Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Page 18
18
Fréttir / Fimmtudagur 17.júní2010
IPæjumót ÍBV og TM 2010:
TIL ÚKSíltA, 1 -i(i lireiOaúliks og FH léku til úrslita á
Piejumótinu 2010 þar sem Breióublik hafði betur 4:1.
> '
¥i
Glæsilegt Pæjumót ÍBV og TM í Vestmarmaeyjum um helgina:
Mót sem stækkar ár frá ári
Einu stærsta Pæjumóti ÍBV og
TM síðari ára lauk með pompi og
prakt í íþróttahúsinu um miðjan
dag á laugardaginn. Alls voru um
550 þátttakendur í mótinu, sem er
fjölgun um 130 frá því í fyrra.
Einu sinni sem oftar var Breiða-
blik áberandi í hópi verðlauna-
hafa en Breiðablik sigraði í A-, B-
og C-flokki en Valur í D-flokki.
Veðrið hefur ávallt mikið um það að
segja hvernig mótshaldið tekst en
ekki verður annað sagt en að veður-
guðirnir hafí verið hliðhollir
Eyjamönnum. Smávæta var fyrsta
morguninn en eftir það skein sól í
heiði og veður var allt hið besta.
Undir lok mótsins fór svo að rigna,
það slapp fyrir hom en það kom
vissulega niður á aðsókn á sjálfan
úrslitaleikinn enda hafa áhorfendur
oft verið fleiri á lokaleik mótsins.
Dagskrá mótsins var einnig þétt-
skipuð. Fyrir utan alla fótboltaleik-
ina var boðið upp á kvöldvöku á
setningu mótsins en þar var m.a.
hvert félag með eitt atriði í hæfi-
leikakeppni mótsins og augljóst að
sumar stelpumar höfðu lagt á sig
mikla vinnu við undirbúning
keppninnar. Jónsi í hljómsveitinni
Svörtum fötum hélt uppi stuðinu og
var í dómnefnd keppninnar ásamt
þeim Ölmu Eðvaldsdóttur og Silju
Elsabetu Brynjarsdóttur.
Spilað frá morgni til kvölds
Á föstudagskvöldið var svo lands-
leikur þar sem Landsliðið spilaði á
móti Pressuliðinu. Leiknum lauk
með stórmeistarajafntefli, 2:2 en
eftir landsleikinn var boðið upp á
grillveislu og síðan diskósund í
sundlauginni. Urslitaleikirnir fóru
svo fram á laugardeginum en byrjað
var alla dagana að spila klukkan átta
um morguninn og var spilað fram á
kvöld. í mótslok var svo glæsileg
verðlaunaafhending og lokahóf í
íþróttahúsinu.
Æsispennandi úrslitaleikir
Eins og áður sagði var Breiðablik
áberandi meðal sigurvegara í mót-
inu. I úrslitaleik D-liða spiluðu
Fylkir og Valur en Valsstúlkur höfðu
betur í æsispennandi leik, 2:0. Hjá
C-liðum vom það Breiðablik og
Fylkir sem mættust og höfðu
Blikastúlkur betur, 3:0. Blikastúlk-
ur höfðu líka betur í flokki B-liða
þar sem þær léku gegn Val en úrslit
leiksins urðu 2:1 eftir hörku-
viðureign. Sjálfur úrslitaleikur
mótsins, í flokki A-liða var á milli
Breiðabliks og FH. Breiðablik hafði
nokkra yfirburði í fyrri hálfleik og
var 2:0 yfir í hálfleik. Blikastúlkur
bættu þriðja markinu við í upphafi
síðari hálfleiks en þá tóku FH-ingar
við sér, minnkuðu muninn í 3:1 og
hleyptu smá spennu í leikinn. En
Blikastúlkur sýndu yfirburði sína í
mótinu, bættu við fjórða markinu og
vora vel að sigrinum komnar.
Úrslitaleikinn dæmdi Guðrún
Fema Ólafsdóttir, ungur og efni-
legur kvendómari, sem hefur verið
að dæma í úrvalsdeild kvenna en
sjálf hafði hún aldrei áður komið á
Pæjumótið í Eyjum. Guðrún Fema
sagði í stuttu samtali við blaðamann
að hún hefði gjarnan viljað vera
lengur á mótinu.
Einar Friðþjófsson, mótsstjóri
sagði í síðustu viku að mótið væri
að stækka og yrði enn stærra á næsta
ári. Það er jákvætt enda hafa
Eyjamenn upp á margt að bjóða
fyrir ungar og upprennandi knatt-
spymukonur. Auðveldari samgöng-
ur á sjó ýta sjálfsagt undir áhugann
þannig að vonandi munu bæði
Pæjumótið og Shellmótið stækka á
næstu ámm.
Verðlaunahafar
Pæjumótsins
A-lið.
1. Breiðablik
2. FH
3. Fjölnir
B-lið
1. Breiðablik
2. Valur
3. Fylkir
C-lið
1. Breiðablik
2. Fylkir
3. Valur
D-lið
1. Valur
2. Fylkir
3. Breiðablik
Prúðasta liðið - Grindavík
Efnilegasti leikmaður Pæju-
móts IBV og TM - Selma Sól
Magnúsdóttir, Breiðabliki.
BLIKASTÚLKUR FÖGNUÐU vel og innilega þegar þær fengu
bikarinn í hendurnar frá landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari.
LANDSLIÐSKONAN Díana Helga Guðjónsdóttir úr ÍBV stóð sig vel í
landsleik Pæjumótsins þar sem Landsliðið lék gegn Pressuliðinu.
EFNILEGUST á Pæjumótinu
Selma Sól Magnúsdóttir.
VEL SKREYTTUR. Þjálfari
Skallagríms var með naglalakk
og litaðan koll á mótinu.
GENGIIBV hefur oft verið betra á Pæjumótinu en í ár en stelpurnar
fögnuðu sigrum sínum með Iéttum og skemmtiiegum dansi.
FRÁBÆR STEMMNING. Jónsi úr Svörtum fötum fékk stelpurnar til
að syngja og tralla á setningarhátíð Pæjumótsins.