Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Qupperneq 17

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Qupperneq 17
Fféttir / Fimmtudagur 17. júní 2010 17 -Þar eiga allir að geta látið sér líða vel - Líkamlega, andlega og félagslega Nú liggur fyrir skýrsla stýrihóps og hlutverk um starfsáætlun félags- miðstöðvarinnar Rauðagerðis þar sem nú er aðstaða fyrir nemendur úr efstu bekkjum grunnskólans. Rauðagerði er ætlað stærra hlutverk og á að vera opið öllum án tillits til aldurs eða aðstæðna og er þá horft til barna, ungmenna og fólks sem á á hættu að einangrast heima hjá sér, t.d. öryrkja, aldraðra, geðfatlaðra, einstæðra foreldra, fólks af erlend- um uppruna og fleiri. A fundi fjölskyldu- og tómstunda- ráðs fyrr í vor var skýrslan kynnt en í henni koma fram tillögur um starf- semi í norðurhluta Rauðagerðis. Var framkvæmdastjóra falið að reikna út kostnað og útfæra hugmyndir sem fram komu í skýrslunni. Stýrihópinn skipuðu Sigþóra Guð- mundsdóttir, forstöðumaður Rauða- gerðis, Guðrún Jónsdóttir, yfir- félagsráðgjafi Vestmannaeyjabæjar, Guðrún Helga Bjarnadóttir, leik- skólafulltrúi og Hrefna Óskarsdóttir, ráðgjafi Starfsorku. Virkni skapar eftirvæntingu „Að vera heilbrigður er ekki bara það ástand að vera laus við sjúk- dóma og kvilla, heldur það að geta notið sín og liðið vel líkamlega, andlega og félagslega. Margar rann- sóknir hafa verið gerðar sem sýna að með þátttöku í virkni og tómstunda- störfum fullnægjum við bæði félagslegum og andlegum þörfum og oftar en ekki hreyfiþörfum okkar. Virkni skapar eftirvæntingu og gerir fólki kleift að njóta samvista við hvert annað,“ segir í skýrslunni og þetta var það sem stýrihópurinn hafði að leiðarljósi. Þær segja mikilvægt að skapa aðstæður á Rauðagerði þar sem hægt verði að útrýma einmanaleika, hjálparleysi og leiða. „Þar sem not- endur fá tækifæri til þess að veita aðstoð og umhyggju ekki síður en að þiggja hana. Þetta er gert með því að skapa aðstæður þar sem einstak- lingurinn fær tækifæri til að vaxa og dafna, þar sem áherslan er á félags- skap og samveru og að hver ein- staklingur hefur hlutverk. Flestir hafa þörf á því að finna að þeir geri gagn og að horft sé á styrkleika og getu, í stað veikleika og skerðingar." Ahersla er lögð á að umhverfið sé styðjandi, heimilislegt og notalegt og að fólk finni að það sé velkomið og allir séu jafn mikilvægir. „Þannig má skapa notalegt andrúmsloft, samhug og hlýju. Skipulagðar tóm- stundir hafa ákveðið forvarnagildi. Með þátttöku er hægt að stuðla að vellíðan, ánægju og tilgangsbundn- unt athöfnum og jafnframt að koma í veg fyrir ótal sjúkdóma og kvilla sem fylgja félagslegri einangrun," segir í skýrslunni. Efla á lífsgæði og vellíðan Markmiðið með Rauðagerði er að efla lífsgæði og vellíðan notenda og þátttakenda með því að draga úr félagslegri einangrun og að gefa fólki tækifæri til að njóta samvista í góðum félagaskap. „Þannig má auka samfélagsþátttöku notenda sem og samfélagslega ábyrgð íbúa. Mark- miðið er að allir geti lagt sitt af mörkum til að efla starfsemi Rauða- gerðis sem á að vera staður þar sem fólk getur komið saman og fengið þjónustu, tekið þátt í tómstunda- starfi sem ætlað er að auka reisn þess og efla sjálfstæði, komið saman og rofið vítahring einangrunar og UNGA fólkið hefur haft aðstöðu í einsemdar, fengið stuðning við þátt- töku sína í því sem er að gerast í samfélaginu og sinnt klúbba- og hópastörfum og tekið þátt í nám- skeiðum þar sem áhugamál tengja fólk saman frekar en aldur. Markhópurinn fólk sem á á hættu að einangrast Rauðagerði er ætlað öllum án tillits til aldurs eða aðstæðna en sérstakir markhópar eru böm og ungmenni, fólk sem á á hættu að einangrast heima, t.d. öryrkjar, aldraðir, geð- fatlaðir, einstæðir foreldrar, einstak- lingar af erlendum uppruna og fleiri. „Dagskráin er þannig úr garði gerð að reynt er að koma til móts við þarfir sem flestra og að hún saman- Rauðagerði en í framtíðinni verður það opið öllum aldurshópum. standi af tilboðum sem ná til líkam legrar, andlegrar og félagslegrar uppbyggingar," segir í skýrslunni en það sem í boði verður er t.d. lestur á bókum, blöðum og tímaritum, kaffi- spjall, spil eins og bridge, félagsvist, borðspil, skák og fleira. Líka