Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Side 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2010 Golf og gleði í boði Eimskip Eimskip hélt golfmót á laugar- daginn þar sem viðskiptavinum fyrirtækisins var boðið að taka þátt. Ohætt er að segja að veðrið hafi leikið við kylfingana, sól og blíða allan tímann og fjörið mikið. 85 karla voru skráðir til leiks og þrjár konur héldu uppi merki sterkara kynsins í mótinu. Fjórir voru í ráshópi og kepptu þeir sem eitt lið. Keppnin fór þannig fram að allir slógu upphafshögg á hverri braut, síðan var besti boltinn valinn og þrír slógu eftir það. Eftir mótið var svo haldið boð fyrir kylfingana og aðra viðskiptavini sem ekki stunda golfið og fór boðið fram í Golfskálanum. Þar voru veitt fjölmörg verðlaun úr golfmótinu og boðið upp á léttar veitingar. VITRINGARNIR ÞRÍR, Sigurgeir Jónsson, Olafur Kristinsson og Ingibergur Einarsson SÆTIR SAMAN, Jón Pétursson og Ragnar Baldvinsson. A í ,, B $ TVÆR AF ÞREMUR kvenkylfingum sem tóku þátt í mótinu þær Guðmunda Bjarnadóttir og Krístín Asmundsdóttir. Gluggar Utihurðir Sersmiði i rettum gæðum GKGLUGGARöaD Völuteigur 21 | 270 Mosfellsbæ | 566 6787 www.gkgluggar.is | gkgluggar@gkgluggar.is Framkvæmda- og hafnarráð: Bryggju- dagur ÍBV -Síðasti fundur ráðsins á kjörtímabilinu Fyrir framkvæmda- og hafnarráði lá erindi frá ÍBV-fþróttafélagi þar sem óskað er eftir 300 þús. kr. framlagi frá Vestmannaeyjahöfn vegna árlegs Bryggjudags ÍBV sem fram fer laugardaginn 17. júlí 2010. Ráðið samþykkir erindið. Farið var yfir heildarendurskoð- un á landnýtingu og framtíðar- uppbyggingu á hafnarsvæði. Farið var yfir landnýtingu og lausar lóðir á hafnarsvæðinu. Fundað hafði verið með skipu- lagsyfirvöldum og gerði Stefán O. Jónasson grein fyrir stöðu mála en málið er áfram í vinnslu. Rætt var um upplýsingavegg austan við Edinborgarbryggju, Nausthamarsbryggju. Rætt var um áframhaldandi framkvæmdir og leggur ráðið áherslu á að klára framkvæmdir sem fyrst. Þar sem þetta var síðasti fundur ráðsins á kjörtímabilinu þakkaði formaður ráðsins fulltrúum í ráðinu og embættismönnum fyrir mjög gott samstarf. Jafnframt þökkuðu nefndarmenn og emb- ættismenn formanni ráðsins fyrir gott samstarf. Goslokahá- tíð undirbúin Á fundi fræðslu- og menningar- ráðs í síðustu viku var rætt um fyrirkomulag goslokahátíðar sem verður helgina þriðja til fjórða júlí. Ákveðið var að þriggja manna framkvæmdastjórn haldi utan um fjárhagsáætlanagerð, ákvarðanir og framkvæmd hátíðahaldanna. Hana skipa Páley Borgþórsdóttir, formaður ráðsins og tveir starfs- menn, Kristín Jóhannsdóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir. Framkvæmdastjórn mun kalla saman samráðshóp til skrafs og ráðagerða til fundar hið fyrsta. Smáar Geymsla á Bakka Til sölu er 18,9 rrú geymslurými á Bakkaflugvelli. Hentar fyrir hjól- hýsi, tjaldvagn eða bíl. Uppl. í síma 897-1113. Tengdamömmubox Til sölu tengdamömmubox 1.40 á lengd ca. 400 lítrar selst með fes- tingum á kr. 40 þús. ( kostar nýtt 85 þús.) Uppl. í s. 840-5549, Kalli. Barnapía óskast Óska eftir stelpu 13 til 15ára til að líta eftir barni í 2 til 3 klst á dag eða eftir samkomulagi upplýsin- gar veitir Geir í síma 863-5228 og geirkafari@simnet.is.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.