Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 4
Fréttir / Fimmtudagur 11. mars 2010 Nyfœddir Vestmannaeyingar: 25. september 2009 fæddist þeim Inga Þór Arnarssyni og Kristínu Tryggvadóttur drengur á Heilbrigðisstofun Vestmannaeyja. Hann vó 3460 gr við fæðingu og var 51 cm á lengd. Hann hefur fengið nafnið Arnar Bogi Andersen. Fjölskyldan er búsett í Vestmannaeyjum. Þann 9. janúar eignuðust Ragnar Benedikt Sigurjónsson og Ragnheiður Jónsdóttir stúlku sem hefur verið skírð Arna Bjórk. Hún fæddist á Landspítalanum og var 17 merkur og 53 cm. Með henni á myndinni eru stóru systkinin, Ólafur Brynjar og María Ragnhildur. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Úr bloggheimum: Gísli Hjartarson bloggar: Kúlúlán og Icesave P~jSj~ I Um Kúlulán og T^ Icesave, frá kúlu- láni og Icesave, til kúluláns og Ice- save. Mér er það jl ^J en hulin ráðgáta ^k^A 1 livrrni." ^^^^^^^^ mönnum datt í hug að kjósa hana aftur sem varafor- mann stærsta stjórnmálaflokks á Islandi. Getu'r verið að þetta sé ágætis stelpa, en hún er ekki á réttum vinnnstað eftir það sem á undan er gengið. Verst að hún skil- ur það ekki sjálf, þar liggur kannski rótin í málinu. Þetta er elskan sem hló framan í fréttamanninn þegar hún gerði lítið úr visku erlends fræðimanns þegar hann setti út á undirstöður íslensks fjármálalífs og sagði að hann ætti kannski að sækja endurmenntunar- námskeið á Islandi. Ég veit ekki en kannski er það svo í dag að þessi maður gæti frekar haldið hér endur- menntunarnámskeið, kannski að hún kíki þá á það námskeið þessi elska? http://fosterinn. blog. is Þorkell Sigurjónsson bloggar: Skollaleikur Eg verð bara að segja það um þessa fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu, að hún er meir en lítið skrítin og algjör skrípaleikur. Það er mér óskiljan- legt að ríkisstjórnin skyldi ekki blása hana af með því að draga lögin til baka. Það, að segja um þessar kosningar að þær sýni umheiminum hvað við búum við mikið víðsýni og lýðræðisást er aðeins til þess eins að berja í bresti flokka hjá þeim póli- tíkusum, sem kenna sig mest við Sjálfstæði og Framsýni. http://hector. blog. is Eyjamaður vikcinnar: Væri til í að hitta indjána f orf eður mína í f öðurætt Árshátíð FIV var haldin á föstu- dagskvöld í Höllinni. Fastur liður á árshátíð skólans er að velja og veita viðurkenningar fyrir hin ýmsu afrek sem reyndar eru misvinsæl meðal þeirra sem þau hljóta. Eitt stendur þó alltaf upp úr, það er herra og ungfrú FÍV. í ár var herra FÍV valinn Arnar Escobar Guðmunds- son og ungfrú FIV var Dorothy Joe Lowery. Dorothy gerði sér lítið fyrir og vann einnig ljósmynda- keppni sem haldin var á opnum dögum í síðustu viku. Dorothy er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Dorothy Joe Lowery. Fæðingardagur: 2. mars. Fæðingarstaður: TJSA, Flórída. Fjölskylda: Bjarni Einar Kristjánsson, Aníta Katrín Kristjánsdóttir og Trausti þór ívarsson. Draumabfllinn: Volkswagen- bjalla. Uppáhaldsmatur: Fiskur. Versti matur: Borða allt. Uppáhalds vefsíða: Engin sérstök. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Metal og rock, fer svo eftir þvf hvernig liggur á mér. Eyjamaður vikunnar Dorothy J. Lowery. Aðaláhugamál: Börnin, bílar, íþróttir og skólinn. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Indjána forfeður mína í föðurætt. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar auðvitað. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV. Ertu hjátrúarfull: Já. Stundar þú einhverja íþrótt: Iþróttir í skólanum og fer stundum að lyfta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Drama seríumar. Mættir þú á heilsueflingardaginn í íþróttahúsinu (spurt af síðasta Eyjamanni vikunnar): Veit það ekki. Hvers viltu spyrja næsta Eyjamann vikunnar: Hvort það eigi að skella sér á páskaball? Attir þú yon á því að vera valin ungfrú FÍV: Nei átti nú ekki von á því. Nú vannstu Iíka ljósmynda- keppnina, hefurðu tekið myndir lengi: Já það hefur verið mitt áhugamál í 12 ár. Af hverju var sigurmyndin: Hún var af honum Patta kettlingi sem ég gaf Alberti Snæ. Eitthvað að lokum: Vona að það fari að birta til hjá óllum. Matgatðingur vikunnar: Humar til heiðurs The Gunners Ég vil byrja á því að þakka ástkœrri dóttur minnifyrir áskorunina og skorast að sjálfsögðu ekki undan því að taka þátt