Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Qupperneq 9
Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2010
9
Ný bæjarstjórn er tekin við - Áfram stefnt að samstöðu:
Minnihlutanum ekki ætlað aukið
hlutverk við stjórn bæjarins
-Við sjálfstæðismenn með skýrt umboð kjósenda til að stjórna bæjar-
félaginu, segir Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs
Hér byrjaði samvinna löngu fyrir hrun
-Það hefur skilað árangri, segir Páll Scheving, V-lista
„Það er rétt, niðurstaðan sýnir að
bæjarbúar leggja áherslu á sömu
vinnubrögð, telja það samfélaginu
fyrir bestu,“ sagði Páll Scheving,
oddviti Vestmannaeyjalistans,
þegar hann var beðinn um að lesa í
úrslit kosninganna.
„Hvort minnihlutinn fái for-
mennsku í nefndum ræðst af af-
stöðu meirihlutans. Nú virðast
víða sett upp hvít flögg í pólitík-
inni og minnihluta boðið af meiri-
hluta að leiða verkefni. Þetta eru
táknrænar aðgerðir í kjölfar
hugmyndafræði sem beðið hefur
gjaldþrot. Leitað er samstarfs, sem
er í mínum huga eina vitið og
kannski er rétt að benda á það að
hér í Vestmannaeyjum tóku bæjar-
fulltrúar upp þessi vinnubrögð
löngu fyrir hrun. Það hefur skilað
árangri."
Páll segir það alrangt að ekki
fari fram skoðanaskipti og
rökræða í ráðum og nefndum.
„Mikil umræða fer fram um hin
ýmsu mál, en án þess að verið sé
að skylmast eða reynt að bregða
fæti fyrir kjörna fulltrúa. Það
skilar ekki góðum árangri. Betra er
að fulltrúar taki móti öllum
hugmyndum með opnum huga og
þrói þær í sameiningu. Þannig
vinnum við best fyrir okkar um-
bjóðendur. Bæjarbúa."
Þegar Páll var spurður að því
hvort hann teldi að með auknu
samstarfi milli D- og V-lista geti
bæjarfulltrúar í meira mæli tekið
afstöðu með og móti málum þvert
á framboð, sagðist hann fagna
því sérstaklega ef sú yrði raunin.
„Reyndar er spumingin sérstök.
Hvað er eðlilegra en að bæjarfull-
trúar, hvar í flokki sem þeir
standa, séu ekki í öllum tilfellum
sammála niðurstöðu „flokks-
bræðra“ sinna. Það bara gerist allt
í kring um okkur, alls staðar í
lífinu. Af hverju ætti það að vera á
annan veg í íslenskri pólitfk? Það
er mín von í kjölfar síðustu
sveitarstjómarkosninga að kjörnir
fulltrúar öðlist kjark, rífi af sér
flokksklafana og fari að gera eitt-
hvað af viti. Það er krafa þjóðar-
innar. Hún hefur fengið sig full-
sadda af ruglinu. Guði sé lof,“
sagði Páll.
Þó ekki hafi verið haldinn bæjar-
stjómarfundir hófst nýtt kjörtímabil
bæjarstjórnar á þriðjudaginn, 15.
júní. Niðurstaða kosninganna er
m.a. sú að kjósendur kunna að meta
það mikla samstarf sem hefur verið
á milli meiri- og minnihluta á
kjörtímabilinu sem nú er á enda
runnið. Sjálfstæðismenn halda
sínum fjórum og Vestmannaeyjalist-
inn er með þrjá. En má reikna með
frekara samstarfi og hugsanlega að
minnihluti fari með formennsku í
einhverjum nefndum og ráðum?
Fréttir bám þessa spumingu fyrir
Páleyju Borgþórsdóttur, formann
bæjarráðs og annan mann á lista
sjálfstæðismanna og Pál Scheving,
oddvita minnihlutans. Bæði eru
nokkuð sátt með samstarfið eins og
það var á sfðasta kjörtímabili en
ekki er að sjá að minnihlutanum sé
ætlað meira hlutverk í stjórn
bæjarins á nýbyrjuðu kjörtímabili.
Samstarf skilaði miklum
árangri
„Samvinna meiri- og minnihluta á
síðasta kjörtímabili skilaði miklum
árangri og greinilegt, miðað við
niðurstöðu kosninga, að bæjarbúar
hafa verið ánægðir með það,“ sagði
Páley.