lík- amsrækt, sund, sundleikfimi, gönguferðir, stafaganga, leikfimi, boltaleikir og dans svo dæmi séu tekin. Þá er gert ráð fyrir handiðn, prjóni, saumaskap, hekli, málun, teiknun, taumálun, silkimálun, postulíns- málun, bútasaumi, perlusaumi, smíðum, útskurði, kortagerð, þæf- ingu, leirmótun, glerlist og hvers konar framleiðslu sem flokkast undir handiðn. Möguleiki er á að nota Grunnskóla Vestmannaeyja í STÝRIHÓPURINN, Hrefna, Guðrún, Guðrún Helga og Sigþóra. smíðar og leir- og glervinnslu og möguleiki á samstarfi við Visku um námskeið. Annað sem lagt er til er fjölmiðlun og menning, svo sem leikhús, tón- leikar og listsýningar, leshópar, lestur leikrita, ritun, leiklistamám- skeið, grúsk og skriftir, sagnahópar. Önnur tómstundaiðja eins og klúbb- ar, ferðalög, garðrækt, hópstarf, kennsla í handverki, sjálfboðastörf og starfsemi í ákveðnum hags- munahópum á að vera í boði. Þá er ætlunin að bjóða upp á fræðslu og ráðgjöf, ýmis námskeið og endur- menntun, uppeldisnámskeið, fjár- málanámskeið, fræðslufundi og fyrirlestra, ráðgjöf sérfræðinga eins og félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sál- fræðinga, þroskaþjálfa, presta, hjúkrunarfræðinga, grunnskóla- kennara ásamt aðstoð við heima- nám, aukatíma og námsaðstoð í ýmsum fögum. Létt kaffispjall í boði Til að gera þetta meira aðlaðandi verður kaffi á könnunni en gert er ráð fyrir að fólk komi sjálft með meðlæti með kaffinu. Þá er varpað fram hugmyndum um matarklúbb eða matreiðslunámskeið í hádeginu. Fastir punktar yrðu létt kaffispjall yfir blöðunum, spilavist og kaffi, bingó, prjónakaffi, leshringir og fleira. Opin námskeið sem notendur sjá sjálfir um, eins og þæfing, prjónaskapur, hekl, bútasaumur, list- saumur og trésmíðar og svo fram- vegis. Nefnd eru ýmis lokuð námskeið, hópastörf og sjálfshjálparhópar og opin námskeið, t.a.m. á vegum Visku. Fljótt á litið virðist þetta ansi viðamikil dagskrá og setja á upp stundaskrá fyrir vikuna þannig að fólk, sama á hvaða aldri það er, á að geta fundið hvenær eitthvað er í boði sem hentar hverjum og einum. Ljóst er samkvæmt skýrslunni að fara verður út í viðamiklar breyt- ingar á Rauðagerði og gert er ráð fyrir að Vestmannaeyjabær leggi til húsnæði og þá ráðgjafa sem heyra undir sveitarfélagið, svo sem félags- ráðgjafa og kennara. Til að létta undir með bænum leggur stýri- hópurinn til að leitað verði til sam- starfsaðila, bæði um tæki og búnað og starfsmann. „Stýrihópurinn tekur ekki afstöðu til þess hvort viðkomandi starfs- maður verður starfsmaður sveitar- félagsins eða einhvers af samstarfs- aðilumen leggur áherslu á að hann verði með háskólamenntun á sviði félagsvísinda-, menntunar- og upp- eldisfræða, tómstundafræða eða sambærilegt nám. Stýrihópurinn telur nauðsynlegt að stöðugildi og vinnutími starfsmanns taki mið af opnunartíma í norðurhluta hússins." Lokaorð - Aukin ábyrgð I lokaorðum segir að félagsleg einangrun sé vaxandi vandamál og sé fylgni á milli félagslegrar ein- angrunar, lítillar þátttöku í tóm- stundastarfi og verra heilsufars. Og að rannsóknir sýni að þeir sem orðið hafa fyrir áföllum eigi oft erfiðara með að mynda og viðhalda félags- legum tengslum. „Kjörorð Vestmannaeyjabæjar í forvörnum eru aukin ábyrgð, sam- vinna, fjölbreytni, vellíðan og árangur. Þessi kjörorð eru grund- völlur góðra lífskjara og falla vel að hugmyndum stýrihópsins um starf- semi Rauðagerðis. Stýrihópurinn vill ennfremur benda á að árið 2010 er Evrópuár, tileinkað fátækt og félagslegri einangrun og er þátttaka í daglegum athöfnum og tómstund- um lykilatriði í því að efla mannauð og rjúfa félagslega einangrun," segja þær stöllur og leggja til að starfsemin í báðum hlutum hússins verði hugsuð sem ein samfelld heild þar sem tómstundir og áhugamál tengja fólk saman, óháð aldri, menntun, kyni eða kynþætti. Að síðustu eru nefndir mögulegir samstarfsaðilar Vestmannaeyjabæjar um starfsemi Rauðagerðis: Meðal þeirra eru, Framhaldsskólinn, Viska, Starfsorka og Rauði krossinn. Þá er bent á að sjálfboðaliðar geti haft mikið að segja í starfseminni. Fjölskyldu- og tómstundaráð - Stýrihópur leggur fram starfsáætlun Rauðagerðis: Verður opið öllum án tillits til aldurs eða aðstæðna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.