Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Page 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2011 Á fundi sjálfstæðismanna, Hörður Óskarsson fundarstjóri, Bjarni og Ólöf. Róbert í ræðustól hjá Samfylkingu, Guðrún Erlingsdóttir fundarstjóri, Sigríður Ingibjörg og Oddný. Sj^Jfstæðisflokkur og Samfylking funduðu í Eyjum - Misjöfn skilaboð um stjórn fískveiða: Ovissa um afleiðingarnar Pólitísk afskipti hafa alltaf skaðað Vestmannaeyjar - Strandveiðar verða óseðjandi hít Það var athyglisvert að mæta á tvo fundi um stjómmál í síðustu viku þar sem virkilega var verið að fjalla um fjöregg Vestmannaeyja, fyrir- komulag á stjóm fiskveiða. Ástæðan er að nú liggja fyrir Alþingi tvö fmmvörp frá ríkisstjóminni þar sem boðuð er algjör uppstokkun á kerf- inu. Fyrst vom það sjálfstæðismenn sem blésu til fundar í Ásgarði á miðvikudagskvöldið þar sem for- maður, Bjarni Benediktsson og varaformaður, Ólöf Nordal, vom mætt til að segja frá sinni skoðun á málinu. Þau vilja halda í kerfið og féll það í góðan jarðveg hjá fund- argestum. Fundur Samfylkingarinnar hafði verið boðaður með nokkmm fyrir- vara þannig að hann tengdist því ekki að fmmvörpin voru á leiðinni. En þau lentu í háfnum, Róbert Marshall, Oddný Harðardóttir, þing- menn Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður í Reykjavík suður sem mætti í .forföllum Björg- vins G. Sigurðssonar. Var ljóst að boðskapur þeirra átti ekki upp á pallborðið hjá þorra fundarmanna sem höfðu lítinn sem engan áhuga á öðru en því er laut að stjórn fiskveiða. Vilja sem næst óbreytt kerfi Gestir á fundinum í Ásgarði vom um 60 og fengu að heyra það sem þeir vildu, stuðning við núverandi fyrirkomulag á stjóm fiskveiða, þ.e. að kvótakerfið verði í meginatriðum óbreytt. Það hafi skilað þjóðinni þeirri hagræðingu sem ætlast var til og hagnaðurinn rynni til þjóðarinnar í formi skatta og aflagjalds. Þessu vom fundarmenn nokkuð sammála og töldu að leið stjómar- innar skaðaði hagsmuni Vestmanna- eyja. Bjarni vakti athygli á því svartholi sem opnað hefði verið með strandveiðunum. Þær væm óseðj- andi hít því krafan um meiri kvóta yrði alltaf til staðar og það gerðist ekki öðm vísi en tekið væri af öðrum þar sem Vestmannaeyjar liggja vel við höggi. Sama gildir um pólitísku pottana og hærra aflagjald er beinn skattur á verstöðina Vestmannaeyjar. Þessu em sjálfstæðismenn tilbúnir að berj- ast á móti. Það vom skilaboð for- manns og varaformanns og í anda flokksins að pólitísk afskipti séu sem minnst. Áttu á brattann að sækja Um 40 mættu á fund Samfylking- arinnar í Alþýðuhúsinu á fimmtu- dagskvöldið. Það var á brattann að sækja hjá Róbert, Oddnýju og Sigríði Ingibjörgu. Róbert kom að gerð frumvarpanna, minna og stærra fmmvarpinu eins og þau em yfirleitt kölluð. Því minna er ætlað m.a. að festa strandveiðar í sessi en í því stóra er gert ráð fyrir að innkalla allar veiði- heimildir og gera síðan nýtingar- samninga við útgerðarmenn til fimmtán ára. Þá er gert ráð fyrir að ákveðinn hluti fari í potta eins og byggðakvóta. Framsal varanlegra aflaheimilda verður aflagt í áföngum næstu 15 árin og leiga á kvóta innan ársins verður þrengd. Enn er ekki búið að reikna út hver raunvemleg áhrif verða. Það verður að segjast eins og er að það var fátt um svör hjá þeim þremur þegar þau vom spurð um áhrif breytinganna á t.d. Vestmanna- eyjar. Róbert sagði að hægt væri að toga og teygja pottana til og frá, allt eftir því hvaða flokkar fæm með stjóm landsins. Um strandveiðar sagði hann að þær væm ekki til að hafa áhyggjur af, enda ekki nema þrjú prósent af heildarúthlutun í bolfiski. Oddný, sem kemur úr Garðinum, sagði að fmmvarpið full- nægði sinni réttlætiskennd. Samkeppnishæfni í hættu? Meðal þess sem velt var upp á fund- inum var að með því að rústa núverandi kerfi í stjóm fiskveiða væri verið að skaða samkeppnis- hæfni íslands á mörkuðum og nú biðu Norðmenn þess að komast inn í gatið sem myndast við það. Líka var bent á að aflaheimildir, sem settar em inn í strandveiðar, minnki atvinnu sjómanna í Vest- mannaeyjum. Ef hægt er að draga einhveija ályktun af fundinum er að þá fara fmmvörpin aldrei óbreytt í gegn. Róbert kallaði eftir samræðu hags- munaaðila og stjómvalda og sagði að ekki mætti stilla þessu upp sem átökum milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sem er athyglisvert í ljósi þess að gert er ráð fyrir að 30 prósent fimm milljarða aflagjalds renni aftur til sjávarbyggða. Þá