Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Síða 4
4 Fréííir / himmtudagur 26. maí 2U11 Úr bloggheimum: Jói Listó bloggar um Löngulág: Vondar hugmyndir! Það virðist í alvöru búið að ákveða að leggja niður malar- völlinn í Löngulág. Þótt fyrr hefði verið segi ég nú bara. Það að.völlur- inn, hverfið og svæðið sé skipulagt upp á nýtt, opnast ótal möguleikar til að bæta og laga en ekkert af því birtist í skelfilegum tillögum sem ég var að sjá áðan inni á eyjafrettir.is . T.d. á ekkert að taka á bflastæða- vanda við kirkjuna. Það á ekkert að taka niður norðurenda malarvallar og hitaveitulagnir sem þrengja sér eins og þrálátar bólgur inn á Kirkjuveginn. í þessum dæmalausu tillögum em teiknaðar óútskýrðar viðbyggingar við Höllina sem líta út eins og illkynja æxli (eins og bíslagið í Krisnihaldi undir jökli). Það er gott og sjálfsagt að fram komi sem fjölbreytilegastar hugmyndir um þetta svæði, en að það verði 'reynt að vanda til verka við úrvinnsluna. Ekki bjóða upp á 4x sama hryllinginn. http://listo. 123.is/home/ Valmundur Valmundsson bloggar um sjóinn: Kominn heim Jæja þá er maður kominn heim úr „sumarfríinu". Var á Benidorm með minni spúsu í góðu yfirlæti í hálfan mánuð. Konan bauð í tilefni fimmtugsafmælis míns og við höfðum það mjög gott. En að öðru, nú er dimmt um að litast á Fróni. Hér í Eyjum er öskufjúk og sólin nær varla að gægjast í gegn. Allir á sjó nema Brynjólfur og Gullberg sem lönd- uðu í morgun. Varla hægt að landa fyrir öskunni sem smýgur alls staðar og m.a. í fiskikörin. En almennt er ágætis fiskirí að sögn kunnugra. http://www. valmundur. blog. is Ægir Óskar Hallgrímsson bloggar um skuldir Bandarík jamanna: Geta sjálfum sér um kennt! : •V * Jé Ég hef enga samúð með Bandaríkja- mönnum. Þetta stórveldi viðskipta- heimsins, er ger- samlega búið að spila botninn úr buxunum. Bandaríkin voru fyrir 40 árum eitt mesta iðnveldi heimsins, bflaiðnaðurinn, fjármálamarkaður- inn og svo mætti lengi telja. En hvað svo. Svo kemur græðgin en heimskan einnig. Ákveða að flytja mörg góð fyrirtæki frá Banda- ríkjunum í þeirri von að hagnaður fyrirtækisins muni glæðast, sem hann hefur gert, ekki spuming en eftir situr bandarískur almenningur. Alltaf fleiri og fleiri án vinnu. Svona hefur þetta gengið og efna- hagur landsins átti að hanga á fjár- málamarkaði. Heilu borgimar em að leggjast í eyði og eina ráðið að mínu viti er að efla framleiðslu- fyrirtæki og þannig myndu hjól efnahagslífsins snarbatna. En þessar tölur em ekkert að koma upp núna. Þetta er búið að vera svona viðvarandi í mörg ár, vextir þeir lægstu, í þeirri von um að efnahagur landsins skáni. En „no cigar“. http.V/nautabaninn. blog. is Eyjamaðar vikunnar: Ekki missa af tveimur megaheitum spila á flautu Á 100 ára afmælistónleikum Kórs Landakirkju komu fram nokkrir tónlistarmenn í Eyjum. Einn þeirra, Herdfs Gunnarsdóttir lék afskaplega vel á þverflautu en hún hefur leikið á það ágæta hljóðfæri í um 11 ár. Herdís er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Herdís Gunnarsdóttir. Fæðingardagur: 4. september 1991. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Gunnar Darri og Svava em faðir minn og móðir. Svo á ég tvo bræður þá Sæþór og Darra, eina gelgjusystur sem heitir Jóhanna Svava og hund sem heitir Eyja. Draumabfllinn: Verð að segja Honda héma, annars hlýt ég verra af frá föður mínum. Finnst Honda Accord og Civic Typer flottastir. Uppáhaldsmatur: Bleikar fiski- bollur í dós og píta. Versti matur: Fiskur, get hann ekki. Uppáhalds vefsíða: Fótbolti.net og svo auðvitað facebook. