Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Side 11
Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2010 11 STÓLLINN GÓÐI Júlía Andersen, móðursystir Emilíu, lætur fara vel um sig í stólnum sem vakið hefur svo mikla athygli. Roði hefur lengst af verið hent en það er ótrúlegt hvað það er sterkt efni.“ Emilía tók þátt í sýningunni Inter- national Contemporary Fumiture Fair í New York í lok maímánaðar og hægindastóll sem hún hannaði fékk umfjöllun í fjölmörgum vef- tímaritum. Var þetta ekki einstakt tœkifœri? Jú, það var mikilvægt að komast þarna inn. Bemhardt Design er stórt hönnunarfyrirtæki í Banda- ríkjunum sem hefur efnt til sam- keppni fyrir unga hönnuði sem eru að byrja að fóta sig á þessu sviði. Þeir sem komast áfram fá að sýna hönnun sína á ICFF í New York sem er ein af stærstu og þekktustu hönnunarsýningum í Bandaríkj- unum og hefur verið haldin árlega í mörg ár,“ sagði Emelía. Ein af 600 umsækj- endum „Eg sótti um af rælni í gegnum Bernhardt Design en að þessu sinni sóttu sex hundmð manns um og tíu vom valdir til að taka þátt í sýn- ingunni. Síðan var hringt í mig og þeir vildu fá stólinn minn, útskrift- arverkefnið mitt frá skólanum, til skoðunar í New York tveimur dögum síðar. Þá vom góð ráð dýr því við vorum öll komin til íslands og ekki lítið mál að koma stærðar- innar stól þangað á tilsettum tíma. En það er alltaf gott fólk nálægt manni, alveg sama hvar maður er staddur í heiminum, það er ekki spuming. Fyrrum eigandi hússins, sem við keyptum úti, er 84 ára gamall og hann reddaði þessu. Hann hefur tekið okkur eins og við tilheyrðum fjölskyldunni og kemur í heimsókn til okkar um hverja einustu helgi. Annar sonur hans á sendibíl og var sendur með stólinn inn á Manhattan." Stóllinn var skoðaður í krók og kring og hann samþykktur inn á sýninguna en þeir sem sáu um valið gerðu kröfu um nýtt áklæði og að hann yrði lækkaður. „Það var frá- bært að fá þessar ábendingar því mig langaði sjálfa að breyta honum aðeins og í raun léttara að rífa upp áklæði og ráðast í lagfæringar þegar það hefur ákveðinn tilgang. Eg gerði frumgerðina algjörlega sjálf og vann hana alla í höndunum. Þá kom sér vel að hafa fengið tæki- færi til að læra að vinna frá því að maður var unglingur hér í Eyjum. Eg vann í Skipalyftunni, í fiski, á sjó og ég vann um tíma sem flug- freyja. 011 þessi störf kenna manni vinnubrögð sem nýtast vel. Eg sá stundum ákveðna hræðslu í sam- nemendum mínum við að takast á við stærri verkefni þar sem þau kunnu einfaldlega ekki að skipu- leggja verkefni og höfðu aldrei fengið tækifæri til að læra að vinna.“ Ekki svo einfalt að drífa í hlutunum Nokkru seinna höfðu forsvarsmenn Bemhardt Design aftur samband við Emilíu og vildu þá fá tvo eins stóla fyrir sýninguna. Hún taldi það gerlegt þrátt fyrir að vera í útlegð á Islandi, fór út til Bandaríkjanna á ferðamannaáritun 30. mars og var úti í sjö vikur. „Eg fékk stólinn sendan aftur til mín og setti upp vinnuplan en það er ekki eins einfalt að drífa í hlut- unum þarna úti eins og hér heima. Það er erfiðara að fá fólk til taka að sér ákveðin verk, það er eins og allt sé niðurneglt en hér er aldrei neitt mál ef það þarf að gera eitthvað. Á endanum fann ég mann sem var kominn á eftirlaun og var tilbúinn til að vinna með mér. Hann hafði unnið við að smíða yfirbyggingar í kappakstursbíla úr trefjaplasti og var á bílaréttingaverkstæði sem synir hans ráku. Eg vann forvinnuna og hann hjálpaði mikið enda mikilvægt að hafa mann sem kunni að með- höndla plastið. Það er líka svolitið sérstætt í Ameríku að þar er ekki gert ráð fyrir að konur geti gert ákveðna hluti, staða þeirra er svolítið önnur en á Islandi og þær ekki eins sjálfstæðar að mörgu leyti. Ég þurfti t.d. að vera mjög ákveðin til að fá einhvem til að smíða fætuma á stólana en náði þessu á einum mánuði." Sýningin gekk mjög vel. Enn em tímarit og veftímarit að hafa sam- band og vilja fjalla um stólinn. Það skiptir miklu að fá umfjöllun áfram þó svo að sýningin sé búin. Þetta er mjög mikilvægt skref fyrir mig og