðveg nr. 1 verði gagnvirkt upp- lýsingaskilti þar sem fram kemur veðurfar, hvenær næsta ferð verður farin og fleira. Við viljum einnig stóraukna markaðssetningu, sveigj- anlegri brottfarar- og komutíma og margt fleira. Samstarf okkar við Eimskip og Vegagerðina hefur allan tímann verið afar farsælt og ein- kennst af gagnkvæmu trausti og skilningi. Von mín er sú að það skili okkur þeim árangri sem við erum að sækjast eftir." Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í síðustu viku: Skallaður og nefbrotinn -Innbrot og skemmdarverk Það var í ýmsu að snúast hjá lög- reglu í vikunni sem leið og nokkuð um útköll vegna ölvunar og óspekta, bæði við skemmtistaði bæjarins og eins við heimahús. Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en um var að ræða árás á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt laugardags. Þarna hafði maður, sem reyndi að stílla til friðar, verið skallaður í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Sá grunaði var handtekinn og færður í fanga- geymslu lögreglu. Hann neitaði ásökunum við yfirheyrslu. Málið er í rannsókn. Tvö skemmdarverk voru tilkynnt í vikunni. I öðru tilvikinu var brot- ist inn þar sem veitingastaðurinn Lanterna var til húsa. Skemmdir voru unnar auk þess sem ýmsu smálegu var stolið Talið er að innbrotið hafi átt sér stað að kvóldi 21. febrúar sl. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið eru beðnir um að hafa sam- band við lögreglu. í hinu tilvikinu var um að ræða rúðubrot í húsi við Hásteinsveg en þar liggur fyrir játning og er það mál upplýst. Hannyrðakaffi Bókasafn Vestmannaeyja býður til hannyrðakaffi í dag, fimmtudaginn 11. mars kl. 15-17. Hanna og Erla frá föndurstofu Hraunbúða mæta á svæðið og leiðbeina um hekl. Starfsmenn safnsins kynna úrval bóka og tímarita um prjónaskap og hann- yrðir. Heklunálar og kaffi á staðnum, en koma þarf með eigið garn. Verið hjartanlega velkomin. Safnahús Vestmannaeyja. -fljl

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.