Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2011, Page 8
8 préttir / Fimmtudagur 26. maí 2011 ÖFLUGUR KÓR Það var gaman að sjá ný andlit í kórnum á tónleikunum á fimmtudaginn og gamla félaga sem voru mæ) Kór Landakirkju 100 ára - Glæsilegir afmælistónleikar - Guðmundur að kveðja eftir z Með Eyjamönnum í gleði og sorg í h< Kirkjukór er mjög merkilegt fyrir- brigði, þar er samankominn hópur fólks sem er tilbúið til að eyða ómældum tíma í æfingar, koma fram og taka þátt í gleði og sorgum samborgaranna. Það er ekki lítil ábyrgð sem þau axla í hvert skipti sem kórinn er kallaður til. Sama hvort það er við almenna messu þar sem fólk mætir ti! að eiga kyrrð- arstund með Guði sínum eða há- tíðarmessur um jól, páska og hvíta- sunnu þar sem sáttmálinn við almættið er undirstrikaður. Þá minnkar ekki mikilvægið að vera þátttakandi á gleðistundum í lífi fjölskyldunnar, þegar bam er borið til skírnar, það fermist og ákveður svo að ganga í heilagt hjónaband í kirkjunni sinni. Þetta eru ánægjustundimar en það hljóta að vera þung spor fyrir kórinn og kosta aga og sjálfstjóm þegar dýpsta sorg og örvænting bankar upp á. Þá reynir á kórinn því það hlýtur að taka á, að þurfa að deila hinstu kveðjustund bæði sem þátttakandi og áhorfandi. Þetta á líka við organistann og stjórnandann sem ber hitann og þungann af öllu saman, er brú milli kórs og prests sem verður að standast álagið sama á hverju gengur. Þessar hugsanir fóru í gegnum hugann á tónleikum Kórs Landa- kirkju sem minntist þess síðasta fimmtudagskvöld að 100 ár eru liðin frá stofnun kórsins. Líka að Kór Landakirkju er ein af stoðum samfélagsins og það á svo ólíkum sviðum. Helsta hlutverkið er að þjóna Landakirkju en hann er líka menningarstofnun, uppalandi í tón- list og svo stendur hann fyrir ákveðna hefð í kirkjutónlist. Þar hefur stjórnandinn, Guðmundur H. Guðjónsson, staðið fastur fyrir þegar raddir hafa heyrst um hvort ekki væri rétt að breyta til og létta messuformið. Sjálfur stendur Guðmundur á tímamótum því hann er að kveðja eftir 40 ár sem stjómandi Kórs Landakirkju og organisti kirkjunn- ar. Guðmundur er hámenntaður í klassíska geiranum og lítið fyrir léttúð í tónlist. En hann hefur lfka til að bera metnað fyrir hönd kórs- ins sem í gegnum árin hefur tekist á við nokkur af helstu verkum tón- bókmenntanna. Guðmundur nýtur sín kannski best þegar hann þenur orgelið þannig að allt leikur á reiðiskjálfi, þá er gaman að vera í Landakirkju. Gestir fylltu svalirnar í kirkjunni HERDÍS lék á þverfiautu með kórnum og vonandi eigum við eftir að heyra meira í henni. Þessi metnaður Guðmundar ein- kenndi afmælistónleikana þar sem mættir voru nokkrir eldri félagar til að styrkja hópinn á þessum merku tímamótum. Til liðs við kórinn hafði hann fengið einsöngvarana Gissur Pál Gissurarson og Sólveigu Unni Ragnarsdóttur og Védísi Guð- mundsdóttur og Herdísi Gunnars- dóttur á flautur. Tónleikamir voru tvískiptir, byrjuðu í kirkjunni þar sem verk gömlu meistaranna vom nær allsráðandi og svo var slegið á léttari strengi í Safnaðarheimilinu þar sem frábærir einsöngvarar fengu að njóta sín. Samtals taldi kórinn 35 manns á tónleikunum og var hann í sfnu besta formi. Gaman var að heyra Herdísi, sem er mjög efnileg, spreyta sig með kómum og Védís hefur fyrir löngu sannað sig sem frábær flautuleikari. Vonandi eigum við eftir að heyra meira í þeim í framtíðinni. A fyrri hluta tónleikanna voru verk eftir Bach, Hándel, Bizet, Gounod, Mozart og Halleluja Leonards Cohen fékk að fylgja með. Flutningurinn var góður og kryddið vom Gissur Páll, Sólveig Unnur, Herdís og Védís. Yfnbragðið var allt annað þegar komið var yfir í Safnaðarheimilið þar sem einsöngvaramir fóm mik- inn með Guðmund á píanóinu sem var í fanta formi og naut hverrar mínútu. Víða var leitað fanga í lagavali og það var skemmtilegt stílbrot þegar þau sungu saman Hamraborgina. Öll þrjú stóðu sig frábærlega og viðbrögð gesta sem fylltu Safnaðarheimilið vom í sam- ræmi við. Eftir það kom kórinn inn og áfram hélt fjörið. Guðmundur bætti um betur með hressilegum kynningum. Oddgeir Kristjánsson átti þama tvö lög. Annað þeirra, Fyrir austan mána, mætti heyrast oftar eins og kom fram hjá Guðmundi. Endatónninn var svo sleginn í Úr útsæ rísa Islands fjöll, eftir Pál ísólfsson sem var vel við hæfi. Veislunni lauk svo með því að Guðmundi og kómum vom færð blóm frá Vestmannaeyjabæ og Lúðrasveit Vestmannaeyja sem er hinn póllinn í tónlistarlífi Eyja- manna. Það vom ánægðir gestir sem gengu út í vorið og sumarið, sem reyndar lætur bíða eftir sér í ár, og flytjendur gátu verið stoltir af sínu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.