þarna voru fyrirtæki víðs vegar að úr heiminum að kynna sína hönnun og líta eftir nýjum hug- myndum." Notagildi stólsins og þægindi Hvað gerir þinn stól svona sér- stakan? „Stóll er flókið fyrirbæri og mig langaði að nýta þekkingu mína í sjúkraþjálfun. Ég kem með nýtt sjónarhorn við hönnun hans því ég lít á setstöðuna sem hreyfingu en ekki kyrrstöðu. Surtsey kemur lfka við sögu því sumarið 2008 fór ég á Surtseyjarsýninguna í Þjóðmenn- ingarhúsinu og sá myndir, fuglalíf og þróun eyjunnar en hún var þá nýkomin á heimsminjaskrá. Ég hef alltaf verið hrifin af eldfjöllum, enda hálfgert gosbam, því ég er fædd í október gosárið 1973. Surtsey fór ekki úr huga mér og ég ákvað nota hana sem innblástur við lokaverkefnið. Ég byrjaði á því að teikna stól þar sem ég hef alltaf verið stólafrík. Mig langaði að hanna stól sem gefur stuðning við bakið, þar sem bæði væri hægt er að drekka kaffi og gæfi einnig möguleika á að leggjast í hann. Yfirleitt eru legu- bekkir þannig að þeir taka mikið pláss og þú gerir ekki mikið annað en að liggja í þeim. í vinnu minni sem sjúkraþjálfari veit ég að fólk getur fengið mikla hvíld ef það fær stuðning undir fætur. Þess vegna er brík á stólnum því það getur verið þægilegt að vera með fætur aðeins uppi og þar má líka leggja frá sér bolla. Með því móti er hægt að sameina notagildi stólsins og þægindi." Hvað með framleiðslu á stólnum? „Danskur framleiðandi sýndi því áhuga að framleiða stólinn en ég vildi helst komast að hjá stærra fyrirtæki í Bandaríkjunum. Það skiptir máli að hönnunin passi fyrirtækinu og þeirri línu sem það hefur á boðstólum. Þegar ég kem út aftur mun ég fara á fullt í að koma stólnum á framfæri við fram- leiðslu- og sölufyrirtæki." Strákarnir hafa myndað tengsl við Eyjar Fjölskyldunni hefur verið tekið opnum örmum hér í Eyjum þann tíma sem þau hafa beðið eftir leyfi til að flytja aftur í húsið sitt og taka upp fyrri iðju í New Jersey. Strákamir komust strax í skóla og hafa verið ánægðir í Eyjum. „Þeir eru báðir orðnir eyjapeyjar og nú er það bara áfram IBV! Báðir strákamir hafa bætt sig verulega í íslenskunni því auðvitað blandast enskan alltaf inn í talmálið þótt íslenska sé eingöngu töluð á heim- ilinu. Ingi Snær var læs á ensku en nú er hann líka fluglæs á íslenskan texta sem er mikils virði. Bóas var aðeins eins árs þegar við fluttum út svo enskan var orðin nokkuð ríkj- andi hjá honum. Hann hefur hins vegar bætt sig mjög í íslenskunni þessa mánuði og finnst okkur það skipta miklu máli. Það er nú ekki lítið mál að fá fjögurra manna fjölskyldu inn á sig. Sem betur fer á maður foreldra sem vilja hjálpa og við erum ótrúlega heppin. Vinkona mín, Lóa Hrund Sigurbjömsdóttir, flutti út úr íbúðinni sinni og lánaði okkur í sex vikur. Það má segja að það sé lyginni líkast hvað þetta gekk upp. Strákarnir búa að þessari reynslu alla ævi og þeir hafa myndað mikil tengsl við Eyjar og fólkið hér. Kalli hefur stundað vinnu sína með tölvusamskiptum frá Eyjum og mætt miklum skilningi hjá fyrirtækinu úti. Við höfum staðið skil á öllum okkar skyldum úti en þurft að hefja nýtt líf hér tíma- bundið og það er mesta furða hvað þetta hefur gengið vel upp, “ sagði Emilía og var því næst spurð hvort þau hafi velt fyrir sér að flytja aftur heim eftir vandræðin með dvalar- leyfið. „Við ætlum að enda á Islandi en verðum áfram úti, að minnsta kosti í þrjú tii fimm ár enn. Við erum svo miklir íslendingar í okkur og strákamir líka. En fyrst og fremst er maður Eyjamaður. Kalli segir oft að það fyrsta sem fólk viti um hann er að konan hans sé frá Vestmannaeyjum! Við viljum samt nýta þetta tækifæri vel auk þess er mikilvægt fyrir mig að mynda tengsl við hönnuði og fyrirtæki úti,“ sagði Emilía að lokum en ekki lá enn ljóst fyrir hvenær fjölskyldan fær leyfi til að flytjast aftur til Bandaríkjanna. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. „Stóll er flókið fyrirbæri og mig langaði að nýta þekkingu mína í sjúkraþjálfun. Ég kem með nýtt sjónarhorn við hönnun hans.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.