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Hlusta mest á Muse, Rihanna, Dikta, Hurts, Coldplay, Radiohead, Black Eyed Peace og Florence and the Machine annars hlusta ég á nánast allt. Aðaláhugamál: Ferðast, tónlist, fótbolti og ræktin. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Uff, engan sérstakan, bara einhvem heitan fola. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Á íslandi er það klárlega Eyjamaður vikunnar er Herdís Gunnarsdóttir. Vestmannaeyjar, sérstaklega yfir sumartímann. Svo þegar ég var í Indlandi sá ég marga mjög fallega staði. Einnig var mjög fallegt að horfa á sólsetrið við Viktoríuvatn úti í Afríku. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV. Ég á engan sérstakan uppáhalds íþróttamann, en af því að ég sagði að systir mín væri gelgja héma rétt fyrir ofan þá ætla ég að sleikja hana upp með því að segja að hún, Jóhanna Svava Gunnarsdóttir sé uppáhalds íþrótta- maðurinn minn. Ertu hjátrúarfull: Já, ég get verið það. Stundar þú einhverja íþrótt: Ég var í fótbolta en er núna bara í ræktinni að æfa sjálf. En aldrei að vita nema maður byrji aftur í boltanum í haust ef ég flyt í bæinn. Uppáhaldssjónvarpsefni: Desperate Housewives, 90210, the Vampire Diaries og Friends. Hvenær byrjaðir þú að spila á þverflautu: Ég byrjaði árið 2000, 9 ára gömul. Af hverju valdir þú þverflaut- una: Mig langaði svo rosalega mikið til þess að æfa á eitthvert hljóðfæri og mömmu þótti og þykir þverflautur svo heillandi og langaði að æfa sjálf. Pabbi gaf henni því flautu í afmælisgjöf sem hún svo spilaði aldrei á. Þannig fékk ég flautuna og byrjaði að æfa á hana og nota ég sömu flautu í dag. Spilar þú á önnur hljóðfæri: Nei, get samt glamrað eitthvað á píanó, en mig dreymir um að læra á gítar. Stefnir þú á frekara nám í tón- listinni: Ég gæti vel hugsað mér það, já. Væri ekki leiðinlegt að fara út að læra meira í stórum tónlistar- skóla. Er gaman að vera í Lúðrasveit yestmannaeyja: Já mjög gaman. Ásamt því að spila er ég mikið í því að siða þær Sóley, Omu Hlín og Jóhönnu Svövu til. Finnst að ég ætti að fá laun fyrir það! Eitthvað að lokum: Langar að koma því á framfæri að við Védís ætlum að halda flotta tónleika saman núna á næstunni. Eitthvað sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara, tvær megaheitar að spila á flautu. Auglýsum það betur síðar :) Matgazðingur vikunnar: Saltfiskrénur ffyrir Brynjólf Það var aldeilis gaman aðfá þessa útnefningu frá Brynjólfi syni okkar. Sem bamfékk hann gjarnan skyndilega magakveisu þegar von var á saltfiski í matinn og í tilefni af því viljum við birta þessa dýrindis saltfiskuppskrift sem við fengum frá góðri konu í Þorláks- höfn. Þar á eftir kemur döðlu- brauðið hans Sœvars sem er vin- sœlt ífjölskylduntii þó það hafi að vísu ekki náð sömu hœðum hjá barnabörnunum og „afasósan", sem enn um sinn verður fjölskyldu- leyndarmál. Við Ijúkum svo máltíðinni með yndislegri Pavlovu sem hentar vel við öll tœkifœri. Saltfiskréttcir Ca. 1200 g útvatnaður saltfiskur soðinn 10 stk. soðnar kartöflur 2 laukar 2 öskjur hvítlauksostur 2 ds. tómatpurre 6 hvítlauksgeirar rifinn ostur nokkrar olífur smá tómatsósa smá olía Saltfiskurinn og laukurinn steikt í