íþessum skemmti- lega leik. Þessar línur skrifa ég í sannri sigurvímu eftir góðan sigur minna manna í Meistaradeildinni þar sem portúgalskt smálið varð fyrir því óhappi að lenda undir Arsenalhraðlestinni. Og ég var auðvitað á staðnum. En afþví að ég er í hátíðarskapi þá býð ég upp á tvo gœða humarrétti. Hcirnar í smjördeigi Humar Smjördeig (til í pökkum) Sítrónupipar 1 Vi tsk hvítlaukssósa (frá Argen- tínu) 1 egg (hrært) Fletjið út smjördeigið, leggið 2 stykki hráa humra oná það, létt- kryddið humarinn með sítrónupipar, setjið 1 V2 tsk. af hvítlaukssósu yfir humarinn, lokið smjördeiginu yfir humarinn, penslið smjördeigið með eggjahrærunni. Matgœðingur vikunnar er Jóhann Freyr Ragnarsson Inn í ofn í 12-15 mín við 180° eða þangað til smjördeigð er orðið létt- brúnt Humar í tartalettum 12 stórir humrar 1 Baconostur 1 Sveppaostur 1 dós sveppir (Ora) 8 skinkusneiðar Bræðið saman ostana ásamt safanum úr sveppadósinni, skerið skinkuna smátt út í það, skerið hvern humar í tvennt. Steikið humarinn upp úr smá hvítlaukssalti. Hver humar skorinn í tvennt og settur ofan í hverju tartalettu ásamt hinu. Dreifið síðan smá osti yfir. Passar á ca. 24 tartalettur. Inníofní 12mín við 180°. Eftir svona stórkostlega loðnuvertíð og ekki tala ég nú um svona Arsenal leiki eins og í vikunni, þá er við hœfi að skora á golfarann og Arsenalmanninn Gauja Gunnsteins, vélstjóra á aflaskipinu Kap VE 4 sem nœsta matgœðing. Þannig að nú er komið að honum að reiða fram töfrarétti en ekki biðja um þá. flerrakvöld IBV 2010 JterraKvöld ÍBV/ verður tyaldið laugjarda^ÍQD. 20. mars í /^es. - /T\atreiðslumeistarinn r\ári l/io^ússon mun bjóða upp á ^jávarréttafylaðborð. - l/eislustjórn verður í fyöndum páls ^efyevin^ In^varssonar. - l/erð aðeins 3.900 Kn /T\iðapantanir eru fyjá l/ir\tori Fva^narssyni í síma 8964791. Kirkjur bozjarins: Landakirkja Fimmtudagur 11. mars Kl. 10. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 11-12. Viðtalstímar presta í Safnaðarheimilinu alla virka daga. Kl. 14. ETT - kirkjustarf 11 og 12 ára krakka. Gísli. Kl. 14.30. Helgistund á sjúkrahús- inu, dagstofu 2. hæð. Kl. 20. Biblíulestur í Safnaðar- heimilinu uppi í fundarherbergi. Kl. 20. Æfing Kórs Landakirkju. Kl. 20. Opið hús í KFUM&K heimilinu í æskulýðsfélaginu ÆSLAND. Föstudagur 12. mars Kl. 13. Æfing, Litlir lærisveinar, yngri hópur. Kl. 14. Æfing, Litlir lærisveinar, Stúlknakórinn. Védís og Gísli. Laugardagur 13. mars Sr. Asa Björk Ólafsdóttir leysir presta Landakirkju af þennan dag vegna héraðsfundar í hinu nýja Suðurprófastsdæmi. Sami vaktsími: 488 1508. Sunnudagur 14. mars Kl. 11. Barnaguðsþjónusta með miklum söng, leik og sögum. Kirkjudagur leikskólans Sóla. Kl. 14. Messa með altarisgöngu. Fermingarbörn lesa úr Ritningunni. Kór Landakirkju. Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K, ÆSLAND, í Safnaðarheimílinu. Mánudagur 15. mars Kl. 16. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Gísli og sr. Kristján. Kl. 19.30. Tólf spora andlegt ferða- lag. Vinir í bata. Þriðjudagur 16. mars Kl. 13. Fermingarfræðsla. Kl. 20. Opið hús í KFUM&K heimilinu fyrir 8. bekkinga. ÆSLAND. Miðvikudagur 17. mars Kl. 11. Helgistund í Hraunbúðum. Allir velkomnir. Kl. 14. Fermingarfræðsla. Kl. 15. NTT - kirkjustarf 9 og 10 ára krakka. Gísli. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 11. mars Kl. 20:00 Bænastund, oft er þörf en nú er nauðsyn. Föstudagur 12. mars Kl. 17:00 Krakkafjör, allir krakkar sérstaklega velkomnir. Kl. 20.00 Unglingahittingur. Svart og hvítt. Sunnudagur 14. mars Kl. 13:00 Unnur Ólafsdóttir prédikar. Samskot tekin vegna afmælis Lindarinnar. Börnin dunda sér á meðan í rólegheitum. Aðventkirkjan Laugardaginn 6. mars Kl. 11.00 Samkoman hefst með Biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Bama og ungmennastarf í höndum Ericu Do Carmo. Njörður Ólason kennir fullorðnum. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is undir fræðslu- efni/Biblíulexia. Lexíur þessa árs- fjórðungs fjalla um ávexti andans. Éfni þessarar viku er hógværð. Kl. 12.00 Guðsþjónusta. Bein útsending frá Kirkju aðventista í Reykjavík, Brynjar Ólafsson prédikar. Vinakaffi- Opið hús Samvera og léttar veitingar fyrir gesti og gangandi, alla fimmtudaga fráklukkan 15-17. fll

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.