„Eftir kosningamar 2006 var það
meðvituð ákvörðun okkar fjögurra
sem skipum meirihluta að breyta
verklagi við stjóm bæjarins og auka
samvinnu og er einkar ánægjulegt
hvemig til tókst. I nýrri bæjarstjórn
sitja sömu aðilar áfram fyrir meiri-
hluta og tveir af þremur hjá minni-
hluta svo ég tel ágætis líkur fyrir því
að þetta góða samstarf haldi áfram
þar sem ég þekki hug þessara sex
aðila. Með nýju fólki koma nýir
siðir en það á eftir að koma í ljós
hvort samstarfið fellur nýjum bæjar-
fulltrúa í geð. Þrátt fyrir gott sam-
starf fara sjálfstæðismenn með ferð-
ina við stjórn bæjarins og á ég því
ekki von á að minnihluta verði falin
formennska í nefndum á vegum
bæjarins enda höfum við sjálf-
stæðismenn skýrt umboð kjósenda
til að stjórna bæjarfélaginu með
56% greiddra atkvæða á bakvið
okkur og munum ekki víkja okkur
undan þeirri ábyrgð,“ sagði Páley.
Kemur ekki veg fyrir rök-
ræður
Er ekki hcett við að bœjarbúar geti
lítið fylgst með málum ef samið er
um þau án þess að rökrœður fari
fram í nefndum og ráðum bœjarins?
„Góð samvinna í bæjarstjóm þýðir
ekki að það fari ekki fram rökræður
og vangaveltur í ráðum Vestmanna-
eyjabæjar. Þvert á móti eiga sér oft
stað miklar umræður og skoðana-
skipti í hinum ýmsu málum en það
sem síðasta bæjarstjóm bar gæfu til
bæjarfulltrúa eins og alþingismenn
að menn sitja í bæjarstjórn, bundnir
af lögum og sinni eigin sann-
færingu, engu öðru. Bæjarfulltrúar
geta því ávallt tekið afstöðu í málum
þvert á framboð, til þess hafa þeir
fulla heimild. Við sem sitjum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn
emm flokksbundin af því að við er-
um sömu skoðunar í grundvallar-
atriðum um það hvert skuli stefna þó
að ekki gildi það um einstaka mál.
Við vinnum náið saman og tökum
ákvarðanir á líkan hátt og samstarf
meiri- og minnihluta fer fram, leit-
umst við að komast að sameiginlegri
niðurstöðu og það hefur alltaf tekist
hjá okkur þó að oft sé tekist á. Ég tel
að þegar jafn gott samstarf ríkir og
allir bæjarfulltrúar koma að málum
strax í ráðunum fækki þeim til-
vikum þar sem menn fara gegn
málum í bæjarstjórn, enda væri það
skrýtið að styðja mál í upphafi en
ekki alla leið. Það kann þó að vera
erfiðara fyrir V-listann að leysa sín
mál þar sem þeirra fulltrúar deila
ekki sömu grundvallarskoðunum og
koma úr ólíkum stjórnmálaflokkum,
það kann að verða til þess að menn
kjósi með eða á móti málum í and-
stöðu við félaga sína. En eins og
alltaf hefur gilt, hafa menn fulla
heimild til þess,“ sagði Páley að
lokum.
Vinnings-
hafar
Dregið hefur verið í getraun sem
efnt var til í fjölskyldugöngu
Vestmannaeyjabæjar 24. maí sl.
Alls bárust 37 svör, þar af reynd-
ust 27 innihalda rétt lausnarorð,
sem var „prestshempa".
Dregnir voru út fjórir vinnings-
hafar:
1. Anna Sigga Grímsdóttir:
Ljósmyndabók Björns Rúriks-
sonar: Vestmannaeyjar
2. Geir Jón Þórisson:
Ljósmyndabók Björns
Rúrikssonar: Vestmannaeyjar
3. Svava Gunnarsdóttir: Diskur
Sönghóps AtVR: I æsku minnar
spor.
4. Ragna Björg Björnsdóttir:
Diskur Sönghóps ÁtVR: f æsku
minnar spor.
Öllum sem tóku þátt í göngunni
og/eða leik þessum er þökkuð
þátttakan.
Haft verður samband við vinn-
ingshafa.
ÁTVR grillar
Átthagafélag Vestmannaeyinga á
Reykjavíkursvæðinu býður fé-
lagsmönnum og gestum að koma
saman við Gufunesbæ í Grafar-
vogi nk. laugardag 19. júní
klukkan 16. Þar hefur ÍTR
komið upp frábærri útivistar-
araðstöðu og sal sem hentar vel
ef veður leyfir ekki útiveru.
Frábær leiktæki fyrir bömin,
s.s. klifuraðstaða, blak ofl.