em eftir 70 pró- sent sem fara eitthvað annað. Bent var á að aflagjaldið lækkaði laun sjómanna og um leið skatta þannig að þegar upp er staðið hefði ríkið lítið upp úr krafsinu. Þetta með samráðið fór fyrir lítið þegar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni, sakaði stjómvöld um óvönduð vinnubrögð. Lagði hann fram tölur um áhrif breytinganna á sjávarútveg og sagði að það hvemig staðið er að gerð laganna minnti um margt á það sem gerðist fyrir hmnið 2008. Róbert brást reiður við og sagði að hvorki Binni eða LÍÚ komi til með að setja lög í landinu. Barði í borðið svo glumdi í. Binni sagði það auð- vitað rétt, sjálfur fengi hann hundr- að hugmyndir en sér dytti ekki í hug að setja þær fram fyrr en hann væri búinn að reikna út og skoða hvort þær gengju upp eða ekki. Felst vonin í Sjálfstæðis- flokknum? Þegar þessir tveir fundir em bomir saman er ljóst að stefna Sjálfstæðis- flokksins í stjórn fiskveiða fer saman með hagsmunum Vestmanna- eyja. Um það er ekki deilt að þjóðin á fiskinn í sjónum en pólitísk af- skipti af fiskveiðistjóm hafa aldrei leitt til góðs fyrir Eyjamenn. Auð- vitað var það grimm aðgerð þegar fiskur var settur í kvóta og það vissu allir sem vildu vita að einhver sveitarfélög yrðu undir þegar sjáv- arútvegi var ætlað að sjá sjálfur um hagræðingu í greininni án styrkja og ríkisafskipta. Eins og áður hefur verið bent á í Fréttum máttu Vestmannaeyjar þola m.a. fækkun íbúa, lækkun fasteigna- verðs þegar störfum fækkaði um 400 til 500 í sjávarútvegi vegna hag- ræðingar, tækninýjunga og stærri og afkastameiri skipa. Þetta gerðist þrátt fyrir að útgerðarmenn í Eyjum vom sem næst einhuga í að halda aflaheimildum í heimabyggð. Þá hafði enginn stjómmálamaður samúð með því sem hér var að gerast, ekki frekar en þegar smærri pláss fyrir vestan og austan urðu fyrir þungum höggum þegar kvótinn var seldur annað. Ófyrirséðar afleiðingar fyrir Vestmannaeyjar Nú hefur ríkisstjómin ákveðið að fara leið sem á eftir að hafa ófyrir- séðar afleiðingar fyrir Vestmanna- eyjar með því að taka héðan kvóta og flytja annað. Bæjarstjóm er að láta reikna út hver áhrifin verða fyrir okkur hér, en ef héðan verða teknar þúsundir tonna af bolfiski, tugir þúsunda tonna í sfld, loðnu og makrfl, veiðigjald fer í 5 milljarða verður niðurstaðan færri störf til sjós og í landi og lægri laun og lík- lega fækkun íbúa. Því það er alveg sama hvað hver segir, Vestmanna- eyjar standa og falla með því sem aflast og hvað fæst fyrir afla og afurðir. Alið á hatri gegn einni stétt Frammi fyrir þessum staðreyndum stöndum við og alvaran er slík að hefja verður umræðuna yfir allt sem heitir heitir pólitfk. Að sjálfsögðu hljóta áherslur að vera misjafnar og það á enginn að velkjast í vafa um að við öll eigum fisldnn í sjónum. Við eigum líka heita vatnið sem Orkuveita Reykjavíkur nýtir til góðs fyrir Reykvfldnga. Sama gildir um heita vatnið sem fylgdi með í kaup- unum þegar ríkisstjómin lét það líðast að útlendingar keyptu HS- orku. Vandamálið er að það er búið að ala MIKILL hiti var í mönnum á fundinum hjá Samfylkingunni. á slflcu hatri í þjóðfélaginu á út- gerðarmönnum og LIÚ og því haldið fram að þeir einir séu á móti breytingum á fiskveiðstjóminni. Þar gengur forsætisráðherra fremst í flokki og veifar því að meirihluti þjóðarinnar sé henni sammála. Reyndin er að allir í útgerð sem og sjómenn, nema strandveiðimenn, em á móti hugmyndum ríkisstjóm- arinnar. RÚV er í takt við rfldsstjómina og hefur fundið sinn eðalsjómann, sem stundar strandveiðar og heimtar meiri kvóta, sennilega til að selja eins og hann hefur gert áður fyrir hundmð milljóna. Eftir sitja sjómenn, sem hafa sjó- mennsku að aðalstarfi, með sárt ennið og lægri laun. En von þeirra og annarra sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi er að ekki einu sinni Samfylkingin hefur trú á að fmmvörp sjávarútvegsráðherra fari í gegn. I það minnsta óbreytt eins og kom fram á fundi Samfylk- ingarinnar. Omar Garðarsson. ÍSLENSKA gAmafélagið - ÍBÚAFUNDUR - Breytingar á sorphirðu í Vestmannaeyjabæ Fimmtudaginn 26. maí kl: 20:00 í Höllinni við Löngulág. Efni fundarins: Kynning á breytingum á sorphirðu í Vestmannaeyjabæ þar sem markmiðið er að auka endurvinnslu og þjónustu við íbúa. Www.flokkarinn.is—fræðslusíða um endurvinnslumál Með kveðju frá Vestmannaeyjabæ og íslenska Gámafélaginu *Við hugsum áður en við hendum... 1

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.