olíu, kryddað með hvítlaukskryddi. Sett í eldfast mót. Kartöfumar brytjaðar og settar ofan. Hvítlauksosturinn bræddur í potti ásamt tómatpurre og góðri skvettu af tómatsósu og því svo hellt yfir fiskinn. Hvítlaukurinn og ólífumar saxaðar og stráð yfir ásamt rifna ostinum. Að endingu er smá skvetta af góðri olíu. Látið malla í ofninum við ca 200° þangað til osturinn er orðinn vel bráðinn. Döðlubrauð Sarvars 3 dl. volgt vatn (ca. 37°) 1 dl döðlur (smátt saxaðar) 3 dl haframjöl 7 dl hveiti 1 msk. þurrger 1 1/2 tsk. salt 1/2-1 stk. banani, saxaður Við emm svo heppin að eiga brauðvél og látum hana um að hnoða deigið. Síðan er það tekið úr, sett á bökunarplötu, mótað brauð og látið hefa sig í 30 mín. Ef brauðvélinni er ekki fyrir að fara er ekki um annað að ræða en bretta upp ermar og hnoða. Brauðið bakað við 180°C í 45 mín. Upplagt er að stinga banönum sem em famir að dökkna í frystinn og geyma þangað til næst er bakað. Pavlova sem getur ekki klikkað 3 eggjahvítur 150 gr. flórsykur 1 tsk. edik 1 tsk vanilludropar (má sleppa) ávextir og rjómi Stífþeytið eggjahvítumar og bætið sykrinum smátt og smátt út í og ediki síðast. Flottast er að teikna hring á smjörpappír og smyrja deiginu á hann og gera holu í miðjuna. Hita ofninn í 220°setja plötuna inn í hann og minnka hitann um leið niður í 140°. Bakað í 1 1/2 klst. Kakan kæld alveg áður en ávextir og rjómi em settir í hol- una. Jarðarber em mjög góð og niðursoðnar apríkósur em vinsæl- astar heima hjá okkur. Eftir mikla yfirlegu ákváðum við að gefa boltann aftur á ungviðið og skora á fjölskylduvininn Þórlind Kjartansson, en við höfum heyrt af kraftaverkum hans í eldhúsinu. Hann á náttúrulega ekki langt að sœkja slíktfrá foreldrum sínum séra Kjartani Emi og Katrínu. Við biðjum að lokum að heilsa öllum góðu vinum okkar í Eyjum. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 26. maí Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Kaffi og spjall. Laugardagur 28. maí Kl. 14.00. Útför Heimis Guðmundssonar. Sunnudagur 29. maí Fimmti sunnudagur eftir páska Kl. 11.00. Guðsþjónusta á fimmta sunnudegi eftir páska. Kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði syngur undir stjóm Hrafnhildar Blomsterberg. Sr. Guðmundur Öm prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna. Kl. 20.00. Fundur hjá æskulýðs- félaginu. Miðvikudagur 1. júní Kl. 20.00. Fundur hjá Aglow í Safnaðarheimilinu. Ath! Fimmtudaginn 2. júní, upp- stigningardag, er dagur eldri borg- ara í kirkjunni, þá er guðsþjónusta kl. 14.00 þar sem Kór Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum sér um sönginn, og kaffi í boði Kvenfélags Landakirkju eftir guðsþjónustu. Viðtalstímar prestanna eru mánudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 26. maí Kl. 20:00 Bænastund, biðjum og lofum Guð. Sunnudagur 29. maí Kl. 13:00 Samkoma, ræðumaður Daníel Steingrímsson. Verið hjartanlega velkomin. Aðventkirkjan Laugardaginn 28. maí Kl. 11:00 Samkoman hefst með Biblíufræðslu fyrir böm og fullorð- na. Bama og ungmennastarf í höndum Ericu Do Carmo. Einnig verður biblíufræðsla fyrir fullorðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is undir fræðsluefni/Biblíulexia. Guðsþjónusta kl. 12.00. Jens og Sonja Danielsen prédika. Allir hjartanlega velkomnir. Sími hjá safnaðarpresti er 8662800, netfang thora@adventistar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.