Félagsmenn koma með á grill-
ið, drykkjarföng og hið frábæra
EYJASKAP.
Félagið sér um grillið og borð-
búnað.
Félagsmenn eru hvattir til að
fjölmenna og taka gesti, börn og
bamabörn með.
Fréttatilkynning.
var að leitast við að komast að
sameiginlegri niðurstöðu.
Við stefnum enda að sameiginlegu
markmiði og viljum öll vinna Vest-
mannaeyjum gagn svo þær geti
blómstrað. Bæjarbúar hafa góðan
aðgang að öllum fun-
dargerðum ráða og nefn-
da í gegnum heimasíðu
bæjarins, www.vestman-
naeyjar.is, þar eru allar
fundargerðir settar inn
jafnóðum.
Bæjarstjórnarfundir eru
auk þess sendir beint út á
FM 104 og eru öllum
opnir svo ég tel bæjarbúa
geta fylgst vel með hafi
þeir áhuga á því. Ég tel
endalausar bókanir á
báða bóga í ráðum vegna
einstakra mála, eins og
var hér áður ekki vera
Vestmannaeyjum til
framdráttar og helst vera
notað í pólitískum til-
gangi. Góð samvinna
hefur engin áhrif á það
hversu mikið íbúar geti
fylgst með málum,
stjórnsýslan er öllum
opin eftir sem áður.“
Bundnir af eigin
sannfæringu
Telur þú að með auknu samstarfi
milli D- og V-lista geti bœjarfull-
trúar í meira mœli tekið afstöðu með
og móti málum þvert áframboð?
„Það gildir það sama um kjörna
DREGIÐ Ómar Garðarsson,
dró út vinningshafa fyrir
Helgu Hallbergsdóttur.
List og leikur á
gönguslóð:
Miðbazr Vestmannaeyja vaknar til lífsins:
Veitingar á hverju götuhorni
Sjö tinda gangan - Lagt upp úr Herjólfsdal - Fylgd fyrir Pá sem vilja:
Fjöldi tinda og hraði á valdi hvers og eins
Það er ekki ofsögum sagt að mið-
bærinn í Vestmannaeyjum hefur
tekið miklum stakkaskiptum, veit-
ingastöðum og verslunum hefur
fjölgað og þeim fjölgar stöðunum
þar sem hægt er að sötra kaffi og te
og kannski eitthvað sterkara úti á
gangstétt.
Fyrir umhverfis- og skipulagsráði
lá fyrir umsókn frá Kaffi Varmó um
afnot af gangstétt vegna útiveitinga.
Einnig er sótt um leyfi til að setja
stóla og borð á grasflöt norðan við
Miðstræti. Leyfið var veitt til til 15.
september nk.
Penninn-Eymundsson sótti um
sams konar leyfi fyrir homið á
Strandvegi og Bámstíg. Leyfið var
veitt en leyfishafi skal ávallt
tryggja að rúm sé fyrir gangandi
umferð meðfram veitingasvæði.
f þriðja skiptið verður efnt til
svokallaðrar Sjö tinda göngu í
Vestmannaeyjum þar sem þátttak-
endum býðst að taka þátt í alvöru
fjallgöngu eða bara vera með og
labba á einn tind eða tvo. Og
hraðann velur hver fyrir sig.
Hafdís Kristjánsdóttir á hugmynd-
ina sem hún hrinti af stað sumarið
2008 og var þátttaka mjög góð.
„Þátttakan í fyrra var ekki eins
mikil og árið á undan en við von-
umst til að nú fjölmenni fólk. Við
leggjum af stað upp úr Herjólfsdal
klukkan níu á föstudagskvöldið.
Fyrirkomulagið er það sama. Lagt
verður á Dalfjall, þaðan gengið yfir
Eggjar niður Hána, upp á Klif,
Heimaklett, Eldfell, Helgafell og
endað á Sæfjalli," sagði Hafdís en
lagði áherslu á að engin skylda er
að ganga á öll fjöllin.
„Það fer bara hver og einn þar
sem hann treystir sér til. Það er gott
að hafa með sér nesti í góðum og
þægilegum bakpoka. Göngutími fer
eftir ásigkomulagi hvers og eins en
áætlað er að gangan taki þrjá til
fimm klukkutíma fyrir þá sem fara
alla leið. Þátttökugjald er krónur
2000 sem renna óskiptar til
Krabbavarnar Vm því öll þekkjum
við einhvern sem berst við krab-
bamein . Ég hlakka til að sjá sem
flesta og vonandi verðum við hep-
pin með veður eins og í hin
skiptin," sagði Hafdís að lokum.